Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1992, Síða 9
Hinn upphaflegi útreikningur RÍM á
mörkun Skálholts. Til að samræma goða-
veldið heiðnum sið og fornri kristni var
beitt tölvísi nýplatónskrar heimsmyndar.
Mælieiningarnar voru hið germanska
24-rúna letur og „níu fet Þórs“. Þannig
myndaðist þvermál alheims, 216.000 fet
dauðlegs manns, sem samsvöruðu 216
þvermáium sólar í himinbaug. Þessi stað-
all varð grundvöllur landnáms og Alþing-
is á Þingvöllum. Línan á myndinni liggur
milli póla ársins, Bergþórshvols og
Stangar, sólstaðna á vetri og sumri.
holti. Meginatriði í nýplatónskum hugmynd-
um er varða staðsetningu Skálholts í önd-
verðu er einmitt margfeldið 9 sinnum 24.
Margfeldið 9x24=216 var heilagt (þótt mér
væri það ókunnugt, þegar ég reiknaði það
út). Samkvæmt niðurstöðum RÍM lá það
margfeldi að baki staðsetningu hins fyrsta
biskupsseturs. Nú sjáum við þetta stórmerka
atriði fornrar tölvísi birtast í kirkjuviðum, sem
fornfræðingurinn Oluf Worm sendir að Lauf-
ási.
Talan 216 var einn meginstuðull pýþagór-
skra fræða. Það merkir „fullkominn Tening",
þ.e. hið óbifanlega, sem veröldin er á reist.
Því var vídd alheims talin 216 þvermál sólar.
En talan gekk inn í kirkjubyggingar; þekkt-
ustu guðshús svo sem Dómkirkjan í Mílanó
er reist yfir stefið 216 (Skipið), svo og Skírn-
arhús Jóhannesar í Flórenz (Teningurinn).
Þau mál voru mér með öllu ókunnug, þegar
ég fann töluna fyrst og sá, að hún skýrði
helztu gögn er að Skálholtsstað lúta. En þeg-
ar það fer nú saman, að Worm þekkti þessa
fornu tölvísi og skildi tengslin við norræna
heiðni og „guðfræði", verður vart nema ein
ályktun af dregin: Wonn hefur skilið, að þarna
var um „rétta stærð“ að ræða, og að eigi
dygðu minni málin. Kirkjan að Laufási skyldi
byggð yfir rétta hugsun.
Einna fróðlegast er að sjá, að beiðnin utn
þessi mál kemur frá smiðunum. Það verður
ekki séð, að hinn lútherski prestur skilji mál-
in, en smiðirnir frábiðja sér minni viði til
smíðinnar; þeir vilja 24 tré sem hvert er 9
álna langt og engar refjar. Og þessi tré send-
ir Ole Worm frá kanslaranum. Þannig benda
líkur til, að eigi aðeins Brynjúlfur biskup
hafí skilið mikilvægi tölvísinnar, heldur og
þeir smiðir sem hér um ræðir. Má þannig
ætla, að þekkingin hafi varðveitzt allar götur
frá landnámi og fram til aldamótanna um
1700. Þekkingin virðist ekki glatast fyrr en
síðústu tvær til þrjár aldirnar.
En ofangreindar samsvaranir gefa þá og
efni til annarra ályktana: sennilega þekkti
Brynjúlfur biskup Sveinsson að Skálholti ekki
einungis nýplatónskar hugmyndir og tengsl
þeirra við ásatrú; eðlilegast er að ætla, að
hann hafi þekkt tengsl Skálholts við töluna
216 (þ.e. forna kristna theólógíu) og vitað
hver tengsl lágu um tölvísina milli heiðni og
kristni. Oxin Remigia bendir að auki til, að
BÍynjúlfur hafi þekkt allegóríu Njálu og skil-
ið hana að einhveiju leyti. Samkvæmt niður-
stöðum RIM er táknmál meistaraverksins
óaðskiljanlegt frá staðsetningu Skálholts (sjá
t.d. Baksvið Njálu 2). Hin kristnu fræði laun-
sagnarinnar eru forn - ekki lúthersk, eins
og sú kristni er hér festi rætur eftir siðaskipt-
in.
