Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1992, Side 5
íslendingarnir sem sýndu glimu á Ólympíuleikunum í London 1908. Frá vinstri:
Jóhannes Jósefsson (í forníslenzkum viðhafnarbúningi), Hallgrímur Benedikts-
son, Guðmundur Sigurjónsson, Siguijón Pétursson, Páll Guttormsson, Jón Páls-
son og Pétur Sigfússon.
íslenzkir glímumenn á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi 1912. Frá vinstri: Jón
Halldórsson, Axel Kristjánsson, Kári Arngrímsson, Hallgrímur Benediktsson,
Halldór Hansen, Siguijón Pétursson, Magnús Tómasson (Kjaran), og Guðmundur
Kr. Guðmundsson.
„Óhætt er að segja, að glímumennirnir
gerðu þjóðinni sóma með frammistöðu sinni
allri. Þeir komu prúðmannlega fram, þeir
höfðu aflað sér smekkvíslegs og hentugs
glímubúnings og þeir glímdu sumir af svo
mikilli list og mjúklega, að unun var á að
horfa.“
Að glímunum loknum gekk konungur til
glímumanna og heilsaði þeim og síðan voru
þeir þrír, sem verðlaun unnu, leiddir fram á
miðjan pallinn, og kváðu þá við húrrahróp frá
áhorfendum, en Hallgrímur Benediktsson var
krýndur lárviðarsveig og borinn hátt af fjórum
mönnum sem sigurvegari burt af sviðinu.
Mikil eftirvænting hafði ríkt um úrslit
konungsglímunnar, og orkaði það mikið á
heitstrenging Jóhannesar og svo hitt, hvort
Sunnlendingamir stæðu i glímukappa þeirra
Norðlendinganna. Var því fögnuður Sunn-
lendinga mikill, þegar Jóhannes var að velli
lagður eins og kemur fram í eftirfarandi erindi
Jónasar Jónssonar (Mána):
Gengu menn saman og glímdu inn’ í hring,
grundimar skulfu og hraunin í kring,
Jóhannes flatur í lynginu lá,
laglega Hallgrimur kappanum brá.
Hallgrímur Benediktsson var afar mikill
kunnáttumaður í íslenskri glímu. Glímubrögð
hans voru frábærlega vel tekin og einnig
glímuvarnirnar. Skilningur hans á eðli glím-
unnar var einstakur og kunnátta frábær.
Þetta glímubragð sem hér er sýnt á mynd,
hælkrókur á lofti innanfótar hægri á hægri
fót tekið upp úr hægri fótar klofbragði, sýnir
slíkan glæsileik á töku glímubragðs að slíkt
er fátítt.
í Ármannsglímu sem haldin var 17. apríl
1906 í Bárubúð voru keppendur 30 og hlaut
Hallgrímur Benediktsson þar 1. verðlaun, Jón
Helgason, Akureyri, 2. verðlaun og Jónatan
Þorsteinsson 3. verðlaun.
í fyrstu Skjaldarglímu Glímufélagsins Ár-
manns sigraði Hallgrímur Benediktsson.
Glíma þessi var háð 1. apríl 1908, og voru
þátttakendur 12 og lagði Hallgrímur þá alla,
en þeirra á meðal voru Siguijón Pétursson,
Guðmundur A. Stefánsson og Jónatan Þor-
stejnsson.
í Skjaldarglímu Ármanns 1909 sigraði
Hallgrímur einnig, en óhætt mun vera að
telja þessa Skjaldarglímu eina hins veiga-
mestu glímu, sem háð hefur verið í Reykjavík.
Fer hér á eftir lýsing á glímunni, eins og
segir í gjörðabók félagsins:
„Skjaldarglíman var háð 1. febrúar í Iðnó,
húsið var troðfullt. Óhætt mun vera að telja
hana hina veigamestu kappglímu, er háð hef-
ur verið í Reykjavík. Hvað úrslit snertir er
hún sérstök í sinni röð, og munu þau trauðla
fymast í minnum þeirra, er á horfðu. Þegar
fyrsta umgang var lokið, stóðu þeir jafnir að
vinningum þessir þrír: Hallgrímur, Siguijón
og Guðmundur A. Stefánsson, höfðu hlotið
eina byltu hver. Þá runnu þeir saman á ný,
og sú keppni endaði á sama veg. Nú fór að
vandast málið. Áhorfendur urðu næsta
spenntir fyrir úrslitum og kvað þétt við lof í
lófa þeirra. Eftir litla hvíld var hafinn annar
umgangur milli þessara þriggja. Var nú víga-
móður næsta mikill — ekki einasta í köppun-
um r- gamlir karlar, sem minnti, að þeir fyr-
ir mannsaldri hefðu verið glímumenn, skulfu
eins og strá, og ungu stúlkumar máttu ekki
sætum halda. Enn fór sem fyrr. Sigutjón lagði
Hallgrím, — Hallgrímur lagði Guðmund
Stefánsson og Guðmundur Stefánsson lagði
Siguijón. Nú varð engin hvild, nú varð til
skarar að skríða, þótt lúnir væru. Var nú
sóknin öll skarpari en í hinum fyrri glímum
og mátti nú ekki á milli sjá. Urslitin urðu
þó von bráðar og greinileg, og allra dómur
var sá, að Hallgrímur hefði vel til skjaldarins
unnið.“
Hallgrímur var einn af sjö þátttakendum
í Ólympíuförinni til London 1908. í Lundúnum
sýndu þeir íslenska glímu daginn áður en
Ólympíuleikamir hófust. Þann dag var hátíð
Hallgrímur Benediktsson eftir sigur í
skjaldarglímu Armanns 1908. Hér hafa
verið teknir í burtu hankarnir á glímu-
beltinu, sem verið höfðu árið áður í
konungsglímunni á ÞmgvöUum.
