Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1991, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1991, Page 9
LESBÓKAR 9. FEBRÚAR 1991 Skagfjörðsskáli í Þórsmörk. Göngiiskíðafólk í Landmannalauguni. Brennisteinsalda í baksýn. Að ferðast innanlands með Ferðafélaginu Síðasta ár var einstaklega gott ferðaár hjá Ferðafélagi íslands. Tæplega 7.000 manns tóku þátt í ferðunum, þar af voru um 4.300 þátttakendur í dags- og kvöldferðum sem er með því mesta í sögu félagsins. Um þúsund manns voru með í afmælisgöngu í 13 áföngum frá Reykjavík í Hvítárnesskála í tilefni 60 ára afmælis skál- ans. Þessari ágætu þátttöku er vel fylgt eftir í ferðaáætlun Ferðafélagsins fyrir árið 1991 sem kom út í síðasta mánuði. Þar kynna Ferðafélagið og deildir þess um 300 styttri og lengri ferðir um ísland og er um mikla fjöl- breytni að ræða og ýmsar nýjung- ar í boði. Megináhersla er að venju lögð á holla útiveru og gönguferðir, en einnig ökuferðir þar sem minna er gengið. Hægt er að velja um fjallgöngur, láglendis- og fjöru- ferðir, bakpokaferðir, ferðir með gönguferðum út frá tjaldbækistöð og rútuferðir. Ferðaáætlunin nær yfir allt árið en hér er lögð áhersla á ferðir fram til vors, en nánari umfjöllun um ferðir í sumar bíður betri tíma. Eitt af helstu mark- miðum Ferðafélagsins er að hvetja til ferðalaga innanlands og allir ættu að veija hluta af sumar- leyfi sínu hér heima. Vetrargöngur Dagsferðir eru alla sunnudaga árið um kring og er alltaf farið kl. 13, en oft eru lengri ferðir með brottför kl. 10.30. Skíða- göngur Ferðafélagsins njóta jafn- an vinsælda. Að þessu sinni eru sérstaklega kynntar skíðagöngur út frá Bláfjöllum. Leiðbeint verður í gönguskíðatækni í nokkrum ferðanna. Þeir sem ekki stunda skíði eiga margra kosta völ. „Reykjavík að vetri“ er nafn á hringgöngu um útivistarsvæði innan borgarmarka Reykjavíkur. Önnur gangan verður nú á sunnu- daginn 10. febrúar kl. 13. Kvöld- göngur eru einu sinni í mánuði Á Snæfellsjökli. þegar tungl er í fyllingu, oft með blysför. Ökuferðir verða að Gull- fossi í vetrarbúningi þar sem m.a. er farið um nýju Tungufljótsbrúna í Biskupstungur. Fjórar árstíðar- ferðir verða á Þingvelli, en vetrar- ferð þangað var frestað þar til aðstæður leyfa í vetur. Gönguferð um gosbeltið Um það bil sem vetrargöngum lýkur -verður farið af stað með nýja raðgöngu þar sem gengið verður um gosbeltið frá Reykja- nestá að Skjaldbreið í 12 ferðum. Segja má að gönguleiðin liggi eft- ir Atlantshafshryggnum á mörk- um Norður-Ameríkuplötunnar og Evrasíuplötunnar (sbr. landreks- kenninguna). Gengið verður um og meðfram Reykjanesfjallgat'ði og hjá Þingvallavatni á Þingvelli og endað við Skjaldbreið og Hlöðuvelli í lok september. Fyrsta gangan er sunnudaginn 14. apríl. Viðurkenning er veitt fyrir góða þátttöku. Helgarferðir — jöklaferðir Margar helgarferðir eru á áætl- un í vetur og er sú fyrsta „vætta- og þorrablótsferð“ um næstu helgi. Skíðagöngur og jöklaferðir eru mest áberandi. Helgin 1.—3. mars er fyrsta af þremur ferðum á Snæfellsjökul, en hinar verða um páska og hvítasunnu. Á síðasta ári var mjög góð þátttaka í Snæfellsjökulsferðum og meira gert en bara gengið á jökul, því náttúra Snæfellsness býður ótelj- andi möguleika til skoðunar. Helgina 2.-3. mars verður haldið námskeið í ferðamennsku að vetri í nágrenni Reykjavíkur. Skíða- göngur í Landmannalaugar verða bæði um páska og á sumardaginn fyrsta. Páskarnir eru í lok mars og þá verður bryddað upp á nýj- ung sem er skíðaganga um Lakagígasvæðið. Samhliða henni verður skoðunarferð um Skafta- fell, Fljótshverfi og Síðu. Flestar af helgarferðunum eru í Þórsmörk og þær fyrstu um páskana en síðan um hvetja helgi frá maí og fram í október. í tengslum við Þórsmerkurferð eru göngur á Eyjafjallajökul, Mýrdal- sjökul og á Fimmvörðuháls. Skíðagönguferð er á Tindafjalla- jökul 12.—14. apríl. Öræfajökuls- ferðir eru bæði um hvítasunnu og kringum 17. júní. Óbyggðaferðir Ferðafélagið og deildir þess eiga fjölda skála í óbyggðum. Notkun þeirra að vetrarlagi hefur aukist mikið á síðustu árum og má benda sérstaklega á Land- mannalaugar og Hveravelli. Gæslumenn eru í Landmanna- laugum í mars og apríl. Á Hvera- völlum sér veðurathugunarfólk um gæslu. Nauðsynlegt er að panta gistingu fyrirfram. Skóla- hópar nýta Skagfjörðsskála í Þórsmörk mikið á vorin og nauð- synlegt að panta tímanlega til að tryggja sér gistipláss. Ferðir í sumar Ferðirnar í sumar bíða nánari umfjöllunar en fyrsta sumarleyfis- ferðin er sólstöðuferð í Grímsey ‘21.—24. júní. Hornstrandaferðir eru fleiri en áður og með nýju sniði. Gönguferðir um leiðina vin- .jSælu milli Landmannalauga og Þórsmerkur eru alls sautján og um Kjalveg hinn forna milli Hvítárness og Hveravalla eru tvær ferðir. Nefna má ferðir á Borgarfjörð eystri og í Lónsöræfi en þar er gist í nýjum skála. í lok júlí er miðhálendisferð og í ágúst eru Árbókarferð og ferðir í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá könnun- arferð Ferðafélagsins í Kerlingar- fjöll. Aukin áhersla er lögð á fjöl- skylduferðir og má nefna ferðir í Þórsmörk í byijun júlí og Land- mannalaugar. Aukaferðir, m.a. Noregsferð, verða auglýstar í fréttabréfi sem sent er félags- mönnum. Nánari upplýsingar á skrif- ; stofu Ferðafélagsins, Öldu- : götu 3. Athugið að brottför í Ferðafélagsferðir er frá Um- ferðarmiðstöðinni, austan- | megin, nema annað sé aug- | lýst. Allir eru velkomnir en félagsmenn og fjölskyldur ; þeirra greiða lægra fargjald í helgar- og lengri ferðir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.