Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1992, Side 5
JÓNAS ÁRNASON
Tíu limrur
Til athugunar fyrir íþróttamenn
Best er hóflega hormóna að taka
eins og glöggt sást á keppninni í Cuaca
þegar Hugo von Toft
stökk svo hátt upp í loft
að hann ókominn enn er til baka.
Lýtalækning til forna
Á nefinu á Nefjólfi svarta
var loðin og leiðinleg varta
sem fór sína leið
þegar Fret-Högni sneið
nefið af Nefjólfi svarta.
Hlunnindi
í Boston býr búkonan Elery.
Hún er ánægð með mann sinn hann Melery.
Hann er aldrei með pex
og úr eyrum hans vex
kál það sem kallað er celery. -
Skeggræða
Eina limru ég læt hérna flakka
um skeggið á Brandi á Bakka.
Niður kjálkunum frá
gegnum klof hans það lá
og það endaði uppi í hnakka.
Snillingur kominn til Himnaríkis
Af angri og undrun hann stundi
er hann loks náði Lausnarans fundi
og sá við fótskör hans
sitja í dýrðarglans
hana Guðrúnu gömlu frá Lundi.
Höfundur er rithöfundur og býr á Kópareykjum i Reykholtsdal.
Úr Nýlendusögu Breta
Suðrí Ghana bjó Ferdinand Fesert
með varðhundinn góða hann Glesert.
Gamalt ljón, grimmt í lund,
kom og gleypti þann hund
og fékk sér svo Fesert í deseit.
Málsverður
Af Sveinbirni sjóskrímslafræðingi
er sú sögn að hann sigldi í næðingi
á seglprúðum bát
sem sjóskrímsli át
ásamt Sveinbirni sjóskrímslafræðingi.
Forsjálni
Uppá lofti hjá málgefna Manga
er stóreflis dæla og slanga;
og ef leiður hann er
uppá loftið hann fer
og svo lætur hann dæluna ganga.
Þj óðsagnaklerkurinn
Mönnum varð ríkast í minni
hve nefstór var seggurinn svinni.
Ur annarri nös
uxu öræfagrös
en öræfamosi úr hinni.
Að kunna sig
Draugurinn sívílíseraði
sem var uppvakinn eitt sinn á Héraði
lét kersknisorð falla
við kotbændur alla,
en Sigurð í Kvíum
og Sæmund í Stíum
og sýslumann Wium hann þéraði.
Notkun ljóðstafa við limrugerð getur verið með
ýmsum hætti, en hér eru aðferðirnar einkum tvær:
1) í fyrstu braglínu stuðlar tveir og í annarri
höfuðstafur. í þriðju og fjórðu braglínu stuðlar
tveir og höfuðstafur í þeirri fimmtu.
2) í fyrstu braglínu stuðlar tveir og aðrir tveir í
annarri. Tveir stuðlar í þriðju og fjórðu braglínu
og aðrir tveir í þeirri fimmtu. Báðar þessar aðferð-
ir standa heima við grundvallarhefðir íslenskrar
ljóðstafsetningar.
Orðið limra (fyrir limerick enskunnar) öðlaðist
þegnrétt í tungu vorri fyrir frumkvæði skáldsins
Þorsteins Valdimarssonar sem gaf út bók með
100 limrum eftir sig og jafnmörgum teikningum
eftir Kjartan Guðjónsson fyrir fast að því þremur
áratugum.
Hvað er limra? Hér má sjá dæmi um bragar-
háttinn. En það þarf meira en bragarháttinn til
þess að skapa limru. Gjaldgeng limra verður að
innihalda það sem nefnist absurd humor á máli
þeirra sem hafa lagt mesta rækt við limrugerð,
Engilsaxa. Einn ágætur maður hefur sagt að því
fjær sem limran sé skynsamlegu viti því betri sé
hún. Þeir sem gaumgæft hafa limrur þær sem
Gísli Jónsson hefur verið að birta í sínum ágæta
Morgunblaðsþætti um íslenskt mál eiga að geta
melt þann vísdóm.
Englendingurinn Edward Lear (1812-88) orti
snemma á ævi sinni 200 limrur og gerði úr þeim
bók sem hann nefndi Book of Nonsense. Þar með
hófst mikil limrugróðrartíð á ensku svæðunum
austan og vestan Atlantsála, og efni Nonsense-
bókarinnar hefur komið út aftur og aftur hjá
ýmsum forlögum allt til þessa dags,
Það telst ekki glæpur í limrugerð að brúka
eitt og sama orðið (jafnvel fleiri orð en eitt) tvi-
svar til ríms, enda eykur þetta oftar en ekki
skringigaldur limrunnar, sbr. t.a.m. hana þessa
(eftir Cosmo nokkurn Monkhouse) sem Gísli Jóns-
son birti fyrir nokkru:
There was a young lady of Niger
Who smiled as she rode on a tiger.