mikil á leikvanginum, og fóru þar fram margs
konar íþróttir. Islenska glíman vakti þar hina
mestu eftirtekt meðal íþróttamanna og áhorf-
enda.
Meðan á Ólympíuleikunum stóð, urðu glím-
umennirnir að halda kyrru fyrir í Lundúnum,
því síðasta leikdaginn áttu þeir að sýna glím-
una aftur. Stjórnandi leikhússins „Ólympía“
fékk þá til þess að sýna glímu í leikhúsinu,
og tóku þeir því boði með ánægju. Glímdu
þeir svo í leikhúsi þessu tvisvar á hverju kvöldi
í heila viku og buðu áhorfendum til leiks.
Urðu ýmsir til þess að reyna sig og skora á þá
í glímu, en enginn gat staðið þeim snúning,
og þótti mörgum nafnkunnum fangbragða-
kappa súrt í broti að verða að detta á svip-
stundu og skilja ekkert í þeim glímubrögðum,
sem beitt var. Hef ég það fyrir satt, að Hall-
grímur hafi oftlega — þegar óárennilegt þótti
að mæta einhveijum beljakanum — verið
sendur fram á sviðið, og hafí hann þá ætíð
sigrað.
Árið 1912 fóru glímumenn á Ólympíuleik-
ana í Stokkhólmi. Undirbúningurinn undir þá
leiki var eitt aðaltilefnið til þess, að ÍSÍ var
stofnað 28. janúar 1912. Það stóð ekki held-
ur á því, að stjórn Sambandsins tæki það
mál föstum tökum. Varð það eitthvert fyrsta
verk hennar að undirbúa för íþróttamanna
til Stokkhólms. Einkum var það íslenska glí-
man, sem menn hugðust sýna öðrum þjóðum,
Þessir þrír glímumenn settu svip sinn
á öll glímumót um það leyti sem fyrstu
skjaldarglímurnar fóru fram. Frá
vinstri: GuðmundurA. Stefánsson, Hall-
grímur Benediktsson og Siguijón Pét-
ursson á Alafossi.
Hælkrókur á lofti, hægri á hægri, tek-
inn upp úr byijun á hægri fótar klof-
bragði. Þetta var eitt af uppáhalds
glímubrögðum Hallgríms og með þessu
bragði lagði hann Jóhannes Jósefsson
í Konungsglímunni á ÞingvöIIum 1907.
enda stóð hún þá í miklum blóma.
Voru til fararinnar kjörnir flestir bestu
glímumenn, sem þá var völ á hér á landi:
Axel Kristjánsson, Guðmundur Kr. Guð-
mundsson, Halldór Hansen, Hallgrímur Bene-
diktsson, Kári Arngrímsson, Magnús Tómas-
son (síðar Kjaran) og Sigutjón Pétursson,
foringi fararinnar. Þá fór og með glímumönn-
unum Jón Halldórsson, er skyldi keppa í
spretthlaupum. Auk þess sem Siguijón Pét-
ursson var í íslenska glímuflokknum, hugðist
hann einnig taka þátt í grísk-rómverskri
glímu.
Að því er íslensku glímuna varðar mun
óhætt að fullyrða, að sjaldan hafi hún verið
betur eða rækilegar kynnt erlendis en í þetta
sinn. Hinn 7. júlí var glímusýning á Ólympíu-
leikvanginum, er vakti mikla hrifningu áhorf-
enda. Blöð birtu ítarlegar frásagnir af glím-
unni og myndir af glímumönnunum. Þá
glímdu íslendingar einnig sérstaklega fyrir
Alþjóða-Ólympíunefndarmenn, er dæmdu
glímuna mikla íþrótt og fagra. Ýmsir kunnir
íþróttafrömuðir létu í ljós hrifningu sína af
glímunni.
