Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1992, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1992, Qupperneq 10
Er tungvmálið fangelsi? Sitjum við í klefum orðanna og ráðum aðcins að litlu leyti hvað við segjum? í auga óreiðunnar IV F rumskógarlög- mál hjartans ví hefur verið haldið fram að tungumálið sé fangelsi. Samkvæmt því sitjum við í klefum orðanna og ráðum aðeins að litlu leyti við hvað við segjum. Sjálf fangelsisstofnunin er þjóðfélagið eða Gömul smalavísa Hallgrímur Helgason: Þrjú lög fyrir selló og píanó. Undir þessari fyrirsögn er prentaður eftirfylgjandi rit- dómur eftir Jiirgen Rasinski í músík-tímaritinu Das Orc- hester, sem út er gefið af hinu alkunna Schott-forlagi í Mainz, í febrúar-hefti ritsins 1992: „Samanborið við stutt Tvö lög fyrir fiðlu og píanó, samin 1950, út kbmin 1991, eftir íslenzka kompónistann Hall- grím Helgason, þá eru Þijú lög fyrir selló og píanó enn áhugaverðari (að meðaltali eru þau um 30 takta lög); en þau voru samin árið 1982. Skáldleg fegurðarskynjun ljómar frá fyrsta laginu, Andantino, með heitinu Kvæðalag (Chanson folklorique). Sem einskonar Siciliano er það í rauninni hrífandi í skýrum sjálfumleik sínum. Gætilega er að vísu forðast að gera að sérstöku vandamáli efni þjóðlagsins (Skagfirðingastemma), en með verm- andi geislakrafti sínum og viðkvæmum frumleik reynist það traustur grunnur. Sem tóntak kann A-dúr að stuðla að eiginvild kaflans. Á heillandi hátt ein- kennir jafnframt skollabragð (tritonus) íslenzkrar ættar alla uppbyggingu. Píanó-hlutverkið, með þungaríkum, píanískum hljóm-stöplum sínum, er gott dæmi um norrænan sögukvæða-brag. Annar kaflinn, Andante espressivo, er skrifaður í tóntegundinni G-dúr; en hún er samkennileg bæði fyrir þjóðlagið og strokhljóðfærið. Með nafngiftinni Gömul smalavísa (Canto pastorale) hefir Hallgrími Helgasyni tekizt að semja meistarastykki goðsögulegs einfaldleika, sem auk þess sýnir djúphygli í söng- legri laglínu sinni og er barmafullt af fomlegum, samstígum fimmundum og fjöl-tóntaki (polytonalitet). Ævintýra- legar skrautmyndir prýða tónbálkinn. í vitundinni sprettur fram vekjandi hug- sýn um hið fyrirheitna hjarðljóða-land (Arkadía), sveipuð einlægni heilinda, en þó rík að tjáningarmætti. Þriðji kaflinn, Kansóna, sem lýkur svítunni, er sterk andstæða fyrri þátta. Kompónistinn ritar „í gömlum stíl“. Hann aðhyllist þróunargerð, ann hermi- röddun, raddfleyguðum kontrapunkti, notar fauxbourdon (röð sexundarhljóma) og setur fram víxlspilandi atriði gegn hröðu ferli einleikara. Þannig reisir hann kröftugan lokakafla, sem með eintakts- stefi sínu bendir til Brandenborgar-kon- sertsins nr. 4. Hvert lag fyrir sig er sérmynd með eigin sjálfgildi; en tóntaksferill og sam- eiginlegur þjóðvísu-efniviður tengja saman þessa þrenningu og gera hana að æðri, fagurfræðilegri heild. Við öll tækifæri listræns flutnings og við nám er þessi svíta einstaklega at- hyglisverður kostur á verkefnaskrá fyrir selló og píanó. Útgáfan inniheldur lista er sýnir út gefin verk Hallgríms Helga- sonar.