Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1992, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1992, Síða 5
Brekka með dæmigerðum blönduðum gróðri. Brúnn alaskavíðir vex skjótt upp og setur hlýlegan svip á umhverfið, Ierkið fylgir honum eftir, en greni og fura fara hægar fyrstu árin. óblandaðan húsdýraáburð, sauðatað eða hrosshtað, enda lét árangur þá ekki á sér standa. Hafi áburður staðið í haug einn vet- ur hefur þetta enga hættu í för með sér. Engir skyldu hins vegar geyma húsdýraá- burð miklu lengur, því að kraftur hans rýrn- ar skjótt. Næst er að nefna notkun tilbúins áburðar. Blákom hefur reynst mér vel; það virðist hafa flest nauðsynleg efni sem vantar í hina mögru jörð. Vel hefur gefist að bera á greni, furu og víðiplöntur frá og með öðru ári uns plantan er komin á annan metra að hæð. Víðir þrífst alls ekki í magurri jörð nema hann fái góða áburðarhressingu fyrstu árin. Síðan bjargar hann sér sjálfur eins og annar gróður. Þegar nokkrar sættir höfðu náðst við átak- amikið veðurfar og mér hafði lærst að auðga hinn rýra fokjarðveg hófst næsti áfangi: gróðursetning í samfelldar spildur og í stærri stíl en áður. Mér hugnaðist ekki hin þétta gróðursetning sem blasti við í mörgum skóg- ræktargirðingum, því að víða lét grisjun á sér standa. Við þetta bættist ótti við óþrif í gróðri — sitkalúsina — en hún þrífst best þar sem barrtrén standa þétt. Niðurstaðan varð því sú að ætla tvo til tvo og hálfan metra milli plantna og hafa alaskavíði í ann- arri hverri holu. Brúnn alaskavíðir reynist hin ákjósanlega tegund í þessu tilliti. Hann er vindþolinn og hraðvaxta, fer yfír mannhæð á bersvæði á skömmum tíma, ljær harðvell- inu mjúklegt yfirbragð og veitir mikið skjól meðan barrplöntur eru að vaxa upp. Síðar má fella hann þegar barrtré krefjast aukins vaxtarrýmis. Loks er þess að geta að víðirinn kostar ekki neitt þar sem einungis stiklingar eru settir niður, tveir til þrír í hveija holu eftir því hve vindasamt er á svæðinu. Hin mismunandi afbrigði af brúnum alaskavíði sem ræktuð eru hér á landi virðast yfirleitt skila sér vel við þessar aðstæður, en græna afbrigðið þrífst alls ekki — þolir hvorki vind, þurrk né vondan jarðveg. Ekki má gleyma því að ein víðitegund er öllum öðrum þolnari í þessu umhverfi; það er brekkuvíðirinn, sem virðist ekki vita af neinni austanátt. Hann er góður til að fylla upp þar sem mest mæðir á en verður ekki ýkja hávaxinn. Næst er að nefna lerkiræktun. Fyrsta til- raun fór út um þúfur en síðari gthafnir lofa góðu. Lerkið sér um sig sjálft og vex hratt upp á harðvellinu ef það er sett niður í mik- inn húsdýraáburð og fær smáskjól fyrstu tvö árin, t.d. botnlaus plastílát sem fljóllegt er að taka upp og færa úr stað. Inn í þessa ræktun vantar aðeins eitt, og verður vikið að því síðar. Grasvöxtur er vandamál sem jafnan hefur fylgt skógrækt, og hjá honum verður ekki komist þegar áburður er settur í holur eða borinn á yfirborð. Miðað við það sem hér hefur verið lýst þarf aðeins að hefta grasvöxt- inn fyrstu tvö árin, eftir það er plantan vax- in úr grasi í orðsins fyllstu merkingu, hún teygir sig upp úr grasinu og hefur engan óhag af því. Einfaldasta leið til að halda grasi í