Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1992, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1992, Blaðsíða 11
Guðrún bað Vigfús að reiða sig yfir kvíslina og kyssti hann fyrir. Sá koss varð upphafið að því að ástir tókust með þeim. En Guðrúnu var ætlað annað og betra mannsefni, Sigurð í Holti, og því var brugðið á það ráð að láta Sigurð gef henni Holtsbleik. fékk að vita um tilræði Vigfúsar. Þegar bærinn á Skál fór undir vatn gekk Vigfús manna best fram við björgunarstörf, en hann vildi engan beina þiggja að verki loknu þó að eftir væri leitað. Guðrún fylgdist með og eftir að Vigfús var farinn gekk hún til fjalls og kom um síðir með Bleik í taumi, gekk til Sigurðar og mælti skýrt og fast: „Taktu við Bleik þínum Siggi. Eg verð aldrei konan þín,“ og skildi Bleik eftir hjá Sigurði. Eftir þetta kemur Holts-Bleikur lítið við atburðarás sögunnar, en í huga Guðrúnar var hann valdur að því að hún brást þeim sem hún unni, en hann var einnig verkfæri hefnd- arinnar. Þessi hugarkvöl nagaði hana nótt sem dag. Endalok Bleiks urðu döpur. Honum er síðast lýst sem lifandi beinagrind sem gat hvorki hreyft legg né lið. Vigfús var annar þeirra sem fundu hann þannig á sig kominn og kvað upp úr um að fella hann. Örlögum Guðrúnar á Skál varð heldur ekki breytt. Feigðin kallaði að enda þótt Valgerður móðir hennar ynni sigur á sjálfri sér og leyfði Vigfúsi að hjúkra henni og annast hana. Guðrún andaðist á meðan Vigfús var á ferð- alagi að leita henni lækninga. í sögulok er Vigfús látinn bjarga lífi Sigurðar og við það urðu þeir tryggðavinir til æviloka. Hér hafa verið rakin nokkur sviplík efnis: atriði í Hrafnkels sögu og Holti og Skál. í báðum sögunum er um að ræða örlagaríka atburði er ganga líkt og flétta gegnum báðar sögurnar. Til frekari glöggvunar er fróðlegt að bera nokkur efnisatriði saman. Ógæfa Einars Þorbjamarsonar og Guðrún- ar Alexandersdóttur tengist hjásetu. Hjá Ein- ari hefst hún þegar hann tekur Freyfaxa í leyfisleysi vegna þess hann nær ekki neinu hinna hrossanna. Hjá Jóni Trausta hefja ör- lögin einnig að spinna þráðinn í vef sinn þeg- ar Guðrún tekur ótemjuna og ríður á henni yfir kvíslina, en missir hana og nær ekki aft- ur frekar en Einar hrossunum og Freyfaxa eftir að hann hafa sprett af honum. Styggðin er sameiginlegt atriði hjá báðum. Bæði Freyfaxi og Holts-Bleikur eru gefnir til að öðlast hylli. Hrafnkell elskaði eigi ann- að goð meir en Frey og gaf honum Freyfaxa að hálfu. Sigurður gaf Guðrúnu Bleik til að vinna ástir hennar. Báðir hestarnir urðu til að leiða ógæfu yfir gefendurna. Einar og Guðrún ferðast bæði einn dag á gæðingunum með líkum afleiðingum fyrir bæði. Þau bregðast bæði hvort með sínu móti því sem þau höfðu heitið eða vildu innst inni. Bæði urðu þau að gjalda fyrir brot sitt með lífi sínu. Báðir hestarnir voru illa leiknir eftir þenn- an eina dag. Freyfaxi