Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1992, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1992, Blaðsíða 7
þar sem enginn talar annað en frönsku,- Sú staðhæfing er mjög orðum aukin. Á tveimur hótelum, öðru í Latínuhverfinu og hinu í Óperuhverfinu, þar sem ég gisti í eina viku, talaði allt afgreiðslufólkið ágæta ensku. Ég get bjargað mér á frumstæðri frönsku, svo ég veit ekki hvernig farið hefði ella, en held þó að engin vandamál hefðu orðið því samfara. Mér finnst illa aftur farið í allri ferðamennskunni, ef Par- ís er ekki lengur á óskalistanum; þessi borg sem er eins og sólin sjálf í sólkerfi Evrópuborga. II Fyrir utan merkar byggingar eins og Pompidou-safnið og nýju óperuna við Bast- illutorgið, tók ég eftir fernu, sem mér fannst hafa breyzt á þremur áratugum í borg ljósanna eins og París var kölluð; sú einkunn er öfugmæli, því Fransmenn hafa farið sér miklu hægar en margir aðrir í því að setja upp ljósaskilti á hús. London er eins og jólatré í samanburði. Það er ugglaust margt sem hefur breyzt, en þessum fjórum atriðum tók ég sérstak- lega eftir: í fyrsta lagi er hraðát að hætti Ameríkana að stinga sér niður; MeDonalds- skyndibitastaðir eru komnir í háborg hins franska matarkúltúrs, mörgum til gremju en öðrum til ánægju eins og gengur. í öðru lagi má sjá eina verulega breytingu á búðunum. Fyrir 30 árum voru heilu göt- urnar að manni fannst undirlagðar af glæsilegum kvenfataverzlunum. Dior var þá nýbúinn að slá í gegn með „New Look“- tízkunni og París var búin að ná frum- kvæði í þessum bransa, jafnframt því sem hún tapaði frumkvæðinu í myndiist. Núna voru aftur á móti herrafataverzlanir orðnar miklu fyrirferðarmeiri. Hitler lagði undir sig París 1940, en Boss er búinn að því núna. Ekki nóg með það, heldur er er sá fatnaður sem þar stendur körlum til boða, stórum litsterkari og fjölbreyttari en áður hefur tíðkast. ekki sjást á gallabuxum. Þá er eitt eftir og það er fólkið. Hvort sem farið er á matvælamarkað á laugar- dagsmorgni, þar sem Parísarbúar kaupa í matinn eða ferðast með neðanjarðarlestun- um, oftast troðfullum, þá blasir við sú breyting frá því sem var, að gífurlega stór hluti fólks í París er þeldökkur; meira _að segja eru ótrúlega margir bleksvartir. Ég hef hvergi séð aðra eins kolamola í manns- mynd. Þetta fólk er úr frönsku nýlendunum í Áfríku og Fransmenn hafa í einhveijum mæli orðið að taka við því. Ekki eru það sízt Alsírbúar, sem þarna eru fjölmennir og þeir eru yfirleitt múslimar. Svo mjög hefur múslimum ijölgað í Frakklandi, að Bókaflóðið nær út á götu. A Boulevard St. Michel í Latínuhverfinu eru gang- stéttir notaðar fyrir bókasölu og þar gefur að líta marga kynlega kvisti. stað: Turnar Louvre, eyjan með Notre Dame-kirkjunni, mjallhvít Sacre Ceur- kirkjan uppi á Montmartre-hæðinni, Sigur- boginn á Stjörnutorgi og Effielturninn, sem er fyrir löngu orðinn að tákni borgarinnar. Ofan úr turninum verður að vísu gott út- sýni yfir borgina, en það gefst einnig af efstu hæðinni á Pompidou-safninu. Og nú hefur borginni bæzt nýr sigurbogi, sem Daninn Spreckelsen hefur teiknað og er tilkomumikill í einfaldleika sínum og þar að