They returned from the ride
With the lady inside
And the smile on the face of the tiger.
Menn geta orðið svo aðkrepptir við að yrkja
limrur að þeir fái í bakið. Þessu valda þrengsli
formsins. Þá er ráð að rétta úr sér og láta vaða
í lokin. Dæmi um þetta er síðasta limran sem
hér birtist.
J.-
með konum og börnum. Þeir höfðu þarna
stuttan stans, e.t.v. var aðeins um skyndi-
komur að ræða.
„Líklegast er að vikur hafi liðið milli heim-
sókna karlmanna, gæti ég trúað,“ segir
Binford. Hinar síendurteknu fjarvistir til
langframa hlutu að hafa þær afleiðingar
að iangvarandi samband karls og konu var
útilokað, varanlegt samband kom því alls
ekki til greina. „Þessir karlmenn virðast
ekki hafa þurft að keppa um konur, að
minnsta kosti var slíkt alls ekki neitt venju-
legt. Ef svo hefði verið, þá hefðu þeir vitan-
lega þurft að dvelja þarna langdvölum til
að stunda keppni um kvenkosti." Keppnis-
leysið bendir til þess að konurnar hafi haft
síðasta orðið í makavali, að skoðun Bin-
fords, og þær réðu þann sem þær kusu til
samfara. Karlmennirnir urðu að þiggja það
sem þeim bauðst.
Fornleifagröftur og fornleifarannsóknir
hafa hingað til ekki veitt neinar upplýsingar
um hvernig þetta val fór fram eða á hvetju
það var byggt.
Rannsóknirnar varpa aftur á móti ljósi á
þá vangetu Neanderthala að gera „framtíð-
aráætlanir" eða að hugsa fyrir morgundeg-
inum eða nýta þær auðlindir og möguleika
sem voru fyrir hendi umhverfis þá. Þetta
atriði er eitt þeirra sem gerir þá ákaflega
frábrugðna seinni tíma mönnum. Svo dæmi
sé tekið, þá er vitað að allar ár í þessum
hluta Frakklands voru fullar af laxi á hvetju
vori á þessum tímum. „Ef menn hefðu tek-
ið eftir, þá hefðu þeir getað.veitt ógrynni
af laxi vor hvert. Við getum dregið upp
skarpari sviðsmynd,“ segir Binford. „Ekki
langt frá Combe-Grenel er háslétta þar sem
er mikill fjöldi hella, sumir þeirra bera þess
merki að þar hefur verið mannvist á þessum
tímum. Það er mikið um laxabein í þeim
hellum, þar sem birnir höfðust við. En í
öllum hellunum byggðum Combe-Grenel-
fólki fannst aðeins einn hryggur úr laxi.
Og rétt hjá rennur Dordogne-áin.“
Engar
Framtíðaráætlanir
Þetta þarf ekki að þýða það að Neandert-
halar hafi verið heimskari heldur en birnir
eða að þeir hafi alls ekki borðað lax. Nei,
það þýðir það, að þeir borðuðu fisk og flest
það sem að kjafti kom, þegar þeir fundu
það, — þegar það var hendi næst, en þeir
hugsuðu ekki um að afla sér fæðu nema
til dagsins. Þeir létu saðningu hvers dags
nægja og gerðu sér enga rellu út af því
hvort þeir fengju saðningu á morgun. „Birn-
ir afla sér ekki forða, sem þeir geta notað
næstu vetur, en menn hafa gert það og
gera. Meðal Neanderthala var engin fæðu-
taka nema sú sem fór fram þegar þeir voru
svangir. „Framtíðaráætlanir" voru ekki til
í heilabúi þeirra. Maðurinn gerir áætlanir
um það langt fyrirfram, sem er ekki fyrir
hendi eða er ekki sýnilegt, hann skipulegg-
ur fram í tímann. Menn flytja sig að þeim
ám, þar sem búast má við laxagöngu, vikum
áður en gangan hefst. Þeir setja upp fiska-
gildrur. Síðan verka þeir fiskinn og ganga
frá honum til geymslu. Það eru nægar sann-
anir fornleifafræðinnar fyrir þessu.
