Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1991, Blaðsíða 10
frír» fc-gr^-fch- jHr fr * > li. a i> &&fc* ^
Hvað bjóða Samvinnuferðir?
Rætt við Helga
Jóhannsson
Sundlaugum við sumarhúsin er viðbrugðið fyrir góða hönnun og í nágrcnninu er margt við að vera.
Á þessum síðustu og verstu
tímum er ekki úr vegi að
spjalla við forstjóra stærstu
ferðaskrifstofu íslands,
Helga Jóhannsson, um ferð-
atilboð ársins. Samvinnuferð-
ir hafa verið mikið í brenni-
depli vegna samninga um
leiguflug. Nú er allt frágeng-
ið og verið að ganga frá Bo-
eing 727 í Bandaríkjunum.
„Við fáum vél út af fyrir okk-
ur,“ segir Helgi, „verðum
með morgunflug út og
síðdegisflug heim og okkur
ætlar að takast að bjóða frá
6% allt að 11% verðlækkun á
sólarlandaferðir í sumar.
Þannig tökum við þátt í þjóð-
arsáttinni.
Vikufei;ðir til Austurríkis
og Sviss
Við ætlum að leika okkur að-
eins með nýjungar," segir Helgi,
„og byggjum leiguflugið á far-
þegaskiptum. Það er ótrúlegt
hvað hægt er að ná verði niður,
ef útlendir ferðamenn fást hing-
að með leiguflugi og íslendingar
fara út með sömu vél. TIL VIN-
AR í Austurríki verða vikuleg
flug 31. maí til 21. júní. VERÐ:
23-24 þúsund kr. á mann í viku.
TIL BASIL í Sviss 14. júlí til 3.
ágúst. VERÐ: um 20 þúsund kr.
Aðaláhersla verður á „flug og
bil“, en farþegar geta fengið
ódýra sveitagistingu í nágrenni
við Basel og Vín. Rútuferðir
verða líka í boði. Tilvalið að
skreppa til Búdapest með loft-
púðabát (rúmir 2 tímar) frá Vín.
Og í námunda við bæði Basil og
Vín er að finna marga skemmti-
lega golfvelli. Löndin eru bæði
einstaklega falleg ferðamanna-
lönd sem gaman er að aka um.
Hingað til hefur verið of lítið
framboð af vikuferðum og við
erum að mæta fjölmörgum fyrir-
spurnum.
2 vikur til Norður-Noregs
Norðmenn vilja aðeins viku-
ferð til íslands, en íslendingar
vilja tveggja vikna ferð til Nor-
egs. Samningar eru í gangi með
flug til Norður-Noregs og ferð
þangað 25. júní til 9. júlí. VERÐ:
15-16 þúsund kr. á mann. Marg-
ir Islendingar eiga ættingja
þama og ferðir þangað hafa selst
mjög fljótt upp.
Sólarlandaferðir lækka
í fyrra tókum við vissa áhættu
með því að verðleggja mjög lágt
en árið kom út með hagstæðasta
móti. Núna tökum við líka
áhættu og bjóðum allt að 11%
verðlækkun á sólarlandaferðum.
Þriggja vikna ferð (flug og gist-
ing) kemur til með að kosta
45-57 þúsund kr. (eftir gistingu)
á mann, sem er sambærilegt
verð og í hitteðfyrra. Langvin-
sælasti sólarstaðurinn í fyrra var
Cala d’Or á Majorka. Santa
Ponsa á Majorka og Benidorm á
Spáni eru áfram á dagskrá og
við verðum eini aðilinn með
leiguflug til Ítalíu. Við ætluðum
að bjóða leiguflug til Túnis í 1.
skipti og Egyptaland lofaði góðu,
en koma tímar og koma ráð.
Sumarhúsin fyrir fjölskyldur
Ég segi alltaf að sumarhúsin
séu besti staðurinn til að bæta
samband á milli foreldra og
- .. .. '.. .... . . ;. i
barna. Hollendingar eru mjög
jákvæðir gagnvart íslendingum
og sumarhúsin í Kempervennen
selja sig sjálf, enda eru þau ein-
staklega vel í sveit sett á landa-
mæram Belgíu og Þýskalands.