auki holur að innan; þessi mikla bygg- ing er ekki eintóm fordild, því hún er látin hýsa skrifstofur. Af gömlum vana byrja ég á að fara í Louvre, þetta risastóra safn á hægri Signu- bakkanum, sem fengið hefur fræga endur- bót frá því ég sá það síðast. Það er pýramíd- inn úr gleri eftir kínversk-bandaríska stjörnuarkitektinn Ieoh Ming Pei. Þessi frægi og nokkuð svo umdeildi pýramídi breytir engu um ásýnd borgarinnar, því hann stendur inni í skeifunni, sem bygging- ar Louvre mynda. Ég hafði hugsað mér hann stærri, en ekki hefur þótt við hæfi að hann yfirgnæfði hinar virðulegu bygg- ingar, og svo er heldur ekki alit sem sýn- ist. Pýramídinn er sem toppurinn á ísjaka; rýmið er mestanpart undir honum. Þar hefur Louvre fengið óhemju stórt húspláss, sem er út af fyrir sig glæsilegt þegar nið- ur er komið, en nýtist furðulega illa, nema sem almenningur eða afdrep fyrir þann ótrúlega skara af túristum, sem daglega kemur í safnið. Undir pýramídanum er í raun og veru neðanjarðartorg og þaðan liggja einskonar umferðargötur, merktar með litum, inná einstaka hluta safnsins. Það er samt ekk- ert á þessu neðanjarðartorgi, sem segir manni að þarna sé listasafn; það gæti eins verið nýtízkuleg flugstöð. Nóg er gólfpláss- ið og nóg er rýmið á veggjunum, en samt er þar ekki eitt einasta listaverk. Þetta er dæmigert fyrir hús, sem stjörnuarkitektar teikna. Þeir virðast álíta, að í verki þeirra Eitt tilkomuinesta og stærsta verkið í Louvre er Medúsaflekinn eftir Theodore Gericault - mynd málarans af mannkyninu. En þrátt fyrir neyðina er von: Skip hefur sést við sjóndeildarhring. Það þriðja sem ég tók eftir, heyrir líka til tízku og tíðaranda. Hvort sem maður situr á Café de la Paix við Óperutorgið, eða á hinum óteljandi götukaffihúsum við Champs-Elyseés, ellegar í Latínuhverfinu, þá má áætla að 60-80% þeirra sem fram- hjá ganga, séu á bláum gallabuxum, konur jafnt sem karlar. Bláa gallabuxnaliðið er allsstaðar yfirgnæfandi. Stundum virðist manni, að það séu bara virðulegir eldri herramenn með eintak af mogganum sín- um, Le Matin, undir arminum, ellegar sam- svarandi virðulegar, gráhærðar dömur, sem þeir eru nú taldir vera milljón manns eða meira. III Allt þetta sem ég hef nefnt eru smáatr- iði. Eftir stendur að töfrar Parísar eru á sínum stað sem fyrr; brýrnar, þessar óvið- jafnanlega fallegu brýr yfir Signu, nema kannski ein sem sker sig úr. Hún hefur verið byggð úr járni án listræns metnaðar; er farin að ryðga og verður ugglaust brátt horfin. Gamalkunnug kennileyti eru á sínum felist svo mikil snilld, að önnur listaverk séu óþörf. Lengst hef ég séð þetta ganga í nýju listasafni í Atlanta í Bandaríkjunum eftir Meier, einn meðal frægastu arkitekta heimsins. Hann hafði tekið sér vald yfir því hvernig húsið væri notað og listaverka- safnið sjálft virtist eiginlega vera orðið aukaatriði. IV Eitt er þarna undir pýramídanum, sem sífellt er að verða fyrirferðarmeira í hveiju safni: Bókabúðin. Utgáfa á listaverkabók- um er með ólíkindum og nú eru sýningar- skrár orðnar þar á meðal - og það er ur- mull af þeim. En það er einn hængur á; þegar maður er kominn með nokkrar slíkar bækur uppá