Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1992, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1992, Qupperneq 2
Grímnismál Á víð og dreif Landnáma og landnámið Landnáma og íslendingabók Ara fróða eru frumheimildir um byggingu landsins. Vand- aðasta útgáfa þeirra rita eru: íslendingabók — Landnámabók I-II. Gefin út af Jakob Benediktssyni (ís- lensk fornrit I-II. Rv. 1968). í formála fjallar útgefandi um gerðir handrita, ritunartíma, heimildagildi og tilgang- inn með ritun verkanna á sínum tíma, skrásetningartíma. Auk þessara heimilda eru aðrar höf- uðheimildir um landnámið frá landn- ámstímunum, rannsóknir minja sem varðveist hafa í jörð. Það sem fundist hefur hingað til af minjum frá þessum tímum, minjum og leifum mannvirkja, staðfestir heimildagildi skráðra heim- ilda, svo langt sem þær ná. Á síðastliðnum áratugum hefur tals- vert borið á því að heimildagildi ritaðra frumheimilda hefur verið dregið í efa. í leitinni að öðrum forsendum landn- ámsins en þar er að fínna, hafa ýmsir höfundar gengið svo langt að telja heimildarritin jafnvel falsrit — unnin í vissum tilgangi. Þeir sem lengst ganga í að vefengja heimildagildið, ieitast við að gera nýja landnámu, þar sem landn- ámssagan fellur inn í (nú úreltar) kenn- ingar um sögulega þróun, en sam- kvæmt þeim fræðum er stéttabaráttan kveikja allrar sögu. Kátlegasta tilraun- in til nýrrar landnámu er að finna í pésa frá Námsgagnastofnun, þar sem þeirri kenningu er hreyft, að einhvers konar „samvinnuhreyfmg kotbænda" í Noregi hafí átt dijúgan hlut að landn- áminu á íslandi á 9. öld. í nýútgefínni íslandssögu Bjöms Þorsteinssonar, aukinni og endurbættri, er tæpt á því að áætlunarferðir hafí verið reknar frá Englandi til íslands, þegar tók að þrengja að áhrifum og völdum nor- rænna manna á Bretlandseyjum. Á sl. ári kom út bók eftir Sveinbjörn Rafnsson sem heitir: Byggðaleifar í Hrafnkelsdal og á Brúardölum. Brot úr byggðasögu íslands. Höfundurinn hefur stundað uppgröft byggðaleifa á þessum slóðum og virðist hneigjast að kenningum um „landnám samvinnu- hreyfíngar norskra kotbænda" sem tæpt er á í upplýsingariti Námsgagna- stofnunar um Iandnámið. Þar örlar á þeirri skoðun, að friðsamir kvikfjár- ræktarbændur hafí numið hér land og síðan hafi landnámsmenn Landnámu kúgað þá undir vald sitt. Höfundurinn gerir lítið úr því gagni sem fyrstu landnámsmenn hér á landi hafí haft af veiðiskap yfírleitt og getur því þess: „En sú staðreynd að á Norðurlöndum voru engin sérhæfð fískiskip á víkinga- tíma, þegar Ísland byggðist, sýnir og sannar að það voru ekki fiskveiðar heldur fyrst og fremst landbúnað- ur... sem menn sóttust eftir ...