Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1991, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1991, Blaðsíða 5
Ragnheiður Briem við kennslu í MR. eins skemmtilega og kostur er til þess að kveikja áhuga nemenda á að lesa meira að skólanámi loknu. ítroðslusjónarmiðið verður að víkja, aðstoðar þarf að leita hjá þeim sem hafa atvinnu af að skemmta fólki. Kennsla í Málnotkun, MÁLFRÆÐIOG RÉTTRITUN Enn verður það sjónarmið að ráða að í skóla sé megináhersla lögð á að kenna það sem erfitt er eða ókleift að læra án kenn- ara. Og enginn nemandi má sleppa gegnum kerfið án þess að vita hvar hann getur, síð- ar á ævinni, leitað sér frekari upplýsinga um hvaðeina sem að málnotkun lýtur. Og hvar skyldi þær uppsláttarbækur vera að fínna? Svarið er auðvitað: Enn sem kom- ið er - hvergi. Það verður hins vegar að vera hluti af endurskipulagningu móður- málskennslu að koma upp safni aðgengi- legra uppsláttarrita um allar tegundir mál- notkunar. Þar þurfa menn að geta fundið upplýsingar um beygingafræði, setninga- byggingu, orðtök, málshætti, stíl - allt sem nöfnum tjáir að nefna. í skólum ætti að nota styttar uppslátt- arbækur byggðar á sama kerfí og heildarrit- safnið. Nemendum væri kennt að nota þessa styttu útgáfu svo að þeim yrði tamt að leita sér fræðslu síðar í sams konar ritum en ýtariegri. Og auðvitað þyrfti að stefna að því að með tímanum yrði heildarritsafnið jafnsjálfsagður hluti af bókasafni hvers heimilis og íslendingasögurnar, Orðabók Menningarsjóðs, Biblían og Kiljan eru nú. Aður en lengra er haldið er rétt að lýsa því hvers konar ritröð ég hef í huga. Mér dettur í hug Duden, ritsafn sem er málnotk- unarbiblía Þjóðveija. Þetta er mikið safn bóka og fjallar hvert bindi um einn afmark- aðan þátt málnotkunar. Sem dæmi má nefna framburðarorðabók, stílfræði og máifræði, og reyndar eitt þykkt bindi, sem ber nafnið Besondere Schwierigkeiten og fjallar um hin og þessi vandamál sem ekki er hægt að gera nægileg skil í öðrum hlutum rit- safnsins. Auk aðalsafnsins eru til styttri bækur um sama efni handa nemendum (Schúlerduden) og þar að auki hæfilega ýtarleg rit handa almenningi (Der kleine Duden). Mér verðut' líka hugsað til rita um enska málnotkun - þær skipta líklega þúsundum bækurnar sem gefnar hafa verið út um beitingu enskrar tungu - og þrátt fyrir það segja sumir að Bandaríkjamenn hafí aldrei getað lært málið til hlítar! Þá er varla við góðu að búast af Islendingum sem eiga nær engan slíkan bókakost um móðurmál sitt. Það er þó huggun harmi gegn að mikið rannsóknastarf hefur verið unnið á sviði íslensku og liggja upplýsingar um það fyrir - í misjafnlega aðgengilegu formi'þó. Má þar sem dæmi nefna hinar gagnmerku bækur Halldórs Halldórssonar um íslensk orðtök og málsháttasafn Almenna bókafé- lagsins. A grundvelli þessara rita og ann- arra í sama dúr mætti semja alls konar kennslubækur og uppsláttarrit sem hleypt gætu nýju lífi í málnotkun landsmanna. T.d. væri ekki slorlegt ef til væri orðtaka- bók þar sem innihaldi væri raðað í kafla eftir efni. Þegar eitthvert orðalag væri að gera þjóðina hálfvitlausa (dæmi: að vera í