“ Das Orchester, músíktíma- rit, febrúar 1992. KLARA DÖGG SIGURÐARDÓTTIR Öllum er sama Inn í skemmu situr stúlka út í horni öll í hnipri öllum er sama öllum er sama hún er ein úti í horni og vill einhver taki utan um sig En hvar eru allir? Höfundur er 15 ára skólanemi í Reykjavík. Bölsýnismennirnir þusa yfir lággróðrinum, popptónlistinni, öllu sem sker þá í eyrun. Þeir þusa eins og kerlingar úti í horni, um söngvarana sem kunna ekki að syngja, rithöfundana sem kunna ekki að skrifa og málarana sem ekkert geta málað. Þegar að þeir hafa lokið máli sínu stendur ekkert eftir annað en ótti þeirra við að aðrir hafí ekki jafn mikið álit á þeim og þeir sjálfir. Eítir EINAR MÁ GUÐMUNDSSON jafnvel siðmenningin; ávöxtur þjóðfélag- anna: uppeldið sem leggur á okkur bönd, skólinn sem kennir okkur að hlýða og þar fram eftir götum. Þetta þýðir ekki endilega að málfrelsið og önnur lýðréttindi séu bara plat. Eigi að síður er allt sem við segjum og gerum háð aðstæðum og rammað inn í ákveðinn hugsunarhátt. Við erum hluti af siðum og venjum og margt svo sjálfsagt að við tök- um'ekki eftir því. Jafnvel byltingamenn, sem vilja um- turna öllu og kollsteypa, skírskota til fort- íðarinnar. Nýjungar nærast á fornum draumórum. Þó að allt sé gamalt í ísskápn- um er ekkert nýtt undir sólinni. Við megum allt sem okkur langar til en það sem okkur langar til er háð vilja annarra. Þó að enginn standi yfir okkur með svipu eða sitji um hveija setningu sem við segjum eru hugsanir okkar engan veg- inn úr lausu lofti gripnar. Við erum málpípur sjónarmiða og hags- muna, fangar aðferða og reglugerða. Skáldlegar setningar Arthurs Rimbaud eins og: „Ég er ekki ég, ég er annar,“ og „ég hugsa ekki, ég er hugsaður," tjá þessa staðreynd mæta vel. Þó að innan stofnunarinnar ríki viss fjöl- breytileiki og verðirnir séu flestir borgara- lega klæddir erum við með vissum hætti forrituð. Annars vegar búa í huga okkar ýmis skjöl úr fortíðinni, arfur hins liðna, en hins vegar mynda boð og bönn samtímans, reglugerðir hins nútímalega þjóðfélags, ramma um líf okkar. Á milli þessara póla, fortiðarinnar og samtímans, er eilíf togstreita; svo mikil að flest þjóðfélög rúma í sér snert af geð- klofa. Sé slík mælistika notuð á „okkar litla samfélag“ má segja að klikkunin sé að koma upp á yfirborðið, að brátt viti geð- klofinn ekki í hvaða heimi hann dvelur. Grundvöllur þessarar togstreitu í okkar samfélagi er augljós, sem sé sú staðreynd að í rúm þúsund ár bjuggum við í dreif- býli, samfélagi þar sem okkar menning og hugsunarháttur mótaðist. Inn í þennan forna heim höfum við alla tíð sótt gildi okkar og viðmiðanir. Á þessari öld hefur þetta dreifbýli hins vegar verið að þjappast saman og það með slíkum ógnarhraða að flestar kynslóð- ir á mölinni eiga sér gjörólíka sögu og meira en helmingur þjöðarinnar býr á litl- um þéttbýliskjarna eða umhverfis hann. II En ég ætlaði ekki að tala um þetta; ég ætlaði að tala um orðin. „Ymsum eru þau víst leiðitöm" yrkir Sigfús Daðason í Hend- ur og orð, bókinni sem alltaf er hægt að grípa til steðji vandi að höndum. Getur verið að orðin, verkfærin sem við notum til að tjá okkur, ráði í raun hvað við segjum? Eru menn hugsaðir fremur en að þeir hugsi? Hér áður fyrr byggðist vald manna ekki síst á því hve leiknir þeir voru með orðin. Hinn menntaði maður hafði orðin á valdi sínu. Stjórnmálamenn voru ræðuskörung- ar, ferskeytlan hvöss sem byssustingur og þar fram eftir götum. Menn gátu verið fámálir og sagt hug sinn í fáum, meitluðum setningum eða talað í belg og biðu. Allt snerist um orð. Hann er ekki ýkja merkilegur náungi en hann getur þó svarað fyrir sig. Hann kemst vel að orði. Hann lætur ekki vaða oní sig. Hver kannast ekki við þessar mæli- stikur? Það má velta því fyrir sér á hvern hátt framsókn myndmiðlanna hefur breytt þessu. Frekar en að segja um stjórnmála- manninn: „Hann er flugmælskur," segjum við: „Hann kemur vel fyrir í sjónvarpi." Hvernig hefði Egill Skallagrímsson komið fyrir í sjónvarpi? Hvernig hefði ver-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.