Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1992, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1992, Side 8
hveija- vini -sína meðal læknastúdenta til að gauka að sér líkamspörtum úr líkhúsi borgarinnar svo áhrifin yrðu sannfærandi. Það tókst. Medúsaflekinn er ein magnað- asta mynd sem máluð hefur verið í sögu vestrænnar listar. Hún er hliðstæð við Næturvörð Rembrandts; báðar eru stórar og lykilverk þessara meistara, en mér þyk- ir Medúsaflekinn áhrifameira myndverk. Og þegar maður hefur sökkt sér niður í hana góða stund, þá langar mann einfald- lega ekki til að sjá meira þann daginn og gengur framhjá Monu Lisu og kastar kveðju á sigurgyðjuna Níku frá Samóþrak- íu, sem alltaf er höfð í öndvegi í Louvre. VI Ekki langt frá Louvre v_ar kjötmarkaður Parísar, Les Halles, sem íslendingar hafa löngum nefnt Hallirnar. Fyrir allmörgum árum var þessi markaður aflagður og byggð þar í staðinn einskonar Kringla; JÓNAS VANDRÆÐA- SKÁLD Ung stúlka með gerning við Pompidou- safnið. Les Halles - Hallirnir sem íslendingar nefna svo - voru byggðar á svæði þar sem kjötmarkaðurinn var. Nú er þar víðáttumikil og glæsileg „Kringla“. geysistór verzlana- og veitingahúsamið- stöð. Þarna tókst Fransmönnum vel upp með arkitektúr, sem er í senn framúrstefn- ulegur og frumlegur. Bogar, líklega úr áli, eru gegnumgangandi einkenni og milli þeirra er gler, sem veitir birtu inn á hæðirn- ar frá miðlægum garði. Þetta er lystilega fallegt borgarumhverfi og virðist hafa mik- ið aðdráttarafl, því margt er þar um mann- inn. Vegna þess að hér eru fyrst og fremst verzlanir - og það er áhugamál landans númer eitt - þá skal upplýst hér, að verðlag- ið í Höllunum er fremur gott; allir skapað- ir hlutir virðast kosta þar mun minna en á íslandi. Það er hinsvegar hægt að finna lægra verð í Latínuhverfinu og hærra ann- arsstaðar eins og ég nefndi fyrr í greininni. VII Notre Dame - Vorrar frúar kirkja. Hún er á eyjunni, Ile de la Cité, þar sem vísir borgarinnar varð til. Forhlið kirkjunnar er sífellt aðdáunarefni; heilt landslag * með ótal styttum af helgum mönnum og púkum og drísildjöflum, sem mengunin í loftinu hefur étið og sumpart eyðilagt. Biðröð túr- istanna þokast inn í rökkvaða kirkjuna. Þar ríkir kuldi. Allur þessi grái steinn. Og fólk sem læðist um í þögn. Vinsamlegast talið ekki, segir á skilti. Kertin brenna, fólk liggur á knjám í bæn. Hvar skyldi Vor Frú vera í öllum þessum steingráa kulda. Gott að koma aftur út í sólskinið. Niðurlag í næsta blaði au eru heldur betur vel valin uppnefnin sem skáldin hlutu í fornöld: illskælda, skakkaskáld, skáldaspillir, vandræðaskáld. Raunár er ekki fyrir það að synja, að stundum geti verið freist- andi að hefja þessar fornu nafnbætur aftur til Spennitreyjan sem hér um ræðir er í sjálfu sér ekki ný af nálinni. í hana er saumað einkunnarorðið „nýklassík“. Hvað á það að þýða að bregða henni á skáld sem hefur hingað til verið álitið einn helzti málsvari rómantíkurinnar í íslenskum skáldskap? Eftir GUNNAR HARÐARSON vegs og virðingar, en það er önnur saga. Þó mætti ef til viil breyta merkingu þeirra örlít- ið og nota þá orð eins og vandræðaskáld um þau fyrri tíðar skáld sem bókmenntafræðing- um reynist hvað erfiðast að njörva niður við einhveija tiltekna stefnu. Gott dæmi um slíkt skáld væri þá Jónas Hallgrímsson. Einhverj- um þætti kannski ekki tilhlýðilégt að kalla listaskáldið góða vandræðaskáld, en óneitan- lega hefur það