var votur allur af svita svo að draup úr hveiju hári hans, mjög leir- stokkinn og ákaflega móður, en Bleikur löðr- aði allur í svita og skalf af hræðslu þegar hann náðist eftir að hafa fælst. Hestunum er komið til réttra eigenda með mismunandi hætti þegar ljóst var hvílík ógæfa fylgdi því að dýrka þá. Þjóstarssynir töldu Freyfaxa öðrum hestum verri af þeim sökum og töldu réttast að Freyr tæki við honum. Guðrún gerði hvort tveggja að slíta trúlofun- inni og skila Bleik aftur til Sigurðar. Þessir atburðir valda þáttaskilum í báðum sögunum. { sögunum fara griðkonan á Hrafnkeisstöð- um og Guðfinna í Holti með það hlutverk að eggja menn til hefnda. Hin fyrrnefnda brigsl- ar Hrafnkeli Freysgoða um að hann glati sæmd sinni ef hann hefni ekki. Hrafnkell stóðst ekki eggjunarorð gi-iðkunnar og felldi Eyvind og fór síðan að Sámi. Guðfinna raular riddarakvæðið í sama tilgangi og viðlagið: „Ragur er sá sem reynir ekki að hefna,“ kom aftur og aftur eins og brýning eftir að hafa kvalið Vigfús með illgirnishjali um ástaratlot Guðrúnar og Sigurðar. í báðum sögunum koma hefndaraðgerðirnar harðast niður á þeim sem lítið eða ekkert höfðu til saka unn- ið. Eyvindur er veginn fyrir það eitt að vera meira höfðingjaefni en Sámúr bróðir hans og líklegri til að geta orðið ofjarl Hrafnkels ef hann lifði. Sigurður í Holti hafði ekkert frum- kvæði í trúlofunarmálum sínum, heldur var hann verkfæri í höndum ættingja sinna og Guðrúnar og valinn af þeim fyrir mannsefni handa Guðrúnu. Frýjunarorð Guðfinnu urðu til þess að Vigfús réðst á Sigurð og hugðist svipta hann lífi. Hefndin bitnaði einnig á Bleik. Hann og Guðrún tærast upp og falla í valinn í sögulok. Metnaður og mannvirðingar og viðhorf söguhöfunda til þeirra er um margt líkt. Hrafnkell og Valgerður á Skál standa efst í stiga mannvirðinga sakir auðs og álits. Hjá báðum var auðsins aflað með vafasömum hætti. Jón Trausti læðir þeim grun inn hjá lesandanum að fjáröflunaraðferðir Alexand- ers á Skál hafi ekki þolað dagsins ljós, og auður og völd Hrafnkels Freysgoða voru feng- in með ofbeldi og yfirgangi. Lítilmagninn má sín lítils í báðum sögunum. Traðkað er á rétti hans og ekkert tillit tekið til þeirra tilfinninga sem hann ber í brjósti. Báðar sögurnar snú- ast um afleiðingarnar af því. Hrafnkell vildi ekki unna Þorbirni á Hóli þess að láta gera um málið því að þá væri hann jafnmenntur honum. Viðhorf Valgerðar á Skál er sviplíkt þegar hún lætur stía Guðrúnu og Vigfúsi sundur sakir þess að hann er lægra settur í þjóðfélaginu. 