Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1992, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1992, Blaðsíða 4
„Laglega Hallgrím- ur kappanum brá" H EftirKJARTAN BERGMANN GUÐJÓNSSON allgrímur Benediktsson var fæddur 20. júlí 1885 á Vatnsdalseyri við Seyðisfjörð, sonur Benedikts smiðs og bónda á Refsstað og Rjúpnafelli í Vopnafirði, sem var sonur hins kunna glímumanns séra Jóns Þorsteinssonar í Reykjahlíð, en móðir hans var seinni kona Benedikts Guðrún Björnsdðttir bónda á Stuðl- um í Norðfirði Þorleifssonar. Hallgrimur ólst upp á Dvergasteini hjá séra Birni Þorlákssyni, en þeir voru bræðra- synir. Á þeim tíma var mikið glímt á Austurlandi svo að Hallgrímur fór snemma af æfa ís- lensku glímuna. Gert mun hafa verið ráð fyrir að Hallgrím- ur Benediktsson yrði bóndi. Fór hann átján ára gamall suður að Rauðará við Reykjavík og stundaði garðyrkju hjá Einari Helgasyni í Gróðrarstöðinni. Einnig fór hann að læra smíðar. Um tvítugt sneri hann sér að verslunar- námi og stundaði nám í Verslunarskólanum í Reykjavík 1905-1906. Póstmaður í Reykja- vík 1906-1907. Að skðlanáminu loknu lagði Hallgrímur stund á verslunarstörf og stofnaði eigið verslunarfyrirtæki 1911, umboðs- og heild- verslunina H. Benediktsson hf. Samtímis því sem Hallgrímur Benediktsson hóf skólanámið, eða upp úr 1906, mun hann hafa gengið í Glímufélagið Ármann, og mun þá hafa verið búinn að stunda glímuæfingar um nokkur ár hjá Guðmundi Þorbjörnssyni Borgfirðingi, sem var ágætur glímumaður og kennari og var að hugsa um stofnun glímufé- lags, en gekk í Ármann 1906 ásamt nemend- um sínum. Varð Hallgrímur síðan einn af bestu glímumonnum landsins um langt árabil. Hallgrímur Benediktsson var kjörinn for- maður Glímufélagsins Ármanns í ársbyrjun 1907 og var það til 1914. Hann fékk sam- þykkt á fundi 1907 að félagsmenn í Ármanni skuli hafa fastan glímubúning á opinberum glímusýningum. Hallgrímur lagði fram tillögu að glímubúningi. Það var í beinu framhaldi af tillögu Hall- gríms og ákvörðunúm, að gengist var fyrir gagngerðri fegrun á glímubúnaði og að geng- ið var frá sérstöku glímubelti sem passaði við glímubúninginn og glímutökin, en glímu- belti hafði ekki áður tíðkast í glímu. Þeir glímumenn sem sérstaklega gengu til liðs við Hallgrím í sambandi við glímubúning- inn voru þeir Guðmundur Þorbjarnarson, fæddur 14. september 1878 á Akranesi. Hann var glímukennari í Ármanni frá 1906-1908 og ágætur glímumaður, og stóð að gerð glímubúningsins ásamt Jónatan Þorsteins- syni, sem var glímumaður ágætur, fæddur á Arnarhóli í Gaulverjabæjarhreppi 14. maí 1880, sem m.a. úthugsaði frágang á glímu- beltinu. Hann var lærður söðlasmiður. Konungsglíman fór í hönd og hátíð á Þing- völlum; þar var ráðin glíma fyrir konunginn sjálfan, Friðrik áttunda. Konungsglíman á Þingvöllum 2. ágúst 1907 er fyrsta meiri háttar glíman, þar sem glímt var í hinum nýja glímubúningi. Konungsglímumenn glímdu fyrstir í prjónuðum samfestingi, lista- brókum og svariri mittisskýlu með