“ Höfundur gerir lítið úr veiðiskap og telur að hann hafí haft sáralitla þýð- ingu á landnámsárunum, þ.e. fugl, egg, fiskveiði, vatnaveiði, selur og hval- ur hafí í rauninni ekki skipt máli. Þama kemur til kenningin um skort á „sér- hæfðum fískiskipum". Ef þetta er ekki að færa nútíma viðhorf aftur á 9. öld, þá hvað? Höfundurinn lýsir nákvæmlega þeim mannvistarleifum sem fundist hafa við uppgröft á þessum slóðum. Þorvaldur Thoroddsen álítur að rústimar bendi til selja, einnig geta þetta verið þræls- gerði frá tímum þrælahalds hér á landi. Áhuginn fyrir nýrri landnámu virðist mjög tengdur ákveðinni söguspeki, sbr. hér að framan, sem var talsvert stunduð á þessari öld, og ekki síst síð- astliðna hálfa öld hér á landi eða tæp- Iega það. En nú er sú söguspeki um sögulega þróun og sögulega nauðsyn heldur betur hmnin, en þrátt fyrir það streit- ast íslenskir söguspekingar þessarar gerðar enn við að gera fyrstu íslensku sagnaritarana að fölsurum ef ekki bein- um lygurum og heimildarmenn þeirra algjörlega ómerka. SIGURLAUGUR BRYNLEIFSSON I HELGIKVÆÐI egar íslendingar gengu Kristi á hönd og tóku að fagna þeim tíðindum sem gerst höfðu forðum á hæðardragi nokkru vest- anhallt við Jórsali, þá urðu þeir að farga þeim goðum sem forfeður þeirra höfðu dýrkað frá ómunatíð. Niðjar Helga magra norður í Eyjafírði hættu að heita á Þór til sjófara og harðræða, og far- andi menn á borð við Hallfreð vandræðaskáld frá Haukagili í Vatnsdal urðu neyddir til að láta Óðin fyrir róða. Mörgum landa vomm þótti fróðlegt að kynnast Jóhannesi skáldi sem orti bæði Himnasýn (sumir Islendingar kalla ritið raunar Opinberun Jóhannesar, svo að Danir styggist síður við) og ódauðlegt guð- spjall: „I upphafi var orð“. Hér er ekki verið að krota á jökul í sólskini; orð guðspjalla- skálds standa enn óhögguð að heita má, jafn- vel þótt ákveðnum greini hafí nú verið skeytt aftan við, til útþynningar: „í upphafi var Orðið“, stendur í þeirri miklu bók sem kölluð var Heilög ritning eða Biblía í æsku minni, en er nú kölluð Biblían, enda em menn orðn- ir miklu örlátari á ákveðinn greini en áður tíðkaðist; þegar ég var ungur nennti kristið fólk ekki að nota slíka bending nema mikið lægi við. Nú hafa fróðir menn velt því fyrir sér hveij- um skræðum þjóðin myndi halda til haga ef ráðendur hennar við Austurvöll eða að Lög- bergi samþykktu einn bjartan sumardag að hún skyldi segja skilið við Krist og sverjast einhveijum nýjum guðum frá Kóreu eða Bandaríkjunum. Þá yrðu allir landar að leggja ný fræði á minnið og þylja glefsur úr þeim hvem þann dag sem rynni yfir ból og byggð; þröngsýnir unnendur slíkra kennisetninga myndu vafalaust vilja hijóða svo hugskot manna að kristinn skáldskapur hyrfí með öllu úr vitund þjóðarinnar. Þeir kynnu að tæma hvert bókasafn að Sólarljóðum, Lilju og Passíusálmum. Og hvað myndi verða af heiðnum skáldskap þjóðarinnar undir harðri siðvæðingu hins nýja siðar? Hvernig sem málin yltu, þá myndu fylgjendur hans tæp- lega reynast jafn fijálslyndir og þeir forfeður okkar á elleftu öld sem tímdu ekki að lóga góðum skáldskap úr fomum sið, þótt kristni- boðar hafi vafalaust kostað kapps um að for- dæma hann. í helgiljóðum má oft greina sundurleit við- horf og verðmæti, svo sem trú, ást, ákall, bæn, aðdáun, tign, einlægni, siðgæði, líkn, sannleika; einnig fróðleik um fjarlæga guði og þann heim sem þeir byggðu og höfðu raun- ar skapað endur fyrir löngu þegar ekkert