Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1991, Side 12
ð£
B M 1 L A R
VOLKSWAGEN er nú mest seldi bíllinn í Evrópu. Rúmlega tvær
milljónir bíla seldust í fyrra sem er nokkur aukning frá árinu
1989. Volkswagen er sá bíll sem best hefur staðið sig á erlendum
markaði en sem dæmi má nefna að Fiat og ýmsir franskir bílar
eru háðir vernd heimamarkaðar. Bílasala dróst saman í mörgum
Evrópulöndum en í Þýskalandi jókst hún.
Á næstu misserum er gert ráð
fyrir áframhaldandi aukningu hjá
Volkswagen meðal annars með
I yfirtöku á Trabant verksmiðjun-
um í Þýskalandi og hlutdeild í
| Skoda verksmiðjunum tékknesku.
Um tvöhundruð þúsund fleiri bílar
seljast nú hjá Volkswagen en Fiat
sem nú er í öðru sæti en fyrir
aðeins tveimur árum var Fiat
mest seldi bíllinn í Evrópu. Mazda
og Honda hafa einnig náð tals-
verðri söluaukningu en Volvo,
Saab og Jaguar hafa orðið að
þola samdrátt. Bílasala dróst sam-
an í
ÓHREININDI sem safnast á þurrkublöðin eru hvimleitt vanda-
mál og ef menn gæta þess ekki að hreinsa þurrkublöðin öðru
hverju geta þessi óhreinindi dregist stórlega úr útsýni öku-
manns. Smám saman skemma þau einnig framrúðuna. Með tiltölu-
lega einfaldri aðgerð er hægt að draga úr þessari söfnun, þ.e.
með því að skera rifur neðst á framrúðuna.
Danska fyrirtækið Espergærde
Auto Center hefur fengið einka-
umboð fyrir þessari aðgerð í Dan-
mörku en uppfinningin er uppr-
unalega finnsk og hefur fengist
einkaleyfi fyrir henni í nokkrum
löndum. Fræsaðar eru tvær rifur
neðst í framrúðuna, 0,3 mm djúp-
ar og 0,6 mm breiðar. Óhreinindi
ná því ekki að festast því þau
losna strax af þurrkublöðunum
þegar þau fara yfir rifurnar. Þau
skolast síðan burt með rúðu-
sprautunni. Auk þess sem óhrein-
indi safnast síður á sjálf þurrku-
blöðin verður þetta til þess að
framrúðan rispast síður en oft
má sjá hversu framrúður eru slitn-
ar einmitt eftir hrufótt þurrku-
blöð. í Danmörku kostar þessi
aðgerð á framrúðunni 275 krónur
eða 2.700 krónur íslenskar.
Volkswagen seldist vel í Evrópu á síðasta árí.
Volkswage er mest
seldi bíllinn í Evrópu
Venus fyrir framtíðina
VENUS heitir framtíðarbíll
sem nýverið fékk verðlaun á
alþjóðlegri bílasýningu í Birm-
ingham. Þetta er bresk hönn-
un og hefur fyrirtækið Intern-
ational Automotive Design
fengist við að aðstoða bíla-
verksmiðjur við að spá í fram-
tíðina.
Meðal helstu nýjunga hjá Ven-
usi eru hinar sérstöku hjólaskál-
ar sem umlykja næstum allan
hjólbarðann. Þessi útfærsla á
meðal annars að gefa möguleika
á kælingu fyrir hemlana. Dyrnar
opnast upp og sætin eru í föstum
skorðum þannig að stilla verður
stýrið, fótstigin og gírstöngina
fyrir hvern ökumann. Framan á
bílnum er sérstök myndavél sem
eykur útsýni ökumanns í myrkri
og til að fylgjast með umferðinni
fyrir aftan er boðið upp á sér-
stakan skjá í stað hefðbundins
baksýnisspegils. Ekki fara sögur
af því hvers konar vélbúnaður
er hjá Venusi.
Framtíðarbíllinn Venus.
