Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1991, Blaðsíða 7
Sjö veraldarundur
í nútíma arkitektúr
yrir skemmstu komu nokkrir af þekktustu list-
fræðingum og arkitektum Þýzkalands saman á
ráðstefnu sem þýzka listfræðitímaritið art efndi
til þar í landi. Á ráðstefnu þessari skyldi það
vera verkefni þátttakenda að útnefna sjö helztu
meistaraverk heims í húsagerð á þessari
öld (og það þótt öldin sé raunar enn ekkii
á enda runnin). Eins og nærri má getai
var í þessu tilviki ekki hrapað að neinu.
við undirbúning svo sérstæðrar dóms-i
uppkvaðningar: Alls voru kvaddir til sjö
valinkunnir fræðimenn á sviði listfræðh
og húsagerðarlistar, og tilnefndi hver
þeirra um sig sjö dæmi um framúrskar-'
andi, og um leið að hans dómi, óvenjuleg-
ustu mannvirki 20. aldarinnar. Varð hver
þátttakandi og vitanlega að rökstyðja
vandlega tillögur sínar. Undir lok ráð-
stefnunnar greiddu svo sérfræðingarnir
atkvæði um framkomnar tillögur og kusu
þannig sjö mannvirki frá þessari öld sem
helztu dæmin um hina frábærustu húsa-
gerð aldarinnar. Talan sjö var annars
valin með hliðsjón af hinum sjö furðu-
verkum veraldar frá fornöld.
Umrædd ráðstefna einkenndist mjög
af eldheitum umræðum og snörpum deil-
um um ágæti einstakra bygginga og
mannvirkja sem tilnefnd höfðu verið.
Sérhver þátttakandi barðist með oddi og
egg fyrir sínum eftirlætisbyggingum og
snerist öndverður gegn þeirri röðum
meistaraverkanna sem ákveðin var eftir
lokaatkvæðagreiðsluna.
Og hvað er það þá í húsagerð okkar
aldar,- allt frá aldamótáárinu 1901, sem
teljast verður svo einkennandi fyrir þetta
tímabil, svo sérkennilegt, framúrskarandi
eða svo afgerandi fyrir einmitt okkar
tíma, svo mjög stefnandi í framfaraátt,
nýstárlegt, svo dirfskufullt eða óviðjafn-
anlega fagurt að það verði án nokkurs
vafa að teljast til hins.besta? því nær sem
umræðurnar beindust að einstökum
byggingum frá síðari áratugum aldarinn-
ar, þ.e.a.s. frá okkar tímum, þeim mun
erfiðara reyndist mönnum að ná fullri
samstöðu og komast að samkomulagi um
ágæti einstakra húsa sem stungið hafði
verið upp á. Þau mannvirki sem endan-
lega voru kjörin helztu meistaraverk ald-
arinnar á sviði arkitektúrs voru þessi:
Bauhaus-húsið í Dressau, Chrysler-
byggingin í New York, Giiell-lystigarð-
urinn í Barcelónu á Spáni; hljómleika-
hús Philharmonie í Berlín; Venturi
House á Chestnut Hill í Bandaríkjunum;
Óperuhúsið í Sydney í Ástralíu og
Ólympíuleikvangurinn í Munchen.
En það er vitanlega líka mjög við
hæfi að geta hér þeirra mannvirkja sem
Byggingar eru eitt af því
sem fólk hefur ákaflega
skiptar skoðanir umog
oft hafa fagmenn á þeim
aðrar skoðanir en hinn
almenni borgari. Hér eru
birtar niðurstöður
skoðanakönnunar, sem
fram fór meðal þýzkra
arkitekta og listfræðinga
og eðlilega bera þær keim
af þjóðerni þeirra sem
svara. En þarna á meðal
eru líka nokkur meistara-
verk í nútíma arkitektúr;
hús sem flestir eru sam-
mála um að séu framúr-
skarandi á einhvern hátt.
Hús Fílharmóníusveitar Berlínar
Það gerist sjaldan: Einhver bygging er talin í röð sérkennilegustu afreka á
sviði arkitektúrs á þessari öld vegna innra ágætis — og það þrátt fyrir þunglania-
legt og heldur lítt aðlaðandi ytra útlit. íþessari húsgerð arkitektsins Hans Scharo-
uns sem hann teiknaði fyrir Fílharmóníusveit Berlínar (1960-63), er það reyndar
innri gerð hússins sem réð allri lögun og heildarsvip. Það er tónlistin sem látin
er vera miðpunktur þessa mannvirkis. I margliyrndu rými hljómleikasalarins er
horfið frá því hefðbundna fyrirkomulagi að áheyrendur sitji beint andspænis
liljómsveitinni, heldur mynda hljómleikagestir hring utan um hljómsveitina og
sitja á hallandi pöllum. Kallaði Scharoun þessa áheyrendapalla í gamni „vínviðar-
hjalla ” en þeir umlykja hljómbotninn niðri í „dalnum ”. Yfir kristallöguðu salarrým-
inu — þar eru engir lóðréttir veggir, engin lóðrétt handrið — hangir bungumynd-
að salarloftið líkt og slakt tjald. Arkitektinn rökstyður þá ákvörðun sína að hafa
hvergi rétt horn í hljómleikasalnum með því, að það fyrirkomulag þjóni bezt
þeim kröfum sem gerðar eru til hljómburðar, en hljómgæði hússins eru talin al-
veg framúrskarandi.