skefjum er að stíga það út af þegar blautt er á, höggva lauslega á gróðurflækj- una með flugbeittri skóflu og láta grasið að sjálfsögðu liggja. Þá þarf sjaldan að beygja bak. Ef þetta er gert tvisvar á sumri í tvö ár er vandinn leystur, og fyrirhöfnin er sáralítil. Þegar ég tók að sýsla við skógrækt ræddi ég við marga til að afla mér fróðleiks og meðal annarra við góðan samstarfsmann, náttúrufræðing sem nú er látinn. Þá fór hann að tala um svepprót og sagði meðal annars að erlendir starfsbræður sínir undr- uðust að íslendingar skyldu sýsla við skóg- rækt án þess að gefa svepprótinni gaum. Þeim þætti fráleitt að stunda slíka ræktun án hennar. Ég hafði ekki heyrt þetta fyrir- bæri nefnt áður og fékk nú dálítinn fyrirlest- ur um það. Svo leið og beið en enginn minnt- ist á svepprót svo að ég heyrði. Vorið 1988 kom loks svepprót á markaðinn hér á íslandi undir framleiðsluheitinu Sprettur, sérstakt afbrigði fyrir hveija tijátegund. Ég setti svepprót með öllu sitkagreni sem ég gróðursetti þetta vor, en aðeins fjórðung þess magns sem tilgreint var í léiðbeiningum af því að mikill húsdýraáburður var í hverri holu. Ég leit svo á að þar fengi þessi rotvera þann vaxtargrunn sem hún þyrfti og því mætti spara magnið sem notað væri. Þetta reyndist rétt. Aldrei hef ég séð slíkan við- gang í nýgróðursettu greni. Það óx talsvert fyrsta sumarið og hefur haldið þeim vaxtar- hraða síðan. Eftir þijú sumur eru þessar plöntur 45-55 cm að hæð, með gróskulegum grænum litblæ, lausar við hið föileita vesæld- aryfirbragð smáplantna sem vaxa í snauðri fokmold. Vorið 1989 hugðist ég kaupa meiri svepp- rót og gróðursetja greni í stærri stíl, en þá brá mér illa í brún. Enginn Sprettur var á markaði; hvatvíslegar yfirlýsingar höfðu spillt þeirri framkvæmd og ræktunarmenn eiga enn um sinn að leiða hjá sér jákvætt sambýli trés og svepprótar, sem þekkt hefur verið úti í löndum í áratugi. Hér er skylt að nefna annað atriði í viðleitni minni á þessu sviði. Að sjálfsögðu setti ég svepprót með því lerki sem gróðursett var vorið 1988, en þar hef ég ekki jafnótvíræðan samanburð um árangur. Tvennt veldur því: í fyrsta lagi var þetta fyrsta gróðursetning mín á lerki sem umtalsverð var, og í öðru lagi gekk ég enn með þá hugmynd að ekki ætti að nota teljandi húsdýraáburð með þessari tijátegund til að ná fram tafarlausum vexti. Einungis má geta þess að hæstu plöntur frá fyrr- nefndu vori eru um 70 cm að hæð. í fram- haldi af þessu má minna á að grasvöxtur er ekki umtalsvert vandamál þar sem svepp- rót er notuð. Ég hef rætt við nokkra aðila sem notuðu Sprett fyrir þremur árum, og finnst þeim að hann hafi litlu skilað. Ég held að það sé ofur skiljanlegt. Það vantaði það sem við átti að éta. Þegar rotvera eins og svepprót er sett niður í steindauða fokmold, sem er allvíða hér á landi, skortir hana allan vaxtargrunn. Slíkt dæmi gengur ekki upp, þótt það geti blessast.þar sem jarðvegur er fijór. Ef svepp- rótin fær svolítinn húsdýraáburð með sér í holuna má búast við ótvíræðum árangri. Vonandi taka forstöðumenn gróðrarstöðva og aðrir uppeldisaðilar við sér áður en langt líður og fara að setja á markað bakkaplöntur sem smitaðar hafa verið með svepprót. Þessu þarf að fylgja vísbending um það sem plant- an þarf að fá með sér í jörðina þar sem að- stæður eru erfiðar. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Undanfarið hefur gróðri verið raðað í einn hektara á ári. Handtökum fækkar með auk- inni þjálfun og skipulagningu, en veðurfar og undirbúningur ráða viðgangi gróðurs hverju sinni. Gróðurfar breytist þegar tijá- gróður er kominn yfir mannhæð og nú er þéttur grasvöxtur þar sem áður voru mosa- þembur með stijálum stráum. Það má velta því fyrir sér hvers vegna fólk leggur.slíka ræktun fyrir sig. I fyrsta lagi er þetta tilefni til kærkom- innar útivistar. Ræktunarstörfum fylgir lík- amlegt erfiði, loft í lungun og notaleg hug- arró. Þetta er holl áreynsla sem dregur ræktunarmanninn út í öllu færu veðri. Ekki má svo gleyma hinni hljóðlátu gleði sem Iæðist inn í hugskotið þegar vel gengur. Kunningjar minnast oft á mikla vinnu þegar þessi mál ber á góma, en ég minni þá á að það sem einum sýnist vinna er öðrum dægra- dvöl. Hvað kostar þessi dægradvöl í útlögðu fé? Plöntur í einn hektara á ári (að viðbættu græðlingaefni sem kostar ekki neitt), hús- dýraáburður og tilbúinn áburður á eldri gróð- ur uns hann er orðinn einn og hálfur metri á hæð kosta svipað fé og þarf fyrir einum vindlingapakka á dag yfir árið. Við þetta bætist girðingakostnaður, sem er vissulega umtalsverður og samsvarar þriðjungi úr vindlingapakka á dag yfir árið. Hvað virðist skipta mestu til að ná árangri í skógrækt við mjög erfiðar aðstæður? 1 fyrsta lagi er það ríflegur húsdýraáburður undir hveija plöntu, auk svepprótar með barrplönt- um ef tiltæk er. í öðru lagi þurfa barrplönt- ur nokkurt skjól fyrstu 2-4 árin til að kom- ast hjá afföllum og ná tafarlausum vexti. Sé svepprót ekki fáanleg er nauðsynlegt að kasta áburðarlúku að plöntunum í fáein ár. Ef þessum ráðum er beitt sannast það sem við sjáum víða um iand: Þar sem planta var gróðursett með nokkurri alúð vex síðar upp tré. Sumum finnst nauðsynlegt að hafa nokkra afsökun fyrir gerðum sínum, ekki síst þegar eitthvað fráleitt er á döfinni eins og t.d. skóg- rækt. Af þessu stafar sífellt hjal um svokall- aðan nytjaskóg. Staðreyndin er hins vegar sú að nytjaskógur er ekki bara timbur í óko- minni framtíð heldur umhverfi, óbitinn gróð- ur í vexti, skjól, land þar sem fólki líður vel. Þess vegna á ekki að gróðursetja of þétt, það á að hafa víði og annan mjúklegan laufgróður á stangli en gæta þess að hann skemmi ekki barrtrén. Það á ekki að raða barrplöntum svo þétt að þar verði ógengur frumskógur síðar meir. „Hvenær verður þetta nú nytjaskógur, Björn?“ spurði kunningi minn. „Þetta er orðinn nytjaskógur nú þegar,“ ansaði ég. „Jæja?“ „Já, hér rækta ég minn hugargróður, og hann vex og dafnar meðan trén teygja úr sér. Hér er strax komið nokkurt skjól í hafátt- inni og indælt umhverfi til útivistar, ekki eintómur berangur eins og áður var. Þetta er minn nytjaskógur. Ætli þetta sé ekki það sem fiestir rækt- unarmenn hafa ómeðvitað í huga á íslandi, hlýlegt og fagurt umhverfi þar sem gróður- inn dafnar og vex. Höfundur er skólastjóri Hagaskólans í Reykjavík. REIÐI Ein sterkasta tilfinning þegar einstakl- ingur er órétti beittur, er reiðitil- finningin. Hún