arminn, er ljóst að þetta verða drápsklyfjar, sem kosta þar að auki yfir- vigt þegar farið verður heim. Endirinn verður sá, að maður lætur bækurnar aftur á sinn stað. Auðvitað er þetta úrelt. Svona doðrantar verða bráðum til á diskum, sem komast fyrir í vasa og svo skoðar maður þá á sjónvarpsskermi. Þó ekkert komi á óvart eftir nokkrar ferðir um þetta safn gegnum árin, þá finnst manni sjálfsagt að taka einn labbitúr, svona eins og til að heilsa uppá gamla kunningja. Það hefur líka breyzt, hvar maður staldrar við. Ég skal játa, að ég dvel skammt við hina yfirauglýstu og yfirútgefnu, frönsku impressjónista; það er allt deja vu, eins og Fransmenn segja; allt áður séð. Þeim mun lengur dvaldi ég núna við þá myndlist, sem ég man varla til að ég gaumgæfði áður fyrr. Ég á þar við ítalina frá því fyrir Endurreisn, Giotto, Ghirlandaio, Piero Della Francesca og Botticelli. í raun og veru mála þeir oft fáránlegar sviðssetning- ar: Fæðingaratburðurinn í Bethlehem er kominn í ítalskt hallarumhverfi með íburð- armiklum flísalagningum og súlum að hætti Forn-Grikkja. En það gerir að sjálf- sögðu ekkert til; þetta er skáldskapur og þarna er saman komin mikil fegurð og afburða tök á málunartækni. Alltaf finnst mér jafn mikilfenglegt að koma í Rubens-salinn, þar sem hangir á veggjum myndröð úr lífi Marie de Medici, líklega stærsta listpöntun, sem nokkur listamaður hefur fengið. Þetta eru 18 myndir, ef ég man rétt, hver þeirra risa- stór og venjulegir símastaurar hefðu vart dugað í rammaefni.. V Þar fyrir utan fell ég ævinlega í stafi þegar kemur að Medúsafleka Theodore Gercaults,. risastórri lykilmynd þessa franska málara, sem varð aðeins rúmlega þrítugur, fæddur þremur árum eftir frönsku byltinguna. Myndina málaði hann árið 1819. Þegar blaðamaður Lesbókar var að skrifa minispunkta úti í París, stóð yfir umfangsmikil yfir- litssýning í sýningar- höllinni Grand Palais verkum Gericaults. Þar hafði verið smal- að saman því sem söfn víðsvegar í heiminum eiga eftir hann, en ein mynd var þar ekki: Medús- aflekinn, sem sýningargestir urðu að skoða í Louvre. Hvað sem raular og tautar, verður hún ekki hreyfð af sínum stað; er raunar talin of viðkvæm til þess. Gericault varð að láta vefa dúkinn sér- staklega, því stærðin er 7x9 metrar. Þessi mynd hefur átt sinn þátt í því, að margir hafa ranglega álitið Gericault „einnar myndar mann“. í Medúsaflekanum útmálar hann mikið drama. Skipbrots- mennirnir á flekan- um eru nær dauða en lífi og hafa jafnvel étið þá sem látist hafa. Þeir eru meira og minna klæðalaus- ir og sumir að því er virðist meðvitundarlausir. Þá birtist þeim sem enn standa uppi vonin við dagsbrún: Skip í órafjarlægð. Gericault var hallur undir táknsæi, enda þótt táknmyndastefnan, symólisminn, yrði vart til sem stefna fyrr en eftir hans dag. En þannig er fræg mynd hans um frönsku byltinguna, „Frelsisgyðjan leiðir fólkið“, og hann mun hafa látið svo um mælt, að Medúsaflekinn væri mynd hans af mann- kyninu. Vonin er um björgun en sú von er smá og fjarlæg. Sagt var að Gericault hefði fengið ein- LESBÓKMORGUNBLAÐSINS 4.APRÍL1992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.