„Neanderthalar átu lax þegar þeir rákust
á hann. En þar sem þeir fluttu ekki fiskinn
heim til varðveislu og birgða, sem þeir
gætu nýtt síðar, þá notfærðu þeir sér ekki
heppilegar aðstæður til að afla mikils magns
þessa fiskjar, sem fór um í torfum afmarkað-
an tíma á hveiju ári. Þótt þeir hegðuðu sér
líkt og björninn, þá var hegðun þeirra víðs-
fjarri okkar.“
Skortur á fyrirætlunum; á því að geta
lagt á ráðin, að geta hugsað í framtíð, tak-
markaði lífssvið Neanderthala og hefur e.t.v.
orsakað endalok þeirra sem mannhóps. Ef
maður athugar aðsetur Neanderthala um
Evrópu, þá sker eitt svæði sig úr að því
leyti að þar finnst ekki og hefur aldrei fund-
ist nein byggð þessa mannflokks en það eru
hinar miklu grassléttur Suður- og Mið-Rúss-
lands.
Gátu Skrimt Við Skógana
Binford heldur áfram: „Neanderthalar
gátu ekki framfleytt sér á gresjum og gras-
steppum heimsins. Þeir gátu skrimt á jaðri
steppanna eða skóganna. Hvað kom til? Ef
maður færi út á slétturnar í Mið-Rússlandi,
þá vissi hann að þar er nóg æti, ef hann
gæti horft yfir víðernin úr fylgihnetti. Mað-
ur sem lieldur sig stöðugt á sama stað sér
ekkert kvikt — því að hér eru grasbítar sem
eru á stöðugri hreyfingu, rása um slétturn-
ar á stöðugri beit. Til þess að veiða þessar
skepnur þurfa menn að þekkja til ferða
þeirra og lífshátta og til þess þarf ímyndun-
arafl og skilning á hegðun þeirra í nánustu
framtíð. Þetta þekktu veiðimenn vísund-
anna, indíánar og aðrir, sem þær veiðar
stunduðu á grassléttum Ameríku. Neandert-
halar skynjuðu umhverfí sitt ekki á þennan
hátt. Þeir settust aðeins þar að sem hægt
var að grípa bráðina.
Alls staðar gildir sú regla, að menn verða
að geta hugsað sér atburði og hegðun, sem
er væntanleg, sem ekki hefur komið fram,
en vænta má. Án þessa lifa menn ekki af
og fyrir langa löngu urðu Neanderthalar
allir, hurfu, dóu út. Það er staðreyndin.
Olga Soffer, mannfræðingur við háskól-
ann í Illinois telur kenningar Binfords um
hinn þrönga heim og hið takmarkaða skyn
Neanderthala um umhverfi sitt og hið furðu-
lega samfélag Neanderthala falla að þeirri
mynd sem menn gera sér af heimi Neandert-
hala. Lifnaðarhættir þeirra og búseta kvenn-
anna sér og karlanna sér, hefur e.t.v. verið
tregða karlmannanna að deila fæðunni með
konunum. Sú tregða gæti átt sér orsakir í
viðbrögðum ættuðum beint úr dýrheimum,
þar sem fengitíminn ræður þeim litlu tengsl-
um sem karldýrið hefur við kvendýrið. Olga
Soffer telur að þessi tregða hafi valdið því
að konur ásamt afkvæmum, sínum byggðu
þar, sem auðveldast var að afla sér lífsviður-
væris og hafi þannig tryggt sér fæðu, þar
sem karlarnir sáu aðeins um að afla sjálfum
sér fæðu og deildu litlu eða engu með hinu
kyninu. 'Hópar sem deildu með sér fæðu, j
eins okkar tíðar menn gera, hefðu verið
sveigjanlegri. „Kenningar Binfords veita
okkur nýjan skilning á lifnaðarháttum þessa
fólks,“ eins og Soffer telur. „Við ættum að
temja okkur að athuga og rannsaka hegðun
Neanderthala án þess að vera bundin síðari
tíma fjölskyldugerðum." Þessi skoðun er
ekki almenn. Sumir fornleifafræðingar
benda á, að ef Neanderthalar hefðu verið á
stöðugu flandri, ættu að sjást merki þess á
beinaleifunum, en svo er ekki. Karlmanna-
beinagrindur bera ekki merki um meira slit
en beinagrindur kvennanna.
Binford álítur að Neanderthalar hafi ver-
ið furðulegir einungis í samanburði við síð-
ari tíma menn. „Ef menn leika hinn gamal-
kunna leik fomleifafræðinga og sumra
sagnfræðinga að miða allt við okkar gerð
og lífshætti, þá hljóta menn að einblína
undrandi á heimildirnar um Neanderthala
og undrast stórlega og æpa upp: „En þeir
furðufuglar!“ Og Binford heldur áfram:
„Þeir eru vissulega furðufuglar á okkar
mælikvarða, sem þýðir einfaldlega að þeir
hegðuðu sér á mjög frábrugðinn hátt frá
okkar mati.“
Joshua Fischman úr Discover.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. MAÍ1992 5