skárra var fyrir stafni. Þó getur öllum þessum sundurleitu atriðum verið svo haglega slungið saman í góðum kveðskap að örðugt reynist að skilja eitt frá öðru. Nú er það alkunna að þeir lesendur slíkra ljóða sem rækja annan guð eða engan njóta þeirra með öðrum hætti en dýrkendur þess guðs sem ljóðin vom helg- uð í upphafi. Enn þykir mörgum ljúft að lesa fomar Maríuvísur, þótt nú sé langt um liðið síðan snauðir kotkarlar norðan Tvídægru hættu að hafa elsku á hinni suðrænu mey. Hitt hefur fáum dulist að þau kvæði sem eru nógu vel úr garði gerð til að þola hvað sem yfír dynur, jafnvel þau fádæmi að lenda und- ir hrömmum á heiðingjum og trúleysingjum, hljóta að vera sígild í fyllstu merkingu orðs- ins. Góður skáldskapur sigrar allt. Tvennt virðist einkum hafa stuðlað að lang- lífi þeirra fomu kvæða sem annaðhvort bár- ust hingað með landnámsmönnum frá Noregi ella þá voru ort af niðjum þeirra hérlendis fyrir siðahvörfin um árið 1000. í fyrsta lagi var það fróðleikurinn; þótt menn hefðu lært kristna kreddu, svo sem faðirvorið og Maríu- bænir, en á hinn bóginn týnt þeim kenningum sem Oðni voru eignaðar meðan hann var ör- uggasti fulltrúi þjóðarinnar, þá tímdu menn ekki að kasta á glæ ýmiss konar vitneskju um athafnir goða, heimkynni þeirra og örlög. Og í öðru lagi býr svo mikil fegurð í ýmsum fomkvæðum að þeir sem unnu móðurmáli sínu hugástum þóttust ekki geta án þeirra verið. Hvomtveggja bendir í þá átt að vér eigum það einkum skáldum að þakka hve mikið af heiðnum kveðskap lifði nógu lengi í minni manna til að komast á bókfell í tæka tíð og sleppa þannig undan þeim áróðri sem kristniboðar ráku á fyrri hluta elleftu aldar gegn Óðni og kumpánum hans. Eftir HERMANN PÁLSSON II Hrauðungar Kvæðið Grímnismál prýðir frægustu ljóða- bók þjóðarinnar, forna skræðu sem menn hafa löngum kallað Eddu eftir óðfræði Snor- ra Sturlusonar og kennt við Sæmund prest Sigfússon í Odda (1056-1133). Um það er haglega hreiðrað í stuttri en magnaðri frá- sögn af Hrauðungum, sem munu ekki vera kunnir af öðrum letrum okkar, og þó er Hrauðungur gamalt jötunsheiti. Hrauðunga þáttur gerist í Mannheimum og raunar Grímnismál einnig, jafnvel þótt kvæðið ijalli um Ásgarð. í þættinum og kvæð- inu birtist Óðinn dulbúinn, eins og honum var löngum títt. Svo hagaði til að Hrauðungur konungur átti tvo syni, Agnar og Geirröð; þeir réru út á sjó með dorgar sínar að smá- físki, en vindur rak þá á haf út og upp að ókunnri strönd; þeir dvöldust þar vetrarlangt í koti einu; kerling fóstraði Ágnar en bóndi hennar Geirröð. Að vori fékk karl þeim skip og gaf fóstra sínum þau ráð sem dugðu til þess að hann var tekinn til konungs en Agn- ar bróðir hans hraktist í annað sinn á haf út. Karl og kerling voru raunar Óðinn og Frigg, og þegar Óðinn státar af því við kellu sína að Agnar fóstri hennar ali börn við trölls- kessu í helli en Geirröður fóstri sinn sitji að ríkjum, þá lýgur Frigg því að Óðni að Geirröð- ur sé matníðingur, en fáir glæpir þóttu öllu verri í fymdinni en að tíma ekki að gefa fólki fæðslu. Þau