grípur ekki aðeins um sig í vitundinni, heldur skekur hún allan líkamann og afskræmir andlitið. Hún safnar úr undirvitundinni öllum ljótum orðum og vondum og býr til úr þeim hárbeitt vopn sem skal særa og skera í nafni réttlátrar hefndar. Tæplega hefur nokkur gert reið- inni jafngóð skil og Jón Vidalín, sem segir hana andskotans verkfæri. Ef nánar er hugað að orðum Jóns, sem áttu að vera öllum til strangrar viðvörunar á þeim tíma, kemur flest í ljós sem staðfestir það að reið- in er slæm tilfinning, sem eitrar sálarlífið og ormétur persónuleikann. Slíkt getur orð- ið að svo stóru sálarmeini að það safnar sífellt í sig og sýkir út frá sér. Þótt reiðihaf- inn verði fyrst og fremst sjálfur þolandi stórtækra kvala, geta þær brotist út úr vit- undinni og orðið skaðvaldur hans í umhverf- inu og mannlegum samskiptum öllum, án minnsta tilefnis. Einstaklingur, sem hugsar vandlega ráð sitt þegar honum finnst gert á hluta sinn, og yfirvegar tilefnið frá báðum hliðum er ósjálfrátt að búa gæfusamlegum viðbrögð- um rúm í vitund sinni. Stór orð og meið- andi missa þannig mátt sinn og þorstinn til hefndar dvín, líkamleg viðbrögð verða mild og yfirbragð rólegt. Skynsemin tekur smám saman að hreiðra um sig og virkni hennar fer að gæta í öllum athöfnum. Dómgreindin verður fær um að sinna sínu hlutverki að yfirvega orð og gerðir og koma því til skila sem þarf í þessu tilfelli, án áreitni eða niður- lægingar. Gjörðum hennar fýlgir beinskeitt hreinskilni, blönduð skilningi og góðvilja. Innri líðan einstaklingsins aldrei gefið svo varanlegar upplýsingar að óhætt sé að meta gildi þeirra sem ótvírætt. Hins vegar er hægt að draga af þeim talsverðan lærdóm sem getur orðið hagnýtur til samanburðar, ef fylgst er með atburðum líðandi stunda og viðbrögðum einstaklinga hveiju sinni ásamt þeim áhrifum sem válegir atburðir skilja eftir sig til frambúðar. Fortíðin opin- berar að margir sem háðu erfiða lífsbaráttu gátu furðanlega staðið hana af sér og oft lýst umhverfið með lífsgleði milli harðra strauma. Meira að segja afrekað ýmislegt það sem var til góðs fyrir samferðafólk og heilla komandi kynslóðum. Ef hægt er að „smíða“ gæfu, má ætla að þetta gengna fólk hafi komið auga á hana sem efnivið í lífsferli sínu og unnið úr honum samhliða hörðum hretum og borið mikið úr býtum. í slíkum tilfellum virðist lífsgleðin hafa sam- einast ljósinu og runnið í eitt með birtu náttúrunnar, gert lífsnautnina svo sterka að hún megnaði að yfirskyggja sárustu raunir. Þá sýnist staðreynd að gæfan, sem ósýnilegur förunautur hafí verið notuð af innsæi mannlegra eiginda og þar með verið lagður grundvöllur að nærveru hennar til framtíðar að ferðalokum. JENNA jensdóttir. STEFANÍA EYJÓLFSDÓTTIR Vetrarkvöld Það er hlýtt undir súðinni utan við gluggann gnauðar í hríðinni sem hleðst upp í hvítan perlukrans á rúðuglerinu. í litla risinu ríkir kyrrð og friður. Marr í hjörum hljómar sem vinarhót er mildar móðurhendur bæta kolum á ofninn hér er hlýtt undir súðinni. Höfundur er útivinnandi húsmóðir í Reykjavík og helgar Ijóðið móður sinni, Guðrúnu Stefánsdóttur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6.JÚNÍ1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.