Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1991, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1991, Blaðsíða 2
STEINUNN ÁSMUNDSDÓTTIR Náttúru- stemmn- ingar Herðubreið ertu enn í skýjamöttli um herðar þér bærast Ijósþokur öldruð og vís hol innan og guðirnir búa á tindinum jötnar við ræturnar líkt og stjórnir þú örlögum vatns og vinda elds og ísa sá er klífur andlit þitt með tóg og meitli svo smálegt korn úr ryki alheims Ódáðahraun endalaust og endanlegt gamalgrimmt og ógurlegt hýsir þó frjókorn lífsins örsmá urtin hvílir þar Iíkt og Eyvindur forðum er hann fól sig í gjótum Ódáðahraun svo óhagganlegt tími þinn annar en okkar kominn frá deiglu elds til seiglu þess sem er Kynslóðir koma og fara vilja ráðskast með þig en týnast hver af annarri án sérstaks hróðurs í hraun sem eitt sinn draup í eldi og storknaði í eilífð Snautt svo snautt í leit sinni að tilveru hefur gleymt því veigamesta hlutverki að miðla gæsku og kærleika að virða dýr merkurinnar hjartslátt náttúrunnar það veit ekki lengur að sannleikurinn eini er fólginn í andvara hverfulla aungnablika Hulan mjúka Húmið læðist hægt inn í daginn, Og fyrr en varír er komið myrkur. Myrkur, - hulan mjúka, sem slævt hefursvo margarsorgir, hægt ekka ogþerrað tár afhvarmi ein þess megnug að breyta tálsýn í fyrirheit um betra líf. Höfundur vinnur hjá Náttúruverndar- ráöi og hefur gefið út Ijóðabók. Málavextir III Ættarnöfn Þeir menn eru til sem þykir það bera vott um furðu mikla heimsku þjóðar- innar að hún skuli ekki hafa tekið þann sið upp að öllum þegnum hennar sé lögskylt að bera ætt- arnöfn, eins og raunar tíðkast með öðrum vestrænum menningar- þjóðum. í fljótu bragði virðast hin nýju nafn- alög vera andvíg slíku skerfi í menning- arátt; því að 9. grein þeirra tekur af skar- ið: „Óheimilt er að taka upp nýtt ættarnafn hér á landi." En þegar ég fór að hyggja betur að ýmsum öðrum ákvæðum, fór mig að gruna að löggjafar stefni markvisst í þá átt að tryggja endanlegan sigur ættarnafna hér á landi. Slóttugasti hluti laganna er fólginn í 13. grein og hinni fjórtándu, en í stað þess að birta þær í bili og ræða um kenningar þeirra þá ætla ég að segja ofuriitla dæmisögu af manni og konu sem lifa í sátt og samlyndi við granna sína og annað sómafólk. Maður- inn heitir Jón Jónsson og konan Margrét Mjófjörð. An þess að hirða neitt um nafna- lðgin verða þau ástfangin hvort af öðru og ganga í heilagt hjónaband eins og löngum hefur tíðkast þegar svo ber við. A fegins- degi þeirra fagnar Jón ekki einungis brúði sinni, heldur hættir hann einnig að kalla sig Jónsson og verður Mjófjörð samkvæmt 13. grein laganna: „Eiginkonu eða eigin- manni er heimilt að bera ættarnafn maka síns meðan hjúskapur stendur og eftir að honum lýkur." Þeim manni sem áður var réttur og sléttur Jón Jónsson er því heimilt að heita Jón Mjófjörð það sem hann á eftir ólifað, og þó er þar hængur á eins og síðar verður rakið. Þau Jón og Margrét eignast sjö börn á tíu árum, og öll geta þau kallað sig Mjó- fjörð: Svo skilja hjónin eftir tíu ára sam- búð, og hvort um sig eignast nýjan maka. Margrét Mjófjörð giftist Birni nokkrum Björnssyni sem er ekkill og á sjö börn af fyrra hjónabandi. Blessuð börnin eignast Norska ættarnafnið Möller á engan rétt á sér sam- kvæmt íslenskum lögum, en íslenska ættarnafnið Möller nýtur hins vegar verndar laganna. EftirHERMANN PÁLSSON ættarnafn stjúpu sinnar, samkvæmt 12. grein, með því að hitt kynforeldrið (!) sætt- ir sig við breytinguna og sá Björn sem löng- um hafði kennt sig við föður sinn kallast nú Björn Mjófjörð. Margrét Mjófjörð og Jón fyrri maður hennar halda vináttu sinni eftir rekknaskipt- in rétt eins og* ekkert hafi í skorist, enda dettur konunni ekki í hug að fara að krefj- ast þess af dómsmálaráðherra að hann úr- skurði samkvæmt 13. grein að Jóni sé bann- að að bera hið glæsilega ættarnafn