verið ýmsum vandkvæðum bundið að reyra hann fastan við ákveðna bókmenntastefnu, því að einn er ekki fyrr búinn að samtvinna hann rómantíkinni en aðrir benda á að þræðina beri miklu heldur að rekja til upplýsingastefnunnar. En það er sama hve teygt er og togað: hvorug þess- ara spennitreyja heldur. Þess vegna er vel þess virði að prófa þriðju spennitreyjuna — hversu haldgóð sem hún kann svo að reyn- ast þegar upp er staðið. Spennitreyjan sem hér um ræðir er í sjálfu sér ekki ný af nálinni. I hana er saumað eink- unnarorðið „nýklassík"; Hvað á það að þýða að bregða henni á skáld sem hefur hingað til verið álitið einn helsti málsvari rómantík- urinnar í íslenskum skáldskap? Því er til að svara að hugtök og heiti í íslenskri bókmennt- asögu eru stundum dálítið frábrugðin því sem gengur og gerist annars staðar. Þannig tölum við um íslensk fornrit og íslenskar fornbók- menntir, þegar aðrar þjóðir hafa notað orð eins og miðaldarit eða miðaldabókmenntir. Eddukvæði teljast til íslenskra fornrita en eru jafnframt dæmi um evrópskar miðaida- bókmenntir. Það er líka hugsanlegt að orð eins og rómantík merki eitthvað allt annað í íslenskri bókmenntasögu en í bókmennta- sögu annarra þjóða. íslendingar styðjast nu orðið við enskar eða amerískar kennslubækur í bókmenntasögunni og fara því vafalaust að öðlast nýjar ranghugmyndir um eigið at- gervi; hugsanlega eru þeir nú þegar orðnir háðir ensk-amerískum bókmenntasöguskiln- ingi (ekki engilsaxneskum eins og stundum er sagt; þeir voru uppi á 6. öld og fátt um bókmenntasöguskilning þeirra vitað). Eðli- legra væri að dusta rykið af kennslubókum í dönsku og skoða íslenskar bókmenntir á 19. öid með hliðsjón af dönskum bókmennt- um. Og þá kemur í ljós að Jónas var uppi í lok klassíska tímabilsins í dönskum bók- menntum. En nú er víst ráðlegast að hægja svolítið á sprettinum, að minnsta kosti áður en ég fer að halda því fram að rómantísk ættjarðar- kvæði eftir Jónas Hallgrímsson séu hátindur klassísismans í dönskum bókmenntum! A hinn bóginn er ekki úr vegi að gefa nokkurn gaum að því hvað átt er við með orðunum kiassík og nýklassík. Með klassík eða klass- ískum bókmenntum er yfirleitt átt við bók- menntir Grikkja og Rómverja í fornöld. Með klassísisma er hins vegar átt við bókmennta- stefnu sem leitar fyrirmynda í klassískum, þ.e.a.s. grísk-rómverskum, bókmenntum. Skýrustu dæmin um slíka stefnu eru liklega endurreisnarskeiðið á Ítalíu og franski klassísiminn á 17. öld, en báðar þessar stefn- ur höfðu víðtæk áhrif á síðari tíma. Ennfrem- ur sóttu þýskir höfundar á síðari hluta 18. aldar fyrirmyndir til klassískrar fornaldar og er stundum haft um þessa viðleitni þeirra hugj-akið þýski klassísisminn. Nýklassík er stundum notað um klassísisma í þeirri merk- ingu sem hér hefur verið rædd (og hin þá nefnd fornklassík), en einnig um þá lista- stefnu sem fram kemur í kjölfar frönsku byltingarinnar og einkenndi tímabilið fram yfir fall Napóleóns. Loks er lýsingarorðið klassískur notað í merkingunni sérstakt blómaskeið eða guilöld og það ér í þessari merkingu sem Danir nota orðið um fyrsta þriðjung 19. aldar. Þegar litið er til íslenskra aðstæðna virðist einfaldast að skilgreina klassísisma sem bók- menntastefnu sem tekur mið af gullaldarbók- menntum. Það mætti jafnvel tala um endur- reisnarstefnu í þessu sambandi. Ástæðan er sú að gulialdarbókmenntir geta hér verið hvort heldur fornklassískar (þ.e. grísk-róm- verskar) bókmenntir