Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1992, Side 6
Málað og teiknað
af reiði og heift
George Groz. Myndin er tekin í Berlín 1920.
að er hæpið að til hafi verið listamaður sem
hataði jafn mikið, teiknaði af jafn mikilli heift
og málaði af jafn heilögum viðbjóði og George
Grosz. Hann átti líka auðvelt með að láta viður-
styggð sína í ljós því hann var frábær teikn-
Um þýzka málarann
GEORGE GROSZ sem
gaumgæfði þýzkt
þjóðfélag á árunum milli
heimsstyrj aldanna.
Gæddur sterkri
réttlætiskennd, hataði
hann hervaldið og
iðnjöfrana og kirkjuna
og borgarastéttina og
útmálaði spillinguna í
verkum sínum, sem
Hitler og hans menn
dæmdu úrkynjuð.
Eftir HJÁLMAR
SYEINSSON
ari. Myndir hans eru einstaklega kvikindis-
legar og svo beinskeyttar að engum getur
dulist hvað hann er að fara. Einkunnarorð
hans var. „Maðurinn er svín“.
Stundum er sagt að Grosz hafi verið
mannhatari, sem kann að vera rétt því karl-
mennimir í myndunum hans eru vitfirring-
ar, drykkjusvolar og morðingjar og konurn-
ar skækjur. En mannhatur hans var ekki
algjört því hann var gæddur sterkri réttlæt-
iskennd og hafði samúð með hinum undir-
okuðu og þjáðu. Hann hataði hershöfðingj-
ana og marskálkana, hann hataði iðnjöfrana
sem mergsugu alþýðuna en dældu milljónum
í þýsku stríðsmaskínuna, hann hataði stjórn-
málamennina sem voru hlaupatíkur pen-
ingaaflanna, hann hataði kirkjuna sem daðr-
aði við herinn, hannn hataði þýsku borgar-
stéttina sem var sú forpokaðasta og aftur-
haldsamasta í gervallri Evrópu, hann hataði
hinn prússneska anda, hann hataði máttar-
stólpa þjóðfélagsins.
Titillinn á sjálfsævisögu Grosz segir heil-
margt um manninn sjálfan. Hún heitir „A
Little Yes and a Big No“ og kom út í New
York 1946. Hann fæddist í Berlín 1893 og
ólst að mestu leyti upp í verkamannahverf-
inu Wedding í sömu borg. Fimmtán ára
gömlum var honum vísað úr skóla fyrir að
hafa slegið kennara sinn til baka sem hafði
löðrungað hann. Ári síðar hélt hann til
Dresden og nam þar við listaakademíuna í
tvö ár og fluttist síðan aftur tií Berlínar.
Þegar heimsstyrjöldin fyrri braust út gerð-
ist hann sjálfboðaliði í þýska hernum. Kynni
hans af stríðinu höfðu djúpstæð áhrif á
hann, eins og svo marga af hans kynslóð,
og enduðu raunar með því að hann fékk
taugaáfall og þurfti að dvelja á heilsuhæli
í tvo mánuði.
Grosz gekk í kommúnistaflokkinn árið
sem stríðinu lauk og gerðist jafnframt prim-
us motor í dada-hreyfingunni. Dada-hreyf-
ingin í Berlín var mjög pólitísk og efndi til
frægrar dadasýningar árið 1920 þar sem
gert var ótugrarlegt grín að hernaðarandan-
„Máttarstólpar þjóðfélagsins“ frá árinu 1916 er sennilega þekktasta málverk
George Groz. Fremst á myndinni sjáum við hershöfðingja í borgaralegum klæðn-
aði. Hann er með einglyrni og notar hakakrossinn sem bindisnælu. Fyrir aftan
hann er stjórnmálamaður og ritstjóri blaðs; annar með hlandkopp á höfði, hinn
með höfuðið fullt af skít. Bak við þá leggur prestur blessun sína yfir voðaverk
hermanna.
um, þjóðernisrembunni og afturhaldinu í
Þýskalandi. Sýningin hét „Erste Internat-
ionale DadaMesse" og samanstóð af fjölrit-
uðum teikningum, collage-verkum, plaköt-
um, slagorðum og uppblásnu svíni sem hékk
í loftinu klætt hershöfðingjabúningi. Hún
var ekki síst merkileg fyrir þær sakir að
forsprakkar hennar - þeir Raul Hausmann,
John Heartfield og George Grosz - gerðu
engan greinarmun á frummyndum (originöl-
um) og fjölritum. Þetta var uppreisn gegn
viðtekinni skoðun á myndlist sem gengur
út frá því að listaverkið sé eitthvað ein-
stakt; eitthvað sem skapað er af snillingi
gæddum einstæðum hæfileikum; eitthvað
sem aðeins örfáir hafa efni á að kaupa og
njóta. Ef frummyndin og fjölritið er eitt og
hið sama verður listaverkið að ódýrri vöru
sem allir geta eignast.
Grosz áleit að hefðbundin list væri ekki
annað en fagurfræðilegt kitl fyrir borgara-
stéttina enda lýsti hann því yfir á áður-
nefndri sýningu að listin væri dauð. Mál-
verk hans áttu ekki að vera augnayndi upp
á vegg heldur bitur vopn í pólitískri bar-
áttu. Sömu sögu er að segja af teikningun-