hjónin veðja um þetta, og í því skyni að tryggja sigur í málinu þá sendir Frigg eskimey sína til Geirröðar konungs með þeim varnaðarorðum að fjölkunnugur maður sé kominn á land hans „og sagði það mark á að engi hundur var svo ólmur að á hann mundi hlaupa. En það var hinn mesti hégómi að Geirröður væri eigi matgóður, og þó lét hann handtaka þann mann er eigi vildu hund- ar á ráða. Sá var í feldi bláum og nefndist Grímnir og sagði ekki fleira frá sér þótt hann væri að spurður. Konungur lét pína hann til sagna og setja milli elda tveggja og sat hann þar átta nætur.“ Tíu vetra gamall sonur Geir- röðar líknaði Grímni og gaf honum fullt hom að drekka. Grímnir skipar heitum eldi að halda sig í skefjum og þakkar snáða fyrir ljúfan beina: „Eins drykkjar/ þú skalt al- dregi/ betri gjöld geta,“ segir hið örmagna skáld sem er raunar guð heima hjá sér í Ásgarði, enda fer svo að konungur fær mak- leg málagjöld áður en kvæði þrýtur og piltur verður konungur að honum látnum. m Úr Átthögum Óðins Óðinn hefur naumast yppt þökkum fyrir svaladrykk áður en hann vindur sér að efni Grímnismála: þau eru átthagakvæði um heim- kynni Óðins sjálfs, þá þekku staði sem eiga sér hvergi sína líka, og hina víðfrægu Æsi sem byggja þar með miklum glæsibrag. Fyrsta lýsingin úr Ásgarði hefst á þessa lund: Land er heilagt er eg liggja sé isum og álfum nær. Þessar ljóðlínur kunnu að vera upphaf kvæðis, en í þeim birtast tvö mikilvæg atr- iði; annars vegar sýn skáldsins (sé eg) og hins vegar helgi Ásgarðs; hér er um heilagt land að ræða. En þegar Grímnismál voru tengd Hrauðunga þætti var þrem erindum sem varða þá Geirröð, Agnar unga og Óðin skeytt framan við. Svipað átti sér stað í lok kvæðisins, þegar skáldið minnir Geirröð á hve miklu hann sé hnugginn með því að týna hylli Óðins, áður en hann birtir fyrir bráðfeig- um Geirröði hvem hann hafði látið pína. Fyrstu ömefnin sem Óðinn nefnireru Þrúð- heimur Þórs, Ýdalir Ullar og sá Álfheimur sem goðin gáfu Frey að tannfé forðum. Á bænum Valaskjálf hafa hin blíðu goð þakið salinn með silfri. Síðan kemur Sökkvabekkur þar sem svalar öldur glymja yfir húsum á hafsbotni, Þar þau Óðinn og Sága drekka um alla daga glöð úr gullnum kerum. Óðinn er lítt hneigður til bindindis, þótt enginn sé hann matmaður: „En við vín eitt/ vopngöfugur/ Óðinn æ lifir.“ Aðalból Óðins heitir þó Valhöll, en hún stendur gullbjört í Glaðheimi. Á þessum heiða, angurlausa stað kýs Óðinn sér vopndauða menn, þá vígfímu garpa sem hljóta þann frama að kallast ein- heijar og munu beijast með ginnhelgum goð- um í ragnarökum. Bústaður Óðins er mjög auðkenndur þeim sem sækja hann heim: vargur hangir fyrir vestan dyr og drúpir öm yfir. Hér eins og jafnan að fornu merkti vargur „úlf“, en úlfar og emir eru hrædýr sem sækja mjög á blóðvelli eftir orrustu. Síðar í kvæðinu Myndlýsingar á steini, sem fannst á Gotlandi. Sólartáknið efst er talið tengj- ast Oðni, en tréð sem gefið er til kynna neðar, gæti verið askurinn Yggdrasill. er vikið kurteislega að Gera og Freka, úlfum Óðins sem hann gefur