stakk búinn) gætu fjölmiðlamenn flett upp í orðtakabókinni, fundið annað orðalag sömu merkingar og komið því „í tísku” með hæfi- legri endurtekningu. Ég á enska orðtakabók frá skólaárum mínum þar sem efnið er flokkað. í kaflanum um heilsufat- er orðtökunum t.d. raðað eftir því hvort menn vilja gefa til kynna vellíðan, miðlungsheilsu eða hreinasta volæði. Og í kaflanum um fæðingu og dauða má læra dauðsfallaorðalag af ýmsu tagi frá hlutláusu „pass away” upp í „kick the buck- et” - sem lesendum er ráðlagt að nota í miklu hófí! Aftast í þessari bók er mjög nákvæm atriðisorðaskrá (sem vantar því miður í flest íslensk fræðirit). Má þar finna öll inntaksorð ásamt blaðsíðutali (t.d. bæði „kick” og „bucket”). I ritgerðum ber oft við að nemendur vilja skreyta ritsmíðar sínar með málsháttum. Oft er ljóst af samhengi að höfundur skilur alls ekki málsháttinn sem hann er að burð- ast við að nota. Sem dæmi má nefna „Hvað ungur nemur, gamall temur.” Sumir telja merkinguna vera þá að menn gleymi seint því sem þeir læra ungir, aðrir að unglingum sé hollast að læra af sér eldri mönnum eða geri það að minnsta kosti. Löngu er orðið tímabært að gefa út máls- háttasafn með skýringum. Oft dygði mjög stutt skýring (Svín fór yfir Rín, kom aftur svín), stundum þyrfti að segja frá því atviki sem vísað er tii (Velt hefur Þórður þyngra hlassi), oftast nægði ein orðskýring (Drekka þarf dæstur maður / Dárar eru djarfastir). Líflegir þættir sem kynntu, kenndu og skýrðu orðtök og málshætti þyrftu að vera reglulega á dagskrá sjónvarps. Efni væri samið og flutt af Spaugstofumönnum, aðil- um Gríniðjunnar sálugu eða öðrum mál- snjöllum skemmtikröftum í samvinnu við sérfræðinga í íslensku og íslenskum þjóð- háttum. ÞEGAR MÁLÓTTINN GRÍPUR Menn Eitt af því gagnlegasta, sem hægt er að kenna skólanemum, er réttritun. Fáir kom- ast gegnum lífið án þess að þurfa stundum að setja eitthvað á blað. í sumum störfum er mikill hluti vinnunnar fólginn í alls konar skriffinnsku; tillögum, áætlunum, fundar- gerðum og skýrslum. Ég þekki af eigin reynslu átakanleg dæmi um þann málótta sem grípur menn þegar þeir finna að þeit' hafa ekki nægiieg tök á íslenskri stafsetn- ingu til að koma hugsunum sínum skamm- laust frá sér. Fátt finnst kennurum leiðinlegra en að kenna stafsetningu og leiðrétta stafsetning- aræfingar enda er nær vonlaust að ná árangri í þeirri grein í bekkjarkennslu nema meðan verið er að fara yfír efnið í fyrsta sinn (í barnaskóla). Þá verða stórstígar framfarir hjá flestum nemendum. Þeir gera sét' grein fyrir að það á að skrifa pabbi og mamma en ekki papi og mama, þeir læra hrafl í öðrum reglum, t.d. um n og y. Stökk- breyting verður í rithætti á skömmum tíma. Én þá er eftir að læra reglurnar til hlít- ar. Og svo eru það vandrituðu orðin og undantekningarnar. Á því stigi fer að verða erfitt að kenna stórum hópum stafsetningu. Fátt er ömurlegra fyrir nemanda en að sitja tímunum saman undir réttritunarskýringum sem hann hefur þegar náð tökum á. Auk þess eru vandamál einstakra nemenda svo ólík og margbreytileg að sjaldnast getur kennari farið í efni sem hentar heilum