Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1991, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1991, Blaðsíða 8
«• ^ ' ■ ■ Sjo veraldarundur ínútíma arkitektur engu síður þóttu koma til álita sem hin helztu meistaraverk við lokaatkvæða- greiðsluna: Kirkjuna „Sagrada Familia” í Barcelónu, teiknuð af Antoni Gaudi; húsasamstæðan „Mathildenhöhe” í Darmstadt, Þýzkalandi, hönnuð af Joseph Maria Olbrich; AEG-rafalaskálinn í Berlín sem er verk Peters Behrens; ' Michaeler-Haus í Vínarborg, teiknað af Adolf Loos, Póstsparisjóðurinn í Vínar- borg sem Otto Wagner teiknaði; Fagus- verksmiðjan í Alfeld, Þýzkalandi, sem Walter Gropius teiknaði; Ijiobie House í Chicago, teiknað af Frank Lloyd Wright; Haus Schröder í Utrecht, Hollandi, hann- að af Gerrit Rietveld; sýningarskáli fyrir heimssýninguna í Barcelónu og Famsw- orth House í bænum Plano í Illinoisfylki, Bandaríkjunum, hönnuð af Ludwig Mies van der Rohe; Villa Savoye í Poissy, Frakklandi, teiknuð af Le Corbusier; höf- uðborgin Brasilía í samnefndu landi, hönnuð af Oscar Niemeyer, TWA-flug- stöðin í New York, hönnuð af fmnska arkitektinum Eero Saarinen; flugskýlið í Orbetello fyrir norðan Rómaborg eftir Pier Luigi Nervi; Pompidou-Iistamiðstöð- in í París sem þeir Renzo Piano og Rich- ard Rogers hönnuðu; „Austurálman” („East Building”) á listasafninu National Gallery of Art í Washington, og svo stór- hýsi sem Norman Foster hannaði fyrirf Hong Kong and Shanghai Banking Corp- oration í Hong Kong. Þegar allt kemur; til alls, má hins vegar færa að því sterk. rölc hveijar ástæðumar voru fyrir endan-. legu vali áðurnefndrar þýzkrar dóm- nefndar á einmitt þeim meistaralegu; mannvirkjum sem komust í sjö efstu heiðurssætin: Sjö afburða rheistaraverk; á sviði arkitektúrs á 20. ÓLYMPÍULEIKVANGURINN í MÚNCHEN Við gerð þessa leikvangs var ekki stuðst við neina fyrirmynd: Spurningin var, hvernig unnt væri að gera risastóran leikvöll — íþróttaleikvang sem tæki 80.000 áhorfendur — þannig úr garði, að hann yrði ekki að einhverju þrúg- andi risabákni sem bæri allt umhverfi sitt ofurliði vegna stærðar sinnar. Giinter Behnisch og samstarfsmönnum hans tókst á árunum 1967 til 1972 að gera þetta kraftaverk með dyggri aðstoð þeirra Freis Ottos og Giinters Grzimeks. Arkitektarnir létu mynda allháa hringlaga hæðargarða úr mold og grjóti, á jafnsléttu innan hæðarhringsins var völlurinn gerður og upp af honum hið geysistóra áhorfendasvæði í fláanum umhverfis. Þakið er upphengt net úr sterkum stálstrengjum með gegnsæjum plexiglerplötum flestum á möskvabrún- irnar. Bungandi línur þessarar þakgerðar eru í fullu samræmmi og virðast í framhaldi viö mjúkar bogalínur umhverfisins. Þaktjaldið er borið uppi af háum stálmöstrum og hæstu toppar þess svo og dældir eru einnig látin ná út yfir íþróttahöllina þar rétt við ogyfir ólympíusundlaugina með því að strengja það í miklum sveiglínum yfir þessi mannvirki. Á þessu aðlaðandi svæði getur að líta hátækni og náttúrulegt umhverfi í órofa samræmi. SJÖ FURÐUVERK FORNALDAR Talið ofan frá: Vitinn við Alexandríu, frá 3. öld f. Kr. Hangandi garðar og borgarmúrar Babýlonar, frá 6. öld f. Kr. Artemishofið í Ephesus, frá 6. öld f. Kr. Egypzku pýramídarnir, frá 3. öld f. Kr. Risastyttan á Rhodos, frá 3. öld f. Kr. Grafhýsið í Halikarnass, frá 4. öld f. Kr. Gull-og fílabeinsstytta af Seifi í Olympíu, frá 5. öld f. Kr. Á víð og dreif Offramleiðsla Offramleiðsla er skilgreind svo í Orðabók Menningarsjóðs: „Meiri framleiðsla en eftir- spurn