strigaskó á fótum, girtir glímubelti. Ég minnist Hallgríms Benediktssonar sem einhvers mesta glæsimennis og prúðmennis, sem ég hef komist í kynni við. Frá bernsku er mér í fersku minni sá ljómi, sem lagði af nafni hans, þessa íþróttakappa, sem margan unglinginn langaði til að líkjast að atgervi og drengskap. Um Hallgrím hefur það verið sagt, að snemma hafí borið á honum sem glímu- manni, og fór orðstír hans vaxandi ár frá ári. Vakti hann ekki síst eftirtekt vegna þess, hve öll framkoma hans var prúðmannleg og glæsileg, enda vann hann brátt hylli ekki síð- ur viðfangsmanna sinna en áhorfenda eftir að hann fór að koma opinberlega fram sem glímumaður, en það gerði hann þar til 1912, en þá stóð hann á tindi frægðar sinnar. En frægastur mun Hallgrímur hafa orðið eftir Þingvallaglímuna 1907, þar sem hann sigraði. Þessi fræga glíma fór fram í viður- vist konungsins', Friðriks áttunda, ríkisþing- manna og fjölmennis víðvegar að af landinu. Vafalaust hefur engin glíma hér á landi verið sótt með jafnmiklum „spenningi" eins og þessi glíma. Var það ekki síst vegna um- mæla þáverandi glímukappa íslands, Jóhann- Hallgrímur Benediktsson varð þjóðkunnur athafnamaður og stýrði fyrirtæki, sem enn ber nafn hans. Um tíma átti hann sæti á Alþingi, í bæjarstjórn Reykjavíkur og hann var í stjórnum ýmissa stórfyrirtækja og þar að auki um tíma í stjórn íþróttasambands íslands. En hér er Hallgríms minnst sem afburða glímusnillings, svo sem hann var á yngri árum. Frægasti sigur hans var yfir Jóhannesi Jósefssyni í konungsglímunni á Þingvöllum 1907. esar Jósefssonar, er hafði strengt þess heit að halda þar velli, hverjum sem væri að mæta, ella lítilmenni heita. Þótti sumum þau ummæli nokkuð digurbarkaleg, en héldu þó, að hann myndi geta staðið við þau, þar sem hann hafði fáum mánuðum áður unnið fræg- an sigur í íslandsglímunni á Akureyri. Á Þingvöllum var efnt til mikillar glímu- keppni eins og ákveðið hafði verið, og voru þátttakendur 8, hér taldir eftir stafrófsröð: 1. Árni Helgason, skipasmiður og kunnur glímumaður. 2. Guðbrandur Magnússon, prentari, kunnur glímumaður og félagsmálamaður. 3. Guðmundur S. Hofdal, kunnur glímu- kennari og ólympíufari 1908. 4. Guðmundur A. Stefánsson, glímukappi íslands 1908. 5. Hallgrimur Benediktsson, glímukappi, síðar stórkaupmaður og m.a. alþingismaður. 6. Jóhannes Jósefsson, glímukappi íslands 1907 og 1908. 7. Sigurjón Pétursson, glímukappi íslands 1910-1913. 8. Snorri Einarsson, vann við trésmíði. Bráðlipur glímumaður. Fór til Ameríku 1911. Glíman hófst 2. ágúst kl. 4. Glímt var á stórum palli er reistur var á völlunum skammt frá Valhöll. Kringum pallinn voru fánastreng- ur og lyngfléttur á milli, en í brekkunni fyrir ofan var ágæt útsýn fyrir fjölda manns yfir glímupallinn. Konungi, ráðherrum og mörg- um öðrum gestum og alþingismönnum voru ætluð sæti inni á pallinum kringum glímuflöt- inn, en hann var afmarkaður á miðjum palli og þar klætt með dúk. Glímurnar fóru ágæt- lega fram og voru hin