bekk. 1 Ekki er öllum kennurum gefið að halda þeim járnaga sem þarf til að hafa kennslu- frið við svo erfiðar aðstæður. Þess vegna hafa margir hreinlega gefist upp við staf- setningarkennslu í eldri bekkjum grunn- skóla en láta sér nægja að hafa skriflegar æfingar við og við. Svo vel vill til að á þessu vandamáli er til fullkomin lausn. Þegar nemendur eru komnir á skt'ið með stafsetningu geta tölvur tekið við kennslunni og leyst það verk mun betur af hendi en bekkjarkennara er unnt. B.F. Skinner, sent hannaði fyrstu nothæfu kennsluvélarnar fyrir meira en fimmtíu árum, sagði að vélar væru einstaklega vel til þess fallnar að sjá um verk sem ætti að vera fyrir neðan virðingu kennara að vinna. Hann tók einmitt sem dæmi leiðréttingu stafsetningaræfinga! Slíkt verk getur tölva algerlega séð um á eigin spýtur. Tölvur geta reyndar leyst mörg önnur verk kenn- ara mjög vel af hendi og kem ég að því síðar. Keppt í Stafsetningu Það er sorglegt að réttritun skuli hafa orðið hornreka í íslenskukennslu, ekki að- eins vegna þess hve nauðsynlegur þáttur hún er í almennri menntun, heldur vegna þess að fátt varpar betur ljósi á orðsifja- fræði en einmitt síðari stig réttritunarnáms. Þegar nemendur fara að fletta upp í staf- setningarorðabókum, fara að hugsa um uppruna orða og skyldleika þeirra, lýkst upp fyrir þeim nýr' heimur sem gæti stórbætt málnotkun ef vel væri á haldið. Það þarf t.d. ekki að segja nemendum tvisvar hvern- ig orðtakið „að einhver heltist úr lestinni” er hugsað til þess að þeir hætti að halda að þetta séu kol að hellast úr járnbrautar- lest. En leiðinn á réttritun er orðinn slíkur þegar komið er á framhaldsskólastig að hann litar viðhorf nemenda og spillir náms- árangri. Þessu þarf að breyta. í Bandaríkjunum er keppt í stafsetningu eins og hverri annarri íþrótt. Mér skilst að sama gildi í Frakklandi og sé jafnvel haldið heimsmeistaramót í franskri stafsetningu ár hvert. Menn muna ef til vill eftir mynd sem var einhvern tíma sýnd í sjónvarpinu og fjallaði um Smáfólk (Peanuts). Hún sner- ist aðallega um raunir Kalla Bjarna er hann valdist til þátttöku i 'réttritunarkeppni (Spelling Bee) sem fulltrúi skóla síns. Kannski mætti bæta stafsetningarspurning- um inn í Spurningakeppni framhaidsskól- anna og raunar væri hreint ekkert vitlaust að hafa spurningakeppni eingöngu í móður- málinu. Áf nógu væri að taka í beyginga- fræði, bókmenntum, merkingarfræði, orð- tökum, málsháttum og stafsetningu. (Eflaust þætti líka mörgum uppbyggilegra fyrir unga fólkið að búa sig undir slíka keppni en að læra utan að hversu mörg mörk hefðu verið skoruð í fótboltaleikjum úti um allar trissur seinustu áratugi - en það er önnur saga.) Gæti ÓMAR Komið TIL Hjálpar? Stöð 2 gerði nokkrar tilraunir með þætti sem byggðust á málnotkunarleikjum en þeir virtust ekki ná verulegum vinsældum, e.t.v. vegna reynsluleysis stjórnenda eða óheppilegs sýningartíma. Væri æskilegt að fleiri tilraunir yrðu gerðar í svipuðum dúr og reynt að sníða helstu vankanta af þáttun- um. Hugsanlega mætti hanna íslenska út- gáfu af Password sem var einn langlífasti og ástsælasti sjónvarpsleikur