nemur.” Hér er átt við vörur, framleiddar afurðir í land- búnaði, iðnaði og sjávarútvegi. Lengi vel var svo ástatt hér á landi að skort- ur var á kunnáttufólki í ýmsar atvinnu- greinar og starfsemi. Eftirspurn var takmörkuð við fámennið, en ísland hefur verið og er enn eitt dreifbýlasta og fámennasta land jarðarinnar. Það, að hér er til staðar sérstætt og sérs- takt samfélag byggist á óhemju veiði og úrvinnslu fisks og fiskafurða, svo að framleiðslumagn er óvíða slíkt sem hér á landi. Grundvöllur allrar fjár- magnsmyndunar í landinu er fiskurinn og þess vegna stendur hér byggð. Kostnaður við þessa mannavist er mjög mikill vegna dreifbýlis og einkum þó vegna fámennis. Offramleiðsla á físki er eins og nú hagar til ákaflega ólíkleg, en aftur á móti hefur orðið offramleiðsla á sér- menntuðu fólki í ýmsum greinum og oft hefur virst sem stofnuð hafi verið fyrirtæki, stofnað til framkvæmda og þjónustustofnunum dreift um landið til þess beinlínis að anna offramboði sér- hannaðra starfskrafta sem takmörkuð eða engin þörf er fyrir. Þegar þrengir að vegna ofstjórnar og vafasamra af- skipta ríkisvaldsins þá þrengist fram- kvæmdavettvangurinn og tekið er að tala um að „vel menntað fólk” þurfi að hafa greiða leið að þeirri atvinnu, sem það hefur sérhæft sig í. Hlutfallið milli framleiðslu sérmenntaðs fólks eða starfskrafta og þarfarinnar fyrir það hefur raskast. Þarfir þjóðfélagsins eru ónógar fyrir upphleðsluna og efnahagurinn er slíkur að ekki er hægt lengur að koma upp þjónustu eða hagfræðingastofnunum, bönkum, orkustofnunum eða virkjun- um fyrir þá sem hafa sérhæft sig í viðkomandi greinum. Það sama má segja um ýmsar þjónustugreinar fræðsluiðnaðarins, hópvinnuhópa, vandamálasérfræðiiiga, sálfræðinga og félagsvísindajnenn skortir ekki, en aft- ur á móti eru oft engin eiginleg verk- efni fyrir þá, þótt alltaf virðist nóg af tilbúnum, enn sem komið er. Það er aldrei offramleiðsla á mennt- uðu fólki, en eins og nú hagar er of- framleiðsla á sérhönnuðu, sérmennt- uðu og „starfsleiknifólki” sem á sinn þátt í því að raska öllum efnahagsleg- um hlutföllum milli framboðs og eftir- spurnar, þegar ríkisvaldið tekur eða tók til sinna afskipta, sem lengi hefur við- gengist. Meðan krafist er grunnþekkingar- atriða í grunngreinum og þá ekki síst í Háskóla íslands, munu þaðan útskrif- ast einstaklingar sem geta ekki hlotið starfsvettvang hér á landi vegna sér- stæðni íslensks samfélags. Urkostur margra sem verða afskiptir verður því að leita sér atvinnutækifæra í öðrum löndum, sé svið þeirra sérhæft að vissri 'starfsgrein. Sá tími er liðinn að hann- aðar séu stofnanir, framleitt rafmagn út í buskann og lifað í voninni eftir fjárfestingum. Og þetta misræmi milli offramleiðslu og eftirspurnar, starfs- krafta og þarfarinnar ^fyrir starfs- krafta, er staðreynd, og margt fram- kvæmda og umsvifa ríkisvaldsins hafa orsakast af feluleik við þessa stað- reynd. Háskólaréktor harmaði í ræðu að íslendingar'þyrftu að sjá .á eftir (sér- )menntuðu | fólki út úr lahdinu vegna skorts á starfsvettvangi og að því er manni skildist, þyrfti þjóðfélagið að koma hér til aðstoðar með sköpun starfsvettvanga. Slíkt tal er eðlilegt en lausn þessa vanda er ekki til og það verður alltaf til vandræða ef reynt er að feta slysaslóð stöðugt aukinna ríkis- afskipta og ummönnunar. Svo ber að hafa í huga að sérhannaðir starfskraft- ar og sérfræðingar eru ákaflega mis- munandi hvað kunnáttu og færni snert- ir. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.