Höfuðpúðar veita góðan stuðning en gæta verður þess að þeir
séu rétt stilltir.
Höfuðpúðar
- góð vörn ef þeir
eru rétt stilltir
HÖFUÐPÚÐAR í bílum þykja orðnir sjálfsagðir hlutir enda
eru þeir einfalt og mikilvægt öryggistæki. Þeim er hins vegar
of lítill gaumur gefinn og séu þeir ekki stilltir rétt geta þeir
jafnvel frekar valdið skaða en komið í veg fyrir hann.
I nýlegri sænsk-norskri könn-
un á nokkrum bílum kom í ljós
að höfuðpúðar eru misjafnir að
gerð en kannaðir voru 19 bílar.
Meðal þeirra sem fengu slæma
dóma í þessum efnum voru Citro-
en AX og BX, Colt, Renault 19
og Nissan Micra. Jafnvel Volvo
sem státað hefur af öryggi á
öllum sviðum þótti ekki galla-
Nýrog
lengri
Suzuki
Yitara
Nýr og stærri Suzuki Vitara
er nú að komast á markað en
hann hefur verið kynntur á
sýningu í Amsterdam nú í vik-
unni. Umboðið hérlerndis heitir
Suzuki-bílar og hefur Vitara
átt sína aðdáendur hérlendis
og er óhætt að fullyrða að þeim
fjölgar nú þegar bíllinn er orð-
inn stærri og fimm dyra.
Fimm dyra
Suzuki Vitara
er nú orðinn
stærri og með
nýrri vél.
Suzuki-jeppinn hefur til þessa
ekki verið stór í sniðum og þrátt
fyrir að margur sé knár þótt hann
sé smár má segja að hann sé í
það minnsta og aðeins þrennra
dyra. Nýja fimm dyra gerðin er
42 sm lengri og lengd milli hljóla
er 28 meiri en í fyrri gerðinni.
Vélin er einnig ný, 16 ventla, 1,6
lítra og gefur hún 95 hestöfl. Völ
er á sjálfskiptingu með tveimur
stillingum.
Með þessari nýju gerð fær Vit-
ara betri stöðu í samkeppninni
meðal smájeppa og fólksbíla með
aldrifi. Bílaiðnaðurinn er sífellt
að bjóða fleiri bíla og nýja mögu-
leika á aldrifsbílum hvort sem það
eru hefðbundnir jeppar eða fólks-
bílar.
laus. Aðeins Mercedes Benz fékk
góða dóma.
Tvennt var einkum athugað:
Styrkur höfuðpúðanna við
árekstur og síðan stærð þeirra
og stillingarmöguleikar. Norski
læknirinn Inggard Lereim sem
hefur sérhæft sig í umferðarslys-
um hefur bent á það sem hann
telur galla við hönnun og frá-
gang á höfuðpúðum sumra bíla.
Segist hann hins vegar hafa orð-
ið fyrir vonbrigðum með undir-
tektir framleiðenda sem telja
óþarft að breyta nokkru. Lereim
bendir á að jafnvel við minnsta
árekstur geti menn orðið fyrir
höfuð- eða hálsáverkum sem
langan tíma takist að sigrast á.
Höfuðpúðarnir eiga að vinna
gegn þessu.
En jafnvel þótt höfuðpúðar
séu ekki gallalausir frekar en
annað er frumskilyrði að stilla
þá þannig að þeir hæfi þeim sem
situr í sætinu. Séu þeir í lægstu
stöðu t.d. fyrir meðalstóran
mann veita þeir engan stuðning
og allt eins líklegt sá mikli
hnykkur sem höfuðið verður fyr-
ir leiði til varanlegs skaða. Það
er því jafn sjálfsagt að menr)
stilli höfuðpúðann eins og menn
stilla sætið og speglana þegar
þeir setjast upp í bíl og þetta
ætti að vera vandalaust ef menn
aka alltaf sama bílnum.
Gera rifur í
framrúðuna
gagn?
-i
12