Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1991, Síða 5
og langanir hans neikvæðar eru réttlættar.
Hann verður sáttur við þá galla, sem eru
taldir ástæðan fyrir meininu. Hinar miklu
vinsældir kenninga Freuds stafa m.a. af
einfaldleik þeirra og sérstaklega þeim „nars-
issisma" eða sjálfunum sem í þeim felst.
En þessar vinsældir hafa orkað því að dulvit-
undin, þótt hún sé reyndar mjög takmörkuð
samkvæmt kenningum, er staðreynd.
í hinu mikla riti sinu „The Discovery of
the Unconscius" vitnar höfundurinn Henri
F. Ellengerger í ljóðlínu úr Eneasarkviðu í
úttekt sinni á Freud:
„Flectere si nequeo Superos, Acheronta
movebo“ (Geti ég ekki hreyft þá á himnum,
skal ég fylgja liði helvítis).
Sá sálfræðingur, sem hefur fjallað mest
um dulvitundina, er fyrrum lærisveinn
Freuds, Carl Gustav Jung. Jung starfaði sem
geðlæknir við Burghözli-sjukrahúsið í
Zurich og rak síðan eigin lækningastofu. Á
stríðsárunum gegndi hann herþjónustu í
svissneska hemum. En það voru kynni hans
af geðsjúklingum sem komu honum á spor-
ið. I draumum og teikningum ólíkra sjúkl-
inga komu upp samskonar tákn eða tákn-
myndir. Einnig kom þetta fram í órum
þeirra og ofskynjunum. Hann tók að gruna
að dulvitundin hýsti meira en niðurbældar
hvatir, eins og Freud hafði þá haldið fram,
þar á meðal þessi síendurteknu tákn. Um
þetta leyti fór hann í fjögurra daga siglingu
á Zurich-vatni ásamt vinum sínum. í þeirri
ferð las einn þeirra félaga upp Nekyia-kafl-
ann úr Odysseifskviðu, um ferð Odysseifs
til dvalarstaðar hinna dauðu, til Hadesar-
heima. Það var góður inngangur að ferð
Jungs niður í undirdjúpin, sem hann nefndi
sína „Nekyia-ferð“. Hann tók að gera til-
raunir til þess að nálgast djúpin. Og loks
tók hann ákvörðun 12. desember 1913.
Hann gaf sig á vald hugarreiki, teiknaði
myndir, sem mótuðust ósjálfrátt og skrifaði
niður drauma sína. Einnig neyddi hann sjálf-
an sig til þess að segja og skrifa niður sög-
ur um, að hann væri að grafa sig niður í
jörðina og kæmi að hvelfingum og undir-
göngum, klefum fullum af táknmyndum og
endalausum ranghölum. Og áðumefndan
dag tóku arktýpumar eða fmmgerðimar
að gera vart við sig. Þessi ferð Jungs niður
í djúpin, dulvitundina, varð kveikjan að
kenningum hans. Hann varð fyrir hinni
furðulegustu reynslu og með langvarandi
íhugun og samröðun þeirra fyrirbrigða, sem
hann sá og heyrði, mótaði hann kenningar
sínar. Þetta tók Iangan tíma. Hann varð var
við arktýpurnar bæði í svefni og vöku. Hann
segir sjálfur, að reglubundin störf og
umönnun fjölskyldunnar hafi bundið hann
við heim raunveraleikans. Án þessa telur.
hann, að hann hefði eins getað horfið inn
eða niður í þá óra, sem menn myndu kalla,
sem hann gekk í gegn um og vann úr. Jung
hélt því fram, að Nietzsche hefði orðið fyrir
svipaðri reynslu og taldi að „Zarathustra"
ætti upptök sín í arktýpum dulvitundarinn-
ar. Nietzsche var óbundinn og þessvegna
hvarf hann að lokukm inn í djúpin.
Eitt það furðulegasta, sem kom fyrir
Jung, meðan á þessum rannsóknum hans
stóð, að eitt sinn þegar hann var að skrifa
haldinn dulvitundinni, spurði hann sjálfan
sig: „Er það sem ég er að gera vísinda-
starf?“ Kvenrödd svaraði honum: „Þetta er
list.“ Sunnudag nokkurn árið 1916 heyrði
hann dyrabjöllunni hringt. Síðan fannst
honum sem hópur anda flykktist inn í hús-
ið. „Hvað gengur á, hver er tilgangurinn,"
hugsaði hann. Svarið kom, líkast kór: „Við
eram sálir þeirra dauðu, sem eru komnir
aftur frá Jerúsalem, án þess að hafa fundið
það sem við leitum að.“ Þetta varð kveikjan
að orðum rits, sem hann skrifaði á næstu
þremur kvöldum, „Septem Semones ad
Mortuos" (sjö ræður til hinna dauðu). Jung
taldi að Basilides frá Alexandríu hefi haldið
þessar ræður. Síðan ritaði hann tvær bækur
sem hann kallaði „Svörtu bókina" og „Rauðu
bókina“. Árin 1913 til 1919 gekk hann í
gegnum þessa „sköpunarraun". Á þessum
árum kynntist hann þeirri staðreynd, að
með honum sjálfum og öllum mönnum byggi
dulvitund í senn persónuleg og sameiginleg,
sem lifði eigin lífi og byggi yfir allri reynslu
mannkynsins frá örófi alda, þar er bæði hið
efsta og hið neðsta, fegurð og ljótleiki, hvat-
ir og kveikja fullkomleikans. Þáð sem skáld
og listamenn kalla innsæi er þaðan runnið.