I húsinu getur að líta stiga sem eru margsinnis látnir breyta um stefnu milli
hæða og liggja í mismunandi kröppum hornum, brúnir og bríkur, brýr og palla,
súlur og skáhallar stoðir — allt þetta til þess eins að skapa tilbreytingu og veita
gestum þá einkar ánægjulegu tilfinningu að vera þarna staddir í skemmiilegu
völundarhúsi.
Hús Vannu Venturis
Þegar arkitektinn ungi Robert Venturi var að teikna hús móður sinn-
ar, Vannu, vann hann einmitt að bókinni „Fjölbreytni og andstæður í
arkitcktúr” en það verk þótti marka viss tímamót varðandi gagnrýna
úttekt á nútíma húsagerð. Við gerð þessa fjölskylduhúss á Chestnut HiII
í Pennsylvaníufylki í Bandaríkjunum, (1962-64) gat arkitektinn Venturi
í fyrsta sinn komið að sínum eigin, uppreisnarkenndu hugmyndum um
nútíma arkitektúr. Hann sýnir í þessari húsagerð sinni margræðni og
skorar þannig á hólm þá drembilegu formúlu fyrir nútíma húsagerð,
„minna er meira", sem verið hafði allsráðandi þá um skeið. Um hús
móður sinnar hefur hann það að segja, að það sé „samtímis flókið að
gerð og þó einfalt, opið en samt aflokað, stórt en þó lítið”. Húsið er
reyndar ekki ýkjastórt, en arkitektinn Ijær ytra útliti hússins mjög
sérkennilegan blæ og reisn, allt að því tignarlegt form með framgafli
sem minnir á musteri, klofinn að manérískum hætti. Innri gerð hússins
sýnir líka fjölmargar skemmtilegar og eftirtektarverðar hugmyndir:
Sveigðir og skáhallir veggir liggja að rétthyrndum útveggjum, lárétt
herbergisloft hreytast óforvarandis í hvelfingar; arininn tálmar eðli-
legri framvindu stigans upp á efri hæð hússins. Oll þessi húsgerð seg-
ir einstaklingsbundna sögu, viðhurðaríka og fulla af óvæntum atvikum.
Chrysler- Byggingin
Arið 1930 var smíði Chrysler-bygg-
ingarinnar í New York að fullu lokið:
319 metra á hæð með 77 hæðir alls
taldist þetta stórhýsi hæsta hús verald-
ar, en það met stóð aðeins í nokkra
mánuði. Hins vegar var það ekki þetta
heimsmet sem gerði Chrysler-skýja-
kljúfinn svona frægan, heldur hin
stórglæsilega og einkar geðþekka lög-
un hans. Arkitektinn, William Van Alen,
lét kröftugan, hvassbrýndan turndrang
skýjakljúfsins rísa upp úr breiðri, stall-
aðri undirstöðubyggingu. Sjálfur turn-
hjálmurinn er höfuðprýði hússins, stór-
fenglegur og glæsilegur í lögun með
sérkennilegum bogum, klæddum gljá-
andi krómstáli, en bogadregnu gaflarn-
ir mjókka eftir því sem ofar dregur og
upp af þeim efsta teygir sig grönn
turnspíra hátt til liimins. Gluggarnir á
bogagöflum turnþjálmsins eru hvass-
hyrndir þríhyrningar og á ljósið frá
þeim að virka sem stjörnugeislar til að
sjá: Þessi hönnun er í stíl við svokallaða
„art deco” eins og tíðkaðist á árunum
í kringum 1930, þegar liönnuðir reyndu
að samræma notagildi og skreytingar
í húsagerð, augnayndið og hið nytsam-
lega, íburðarmikinn listiðnað og heill-
andi nútímatækni. Sé hin veglega, krýn-
andi turnspíra á Chrysler-byggingunni
ásamt turnhjálminum sjálfum borin
saman við heldur klunnaleg, þverskorin
efri mörkin á öðrum skýjakljúfum sem
reistir voru þar í grenndinni á sjötta
og sjöunda áratugnum, þá verður
mönnum fyllilega Ijóst hve erfið list í
arkitektúr það er að hanna efsta hluta
háhýsa þannig að vel fari.