Mjó- fjörð. Jón hefði því heitið Mjófjörð til ævi- loka, ef örlögin og fordild hans sjálfs hefðu ekki skorist í leikinn. Eftir að hann komst í hefðarmanna tölu og fór að kalla sig Mjó- fjörð, bar oft svo við að ókunnugt fólk spurði þegar hann kynnti sig: „En hvað héstu áður en þú varðst Mjófjörð?" enda þótti maðurinn ekki þesslegur að hann væri kominn af jafn dýrlegri ætt og Mjófjörðum. Engum kom það á óvart að hann væri Jónsson í húð og hár, en sumum féll það þungt að slíkum sveitadurg skyldi auðnast að hefjast svo hátt til mannvirðinga. En Jón Mjófjörð var þó ekki af baki dottinn, og allt það mikla angur sem hann bar af upphaflegu kenni- nafni sínu hvarf eins og dögg fyrir sólu einn bjartan sumardag, þegar hann komst í kynni við fráskilda konu sem hét Guðbjörg Mið- fjörð. Þótt Jón þætti enginn snillingur að neinu leyti, þá rann það ljós upp fyrir honum að nú gæti hann losnað við Jónssonar-nafn- ið fyrfr fullt og allt með því einfalda móti að gerast löglegur eiginmaður Guðbjargar Miðfjörð, enda gæti hann svarað með góðri samvisku „Jón Mjófjörð" þegar einhver álp- aðist til að spyrja hann hvað hann hét áður en hann eignaðist Guðbjörgu Miðfjörð með ættarnafni og öðrum eignum sem henni heyrðu til. Þau staðfesta ráð sitt en Jón áttaði sig ekki á þvúilla innræti sem manni Guðbjargar var í blóð borið. Konan hafði þegið ættarnafn sitt frá honum þegar þau bundu saman hjúskap sinn, og nú ákveður hann að spilla fyrir hamingjudraumum þeirra Guðbjargar og Jóns. Hann minnist þess að samkvæmt 13. grein nafnalaganna hlýtur enginn ættarnafn maka síns skilyrðis- laust. Og með því að þessi grein er samin af mikilli snilld, þá þykir mér rétt að birta hana í heild: Eiginkonu eða eiginmanni er heimilt að bera ættarnafn maka síns meðan hjúskapur stendur og eftir honum lýkur. Þó getur maður krafist þess að dómsmálaráðuneyti úrskurði að fyrri maka sé óheimilt að bera ættarnafn hans eftir að hann eða hún geng- ur í annan hjúskap. Sé viðkomandi maður látinn hefur eftirlifandi maki hans sama rétt til að gera þess háttar kröfu. Krafa skal gerð innan sex mánaða frá því að hlut- aðeigandi gekk í hjúskap. Dómsmálaráðu- neyti reisir úrskurð sinn á því hvort þyngra sé á metum hagsmunir fyrri maka af því að halda nafni eða þau rök sem fram eru flutt fyrir því að hann hætti að bera fyrra nafn. Úrskurður dómsmálaráðuneytis, sem raunar heitir nú nafnamálaráðuneyti enda varð að stofna nýtt ráðuneyti svo að hægt yrði að sinna öllum þeim kærum sem dundu yfir á hverjum degi, féll á þá lund að Guð- björg missti réttinn til að bera ættarnafnið Miðfjörð, svo að Jón varð að sætta sig við Mjófjarðarheitið, en hins vegar var ekkert því til fyrirstöðu að Guðbjörg kona hans hlyti ættarnafnið Mjófjörð, nema gæska Margrétar rynni út í sandinn og hún heimt- aði að dómsmálaráðuneytið bannaði Jóni fyrrveranda spúsa hennar og öllu hans hyski aðkalla sig Mjófjörð. í upphafi þessarar örstuttu dæmisögu var Margrét eina persónan sem kenndi sig við Mjóafjörð fyrir austan, en með hjálp nafna- laganna tókst að þoka menningunni svo langt áleiðis, að dæminu lýkur með mörgum sem tókst að krækja sér í þetta eftirsótta ættarnafn. En samkvæmt þeim nafnalögum sem tíðkuðust hér á útmánuðum fyrr á þessu ári áður en handhafar forsetavalds stað- festu nýju Iögin, þá hefði Margrét ein borið ættarnafnið Mjófjörð við sögulok; hvorki eiginmenn hennar tveir, börn né stjúpbörn hefðu hlotið slíka gæfu. Eins og þessi dæmi- saga sýnir, þá er engan veginn öruggt að ýkja langur tími líði þangað til íslendingar með ættarnöfn verði komnir í meirihluta á alþingi og geti þá með góðri samvisku bann- að fólki að kenna sig við feður sína og mæður. Upphaf 13. gr., „Eiginkonu eða eigin- manni er heimilt að bera ættarnafn maka síns meðan hjúskapur stendur og eftir að honum lýkur", dregur ýmsan slóða í för með sér eins og ráða má af dæmisögu einni. Þórmundur Þorskfjörð gengur að eiga Val- dísi Vopnfjörð, en með því að hvort um sig langaði til að breyta til, þá hagnýttu þau sér þessi ákvæði þrettándu greinar; síðan hefur Þórmundur kallinn gengið undir heit- inu Þórmundur Vopnfjörð og kella hans nefnir sig Valdfsi Þorskfjörð. Þau eignast fjögur börn, og heita þau svo með kenninöfn- um sínum og ættarnöfnum: 1. Erna Þór- mundardóttir. 