Ekki amalegt að geta hjólað með
krökkunum sínum yfir til Belgíu.
Flestir hvíla sig í viku; þiggja
svo þá þjónustu að fá bíla-
leigubíl að húsdyrunum; flakka
e.t.v: um í eina viku og hafa
húsið sem fastan samastað; hvíla
sig síðan þriðju vikuna.
Orlofshúsin í Frankaskógi í
Frakklandi hafa einnig reynst
mjög vel. Þau eru 120 km norð-
ur af París, á lokuðu svæði þar
sem krakkar geta hjólað og leik-
ið sér. Golfáhugafólk er búið að
uppgötva völlinn við hliðina, sem
er góður fyrir byijendur í golfi
og lengra komna. Þetta er líka
framtíðarstaður því Disneyland
verður opnað á svæðinu árið
1992. Þriggja vikna ferðir í sum-
arhúsin eru langvinsælastar,
enda sýnir úttekt á sumarleyfum
íslendinga að 21 dagur eru lang-
algengasti dvalartími.
Nýjungar í heimssýn
Framandi slóðir verða að
þessu sinni 2 ferðir til Malaysíu.
Fyrsta ferð í tilraunaskyni í fe-
brúar, en aðalferðin 11. nóvemb-
er til 3. desember. Flogið verður
til Bangkok í Tælandi og dvalið
þar; til Georgejpwn, höfuðborgar
Penangeyju; til Kulala Lumpur,
höfuðborgar Malaysíu; til
borgríkisins Singapore syðst á
Malaysíuskaganum og ferðast
um Kamerún-hálendi Malaysíu.
Lúxus- og ævintýraferð um
Brasilíu verður í boði 11.-26.
maí.“
Ferðaöryggi
— En hvað segir Helgi um
ferðaöryggi á stríðstímum?
„Kaupsýslumenn hafa aðeins
hægt á sér sem er skiljanlegt
hjá þeim sem stefna kannski á
staði nálægt átakasvæðunum.
En ég er ekki hræddur við að
fara á friðsæla áfangastaði —
og auðvelt að hafa gott eftirlit
með íslensku leiguflugi til lítilla
flugvalla. Flugleiðir eru líka lítið
flugfélag á jaðarsvæði utan
hjarta Evrópu. Ég held að þetta
verði mjög gott ferðaár, þrátt
fyrir allt.“ O.Sv.B.
íslendingar fljúga áfram
Spjallað við Einar Signrðsson,
blaðafulltrúa Flugleiða, og Kristínu
Aradóttur, sölusljóra í söludeild
„Persaflóastríðið hefur minni áhrif á rekstur Flugleiða en
margra annarra flugfélaga," segir Einar, „Kaupsýslumenn hafa
mikið dregið úr ferðalögum og það kemur mest niður á flugfélög-
um sem hafa reitt sig á þau viðskipti. Flugleiðir eru í eðli sínu
öðruvisi en stóru evrópsku flugfélögin sem hafa meginhluta tekna
sinna af farþegum sem ferðast á viðskiptafarrými. Hjá Flugleið-
um eru yfir 80% farþega á afsláttarfargjöldum en aðeins 13% á
fullu fargjaldi.Flugleiðir eru einnig mjög lítið félag á alþjóðamæli-
kvarða og á N-Atlanthafsfluginu aðeins með innan við 1% af
markaðnum. Við fljúgum á jaðarsvæði fjarri mestu spennusvæðun-
um og það er sennilega betra markaðssvæði á meðan þetta ástand
varir.
Yfir úthafi, frá lítilli úthafseyju á leið til meginlandins.
íslendingar fljúga áfram
Það er meiri samdráttur í flugi
úti í heimi en hér. Janúar og fe-
brúar eru alltaf verstu mánuðirn-
ir, en nú er 6% meira bókað í
febrúar en í fyrra og 50% meira
í mars, samt heldur lakara en við
spáðum fyrir árið og minna um
bókanir á síðustu mínútu. Ef
stríðið verður búið upp úr febrú-
ar, breytist andrúmsloftið mjög
hratt og þá koma þeir farþegar
sem á vantar. Við erum með
ágætlega bókað og heilmikið af
fyrirspumum fyrir sumarið. ís-
lendingar virðast ætla að halda
sínu striki í ferðalögum.
