Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1991, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1991, Blaðsíða 2
Huldumaður í íslensk- um stjórnmálum Flestir kannast við nöfn helstu stjórnmálaforingja þjóðarinnar sem uppi voru á fyrri hluta þessar- ar aldar: Hannes^ Hafstein, Jón Þorláksson, Jónas frá Hriflu, Ólaf Friðriksson, Ólaf Thors o.s.frv. En hverjir kannast við nafnið Guðjón Baldvinsson? Þeir eru harla fáir. Enda lést hann kornungur maður árið 1911 og hafði þá lítt komið fram opinberlega. Samt má Íeiða likur að því að hann hafi haft slík áhrif á nokkra af þekktustu stjórnmála- mönnum og skörungum aldarinnar að hann hafi beinlínis beint þeim inn á þær brautir sem þeir foru. Meðal þeirra sem Guðjón Baldvinsson hafði sterk mótandi áhrif á voru Jónas Jónsson frá Hriflu, Ólafur Frið- riksson og Sigurður Nordal. Guðjón Baldvinsson fæddist 1. júlí árið 1883 á Böggvisstöðum í Svarfaðardal, en þar er nú Dalvík. Foreldrar hans voru Bald- vin Gunnlaugur Þorvaldsson (1837-1919), ríkur útvegsbóndi, og kona hans, Þóra Sig- urðardóttir (1842-1933). í föðurætt Guðjóns var heit skáldaæð. Jónas Hallgrímsson var frændi hans og Jóhann Sigutjónsson og Baldvin á Böggvisstöðum voru systkina- börn. Guðjón hóf nám í Lærða skólanum í Reykjavík 1901 og var þá eldri og þrosk- aðri en almennt gerðist um námspilta. -x Bekkjarbróðir hans og sambýlismaður í Reykjavík var Sigurður Nordal og sagði sá síðarnefndi að Guðjón hefði verið ör í lund og þá þegar orðinn mikill hugsjónamaður um frelsi og sjálfstæði. Þeir Sigurður urðu síðan samferða til Kaupmannahafnar 1906 og urðu þar áfram sambýlismenn. Báðir lögðu stund á norræn fræði við háskólann, en hugur Guðjóns beindist þó æ meira inn á brautir heimspeki, einkum sálarfræði og siðfræði. Brátt myndaðist dálítil hirð íslend- inga í kringum þá þar og var Guðjón ótví- ræður leiðtogi hópsins. Sigurður Nordal skrifaði grein um Guðjón látinn árið 1917 og sagði að hann hefði haft áhrif á margt fólk og það ekki af lak- asta tagi, áhrif sem þá væru enn ekki kom- in í ljós nema að nokkru leyti, en ef til yrðu eitt af því sem settu svip sinn á þjóðlíf Islend- inga á næsta mannsaldri. Þarna hefur Sig- urður séð fyrir það mark sem menn eins og Jónas á Hriflu og Ólafur Friðriksson áttu eftir að setja á íslenskt þjóðlíf, en þá mátti kalla lærisveina Guðjóns. Þegar Sig- urður Nordal varð áttræður árið 1966 skrif- aði Jónas frá Hriflu honum lítið heillaóska- bréf. 'Guðjón frá Böggvisstöðum, sem þá „Hann var eins konar andlegur töframaður. Vanheill, próflaus og fátækur bjó hann yfír valdi sem hann vissi ekki af. Hann gerði okkur að sarrlferðamönnum og vinum. Hann tók mig upp af götu sinni og fól mér æfístarf og lífsstefnu ...” skrifaði Jónas frá Hriflu Sigurði Nordal um vin þeirra, Guðjón frá Böggvisstöðum. Eftir GUÐJÓN FRIÐRIKSSON Guðjón Baldvinsson hafði legið í gröfinni í 55 ár, var efst í huga gamla mannsins við þetta tækifæri. Jónas skrifaði: „Flyt þér heillakveðjur á þýðingarmiklum vegamótum. Þá vakna í huga manns ára- gamlar minningar. - Þá hitti ég Guðjón af hreinni tilviljun yftr á Jótlandi. Hann var eins konar andlegur töframaður. Vanheill, próflaus og fátækur bjó hann yfir valdi sem hann vissi ekki af. Hann gerði okkur að samferðamönnum og vinum. Hann tók mig upp af götu sinni og fól mér ævistarf og lífsstefnu... Síðan þakka ég fyrir samferðina nálega 60 ár. Ég þakka fyrir Guðjón og allt sem við hann er tengt.” Þetta eru ekki smá orð frá þeim manni sem kallaður hefur verið áhrifamesti stjórn- málamaður aldarinnar. Guðjón Baldvinsson fól honum ævistarf og stefnu. Svipaðar