Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1991, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1991, Blaðsíða 10
■* Hnmlet var meðal síðustu verka, sem Leikfélag Reykjavíkur flutti í gömlu Iðnó. Á myndinni sjást Guðrún Ásmundsdóttir í hlutverki Geirþrúðar drottningar, Sigurður Karlsson í hlutverki Kládíusar og lengst til hægri er Þröstur Leó Gunn- arsson í hlutverki Hamlets. an til að rækja þá skyldu sína, að hefna föður síns. Benda þeir á ýmis atriði úr verk- inu máli sínu til stuðnings. Hér skulu nokk- ur nefnd: Meðal annars er vísað til þess, að í upphafi leikverksins sé Hamlet mjög treg- ur til að grípa til aðgerða gegn Kládíusi þrátt fyrir fögur fyrirheit: Ur liði er öldin! Ó, mig hryllir við þeim örlögum að kippa henni í lið. Samkvæmt þessari kenningu bera heila- brotin og aðgerðaleysið fyrst og fremst vitni um veiklyndi prinsins. Hann þorir einfaldlega ekki að hefna föður síns. í þessu sambandi er jafnan vísað í sjálfan textann, í sjálfsá- sakanir Hamlets (sjá einnig þunglyndi Ham- lets): Ó, þvílíkt ræksni og armur þræll ég er! Heilabrotin eru því fyrst og fremst dulbú- in hræðsla sem er sí og æ afhjúpuð í verk- inu. Sem dæmi um hana má nefna, að Haml- et lætur sér úr greipum ganga gullið tæki- færi til að myrða konung þar sem hann sit- ur óvaldaður á bæn og iðrast sáran. Reynd- ar færir Hamlet þau rök fyrir athafnaleysi sínu í það skiptið, að lúalegt morð við slíkar yfirbætur veitti konungi einungis sjálfkrafa vist á himnum. Sumum þykir þessi skýring harla ófull- nægjandi og telja rót hiksins, enn sem fyrr vera veiklyndi Hamlets. Styrkur Hamlets Helstu andmælendur veiklyndiskenning- arinnar líta á Hamlet fyrst og fremst sem fómarlamb ríkjandi aðstæðna: Hann sé hug- sjónamaður sem eigi erfítt um vik í ger- spilltu þjóðfélagi, honum sé því vorkunn. Samkvæmt þessari kenningu er hið þunga geð Hamlets eðlilegur fylgifiskur hinna erf- iðu aðstæðna. Hamlet hefur, þvert á móti, að geyma sterkan persónuleika sem birtist einkum í því, að hann lætur ekki kúga sig heldur býður þjóðfélaginu byrginn. Honum tekst þrátt fyrir allt að leggja konung að velli í augsýn allra eins og sönnum her- maður fær ráðið það af neinu sem hann hverfur frá, hvað það er að hverfa á réttum tíma, þá látum skeika að sköpuðu! Ödipu s arduld Hamlets Sumir láta sér ekki nægja fyrrgreindar skýringar á hiki Hamlets og vilja kafa enn dýpra í sálarkviku hans. í því skyni hafa þeir meðal annars leitað í smiðju Freuds og fundið þar skýringar í hinni svonefndu Ödip- usarduld. Sumir hafa skýrt hik Hamlets í ljósi þess- arar kenningar og rakið sálarkreppu hans til óvenjusterks sambands á milli mæðgin- anna, Hamlets og Geirþrúðar drottningar. Til vitnis um það, hefur til að mynda verið vísað í ummæli Kládíusar um ofurást drottn- ignar á syni sínum: ... Drottningunni móður hans er það lífíð sjálft að sjá hann, Þá hefur verið m.a. verið vitnað í herberg- is- eða rúmsenu mæðginanna þar sem menn þykjast merkja kynferðislegan eða lostafull- an áhuga Hamlets á móður sinni og jafnvel öfugt: látið kóngs-belginn lokka yður til sængur klípa’ yður þétt í kinnina með glensi, kalla’yður mýslu sína, ogsvo með væmn- um kossum og glæpafíngra-fiki um hálsinn, fá yður til að rekja málið allt, ... Samkvæmt þessari kenningu hefur Haml- et þurft að bæla niður þá duldu hvöt, að komast yfir móður sína og orðið að láta í minni pokann fyrir ofjarli, föður sínum. Þeg- ar honum er síðan rutt úr vegi vakna þessar duldu hvatir aftur til lífsins. Nú beinist hatr- ið gegn Kládíusi, hinum nýja keppinauti. Um leið er Hamlet, allan tímann, að kljást við sjálfan sig þar eð Hamlet stendur í sömu sporum og Hamlet hefði viljað vera staddur í, þ.e. að sitja einn að móður sinni. í þessu ljósi má skilja sálarflækju Haml- ets. Til að losna úr viðjum hennar þarf hann fyrst af öllu að sigrast á sjálfum sér. Trú- -í Hamlet skylmist við Laertes, vin sinn. Úr kvikmyndinni Hamlet. Úr kvikmyndinni Hamlet: Mel Gibson í hlutverki prinsins. — sem svefnganga, vík mínu máli á bug, get ekkert sagt, nei, ekki fyrir konung sem auðlegð sinni og eigin kæra lífí var djöfullega rændur. Er ég ragur? Og Hamlet heldur áfram uppteknum hætti skömmu seinna í sömu orðræðunni: Fífl get ég verið! Vaskleg