er um getur og byggðist eingöngu á málnotkun. Omar Ragnarsson er með afbrigðum málsnjall maður og vinsældir hans þekkja állir. Kannski hann væri tilleiðanlegui' að reyna? Fáanlegit' eru alls konar tölvuleikir sem reyna á málnotkun, allt frá einföldum gálga- leik upp í bráðspennandi hraðaleiki sem æfa lestur og orðaforða ekki síðúr en réttritun. Ég fékk einhvern tíma að láni hjá Reikni- stofnun Háskólans nokkra málnotkunarleiki á ensku. Slíkt var aðdráttarafl tölvunnar og þessara líflegu leikja að sex ára sonur minn, nýorðinn læs, gat setið tímunum sam- an yfir þeim þótt hann kynni ekki stakt orð í ensku. Mér skildist á tölvusérfræðingum þá að auðvelt ætti að vera að semja við erlend fyrirtæki um að fá að þýða málnotkunar- leiki á íslensku eða laga þá útlendu að ís- lensku máli. Ef ekki, væri eflaust hægt að virkja tölvufræðinema eða aðra áhugamenn um tölvur (nóg er af þeim) til að hanna alíslenska leiki. Kennslugreinar eins og málfræði, setn- ingafræði og ritgerðasmíð eru eins og skap- aðar til að kenna þær í tölvum. Engin kennsluvél getur þó komið í stað iifandi kennara en sem hjálparkokkar eiga tölvur sér fáa líka ef vei er forritað. Hins vegar verður að undirstrika að það er töluverð kúnst að semja verulega góð kennsluforrit. Þess vegna hentar best að slík verkefni séu unnin sem teymisvinna og ef kennslan á að ná til kröfuhörðustu nem- endanna (í efri bekkjum grunnskóla) er viss- ara að hafa í því teymi a.m.k. einn verulega skemmtilegan aðila. Annars yt'ði fljótlega slökkt á tölvunni. Höfundur er doktor í kennslufræði og kennir íslensku og málvísindi við Menntaskólann i Reykjavik. STEFANÍA EYJÓLFSDÓTTIR Skálmöld - þjóða- ósómi Bræður berjast í Júgóslavíu Afríku og Sri Lanka í heilagri Jerúsalem er barist um fyrirheitna landið Kynkvíslum er útrýmt Palestínumenn hraktir burt Á ég að gæta bróður míns? Feður, bræður og synir særðir og limlestir falla um aldur fram Ungviði fæðist vanskapað af geislavirkni frá Hiroshima og Chernobyl Selir og hvalir í sárum verða sjálfdauðir megnun að bráð Heimur er á heljarþröm Forðum grænar grundir orðnir blóðugir vígvellir sem bera ekki ávöxt Sjáið þið ekki hve móðir jörð þjáist? Hún byltir sér og kveinkar Völva ásanna sá fyrir ragnarök Hvirfilbylir geisa eldfjöll gjósa fljót flæða fljótið ekki sofandi að feigðarósi Höfundur er húsmóðir og fulltrúi. HLYNUR HALLSSON Lorca Fimm myndir sækja á augu mín líkt og þoka svartklæddur líkami vitjar mín í svefni það ert þú skuggi þinn ógreinilegur líkt og mynd í þoku bylgjur hljóða skella á mér hljóðlaust grátur þinn fjarlægist og deyr út skilur mig einan eftir án svara einmana horfi ég á Ijósin slokkna hægt augu mín blinduð af myrkrinu skynja eitthvað átakanlegt það ert þú fimm myndir föðurlausar Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók höfundarins, sem heitir „Ljóð myndir pappirsflugvélar". Forlag höfundanna gefur út. Hlynur er nemandi í Myndlista- og handíðaskóla islands ög teikningar í bókinni eru eftir hann. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30.NÓVEMBER 1991 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.