yfír- lýsingar hafa komið frá öðrum mönnum. Ólafur Friðriksson sagði að hann hefði ver- ið minnisstæðastur allra þeirra manna sem hann kynntist í Danmörku og Sigurður Nordal sagði í fyrrnefndri grein að Guðjón hefði líklega haft mest áhrif á sig af öllum þeim mönnum sem hann hafði kynnst. Rík- harður Jónsson myndhöggvari skrifaði af- mælisgrein um Ólaf Friðriksson fertugan í Alþýðublaðið 1926 og fjallar greinin meira um Guðjón en afmælisbarnið. Hún hefst þannig: „Maður hét Guðjón Baldvinsson frá Böggvisstöðum í Svarfaðardal. Hann var hinn mesti ágætismaður í hvívetna, hvers manns hugljúfi og hverjum manni skarpvitr- ari. Hann dó af hjartabilum 27 ára að aldri og var þá þegar búinn að vinna sér álit allra, er honum kynntust, sem einn hinn vænlegsti laukur íslenskra ættstofna.” í þessari sömu grein kallar Ríkharður Guðjón ofurmenni og íturmenni og talar svo um hversu mikla trú hann hefði haft á Ól- afi Friðrikssyni. Látið er að því liggja að Guðjón hafi gert Ólaf að jafnaðarmanni. En fyrir hvaða skoðanir stóð þá Guðjón Baldvinsson? Sigurður Nordal segir að hann hafi alltaf verið að finna yst í vinstra fylking- ararmi og einkum dáð anarkistann Peter Krapotkin. Hann var hvort tveggja í senn anarkisti og jafnaðarmaður. Snorri Sigfús- son minnist á Guðjón í æviminningum sínum og segir að hann hafi komið úr skóla Ge- orgs Brandesar og kannski líka Karls Marx. Nú er það alkunna að þeir Jónas frá Hriflu og Ólafur Friðriksson áttu mestan þátt í að stofna Alþýðuflokkinn og Alþýðusam- bandið og sömdu fyrstu stefnuskrána ásamt Ottó N. Þorlákssyni. Bent hefur verið á að í henni megi fínna áhrif frá anarkískum hugmyndum Peters Krapotkins. Ótvírætt er hins vegar, hvernig sem á það mál er litið, að hugmyndir og persónutöfrar Guð- jóns Baldvinssonar höfðu afgerandi ahrif á þessa tvo frumkvöðla félagshyggju á íslandi. Það kemur fram í grein Sigurðar Nor- dals að Guðjón átti yfirleitt ekki skap við aðra íslenska stúdenta í Kaupmannahöfn. Hann fyrirleit gorgeir þeirra og drykkju- skap. Þess í stað lagði hann lag sitt við ís- lenska iðnaðarmenn, sem þar voru, að náms- menn sem ekki vóru stúdentar. Slíkir menn voru einmitt áberandj í forystusveit Alþýðu- flokksins til að bytja með. Jónas frá Hriflu segir í bréfi árið 1914 að félagar Guðjóns í háskólanum hefðu haft ímugust á honum fyrir löngun hans til að lyfta alþýðunni. Guðjón Baldvinsson var trúleysingi en lík- lega hefur hann öllu heldur verið trúmaður með öfugu formerki eins og sagt var um Stein Steinarr. Sigurður Nordal sagði: „Hann var einn af þessum heitu vantrúar- mönnum. Hann gat setið yfir Biblíunni tím- unum saman til þess að leita að mótsögnum og fjarstæðum.” Guðjón kom heim próflaus vorið 1908 og ætlaði sér að verða alþýðukennari og beita sér í þágu lítilmagnans. En hann hafði kennt hjartaveiki og lá þungt haldinn allt sumarið heima á Böggvisstöðum. Hann tók þó að hressast um haustið og lét þá hendur standa fram úr ermum. Hann stofnaði unglinga- skóla, hinn fyrsta í Svarfaðardal, og enn- fremur málfundafélagið Ölduna. I sögu Dalvíkur er sagt að Guðjón hafi verið mik- ill kvenréttindamaður og að það hafi verið hans verk að svarfdælskar konur hófu þátt- töku í félagsmálastarfi í Bindindisfélaginu Fram og Óldunni. Þá um veturinn kenndi hann um tíma í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og osegir Þórólfur Sigurðsson frá Baldursheimi, einn af nemendum hans, að orð hans hafi snortið námsfólkið eins og glóandi neistar. Þórólfur mun vera einn af þeim sem aldrei báfu þess bætur að hafa kynnst Guðjóni. Hann gerðist logandi hug- sjónamaður fyrir