011 verða að þola þungar raunir af þessum sökum, Hrafnkell og Vigfús af manna völdum, en Valgerður og Guðrún af hendi æðri máttarvalda. Óll breytast og þrosk- ast við mótlætið og gildismat þeirra breytist. Mannlýsingar beggja höfunda eru gerðar af miklu innsæi í mannlegt eðli. í báðum sögunum ríkir forlagatrú. Sumar persónur hljóta gæfuleysi í vöggugjöf hjá höfundunum. Svo er farið með Sám og Vig- fús. Aðrir hljóta ill örlög vegna þess eins að tengjast stríðandi fylkingum. Svo er um Ey- vind og Sigurð í Holti. Þótt Holt og Skál standist ekki samanburð við Hrafnkels sögu sem listaverk, má samt finna efnisatriði hjá Jóni Trausta í sögunni sem hvaða stórskáld sem væri gæti verið fullsæmt af. Hvergi í sögunni nær list hans hærra en þegar hann lætur Bleik, ærðan af hræðslu, bera Guðrúnu á þann stað þar sem hún og Vigfús höfðu áður átt ástarfundi sína og þar er Guðrún líkt og lostin ósýnilegri hönd, örlög hennar ráðin og meginhlutverki Bleiks lokið. í uppbyggingu beggja sagnanna eru vissar hliðstæður. í báðum verða þáttaskil þegar hestarnir hætta að hafa áhrif á atburðarás- ina. í Hrafnkels sögu er það dráp Freyfaxa, en í Holti og Skál þegar Guðrún skilar Sigurði Bleik og slítur trúlofuninni. Þá er hafist handa í báðum sögunum að vinna aftur það sem tapast hafði. En eru þessar hliðstæður þess eðlis að hægt sé að kalla þær rittengsl? Hefír Jón Trausti sótt þær til Hrafnkels sögu á sama hátt og hann notar Eldrit Jóns Steingrímsson- ar í sögunni? Við því er erfitt að gefa greið svör. Hrafnkels saga og Holt og Skál eru svo gjörólík verk að erfitt er að hugsa sér að Jón Trausti hafi álitið uppskeru að vænta í Hrafn- kels sögu á sama hátt og í Eldritinu. Hitt er rétt að muna að þegar Jón Trausti var að alast upp voru íslendinga sögur höfuðlesefni íslenskrar alþýðu í fátækt og einangrun. Les- endur Iifðu í hugarheimi Islendinga sagna. Efnistök og uppbygging, persónusköpun og örlagavefur sagnanna varðveittist í hugum manna. Enda þótt íslenskir rithöfundar sem fram komu um síðustu aldamót hefðu ekki frásagnarlist fornsagna á valdi sínu, heppnað- ist þeim þegar best lét að skapa persónur og atburðarás sem var kynborið afkvæmi fornrit- anna. Jón Trausti sætti misjöfnum dómum í lif- anda lífi. Halldör Laxness undraðist hins veg- ar og spurði: „Hvar hafði þessi maður lært ljóðræna náttúrustefnu í epík sem heillar hvern þann sem gefst henni á vald? Tvent er það sem einkum hlýtur að fá síðari tíma starfsbróður Jóns Trausta til að undrast, í fyrsta lagi sú óþreytandi forvitni um mannleg kjör sem hann hefur verið gæddur; í öðru lagi sú þolinmæði sem hann hefur haft til að gefa gaum smáatriðum sem svo er vant að kalla, þó í list sé hið smáa stórt ef því er sint; en stórviðburðir verða marklausir í bók og mynd ef þeir eru ekki komnir undir hnitmiðun hvers pensilfars, orðs eða orðasam- bands. Guðmundur Magnússon fer yfirleitt ekki á hundavaði, virðist ekki skirrast við að eyða tíma í „leiðinlegt“ efni fyrren búið er að vinna úr því verðmæti sem reynist lífsnauð- syn fyrir söguna.“ Og Halldór heldur áfram eftir að hafa hugleitt kjör Jóns Trausta sem rithöfundar og spyr: „Hvenær skrifaði hann bækurnar? Og hvernig lærði hann að skrifa þessa íslensku sína þar sem varla skeikar frá réttu orði? Hvar fann hann efniviðinn ...?