Enginn einn maður getur lesið öll rit er
að slíkum málum lúta. Því er verklag Tilgát-
unnar svo mikilvægt. Virðist ekkert annað
verklag duga, þegar þekking hefur lengi ver-
ið að mestu glötuð svo sem sú er lýtur að
hugmyndafræði goðaveldis íslendinga og
fyrstu kristni. En nú stendur mikið rannsókn-
arefni opið þeim, er skilja vilja fyrstu aldir
fslandssögunnar.
Dyr Skálholtskirkju standa upp á gátt.
Hvunndagslíf og agi
í Crimmitschau
- F erð á bernskuslóðir-
llir sem við hittum austan gömlu landamær-
anna eru tortryggnir og tala með gát. Upp-
ljóstrarakerfi rauða einræðisins (Stasi) leynist
í beinum þeirra. Bezti vinurinn kynni að vera
útsendari öryggislögreglu Alþýðulýðveldisins.
Faðir minn var stór og
mikill vexti, nokkurs
konar „minnisvarði um
tímabil Yilhjálms
keisara“. Hjálparhella
okkar, hann Illing,
nauðrakaði pabba í
framan á hverjum degi
og sömuleiðis skallann á
honum. Faðir minn var
hreykinn af örunum, sem
hann hafði fengið í
einvígi með sverð á
stúdentsárunum.
Eftir KARL KORTSSON
Borgarar Alþýðulýðveldisins sem var eru
gramir yfir óstjórn Sameiningarflokks
Þýskalands (SED) á efnahagsmálum í ríki
kommúnismans. Það var ekkert verið að
tvínóna við andófsmenn, það dró kjark úr
mönnum og þeir fylltust tortryggni. Eftir
stendur ótrú á yfirvöldum.
„Árangur næst aðeins með eigin fram-
lagi. Ef ríkið gælir við fólkið með sífelldum
stuðningi, leggur hver einstakur sig minna
fram,“ segi ég.
Saxneskir ættingjar mínir líta í kringum
sig. Þeir tala lágt og í álösunartón: „Já,
það getur verið rétt hjá þér, en það þarf
nokkurn tíma til að gleyma 40 ára innræt-
ingu kommúnista."
Við sitjum í veitingahúsi og ég panta
kaffi.
Þjónninn situr úti í horni og er að snyrta
á sér neglurnar.
„Fyrirgefðu, kaffið er frekar þunnt,“
kalla ég til hans.
„Kaffið hjá okkur er lagað eftir fyrir-
mælum ríkisins," svarar hann mér.
„Helmut, gerðu það, segðu ekkert,“ bið-
ur frændsystir mín mig.
„Lotte, tímar einræðisins eru búnir, fyr-
ir mikinn pening á maðUr rétt á góðri
vöru!“
Árið 1947 bauð borgarstjórn heima-
borgar minnar mér laust embætti föður
míns fyrir 700 austur mörk á mánuði,
með afnotum af garði. Sem ríkisstarfsmað-
ur hefði ég verið neyddur til að ganga í
(kommúnista)flokkinn. Þar eð ég hafði
aldrei skipt mér af stjórnmálum og hefði
aldrei getað búið í landi með einræðisskip-
ulagi, hafnaði ég tilboðinu.
Eg hafði fengið nafnskírteini á þýsku
og rússnesku sem átti að heimila mér ferð-
ir yfir landamærin, en það endursendi ég.
Fæðingarbær minn, Crimmitschau við
fljótið PleiSe, núna í sambandslandinu
Saxlandi, er upprunalega slavneskur. Við
Frá Crimmitschau í Saxlandi.
vað á fljótinu settust fyrstu íbúarnir að.
Terra plisnensis (Pleisseland) er fyrst get-
ið í heimildum frá árinu 974.
í kringum árið 1000 var kastali Sorba
reistur með tilheyrandi byggð.
í kringum árið 1150 ruddust germansk-
ir landnemar austur á bóginn allt yfir fljót-
ið Saxelfi, hröktu Slavana burt og nýttu
landið fyrir sálfa sig. Þýska borgin Crimm-
itschau var stofnuð. Borgarmúrar með
varðkastala voru reistir og einnig kirkja,
sem helguð var heilögum Lárentíusi.