2. Hrefna Þorskfjörð. 3. Örn Valdísarson. 4. Hrafn Vopnfj'örð. Öll eru þessi heiti löglög, enda mega höfundar nafnalaganna státa sig af því mikla nafnafrelsi sem nú blasir við. Og nú skal ekki gleyma þeim nafnabreytingum sem dómsmálaráðherra af miskunn sinni og góðfýsi veitir því fólki sem er orðið þreytt að bera gömlu nöfnin sín. Hitt er svo annað mál að sveitaköllum og öðru einföldu fólki kann að ofbjóða sú ringulreið sem nýju lög- in eru að leiða yfir saklausa þjóð. í nafnalögunum nýju togast á tvö and- stæð öfl: annars vegar er stuðlað að út- breiðslu ættarnafna með því að láta þau erfast um kvenlegg jafnt sem karilegg og einnig með því að leyfa mönnum að taka upp ættarnöfn eiginkvenna sinna, en á hinn bóginn er löglegum og upphaflegum eigend- um ættarnafna leyft með hjálp dómsmála- ráðuneytisins að hindra of mikla útbreiðslu slíkra nafna. Óhætt virðist að gera ráð fyr- ir miklum rekistefnum af þeirri togstreitu sem gæti átt sér með þeim sem hafa erft ættarnafn sitt (og eru því í fyrsta flokki) og hinum (annars flokks fólki) sem hafa eignast það með því að krækja sér í maka með girnilegu ættarnafni. Fimmtánda grein nafnalaganna er að því leyti merkileg að henni er beitt gegn útlend- ingum sem koma hingað með ættarnafn og börn og vilja gerast íslenskir þegnar. „Nú fær maður, er heítir erlendu nafni, íslenskt ríkisfang með Iögum og skulu þá börn hans fimmtán ára og yngri [...] taka upp íslenskt eiginnafn [...] og kenninafn sem samþykkt er af mannanafnanefnd. [...] Barni, sem fæðist eftir að foreldri þess hefur fengið íslenskt ríkisfang með lögum, skal gefið íslenskt eiginnafn [...] og það skal fá ís- lenskt kenninafn." Þær undanþágur sem veittar eru í hornklofum og sleppt er hér skipta ekki meginmáli fyrir afstöðu nafna- laganna til ættarnafna, en af því sem nú hefur verið rakið má ráða nokkuð um þá meðferð sem búin er eiginnöfnum og ættar- nöfnum þeirra útlendinga sem gerast ís- lenskir þegnar. Eins og alþingi var vafa- laust kunnugt, þá eru mörg íslensku ættar- nöfnin hin sömu og þau sem tíðkast í Nor- egi, enda þótti mörgum höfundum hér- lenskra ættarnafna sjálfsagt að þjóðlegra auðkenna gætti sem minnst; ýmis ættarnöfn sem kennd eru við örnefni týna karlkyns- endingu í nefnifalli, svo sem Gröndal, Vatnsdal, Skagfjörð. Nú er hægt að hugsa sér Norðmann, Arne Möller að nafni, sem flyst hingað bú- ferlum og eignast íslenskt ríkisfang. Börn- um hans fimmtán ára og yngri er skylt að taka upp íslenskt eiginnafn og kenninafn. Ef þau heita norrænum eiginnöfnum, ætti að vera auðvelt að snara þeim á íslensku, og vitaskuld yrðu þau Árna-synir og Árna- dætur. En ættarnafnið Möller er dæmt óhæft, jafnvel þótt forfeður Árna hefðu notið þess um aldabil og sama ættarnafnið þrífist dável hér með íslensku fólki sem hefur þó verið kallað Möller miklu skemur en ætt hins norska innflytjanda. Þyki börn- um hans vænt um þetta ættarnafn, þá leyfa lögin þeim ekki aðra leið til að öðlast það aftur en með þeim horðu kostum að eign- ast íslenskan maka sem ber ættarnafnið Möller. Norska ættarnafnið Möller á engan rétt á sér samkvæmt íslenskum lögum, en íslenska ættarnafnið Möller nýtur hins veg- ar verndar laganna, „mannanafnanefndar" og dómsmálaráðuneytis, jafnvel þótt nafnið sjálft með sínum danska framburði hljómi eins og anharlegur gestur hvar sem íslensk tunga er töluð. Höfundur er fyrrverandi prófessor við Edinborg- arháskóla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.