Jung telur að dulvitundin lifi sjálfstæðu lífi,
og þegar það gerist að furðulegar myndir
eða tákn taka að láta á sér kræla í meðvit-
undinni, þá séu fyrstu viðbrögðin ótti. Sam-
kvæmt kenningum hans er aðeins þröskuld-
ur milli meðvitundar og dulvitundar, en sá
þröskuldur skilur á milli hins kunnuglega
heims meðvitundarinnar og afla og hvata,
sem er einstaklingnum ókunn og framandi.
Þessi framandi öfl geta yfirtekið meðvitund-
ina og þá tapast eðlileg meðvitund og órarn-
ir koma í staðinn, geðbilunin. Þessi öfl geta
einnig orðið kveikja listar og skáldskapar,
orðið meðvituð og fullkomnast í listaverk-
inu. Kenningar Jungs um drauma byggjast
á rannsóknum hans á dulvitundinni. Hver
einstaklingur er því tvískiptur, ber með sér
tvennskonar persónuleika, þann dagsdag-
lega og þann dulda, persónulega dulvitund,
sem hann ræður ekkert við og veit venju-
lega ekki af og auk þess þá sameiginlega
dulvitund, sem er oftast kveikjan að fjölda-
sefjun og sjúklegu hópefli. Jung telur þess
vegna, að eins og líkamleg gerð mannsins
sé arfur kynslóðanna, árþúsundanna, eins
sé hugarheimur hans, sál eða sálgerð hlið-
stæður árþúsundaarfur, og eins og menn
séu bundnir líkamsgerðinni, þá séu menn
engu síður bundnir sálgerð forfeðranna og
þar lifi samskonar fyrirbrigði og hvatir, og
þær sem mótuðu viðbrögð frummannsins.
Táknin koma hér til sögunnar, framgerðirn-
ar eða arktýpurnar, sem lifa sjálfstæðu lífi
og koma fram í draumum, listum, trúar-
brögðum og órum. Samkvæmt þessum
kenningum birtast frumgerðirnar í guðs-
myndinni, skugganum, sem verður djöfull-
inn í trúarbrögðunum, anima og animus,
karl- og kveneinkennunum, hinni ægilegu
móður, magna mater, sem táknar náttúr-
una, vitringnum, sem getur birst sem prest-
ur eða munkur og einnig sem fjölkynngis-
maður og sjálfinu, inntakinu og innsta
kjarna, sem er sem arktýpa, hluti dulvitund-
arinnar, ekki meðvitað.
Jung segir einhversstaðar að sálin sé all-
ur heimurinn. Þar á hann við hvorttveggja,
meðvitund og dulvitund, endurspeglun
heimsins og ekki aðeins í dag heldur allra
daga, alls upphafs og árþúsundareynslu og
frameðlisins, arfinum, sem allir era bundn-
ir. Þessvegna verður ekki eðlisbreyting á
mannkyninu, aðeins stigsbreytingar. Ef
sameiginleg dulvitund væri ekíri til staðar,
þá mætti móta manninn með upplýsingu,
fræðslu, og gjörlegt yrði að gera manninn
að því, sem óskað væri, fullkomna skynsem-
isvera eða vinnudýr. Þetta hefur verið reynt
og alltaf með hrikalegum afleiðingum.
Áhersla á vissar framgerðir leiðir einnig
til ófamaðar. Menn geta sökkt sér niður í
„skuggann", iðkað galdur og djöfladýrkun
eða gengið inn í náttúrudýrkun og kynóra,
leitað móður náttúru og móðurlífsins, þar
sem algjört öryggi er talið búa. En þar með
hverfa menn úr mannheimum, heimum
meðvitundarinnar. Innlifun í guðshugmynd-
ir getur ekki síður fjarlægt manninn sjálfum
sér. Slepjulegur kumpánskapur við Gúð al-
máttugan fletur guðshugmyndina út og tign
þess sem býr í öðra ljósi, tign þess „numin-
osa“. Afhelgunin verður því verri afneitun-
inni, afhelgun guðsmyndarinnar.