Crimmitschau stóð við „via imperii“,
verslunarleiðina milli Norður-Evrópu og
Rómar, en hún liggur um hina þekktu
verslunarborg Leipzig og sker þar „via
regia“.
Árið 1429 er félag dúkagerðarmanna
nefnt.
Árið 1430 brenndu Hússítar, sem börð-
ust gegn öllu sem kaþólskt var, Crimmitsc-
hau til ösku. Mörg hundruð íbúar urðu
óhugnanlegum pestum að bráð og 200
árum seinna komu hersveitir Svía og keis-
arans í þijátíu ára stríðinu, rændu og rupl-
uðu í borginni og kveiktu í henni.
Á þessum tímum var einn forfeðra minn
í móðurætt, Abraham Triller (1592-
1663), borgarstjóri í Crimmitschau.
Trillerættin átti heima í Crimmitschau.
Hún var afkomandi Köhlers þess sem 8.
júlí 1455 drap ræningjariddarann Kunz
von Kaufungen og frelsaði kjörprins-
bræðurna Ernst og Albert sem hann hafði
rænt.
Árið 1812 fóru hersveitir Napóleons um
Crimmitschau. Prússneski herforingin og
frímúrarinn Gebbard Leberecht Bliicher
sigraði þær í frægri orrustu við Leipzig
17. október 1813.
Árið 1812 fluttist langalangafí minn í
móðurætt, dúkagerðarmaðurinn Traugott
Helling (1783-1859), til Crimmitschau og
kenndi þar framleiðslu á fínum dúkum í
yfirhafnir. Hann var meðeigandi vefnaðar-
fyrirtækisins David-Friedrich Oehler, sem
innleiddi vélspuna árið 1814. Þessi langa-
langafi minn komst til álits, virðingar og
efna. Hann var kosinn í borgarstjórn í
Crimmitschau.
Fæðingarborg mín hefur alltaf verið
miðdepill vefnaðariðnar í Saxlandi í
Pleissedal. Flestir hinna 30 þúsund íbúa
lifa af því að vinna úr ull, bómull og síðar
gerviþráðum efni til klæðagerðar, meðal
annars kasimitdúka, cicassiene, bláa „keis-
aradúka“, hafurskinn o.s.frv.
Langafi minn, Carl Julius Helling
(1817-1862), smíðaði úr kopar eimingar-
tæki til að framleiða kartöflusnafs og kop-
arkatla til að brugga bjór í. Hann átti einn-
ig heima í Crimmitschau.
Á verksmiðjusvæði við ána Pleisse, sem
mér er enn í fersku minni, áttu bræður
hans vefnaðarverksmiðju, þar sem þeir
framleiddu efni í pils, yfirhafnir og herra-
fatnað. Vörur Hellingbræðra voru boðnar
til sölu á kaupstefnunni í Leipzig.
Afi minn, Albrecht Helling (1843-
1933), stofnaði gluggatjaldaverksmiðju.
Fæðingarheimili Mitt
Gamla tígulsteinshúsið (reist 1899), sem
áður fyrr var embættisbústaður föður
míns, borgardýralæknisins, dr. Kurt
Bruckners (1874-1925), og fæðingar-
heimili mitt, er enn í dag í nokkuð góðu
lagi. Stigahúsið er að vísu vanhirt og veg-
girnir útkrotaðir. Ég er kominn upp á
aðra hæð í húsinu Kitscherstræti 10 í
Crimmitschau.
Við hveija íbúðanna þriggja má sjá
nöfn leigjénda á pappaspjöldum. Embætt-
isíbúðinni, sem var 8 herbergi, er búið að
skipta upp. Tii vinstri á stigapallinum er
salerni fyrir alla íbúa hússins. Skola verð-
ur niður með vatni úr ryðgaðri blikkfötu.
„Hringið þrisvar,“ stendur þar sem áður
fyrr var aðalinngangur í íbúð okkar.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23.MAÍ1992 9