eða íslenskar fornbók- menntir, enda hafa þær áþekka stöðu í ís- lenskri bókmenntasögu og fornklassískar í evrópskri. Þegar íjallað er um klassík og nýklassík í íslensku samhengi verður því að huga að afstöðu bókmenntaverksins til þess- ara tveggja þátta. Langt er síðan menn tóku eftir klassískum áhrifum í ritum Jónasar Hallgrímssonar. Ein- ar Ólafur Sveinsson kom til að mynda með þá athugasemd að hin hárómantíska nótt kæmi aðeins fyrir á tveim stöðum í kvæðum Jónasar og væru bæði þýdd. „Jónas upphefst af innlendum fyrirrennurum að fornu og nýju, og þá vitaskuld alveg sérstaklega af eddu, svo og af einstöku latneskum fornhöf- undum,“ ritar Halldór Laxness. I þessu sam- bandi gegnir dvöl Jónasar í Bessastaðaskóla vísast lykilhlutverki, því þar voru skólapiltar aldir upp við fornklassísk skáldverk, og það þarf enginn að segja þeim sem þetta ritar að þau geti ekki haft áhrif á hvern þann sem þau les ofan í kjölinn. Það er ekki ólíklegj að þessi bakgrunnur hafi mótað Jónas öðru fremur og jafnvel svo að segja mætti að það væri runnið honum í merg og bein, og ekki bara honum, heldur öllum íslenskum mennta- mönnum á 19. öld. Til marks um það má hafa hina klassísku heiðríkju og idylliskar lýsingar, sem minna einna helst á lýsingar Virgiliusar á búsældar- og hjarðsveinalífi, í Gunnarshólma sem þó er ekki undir forn- klassískum bragarhætti eins og ísland, held- ur undir ítölskum miðaldahætti og sver sig því óneitanlega í ætt við miðaldadýrkun af rómantískum toga. Raunar koma hin klass- ísku áhrif einna skýrast fram í bragarháttum þeim sem Jónas velur kvæðum sínum, svo og í formi þeirra, þ.e.a.s. efnisskipan. ísland er ort undir fornklassískum bragarhætti (hvern- ig tvísöngslagið getur þá verið íslenskt þjóð- lag hefur lengi verið mér ráðgáta). Á það hefur verið bent að hinna klassísku áhrifa gæti ekki aðeins í bragarhættinum, heldut' líka í efnisskipuninni. Reglur hinnar fornu mælskulistar eru hafðar í heiðri: inngangur, málavextir, rökstuðningur með dæmum, lokaorð. Og helstu aðalsmerki þessa háróm- antíska ættjarðarkvæðis Jónasar Hallgríms- sonar eru klassískur skýrleiki, rökvísi og nákvæmni, bæði í orðavali, bragarhætti og framsetningu. En kvæðið er nú kannski hvorki háróman- tískt né ættjarðarkvæði í hefðbundnum skiln- ingi og klassísk viðhorf koma ekki bara fram í bragarháttum og efnisskipan. Þau koma líka fram í söguskoðuninni og afstöðunni til tungumálsins og bókmenntanna. Hugmyndin um hina horfnu gullöld er ekki rómantísk hugmynd. Hún er satt að segja ævaforn og má rekja hana allt aftur til þess tíma er Adam heyrði hliðum Paradís- ar skellt á hæla sér. Hún varð algengt stef í íslenskum skáldskap á síðmiðöldum og lengi eftir það; varð þar af heil bókmenntagrein og kallast heimsósómakveðskapur. Mjög var fögur fyrri öld í heimi, kvað Stefán Ólafsson í Vallanesi, og átti líklega við gullöld þá sem greint er frá í fyrstu bók Hamskiptanna eft- ir Ovidius. Engum datt þó í hug í fullri al- vöru að taka sér það fyrir hendur að endur- heimta hina horfnu gullöld þegar í stað fyrr en ítalskir auðkýfingar á 15. og 16. öld tóku að reisa sér hallir og garða að hætti róm- verskra keisara í fornöld; ekki óáþekkt því þegar japanskir kauphéðnar voru að svipast um eftir garðhúsi og festu augun á Bucking- hamhöll. Á 18. og 19. öld, í tengsium við banda- rísku og þó einkum frönsku stjórnarbylting-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.