“ Orð Halldórs Laxness eru efalítið hin orð- lausa hugsun margra ónafngreindra lesenda Jóns Trausta sögð upphátt. Lausn á verðlaunagátum M> LA- t'ofí A VM*C SKJ* '«N- UUh rríe- Mie- UÐ- <fNW ÍIW.I " f BS AIA ÓfAtl JAIL \ f H R 'A K A s IA '1 * / ÍIUA- Á R A N A L A R N A R AttUC, .utxvVi L Æ N U R PPjOý s A S A R N \ R JASC- A L F A N A i Tt- ^ T A R F A K K U R tt^t A R A K >ilTa l M>| \e.',L K ft 'D A K i»«l« iwiu A S K A R H 1 R N A © © A R Ótuk-i R r- ÓP T Æ R JMM 5£ITA A R £> A N KíWM E itiuae T R o © A 'l *u A F T R A fi s A « iSt A C. N A R s te« E fi L U fááú K ewvi A «« ,/t F 1 N £ i N ?r°Ar- A i'Jo? F R Á N H: 6, t L úíta ■ K n e K A MlT»B /A N LÍA6 A K R A R K A 6, A R A A "ICMN _ L“... F 1 R A Q mHE m 3 R 'A © KARIB 'A s A K \ R SltC- © K1«lt R 'O h R YSTAt VEHP* K A S A K A«»M< ÞWNT U R © A R 1 Hald; lí V 1 -fítllT ElMi 4* S S 1IACK S 1 N 1 N NNI- «w* K R 'O A K KVLDÍ fNDW N ‘a N A AOI G. A\.T IMM 5 'A T A AfitlMÍ A N N A R 1 •KRiiD fítlL T u N T 1 N H f£iA4 K (3 '' jrri ; K ú A N A k £>/* H A F u K )uua» MílMll 1 í> N A WÁnc A«lNlt R A F T A R N 1 R T /w k M n A' 'A R A R lllís 1 © U JhAk R fim E R J A KlAUi A U £> VERIC- fKfi 1 R tf. 1 tD A L T im, •irm HV«I>l N N yriAiu ri*D R 0 r þ«£IT 1 IU. / MANHS A NAfN R 0.. > L A T &ÁLIN E L © A N A is R A T A F IO«A L OPfö k- F A Sib* FLAMf L A &UT£ O A R Ð 1 N U M © |5aá»a IÍma ISIMMA A í A H L Á K A :Ltm F X L A JHtMMA JtÓNílt 'A R gg- A M T ; l L É l A A r A N N A lALtlAD KlMI A S r A R Ð i lU. íkíiih T 'A 1 “ A &uB*A KMAi Æ L A Kin* 6, A ? A N A )K0ÍTA ffevíA 'O VAUA 1 L A V K i. M S K Ofíí. K 'D A K NÍKM F Á ^ÍAUII Vl«Tlf 5 L y 5 1 © 1 L *ALD " A T T KvMSR s U © 'A L K A N Hnm N A iÚT A c S nniit A u K A K 'l L 'o fumkiiu K A <S £ A N N 5PH r 'I L fw £ fi R p u s L á. £ T T (weitt CVUH A«S u R 5ÁL A«A. Ú\T thui R A t 1 N Ý EKK C.ÓMU R k A T A T £ fi r A N ?Mt» 'E T / v S T E 'Wtfl s U 'U‘ DVKL !A aííi Kvtt A © A L 1? L l N A -* A fi gi B A N J) á Lí R NfLM 1 L L 1 N © 1 ipi Z- A Ki 3 'a T A b T R ú A ■N Fim A N Krossgátan... Verðlaun hlutu, er dregið var úr lausnum: Kr. 16.000: Inga Sverrisdóttir, Vesturgötu 79, Akranesi. Kr. 12.000: Birgir D. Sveinsson, Lágholti 1, Mosfellsbæ. Kr. 9.000: Jón Á. Jónsson, Furulundi 11D, Akureyri. Myndagátan... Lausnin er: Atburðir líðandi árs verða flestum minnisstæðir og ósennilegt að margir lifi slíka umbrotatíma aftur, enda marka þeir djúp spor og verða skráðir á spjöld veraldarsögunnar. Verðlaun hlutu, er dregið var úr lausnum: Kr. 16.000: Cicil Haraldsson, Garðastræti 36, Reykjavík. Kr. 12.000: Emma Tryggva- dóttir, Fagrahjalla 3, Vopna- fírði. Kr. 9.000: Sigríður Sigurðar- dóttir, Sólheimum 18, Reykja- vík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. JANÚAR 1992 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.