Skíðaflugið til Salzburg er
óbreytt, sömuleiðis sólarflug tii
Kanaríeyja. Síðasta ferð þangað
er 13.3.-3.4. og þá eru laus sæti,
en örfá sæti laus í næstsíðustu
ferð 20.2. Orlando stendur vel og
fólk á biðlistum þangað um pá-
skana. Þeir sem hyggjast fara til
Evrópu, fljúga til Lúxemborgar.
Vellinum þar má líkja við lítinn
sveitaflugvöll. Þar eru hagstæð-
ustu bílaleigukjör á meginlandinu
og gott að venjast hraðbrauta-
akstri á tiltölulega, rólegum veg-
um út úr Lúxemborg. Auðvelt að
komast í sveitahótel og aðeins 20
mínútna akstur til þýsku borgar-
innar Trier.
Flug til Parísar og Frankfurt
Iiggur niðri til 24. febrúar. Þetta
var 1. vetrarflug okkar til Parísar
og annar veturinn sem við fljúgum
til Frankfurt. Samdráttur á Flug-
leiðanetinu var mestur á þessum
leiðum og því varð að draga sam-
an seglin. London hefur haldið sér
tiltölulega vel. Eftirlit þar er
gríðarlega öflugt, betra en nokkru
sinni og fólk skynjar það.
Árshátíða- og páskaferðir
Nú eru hagstæð hópfargjöld í
boði og sérsamningar við hótel,
sem fyrirtæki nýta sér og bjóða
starfsfólki sínu upp á árshátíðir
I erlendis. Einnig er. talsverð spurt
um „borgarpakkana". Um pásk-
ana eru áfram í boði skíðaferðir
til Salzburg; „flug og bíll“ til Lúx-
emborgar, Baltimore og víðar;
borgarferðir; sólarflug til Orlando
og Kanaríeyja. Eyjar á Karíbahafi
eru langt frá átakasvæðunum og
ferðamenn hópast þangað.
Bæklingurinn okkar kemur út
í lok febrúar. í ár leggjum við
mesta áherslu á „flug og bíl“ og
borgarferðir. Ferðaskrifstofurnar
bjóða „sumarhúsapakka", nema í
sumarflugi okkar til Austurríkis
bjóðum við sumarhús á hagstæðu
verði í tengslum við flugið.
„Flug og bíll“ í Baltimore
og Englandi
Baltimore verður á dagskrá í
sumar sem hlið inn í Bandaríkin
með „flug og bíl“, svipað og Lúx-
emborg í Evrópu — mikið um litla
skemmtilega bæi í kring og góðar
strendur og margt að sjá í Wash-
ington. Ég skil aldrei af hvetju
fólk nýtir sér ekki meira bílaleigur
í Englandi. í sumum hverfum
Lundúna sýnist gatnakerfið gert
fyrir hestvagna á 19. öld og Lon-
don er afar þægileg borg að aka
um þegar búið er að venjast vinstri
handar akstri.
En ef menn veigra sér við að aka
í London, þá má taka bílaleigubíl
í úthverfum eða í næstu bæjum.
Það venst fljótt að aka á vinstri
vegarhelmingi og geysimargt að
sjá og skoða í vinalegum smábæj-
um í Englandi."
Flugöryggi
— Hafið þið hert öryggiseftir-
lit?
„Við fylgjum strangar eftir
talningu á farangri og sjáum um
að allt falli saman — töskur og
farþegar. En eftirlit um borð í
flugvélar er aðallega í höndum
flugvallanna, sem hafa hert mjög
á eftirliti. Segja má að því meira
sem öryggi flugfarþega er ógnað,
þeim mun hraðar þróast leitar-
tækni á flugvöllum. Auðvitað er
ekki mikið rætt um slíkt af örygg-
isástæðum, en alltaf er verið að
þróa ný og fullkomnari leitartæki
í sambandi við vopn og sprengj-
ur.“
O.Sv.B.