besta skemmtun. Sýni- legt var, að bæði konungi og mörgum gest- anna þótti mjög gaman að horfa á þær. Glímu- stjóri var Axel Túlinius sýslumaður, sem síð- ar varð fyrsti forseti íþróttasambands ís- lands. Glímudómendur. voru þrír alþingis- menn: séra Árni Jónsson á Skútustöðum, Jón Jónsson frá Múla og Hermann Jónasson frá Þingeyrum. Var þrennum verðlaunum heitið: 100 kr., 50 kr. og 25 kr. Glímuúrslit Glíman fór þannig að sigursælastur var Hallgrímur Benediktsson; féll hann einu sinni fyrir Guðmundi A. Stefánssyni. Guðmundur féll fyrir Jóhannesi og í úrslitaglímu fyrir Hallgrími. Jóhannes hlaut tvær byltur, féll fyrir Hallgrími og Sigurjóni Péturssyni. Sigur- jón Pétursson hlaut einnig tvær byltur, féll fyrir Hallgrími og Guðmundi A. Stefánssyni, en í glímu um þriðju verðlaun féll Sigurjón fyrir Jóhannesi. 1. Hallgrímur Benediktsson 6+1 v. 2. Guðm. A. Stefánsson 6+0 v. 3. Jóhannes Jósefsson 5+1 v. 4. Sigurjón Pétursson 5+0 v. Um vinningsröð annarra keppenda er mér ekki kunnugt, en þykir þó líklegast að Guðmundur Sigurjónsson Hofdal, Mývetning- ur, hafi orðið í fímmta sætinu. Allir þóttu glímumennirnir glíma vel og vasklega, enda bráðliprir glímumenn og mikl- ir glímukappar. Eftir að glíman hófst tóku áhorfendur að hrópa eggjunarorð til glímumannanna og láta ánægju sína í ljós ef vel var varist eða fal- lega sótt til sigurs. Það dró heldur ekki úr spenningi glímunn- ar að heyra hve mannsöfnuðurinn í kringum pallinn var áhugasamur og áfjáður í að fá að vita, hver sá og sá væri af glímumönnun- um sem væru að glíma. „Hver er sá sem þarna glímir?" „Þetta er hann Jóhannes glímukappi. Þetta er hann Hallgrímur .. . Sigurjón ... Guðmundur. .. og þessi bráðfimi þarna hann Snorri Einars- son" o.s.frv. Og nú kallar Tulinius sýslumaður, sem glímunni stýrði, þá Jóhannes og Sigurjón fram til glímu, þeir glíma létt og liðlega og skiptir þó ekki mörgum togum áður en Jóhannes laut að velli. Dundu þá við fagnaðaróp mikil hjá áhorfendum. Svo glímdu þeir Jóhannes og Guðmundur Stefánsson og féll Guðmundur. Síðan glímdu þeir Hallgrímur og Jóhannes og var nú hljóð meðan stóð á þeirri glímu. Féll Jóhannes fyrir Hallgrími og glumdu þá við dynjandi fagnaðaróp. I annað sinn glímdu þeir Sigurjón og Jóhannes (um 3. verðlaun), en þá féll Sigurjón. Blaðið ísafold segir m.a. um glímuna: Hallgrímur Benediktsson með verðlaunagrip, sem hann fékk fyrir íslenzka glímu á Ólympíuleikunum 1908. Uppúr aldamótunum 1900 fluttist til Reykjavíkur Borgfirðingurinn Guðmund- ur Þorbjörnsson, sem var ágætur glímumaður og glímukennari og áhugamaður um framgang íslenzkrar glímu. Hann safnaði til sín ungum glímumönnum og hóf glímukennslu og til hans mun Hallgrimur hafa leitað til glímuæfinga. Þegar Guðmundur Þorbjörnsson gekk til liðs við GIímufélagiðArmann 1906, þá munu þeir sem hjá honum höfðuæft, éinnig hafa gengið í Ármann, því Guðmundur gerðist þar glímukennari. I þeim hópi mun Hallgrímur hafa verið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.