Gúell-lystigarðurinn
Lystigarður sá sem arkitektinn An-
toni Gaudi skóp á árunum 1900-1914,
ljær hæð einni rétt ofan við spænsku
stórborgina Barcelónu sannkallaðan
töfrablæ. Tvö hús, stórfurðuleg í lögun,
standa sitt hvoru megin við aðalinn-
ganginn, en ofar, skrautlegir ýmist
bylgjumyndaðir eða klettlaga þakhjálm-
arnir koma mönnum einna helzt fyrir
sjónir sem hreistraður skrápur á forsög-
ulegum risaeðlum. Með alveg ótrúlega
fjölbreytilegum mósaíkskreytingum úr
marglitum veggflísabrotum (sem þrýst
hefur verið í raka steinsteypu) hefur
arkitektinn Gaudi klætt bogalaga,
íbjúgt yfirborðið á þökum þessara húsa,
salarloftum, þakskeggjum, stein-
handriðum, stigum og steintröppum,
svo ogytra byrðið á afar löngum, bugð-
óttum steinbekknum sem látinn er
hlykkjast meðfram jaðrinum á hinu
feiknastóra hellulagða sólhlaði í
lystigarðinum. Giiell-garðurinn er eitt
órofa listaverk, þar sem arkitektúr,
málaralist, höggmyndalist, náttúra og
formjafnvægi mynda eina margslungna
heild.
BAUHAUS
Húsakynni „Bauhaus" listastofnunar-
innar í Dessau, Þýzkalandi, voru reist
á árunum 1925-26, og er arkitektúr
þessarar húsasamstæðu í senn braut-
ryðjandaverk Walters Gropiusar og eitt
helzta afrekið á sviði nútíma arkitekt-
úrs á þeim áratugum. Húsagerðin er
öll í anda ítrasta raunsæis, laus við
hvers kyns tildur og prjál enda var
húsið reist fyrir hinn framsækna lista-
skóla í Dessau, þar sem veigamiklar
línur í þróun nútímalistar voru lagðar
og nýstárlegar, djarfar hugmyndir
komu fram um nýsköpun í húsagerð
20. aldarinnar. Við teikningu og hönn-
un þessarar húsasamstæðu fylgdi Walt-
er Gropius í fyrsta sinn í einu og öllu
þeim grundvallarreglum og kröfum
sem hin „Nýja húsagerðarlist” boðaði.
SIó arkitektinn þar hvergi af: Hann
hafnar með öllu lánsfjöðrum frá fyrri,
sögulegum stíltegundum en lætur þess
í stað ströngustu formkröfur og tær-
Icika ráða í húsagerð sinni með full-
komið samræmi á milli forms og nota-
gildis að helzta leiðarljósi. Þessi stefna
lýsir sér vel í hvössum brúnum og rétt-
um hornum, sléttum, hvítum flötum,
flötum þökum og í framhliðum sem
virka opnar oggagnsæjar með láréttum
gluggabitum. Hið fagurfræðilega íyfir-
bragði húsanna skyldi eingöngu spretta
af vandlega yfirveguðu formjafnvægi
og hlutföllum í einstökum hlutum bygg-
ingarinnar. Sú uppfinning Walters
Gropiusar að gera húsaframhliðina úr
þunnu ytra byrði með gleri og grönn-
um, svörtum stálbitum átti eftir að
hafa geysileg áhrif á þróun nútímalegr-
ar húsagerðar um allan heim á næstu
fjórum áratugum.
i i !
\wm
miím
múúíite!
ú iJmm’
ii i «*s:
, iiiiiii4 *
s á i: i
gSðiði
iffssi
P m'
4SS*S v
is ÍfiHSS
|> iSÍaSgá
!5 IIhsiIS
Óperuhú sið í Sydney
Arkitektúr sem sérstætt kennileyti, sem
menningartákn heils borgarhluta: Óperuhúsið
sem Jörn Utzon skóp fyrir áströlsku stórborgina
Sydney, býryfir þessum kynngikrafti og sérstaka
þokka. Húsið var byggt á árunum 1959 til 1973
á tanga sem skagar langt út í vogskorinn hafnar-
flóa Sydneyborgar. Þökin á stórliýsinu tíkjast
einna lielzt risavöxnum, opnum skeljum, en til-
sýndar eru þau áþekk þöndum seglum og gnæfa
allt að 60 metrum yfir viðamikilli pallbyggingu.
Heildarsvipur hússins er harla stórfenglegur,
minnir einna helzt á risavaxna höggmynd, sama
frá hvaða sjónarhorni horft er til hússins. Þegar
komið er inn í húsið og litið til lofts, blasir við
sjónum manna sveipur af steinsteyptum þak-
sperrum, einna líkastar geislastöfum, enda áhrif-
in svipuð og komið sé í gotneska dómkirkju nú-
tímans. Við nánari, tæknilega útfærzlu hugmynda
sinna, naut danski arkitektinn Jörn Útzon
fulltingis landa síns, verkfræðingsins Ove Arups.
Utzon ákvað því að teikna fyrir þennan stað til-
komumikið, expressíónískt þaklandslag 'sem
hvelfist yfir alla nauðsynlega liluta slíks húss,
allt frá sviðsturnunum upp í áheyrendasali, veit-
ingaskála og anddyri. Operuhús þetta íykur um
listina líkt. og skelin um perluna.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30.NÓVEMBER 1991 7