jafnaðarstefnu, Georgisma og samvinnustefnu og stofnaði tímaritið Rétt um þessar hugsjónir sínar. Þá um veturinn beitti Guðjón sér fyrir því við Jón Þórarinsson fræðslustjóra og Magnús Helgason, skólastjóra Kennaraskól- ans, að Jónasi frá Hriflu var veittur náms- styrkur þar sem hann sat bláfátækur við nám í Ruskin College í Oxford, og lofuð staða við Kennaraskólann. Þetta sýnir best snilli Guðjóns að geta þannig talað sig inn á þessa ágætu heiðursmenn því að Jónas frá Hriflu var þá algerlega óþekktur mað- ur. Veturinn 1909 til 1910 fór Guðjón utan á ný og ferðaðist nokkuð. Það var hans svanasöngur því að hún átti hann skammt eftir ólifað. Sigurður Nordal segir að Guðjón hafi helst orðið kunnur opinberlega fyrir greinar sínar um bannmálið í blaðinu Norðurlandi sumarið 1909: „Það mál virtist honum ofur einfalt, hann leit oftast á það frá sama sjón- armiðinu: áfengið spillir lífi margra manna sem eru of veikir fyrir til að geta hætt að drekka meðan þeir ná í það. Það er skylda þjóðfélagsins að bjarga þessum mönnum og aðflutningsbannið er eina ráðið. Mörgum gömlum félögum Guðjóns þótti hann fara of geyst í þessu máli og fleirum og sökuðu hann um ofstæki (fanatisme) og það ekki að'ástæðulausu. En orsakimar liggja í aug- um uppi. Guðjón var alveg laus við allan efa um réttmæti skoðana sinna.” Síðasta veturinn sem Guðjón lifði var hann barnakennari á ísafirði. Hann lést þar 10. júní 1911 og var grafinn í ísafjarðar- kirkjugarði. Fáeinum árum síðar voru þeir gömlu fé- lagarnir hans frá Kaupmannahöfn ásamt Þórólfi í Baldursheimi að basla við að koma upp minnisvarða á leiði hans eða halda minningu hans í heiðri að öðru leyti. Þar var rætt um sjóð eða útgáfu á bók sem Guðjón hafði hálflokið við að þýða er hann lést. Minnisvarðinn varð ofan á. Jónas frá ' Hriflu skrifaði Þórólfí í Baldursheimi vorið 1914: „Við sem stungum upp á minnisvarða vissum reyndar að hann mundi ekki hafa óskað þess. En við vorum nú svona hjátrúar- fullir eða böm gamla tímans að við vildum ekki að ieiðið hans týndist.” Nú er hann flestum gleymdur. HELGI SELJAN Ein mynd mér geymd Hún barði að dyrum eitt kyrrl- átt kveld með kvíða og spurn í augum. Með löngu kulnaðan æskueld óróleg, spennt á taugum. Hún spurði hvort ætti ég eitt- hveit ráð örvinglan hjartans að sefa. Hún leit á mignæstum sem ínáð nötrandi köld í efa. Mér vafðist auðvitað tunga um tönn við tregafullt andvarp heitt. Þó einlægni sorgar mér virtist sönn ég sáralitlu gat breytt. Hún mælti: Mín ógæfa er eigin sök og ástæðan: Göróttar veigar. Því aldrei var spurt um auðn- unnar rök en allar vonirnar feigar. Og andvarpið hennar mitt hjarta skar en hollráð átti ég fá. Hún sagði: Af vegi svo brátt mig bar hve beizk var mér æskan þá. En harður og kaldur heimur var og heimtaði allt mitt pund. Við óskum og þrám fékkst aldr- ei svar unz öll voru lokuð sund. Á burtu hún fór og bar með sér sín blæðandi hjartasár. Hún grét: Ég ein mínar byrðar ber og beizk eru harmsins tár. Þú hlustaðir á mitt óráðshjal en enga ég huggun fann. Því áfram glíma við skugga skal. Ég skelfist minn hugarrann. Hún kvaddi veröld eitt vímu- kvöld með vilja hún stytti för. Ihuga mérfalla húmsins tjöld. Ég hafði ei nokkur svör. Og tregans samvizka tekur völd nú tær er í huga geymd: Einmana sál er kom um kvöld í kröm sinni og myrkri eymd. Hve vanmáttug oftast erum við í annarra sálarkvöl. Þógjarnan vildum þarleggja lið og létta þrautir og böl. Við getum litlu til bóta breytt er bölvaldur herðir tök. Og krefur um fylgd til feigðar greitt þá falla öll lífsins rök. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.