Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1991, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1991, Blaðsíða 7
ði (Suðurbarði) í baksýn, Tröllakirkja t. h. Ljósm./Torfí Þórhallsson þar sem -11- fer á undan) og sú mynd hafi komizt inn í önnur föll.10 Eðlilegra virðist, að Snæfells- og Svínfellsásinn hafi í öndverðu fremur verið í tölu hinna óæðri álfa en sjálfra ása, enda kæmi þá sögn Njálu um, að Flosi hafi verið brúðr Svínfellsáss (<-*alfs) níundu hveija nótt, heim við hinar tíðu þjóðsögur um mök álfa og mennskra manna.11 Hugmyndin um Bárð sem heitguð, en það orð kemur ekki fyrir ella, væri þá til komin eftir fyrrnefnda hljóðbreytingu. BÁRÐAR-ÖRNEFNI Tvö örnefni eru talin kennd við Bárð í sögunni: Bárðarlaug ofan við Laugar- brekku og Bárðarhellir í Brynjudal. Bárðarlaug, sem sagan segir, að Bárður hafi þvegið sér í, er gamall gígur, hálffullur af vatni, og er sennilegt, að hún hafi upphaflega heitið *Laug og hafi það verið líkingarnafn, sbr. gígheitiðj Kerið í Grímsnesi og bæjarnafnið Laugarbrekka, en heitri laug er þarna ekki til að dreifa. Hafi höfundur sett Bárð niður á Laugarbrekku með hliðsjón af Bárði á Lundar- brekku í Landnámu, vaknar grunur um, að höfundur hafi sjálfur ,sett nafnið Bárðarlaug saman. Mörg önnur Bárðar-örnefni eru nú þekkt á Snæfellsnesi: Bárðarskip og -trúss, klettar í Dritvík, Bárðarvættir eða -trúss, þrir steinar í Saxhólslandi, Bárðarrúm, grasbrekka neðan Purkhóla, Bárðarkolla, smátjörn þar hjá, Bárðarkista, klettaborg á Hamraendafjalli í Breiðuvík, Bárðarkista, bjarg fremst í felli upp af Saxhóli,12 Bárðarhaugur, fjallsbunga upp af fellinu, Bárðar- hellir, sagður við jökulræturnar upp af Dritvík. Olafur Lárusson telur líklegt, að örnefni þessi séu yngri en sagan, því að ella hefði hinn örnefnafróði höfundur getið þeirra.13 Nú er Bárður hvorki nefndur í Landnámu né öðrum varðveittum fornritum, 10) No. óss ‘guð’ (qs - œsi - ásar) er u-stofnaorð. Sérhljóðin ( og á féllu saman sennilega á 11.-12. öld (sjá Kult. leks. VII, 488), og í Hákonarkviðu Sturlu Þórðarsonar frá 1263-64 kemur fyrir ef. áss ‘guðs’ (sjá Skjaldedigtn. A II, 114; B II, 122). Hugsanleg breyting -alfs > -áss kann því að hafa orðið á 13. öld. 11) Sjá Kult. leks. I, 121; Þjóðs. J. Á.2 I, 58-100; III, 91-162. 12) Sjá Huld2 II, 127; Þorv. Thoroddsen: Ferðabók III (1914), 36. 13) Byggð og saga, 177. Til viðbótar ofangreindum Bárðar-örnefnum undir Jökli, sem nefnd eru í örnefnaskrám Lúðvíks Kristjánssonar, er í nýrri örnefnaskrá Keflavíkur getið um klett í fjör- unni þar, „sem börnin kölluðu Bárðarklett", og bendir orðalagið til þess, að Bárðar-örneím hafi enn verið að myndast á þessari öld. sem eldri eru en Bárðar saga, svo að nafn hans er ekki þaðan fengið. Liggur nærri að ætla, að það sé sótt í örnefni, og er þá viðbúið, að það örnefni hafi upphaflega ekki verið dregið af mannsnafninu Bárður, heldur af hljóðlíku orði. Nafnliðir, sem einkum eru líklegir til að fæða af sér mannsnafnið Bárðr, eru no. barð í fleirtölu eða no. barði, en bæði þau orð verða Barða- í samsettum örnefnum. Barða- örnefni virðast bæði hafa kveikt hugmyndir um, að nöfnin séu kennd við persón- urnar Barða og Bárð : 1) „Austan til á börðunum er Barðaskáli, kenndur við Barða landvarnarmann frá Kvennabrekku, eins og segir í Króka-Refs sögu,” segir í örnefnaskrá Kirkjuskógar í Miðdölum.14 2) Finnur Jónsson táldi Barðastaði í Staðarsveit á Snæfellsnesi draga nafn af manni,15 en bærinn stóð „á hraunbörð- um” í jaðri Bláfeldarhrauns að sögn Jóhannesar Gíslasonar á Bláfeldi. 3) Bærinn Bárðartjörn í Höfðahverfi heitir Barða- og Borðatjqrn í elzta handriti Reykdæla sögu (skinnhandritinu AM 561, 4to, frá því um 1400), Barða- eða Borðatjorn í elztu og beztu pappírshandritum sögunnar frá 17. öld, runnum frá öðru skinnhand- riti, en Bárðartjörn ekki fyrr en í 18. aldar handritum Reykdælu.16 Bærinn heitir og Barða- eða Borðatjörn, þegar hans er fyrst getið í fornbréfum á 15. öld,17 en elztu dæmi um Bárðartjörn (Bardar-, Baardar-) í bréfum eru frá síðari hluta 16. aldar.18 Líklegt er, að svipuðu máli gegni um ýmis önnur Bárðar-örnefni hér á landi, t. d. Bárðarfell tvö í Mýrdal. „SÍÐAN SETTU ÞEIR UPP SKIP SITT ÍVÍKEINNI” Séra Hannes Jónsson segir í sóknarlýsingu Breiðuvíkurþinga 1846, að Bervíkur- hraun sé „brunahraun stórt, hijóstrugt og víðarst hvar graslaust, og sumstaðar 14)|I Örnefnastofnun. ' 15) Safn t. s. ísl. IV (1907-15), 429. 16) ísl. fornsögur II (1881), 67, 70. 17) ísl. fornbrs. V, 356, 720; VI, 552. 18) S. r. XIV, 28; XV, 89. IIIÍÍÍlÍÍMI^riIðiMíllÍlÍÍÍ^WiMlsWfM^Í^^ ■ f ÍSBÓK MORGUNBLAÐSINS ' ié. NÖVEMBE

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.