Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1991, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1991, Qupperneq 12
B I L leei .1151*1 Á .OS |H:4T>AflHAOUAJi Q!<3AJ8H'JOHOM Hugmynda- Um sýninguna Toyota Idea Expo á alþjóðlegu bílasýning- unni í Genf. Á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf i marz- mánuði, sem áður hefur verið fjallað um hér, var sérstök sýning í stóru tjaldi fyrir utan sýningarhöllina, Palexpo, og vakti hún mikla athygli. Þessi sýning bar yfiskriftina „Toyota Idea Expo“ og bar vitni um ótrú-' legt hugvít og frjóa hugsun. Það hefur ver- ið yfirlýst stefna Toyota að leggja ekki' áherzlu á að vera á undan öðrum með tækn- inýjungar í bílaiðnaðinum, en byggja fremur á því, sem búið er að þrautreyna. Engu að síður er til hjá Toyota sérstök deild, „Toyota Engineering Society",' skammstafað TES, og styrkir hún áríega keppni, þar sem athyglisverðar, verkfræði- legar úrlausnir eru verðlaunaðar. Þeir hafa úr miklu að spila í TES, því þar eru um 30 þúsund félagar. Þetta er einskonar hug- myndabanki, en meiningin með Toyota Idea Expo var, þótt merkilegt megi virðast, ekki að finna upp eitthvað með notagildi, heldur að virkja hugmyndaflug og búa til einhvers- konar farartæki, sem væru algerlega ólík venjulegum bílum. Ætlunin er ekki að fjöldaframleiða neitt af þessu, né heldur að það nýtist í samkeppninni. En það er ein- mitt þannig sem merkar uppfinningar geta orðið til. Hinir verkfræðilega sinnuðu félagar í TES eru að þessu á hugsjónagrundvelli - og áreiðanlega að gamni sfnu líka. Þeir vinna að þessu í tómstundum og til dæmis um þáttökuna og áhugann má nefna, að á síðasta ári komu fram 5.300 farartæki, sem kepptu um 5 verðlaunasæti. Úrslitin eru kynnt á sérstakri hátíð og fór hún fram í Toyota City í Japan í 15. sinn f nóvember síðastliðnum. Það eru þessi fimm furðu-far- artæki á sýningunni f Genf sem verðlaunin fengu síðast. Kosmískur Ferðalangur Það farartækið, sem mest líktist bíl, var „Neo Cosmic Voyager**, að meginstofni í laginu eins og sportbíll og vissulega sýnast hjólin vera fjögur. En þetta eru ekki venju- leg hjól og áhorfandinn sér strax, að þau snúast ekki þótt tækið hreyfist. Það er að- eins dökka gjörðin á hjólunum sem snýst, en tæknibrellan felst þó ekki sízt í því, að þessi furðubíll getur lækkað sig niður í 5 sm frá jörðu, en einnig hækkað sig uppí 75 sm- Hann getur líka verið hár að aftan og í lægstu stöðu að framan, svo maður gæti ekið upp bratta brekku og verið í lá- réttri stöðu. Bæði hæðarstillingin og drif- búnaðurinn eru í sama stykkinu og í því fólst verulegur verkfræðilegur vandi að sögn höfuðpaursins yfir þessu verkefni, Mamoru Umeda. Eins og sést af myndunum, grípur þessi búnaður utanum felguna og flytur sig eftir þörfum. Boltabíllinn „Easy Roller*' heitir hann þessi og hefur meiri svip af báti en bíl. Það merkilega við hann er, að ekki eru það hjól sem knýja hann áfram, heldur tvær stórar kúlur. Þessi bátur á þuru landi rambar á kúlunum og tölvubúnaður sér um að halda jafnvæginu. Hann getur hreyfst afturábak, áfram og út „Rúllarinn", eða Easy Roller eins og Japanir kalla þennan bíl, sem líkist báti og rúllar á kúlum. „Neo Cosmic Voyager", 5 sm undir hann í lægstu stöðu en 75 í hæstu. hjólum, sem farið getur ferða sinna án þess að drif sé á hjólunum. Þau eru bara hlut- laus eins og hjól undir hjólaborði. Hér bygg- ir hreyfiaflið á fjórum örmum, sem hreyfast eins og klippur. Til er tegund skordýra, sem hreyfir sig ofan á vatni á þennan hátt. Grein- ilegt var, að tækið hefur verulega fjölhæfni í hreyfingum og gat til að mynda hreyft í í takt við tónlist. Sennilega gera svo flóknar hreyfingar miklar kröfur til þess, sem tæk- inu stjórnar. ÚTIDYR - BORGARBÍLL Kannski var mesta hugvitið í því tæki, sem nefnist „Town-House Car“. Ókunnugan gat naumast rennt grun í að þetta væri eitt farartækjanna, þegar komið var á sýn- inguna og gólfið var tómt fyrir utan glæsi- legar útidyr, sem litu út eins og aðalinn- gangur inn á sýningarsvæðið. En með því einu að ýta ‘á takka, fór þessi útidyraumb- únaður að breyta sér; fór út undan sér að neðan og lagðist á bakið. Hliðarnar sem verið höfðu hugguleg múrsteinshleðsla urðu að sætum og hjálmurinn sem myndaði úti- dyrnar var nú orðinn að yfirbyggingu á bfl, sem rennir sér út á gólfið. Hér eru slegnar þijár flugur í einu höggi, nefnilega farar- tæki, í öðru lagi glæsilegur inngangur í íbúðarhús, þegar farartækið er ekki í notk- un - og í þriðja lagi er bílastæðavandamálið leyst um leið. SÁ SYNDANDI Sá sem mesta kátínu vakti, enda fárán- legastur, var „Sundbíllinn". Forskriftin hafði verið sú að hanna farartæki, sem hreyfðist í samræmi við hreyfingar manns, sem ligg- ur ofan á tækinu. Frá útlimum stjórnandans eru látin berast rafboð til jafnstraumsmót- ora, sem greina þegar maðurinn tekur sund- tök og bíllinn hreyfist þá samkvæmt því. Það var vissulega dálítið kyndugt að sjá mann láta sem hann synti bringusund, liggj- andi á maganum uppi á tækinu og sjá, að bíllinn fór áfram og sveigði eftir tökum mannsins. GS. Ótrúleg hugmynd: Glæsilegur inngang- ur í hús (neðri mynd) breytir múrsteins- veggjum í sæti og innréttingu á bíl, sem leggst niður og ekur á brott. á hlið eftir því hvernig kúlurnar snúast og sá snúningur byggist á því sama og þegar trúðar í fjölleikahúsum ganga á boltum. „Rúllarinn" gat gert kúnstir: Hann gat sko- tið undan sér annarri kúlunni og stóð þá á fótum á meðan, en síðan birtust eftirlíking- ar af mannshöndum og tóku á móti kúlunni. DANSANDI Furðutæki Erfitt er að (mynda sér farartæki á fjórum flugið á fullu Dansandi farartæki á fjórum hjólum, sem þó er ekkert drif á. Þessi vakti kátínu: Sund- bíllinn „les" hreyfingar mannsins og hreyfist eins ogmaðurinn syndir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.