dáð, að ég, sonur hins hugumkæra myrta konungs, krafinn um hefnd afhimins rödd og vítis, létti með orðum skap mitt, einsog skækja, svala mér, einsog flagð, á formælingum, sem flenna! í hugarstríði þessu þarfnast Hamlet senni- lega mest skilings og væntumþykju. Þegar hann fær ekki þá svörun sem hann væntir, hvorki frá móður sinni né Ófelíu, snýst ást hans í andhverfu sína: Tilfinningakulda og almenna kvenfyrirlitningu. Hér beinir hann henni gegn Ófelíu: Og víst hef ég líka heyrt hvernig þið málið ykkur. Guð gaf ykkur eitt andlit; og þið sjálfar búið annað til. Þið brokkið og skokkið og skælist, og uppnefnið alla skepnu skaparans, og látið tausung ykk- ar heita fákænsku. Nei, ég vil ekki meira af því, það er búið að æra mig. Ég segi, við viljum ekki fleiri giftingar. Þeir sem þegar eru giftir, allir nema einn, skulu lifa; hinir skulu vera sem þeir eru. I klaustur, farðu. Stig af stigi magnast, þynglyndi Hamlets og í frægustu orðræðu hans (Að vera, eða’ ekki vera,...) vakna sjálfsmorðshugleiðingar: ... Að deyja, sofna - og ekkert framar, láta svefninn sefa, kvöl hjaita síns og þúsund mannleg mein sem holdið erfír, það er lokalausn sem óska má af alhug. Deyja í svefn, — svefn, kannski drauma-dá! jú þar er snuðran; því hvaða draumar dauðasvefnsins vitja, þá holdsins fjötra-fargi cr af oss létt, það fipar oss. Og það er þessi gaumur sem treinir mæðunni svo langan lífdag; Já, Hamlet hikar enn einu sinni og sjálfs- ásakanir hans eru skammt undan, ávallt í sömu orðræðunni: Já, heilabrotin gera oss alla að gung- um; Er Hamlet of veiklyndur til að hefna, hvað þá fremja sjálfsmorð? Eða er styrkur hans kannski, þvert á móti, fólginn í athafna- leysinu, hikinu, heilabrotunum? Ef til vill svara næstu kenningar spurningum þessum. Veiklyndi Hamlets Sumir vilja rekja hik Hamlets til kjarkleys- is og telja hann einfaldlega vera of veiklynd- manni sæmir og þjóna þar með réttlætinu frammi fyrir Guði og mönnum. Hamlet deyr því sem ótvíræður sigurvegari. Athafnaleysið og heiiabrotin fela í sér töluverðan styrk þegar á allt er litið. í skjóli þeirra gefst Hamlet tími til að yfirvega hlut- ina og meta stöðu sína með skynsemina og gagnrýna hugsun að leiðarljósi. Bent er á, að þau skipti sem Hamlet hvikar frá þess- ari hegðan, geri hann afdrifarík mistök, t.d. þegar hann myrðir Póloníus, ráðgjafa kon- ungs, í óðagoti og af misgáningi. Samkvæmt kenningunni um styrk Ham- lets er lögð áhersla á, að Hamlet vaxi að verkinu. I stað þess að brotna undan miklu álagi eflist hann við hveija raun og styrkist jafnt og þétt með framtakssemi sinni og bellibrögðum. Hér vísa menn t.d. í leiksigur Hamlets þegar honum tekst að afhjúpa sekt Kládíusar konungs með leiknum í leikrilinu og þegar hann snýr á sendiboða konungs. Þegar á hólminn er komið hefur Hamlet sigur: í lok harmleiksins snýr heim nýr maður sem hefur endurheimt sjálfstraust sitt og er tilbúinn að takast á við sjálfan sig. Hans rétta stund er loksins runnin upp: ... við storkum fýrirboðum; það er sér- stök forsjón í falli hvers spörfugls. Verði það nú, þá verður það nú; þó það verði ekki nú, þá kemur að því samt; að vera viðbúinn er allt og sumt; fyrst enginn lega hefur honum tekst það í lok verksins þegar hann játar ást sína á Ófelíu. Af framangreindu er ljóst, að menn skipt- ast í ólíkar fylkingar eftir því hvaða skoðan- ir þeir hafa á hiki Hamlets. Um eitt hljóta menn þó að vera sammála, að Shakespeare hafi tekist að skapa óvenju margslungna sögupersónu. Kannski er það til marks um einstæða skarpskyggni skáldsins og djúpstæða innsýn í manneðlið, að kenningarnar um Hamlet endurspegla ekki aðeins ólík viðhorf manna heldur afhjúpa einnig hina sammannlegu þætti sem er að finna í okkur öllum. Hamlet virðist vera allt í senn: Hugsuður, athafnamaður, veiklyndur, sterkur, til- finningaríkur, kaldgeðja, skapgóður, skap- harður, greindur en mistækur. Eflaust er Hamlet að finna í okkur öllum. Tilvitnanir eru í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Almenna bókafélagið 1984. Þá er stuðst við samnefnt rit: Shakespeare: Hamlet; A selection of critical ess- ayes, John Jump, 1968. Höfundur er nemi í frönsku og bókmenntum við Háskóla islands. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.