Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1992, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1992, Blaðsíða 4
19. aldar málverk, sem á að sýna hina örtagaríku orrustu í Teutoburgerskógi, þegar útþensla Rómverja til norðurs var stöðvuð. Nú er komið í ljós, að orrustan hefur visulega verið háð, en ekki í skóginum, heldur í þrengslum þar sem að þeim var sótt með áhlaupum frá hlið og rómverski herinn malaður niður. Germanir sigruðu með bardagaaðferð skæruliða. Söguleg þáttaskil í Evrópu ROMVERJAR LEIDDIR í GILDRU 4 Skammt frá borginni Detmold í Vestur-Þýskalandi einblínir málmrisi einn yfir trjátoppana í Teuto- burger-skógi líkt og einhver jötunn aftan úr grárri forneskju. Þessi risavaxni tindáti með hnyklaða upphandleggsvöðva, fjaðurskrýddan Wolfgang Schluter, fornleifafræðingur, með járngrímu, sem Rómverjar notuðu við riddaraleiki. Ehginn hefur til þessa vitað nákvæmlega hvar háð var stórorrustan á milli Rómverja og Germana, sem hingað til hefur verið kennd við Teutoburger-skóg. Nú hefur stórmerkur fornleifafundur leitt í ljós staðinn, þar sem Rómverjar voru brytjaðir niður. Þar með lauk framsókn þeirra til norðurs og það hafði gífurleg áhrif á gang sögunnar og þá einnig á norræna menningu, sem ella hefði getað orðið allt öðruvísi en hún varð. hjálm og sverðið hátt á lofti, var afhjúpaður við hátíðlega athöfn árið 1875 sem minnis- merki um Hermann, hinn nafntogaða höfð- ingja Germana; hafði styttan þá verið ein ■ 37 ár í smíðum. Nýlega hefur liins vegar komið í ljós, að þessari „frelsishetju Germaníu" hefur þarna verið komið fyrir á röngum stað. Þýskir forn- leifafræðingar hafa nefnilega rekist á greini- leg ummerki feiknalegra vígaferla í upphafi fyrstu aldar e.Kr., rétt hjá bænum Bramsche við rætur fjalllendisins Wiehengebirge í Neðra-Saxlandi. Þar virðist því úrslitaorrust- an hafa staðið milli rómversku hersveitanna og Germana en ekki í Teutoburger-skógi, eins og álitið hefur verið fram að þessu. Bramsche er um það bil 80 km fyrir norð- vestan Teutoburger-skóg. Stórkostlegur Fornleifafundur Hinn forni vígvöllur er í 100 metra breiðum þrengslum á milli svonefnds Grosses Moor (þ.e. ,,Stórublár“) og fellsins Kalkrierser Bergs (s. kort). Þótt einungis hafi verið farið með málmleitartæki um örlítinn hluta þrengslanna, enn sem komið er, hafa þegar fundist meira en 400 málmhlutir frá tímum Rómverja á þessum stað við fyrsta tilrauna- uppgröft á svæðinu: Oddar af kastspjótum, slöngvublý, hlutar úr rýtingum og skjöldum, svo og mikill fjöldi peninga. Sagnfræðingar og fornleifafræðingar álíta þennan fornm- enjafund „stórkostlegan" og alveg „einstak- lega óvenjulegan". Horst Callies, sagnfræð- ingur við Hannover-háskóla, lætur svo um- mælt, að „þvílíkt samansafn þungvopnaðra rómverskra fótgönguliðssveita og riddaraliðs á svæðinu norðan Rínarfljóts verði nánast að teljast með eindæmum." í næstum því 1.200 km fjarlægð frá Róma- borg virðast vísindamennirnir því hafa fund- ið ummerki „stórviðburðar í sögu Evrópu" eins og Callies prófessor kemst að orði. Og þessara sögulegu menja hefur líka lengi ver- ið leitað. Eftir að lokið hefur verið greiningu og flokkun að fullu á þeim um það bil 300 kopar- og silfurpeningum, sem hingað til hafa fundist á svæðinu, segir myntfræðingur- inn Frank Berger eftirfarandi í niðurstöðu sinni:„Peningar þessir hljóta að hafa tapast við hernaðarátök á árinu 9 e.Kr. í hinum fijálsa hluta Germaníu." Nákvæmlega á þeim tíma hafði rómverski yfirherforinginn Quinctilius Varus lent með hersveitir sínar í grimmilegum og afai' mannskæðum bardaga. 17., 18. og 19. her- sveitirnar (um það bil 20.000 manns), þar að auki sex herdeildir hjálparliða (sem í voru hermenn af öðru þjóðerni en rómversku), svo og þijár riddaraliðssveitir (,,alea“) höfðu fyr- ir atbeina germönsku ættflokkanna verið leiddar í gildra, og þar var allt þetta mikla herlið Rómverja svo brytjað niður. Þar féll i valinn hvorki meira né minna en einn sjötti alls herafla Rómaveldis. Æ síðan hefur verið litið á þennan sigur Germana yfir innrás- arliði Rómvetja sem upphaf eiginlegrar þý- skrar sögu; germanski höfðinginn og fyrirlið- inn, Hermann Cherusker, varð þjóðhetja Þjóðvetja. LANGVINN Leit á Enda Þessa forna, sögu- lega vígvallar hefur vissulega víða verið leitað fram til þessa en án árangurs. Á stað einum „haud procul Teutoburgiensi saltu“ í námunda við Teutoburger-skóg hafði rómverski sagn- aritarinn Tacitus (55 til 120 e.kr.) sagt, að Rómvetjar hefðu beð- ið mikinn ósigur. Svo mátti samt sem áður virðast sem hersveitir Quinctiliusar Varusar hefðu með öllu horfið án nokkurra um- merkja í einhvers kon- ar Bermúdaþríhyrn- ingi. Fornaldarsagn- fræðingurinn Wilhelm Winkelmann sagði í lokaniðurstöðu umfangs- mikilla rannsókna sinna, að fram hefðu kom- ið „700 kenningar, en engin þeirra hefði þó leitt til þess, að vígvöllur sá finndist". Áður var þó búið að benda á Niewedder- þrengslin sem hugsanlegan vettvang þeirrar söugfrægu orrustu, en það var sagnfræðing- urinn Theodor Mommsen sem lét það álit sitt opinberlega í ljós. Bændur á þessuni slóð- um höfðu hvað eftir annað fundið rómverska gull- og silfut-peninga í mýrlendunt jarðvegin- um á svæðinu. Álitsgjörð Mommsens hlaut hins vegar alls engan hljómgrunn í þá daga andspænis hinni hefðbundnu kenningu um Teutorburger-skóg, sem flestir álitu langlík- legasta staðinn. En fyrir fjórum árum gjörbreyttist þó álit manna í þessunt efnum: Breskur maður, sem lengi hafði lagt stund á fornleifauppgröft í tómstundum, hafði þá fengið að grafa í Nie- wedder-þrengslunum og hafði þá enn á ný fundið 162 silfurdenara í „fjársjóðsdalnum" góða við rætur Kalkrieser Bergs. I þetta sinn lét Wolfgang Schluter, forstöðumaður Menningarsögusafnsins í bænum Osnabruck, loks málið til sín taka. Hann lét þegar gera nákvæman vinnuppdrátt af svæðinu, og á 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.