ærið að éta, þótt hann nærist sjálfur á engu nema víni, en hrafnar hans Hugin og Munin fljúga um heiminn þveran og endilangan í njósna skyni. Og þeg- ar kemur inn í Valhöll, er heldur en ekki víg- legt um að litast: höllin er reft með spjótssk- öftum, salurinn þakinn skjöldum og brynjum stráð um bekki. Úti fyrir Valhöllustendur Valgrind „heilög fyrir helgum dyrum“. Hún er ævaforn, en fáir vita með hveiju móti henni er læst. í helgiritum _er jafnan mikið um leynda eða dulda hluti. Á Valhöllu sjálfri eru sex hundruð dyr, og í ragnarökum ganga 800 Einheijar samtímis út um hveijar dyr til að beijast við Fenrisúlf. Bústaður Baldurs heitir á Breiðablikum, og þar er allt miklu blíðlegra en í Valhöll. Heimdallur ræður yfir véum (heilögum stöð- um) á Himir.björgum og gefur sér þó tóm til að njóta lífsins, þótt hann sé ekki vín-maður á borð við Óðin: þar vörður goða drekkur í væru ranni glaður hinn góða mjöð. Freyja ræður fyrir Fólkvangi, og það hefur löngum komið mjög á óvart síðan fólk fór að ryðga í heiðnum fræðum hvernig á því stendur að hún kýs sér hálfan val, svo að Óðinn verður að láta sér nægja helming þeirra sem felldir eru í orrustum. Forseti byggir þann stað sem heitir Glitnir; þar eru hús silfri þakin og gulli stutt. Hann má teljast and- stæða Oðins; í stað þess að etja mönnum saman, svo að sem flestir fallnir menn komi til Valhallar, þá svæfír Forseti allar sakir, Njörður í Nóatúnum er „meins vani“, sem merkir það sem nú er kallað „syndlaus", jafn- vel þótt norrænir menn væru ekki farnir að kynnast syndinni þegar Grímnismál voru kveðin. Njörður ræður yfir hátimbruðum hörgi. Land Víðars Óðinssonar vex hrísi og háu grasi, rétt eins og sá vegur í Hávamálum sem ekkert (eða enginn maður) treður. I Ásgarði iðar allt af lífi, en ýmsu er þó hætt. Þar er geitin Heiðrún sem stendur upp á Valhöll; úr spenum hennar rennur skír mjöður sem aldrei þrýtur. Hjörturinn Eikþym- ir stendur einnig á höllu Öðins. Af hornum hans drýpur ofan í Hvargelmi, sem er upp- spretta fjölmargra vatna og fljóta. Heimstréð askur Yggdrasils stendur á þrem rótum: „Hel býr undir einni, annarri hrímþursar, þriðju mennskir menn.“ Askurinn drýgir meira erf- iði en menn viti: hjörtur bítur hann ofanverð- an, og drekinn Níðhöggur skerðir hann að neðan; fjölmargir ormar liggja undir askinum og lýjajimar hans. Þegar líða tekur á kvæð- ið fer Óðinn að þylja heitin á sjálfum sér, en hann hét furðu mörgum nöfnum, enda var hann riðinn við ýmsa hluti. Óðinsheitin eru merkilegur vitnisburður um ramma heiðni, og verður ekki annað sagt en að það sé kristn- um fornskáldum okkar t'il mikils lofs hve annt þau létu sér um að minnast þeirra, löngu eftir að Óðinn hafði týnt þeirri helgi og lotn- ingu sem honum bar fram að siðahvörfum um aldamótin 1000. Grímnismál eru eitt af þeim heilögu ljóðum sem fólki þykir gaman að kynnast, jafnvel þótt nú sé langt um liðið síðan þau voru sungin í fyrsta sinn. Höfundur er fyrrverandi prófessor við Edinborg- arháskóla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.