Inntakið í kenningum Jungs er það, að
menn skuli stefna að því að auka á meðvit-
und sína og vinna úr þeim kenndum, sem
þeim birtast og þeir finna hrærast í dulvit-
und sinni, og fyrst og fremst gera sér ljóst,
að hún er þarna. Grunur um eitthvað, inn-
sæi og opinberan einhvers, allt er þetta
meira og minna meðvitað og þeir sem finna
fyrir þessu vita hvar upptökin eru. En svo
era þeir til sem afneita allri verund annarra
hluta og fyrirbrigða en þeirra sem era
áþreifanleg og sem telja sig innan „raun-
veraleikans“ og álíta sig vera að lifa í aug-
ljósum heimi. Þeim einstaklingum er hætt-
ast við því, að þau öfl, sem þeir afneita,
nái völdum á þeim. Maðurinn sem lifir á
yfirborðinu, yfirborðsmenn, ánetjast oft
stefnum og þar með öflum sem bera öll
einkenni skuggahliðanna úr djúpunum, þótt
þau telji sig skynsamleg og raunsönn. Ein-
feldningslegar lausnir og tæknitrúarbrögð
eru af þessum toga. Þetta má augljóst vera
einmmitt nú. Hetjudýrkunin, hetjan, er ein
„arktýpanna“, djöfladýrkunin í formi ofbeld-
is og kvalalosta og náttúrudýrkun eins og
hún verður blautlegust, hefur nú mikinn
byr, einmitt meðal þeirra, sem lifa því, sem
er kallað nútímalífi, hrærast í útsöluvarn-
ingi og hópeflistilburðum, gervi-dulhyggju
og guru-dýrkun og greiðasta leiðin inn í
falsheim algeymisins er dópið. Þar leitast
margir við að finna sína paradís. Það sem
þeir afneita og forðast gleypir þá.
Jung telur að þær tilraunir sem hann
gerði á sjálfum sér, sé mjög hættuleg leið
til vitundar og geti eins endað í óram og
hvarfi úr mannheimi. Jafnframt talar hann
um að „nútímamaðurinn" hafi glatað hluta
meðvitundar sinnar með því að taka ekkert
tillit til þeirra leiða sem voru stundaðar fyrr
um, svo sem því, að taka fullt tillit til drauma
og annars fjölbreytileika dulvitundar lífsins
og þeirra fyrirbrigða sem menn gátu ekki
skýrt samkvæmt skynseminni. Hann segir
einhvers staðar: „Áður voru draugar og
djöflar á sveimi, nú eru þeir horfnir, en
hvert fóru þeir?“
Höfundur er kennari á eftirlaunum.
NILS-ASLAK VALKEAPÁÁ
Vegir vindsins
Sigurjón Guðjónsson þýddi
I.
Ég hef í heiðrí líf gömlu Samanna
Hvernig þeir nýttu allt.
sem nýtanlegt var
hreinskinn, loðfeldi, lappaskó, leppa,
suðu, steiktu, klufu, þurrkuðu.
Neyttu matar er hann bauðst,
en sult mátti enginn minnast á.
í þessum heimi allsnægtanna
sveltur annaðhvert barn,
og þriðji parturinn
etur tvo þriðju parta
af matnum í heiminum.
II.
Hversu mjög hef ég gamla Samaland í heiðri,
Þó að aðrir komi og sýni mér
blöð sem þeir hafa sjálfir skrifað,
hvað þeir skrifa mikið
hvernig vita þeir um tilfinningar vorar.
Á hverjum hóli hafa forfeður vorir
kveikt upp eld,
hvern einasta stein
hafa fætur forfeðranna troðið,
hér hafa þeir lifað og dáið.
III.
Minn heimur er í hjarta mínu
og hann flytur með mér.
í mínum heimi lifir joikið
þar heyrist barnahlátur.
Bjöllurnar hljóma
hundarnir geyja,
lassóið blístrar.
í mínum heimi bylgjast
kuflfaldarnir,
skinnvefjur, Samastúlknanna
hlý bros.
Heimur minn er í hjarta mínu
og hann flytur með mér.
Höfundur er Sami. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
í ár og er fyrsti Saminn sem hlýtur þann heiður.
ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR
Júlí
Ég er komin til byggða
en í draumi mínum
eru silungar enn að vaka.
Nóttin sem var björí
vex yfir a ugu mín
og tíminn til að vaka
er liðinn.
Fíkn
Og konan í steingráa húsinu
situr dapureygð og styður hönd undir kinn.
Krossferðarriddararnir löngu farnir
eftir að hafa hámað í sig rjómakökurnar.
Keríin að brenna út.
Og háir stólarnir á dreif um salinn.
Þá segir hún með þessum döpru augum.
„Mér finnst það skemmtilegast. . .
. .. fólk sem er haldið einhverri fíkn. “
Höfundur er lausamaður f blaðamennsku og rithöfundur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. FEBRÚAR 1991 5