Það var íslendingum mikið kappsmál að
fá íslenska glímu viðurkennda sem eina af
keppnisíþróttum Ólympíuleikanna. í því skyni
gáfu íslendingar í Danmörku stóran og vand-
aðan silfurbikar, sem þeir ætluðust til að
keppt yrði um á hveijum Ólympíuleikum, og
skyldi sigurvegarinn í íslenskri glímu hljóta
gripinn.
Glíman um bikar þennan fór fram á Ólymp-
íuleikvanginum síðasta dag leikanna. Var
glímumönnum sem áður ákaft fagnað af þús-
undum áhorfenda er fylgdust með glímunni
af miklum áhuga. Úrslit urðu þau, að Hall-
grímur Benediktsson bar sigur af hólmi og
hlaut bikarinn. Næstur honum varð Siguijón
Pétursson. Er úrslit voru tilkynnt, kvað við
lófaklapp úr öllum áttum, og þegar glímu-
kappamir hurfu af leikvanginum, ætlaði fagn-
aðarlátunum aldrei að linna. — Eftir Stokk-
hólmsleikana hefur aldrei verið keppt um
glímubikarinn, og er hann enn í vörslu Al-
þjóða-Ólympíunefndarinnar í Lausanne í
Sviss.
Eins og að líkum lætur tók Hallgrímur
Benediktsson þátt í fjölmörgum kappglímum
og sýningarglímum öðrum en hér hefur verið
drepið á. En þetta læt ég nægja til að sýna
glímuhæfni hans.
Hallgrímur Benediktsson var afburða
glímumaður, hvort heldur var til sóknar eða
varnar. Helsta glímubragð hans mun hafa
verið klofbragð og hælkrókur á lofti, annars
var hann hinn fjölbrögðóttasti og sannur
kunnáttumaður í glímu. Auk glímunnar iðk-
aði Hallgrímur bæði fímleika og sund.
Aldamótakynslóðin var borin til mikilla
athafna. Það var gæfa íslands, að í dagrenn-
ing íslenskrar endurreisnar komu margir
vaskir menn fram á athafnasviðið, einbeittir
í þeim ásetningi að vinna þjóð sinni sem allra
mest til gagns og sóma. Einn þeirra var
Hallgrímur Benediktsson. Þegar Hallgrímur
hóf sjálfstæðan verslunarrekstur var inn-
flutningsverslunin ennþá að allverulegu leyti
í erlendum höndum. Margs konar erfiðleika
var við að etja fyrir þá íslendinga sem tóku
upp baráttuna fyrir því að færa verslunina
inn í landið. En fyrirtæki Hallgríms Bene-
diktssonar sigraðist á þeim, færði út kvíarnar
og vann sér traust og álit.
Hallgrímur Benediktsson tók mikinn þátt
í félagsmálum og gegndi fjölmörgum opinber-
um trúnaðarstörfum. Hann átti sæti í stjórn
íþróttasambands íslands um skeið. Hann var
formaður Verslunarráðs um fjölmörg ár. Þá
sat hann í áratugi í stjóm yinnuveitendafé-
lags íslands, Eimskipafélags íslands og Sjóvá-
tryggingafélags Islands. í bæjarstjórn
Reykjavíkur átti Hallgrímur Benediktsson
sæti í allmörg ár, og var forseti bæjarstjórn-
ar um skeið. Á Alþingi átti hann sæti árin
1945-1949.
Hallgrímur Benediktsson var einn af höf-
undum Glímubókarinnar sem út kom árið
1916 og er hið merkasta rit um íslenska glímu.
Hallgrímur Benediktsson ávann sér þegar
á unga aldri sérstakt traust með framkomu
sinni. Hann naut sérstakrar mannhylli.
Hallgrímur Benediktsson var hár maður
vexti, grannur, beinvaxinn og vel limaður.
Hann var fríður sýnum og drengilegur í allri
framkomu, orðheldinn og heiðarlegur.
Hallgrímur Benediktsson kvæntist 6. júlí
1918 Áslaugu Geirsdóttur Zöega rektors í
Reykjavík. Þau áttu fjögur börn, eina dóttur
og þijá sonu. Einn soninn misstu þau hjónin
komungan. Hin börnin voru Ingileif, Björn,
forstjóri H. Benediktssonar hf., og Geir, hæst-
aréttarlögmaður, borgarstjóri í Reykjavík og
forsætisráðherra.
Hallgrímur Benediktsson starfaði jafnan
af mikilli ósérplægni, alúð og velvild að hveiju
sem hann gekk, og af yfirlætislausum glæsi-
brag. Góðgirni hans og drengskapur voru
honum öruggur leiðarvísir.
Hallgrímur Benediktsson lést 26. febrúar
1954 á 69. aldursári. Fagurlimaður, karl-
mannlegur og stæltur í fasi, sem ungur væri,
var hann til hinstu stundar.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. JANÚAR 1992 5