Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1992, Qupperneq 6
-1
hlið vilja að athyglinni sé fyrst og fremst
beint að manninum sem persónu og félags-
veru og að hinum félagslegu áhrifaþáttum,
bæði á sviði fjölskyldulífs, uppeldismála,
samfélags, stjómmála og hagkerfis og þann-
ig sé höggvið að rótum meinsins.
Sjúkdómshugtakið ber ætíð að taka með
góðum fyrirvara og sveigjanleika. í geðsjúk-
dómafræðinni er það fyrst og fremst vinnu-
tæki og má ekki verða að stimpli eða dómi.
Sumir virðast trúa því að hver sá sem leitar
til geðlæknis eða annars meðferðaraðila á
þessu sviði sé þar með geðsjúkur — það sé
þar með staðfest! — Raunar er breidd og
fjölbreytni þeirra einkenna sem fylgja sál-
rænum og geðrænum vandkvæðum og sjúk-
leika svo mikil að það er engum ótvíræðum
samkennum til að dreifa nema þá kannski
þeim einum að um einhveija röskun á geðs-
munum eða tilfinningalífi sé að ræða sem
er þó alls ekki einhlítt. Fólk getur einfald-
lega haft þörf fyrir að takast á við tiltekna
þætti í lífi sínu og ná betri tökum á sjálfum
sér fyrir tilstyrk slíkrar meðferðar.
Geðlæknisfræðin hefur marga snertifleti
við fjölda fræðigreina og samfélagsfyrir-
bæra. Innan hennar gætir að sjálfsögðu
talsvert ólíkra strauma. Margir hallast mest
að raunvísindalegum skýringum á geðræn-
um sjúkdómseinkennum og byggja þá af-
stöðu sína meðal annars á rannsóknarniður-
stöðum og kenningum um eðlis-, efna- og
erfðafræðilegar forsendur í miðtaugakerf-
inu. Slíkt fyrirbæri sé því rökréttast að
meðhöndla með lyfjum og öðrum tæknileg-
um úrræðum. Aðrir hafa túlkað geðræn
sjúkdómseinkenni út frá sálrænum eigin-
leikum og eðli manna og að hluta sem afleið-
ingar af andlegu og félagslegu hnjaski á
lífsleiðinni og flóknum misfellum í samskipt-
um og kjörum, einkum þó í frumbemsk-
unni. Hér má benda á áhugaverðar kenning-
ar þróunarsálfræðinnar um tengslamyndun,
persónuleikamótun og fleira. Þær kenningar
þyrfti að kynna margfalt betur en gert hef-
ur verið. Þessar kenningar hafa síðan beint
athygli manna að meðferð sem stefnir að
auknum skilningi og innsæi, svo og stuðn-
ingi í samræmi við þetta. — Helsti merkis-
beri þessa viðhorfs er sálgreiningin sem
haft hefur mikil áhrif á allan mannskilning
og samfélagsskilning og mótað samtalsmeð-
ferð sem ugglaust er eitt vænlegasta úrræð-
ið við hinum vægari geðrænu einkennum,
en tengist einnig meðferð veikari sjúklinga
meira eða minna. Svið raunvísinda og mann-
vísinda á vettvangi geðlæknisfræðinnar
hafa auðvitað tekist á og eru enn að takast
á. Sannleikurinn er þó sá að bæði eru þau
ómissandi og í starfinu verður að samhæfa
þau á sem faglegastan hátt. Orsakir og
eðli geðrænna vandamála verða ekki dregin
í dilka, hvorki raunvísindanna né mannvís-
indanna. Það verður tæpast nægilega undir-
strikað að forðast ber allar tískustefnur í
þessum efnum. Dæmi um eina slíka er það,
er menn vegna andúðar á hinum stóru og
stundum kuldalegu geðspítölum — sem var
vissulega oft réttmæt — sveifluðust yfir í
hinar öfgamar: út í samfélagið með alla og
helst alls engar langtímavistanir. Það þarf
vart að eyða orðum að skaðsemi slíkra skoð-
ana sem í rauninni eru sígilt dæmi um tísku-
fordóma. Nóg er af þeim. Einna dapurleg-
ast er það í þessari umræðu, hversu fordóm-
ar, gamlir og nýir, hafa haldið velli innan
sjálfra heilbrigðisstéttanna. Hvers má þá
vænta af „almenningi" og ráðamönnum?
í sögu þessara fræða fínnast sem betur
fer mörg jákvæð tilvik þegar dregið hefur
úr fordómum og það er enn að gerast:
a) Nefna má hinar merku kenningar
Freuds um djúpstæðar orsakir taugaveikl-
unar og fleiri geðrænna einkenna sem án
efa léttu þungu oki af mörgum. Auðvitað
er hægt að teygja slíkar kenningar og nota
í fordómafullu skyni, til dæmis til að ásaka
aðra, svo sem foreldrana um uppeldið á
bömunum og svo framvegis. En ekki hefur
heldur skort á fordómana gegn Freud, eink-
um meðal þeirra sem minnst þekkja verk
hans og kenningar. Vissulega er það rík
tilhneiging að reyna að nota stórmerkilegar
tilgátur og kenningar sem hráefni í ofurein-
faldar „patent“-lausnir og skýringar á öllum
sköpuðum hlutum. Aðrir veitast svo af fullri
hörku að fmmkenningum brautryðjendanna
vegna slíkra afurða andlítilla sporgöngu-
manna. Allar merkustu stefnur í hugmynda-
sögu mannsandans hafa orðið fyrir barðinu
á slíku. - Andstaðan og fordómarnir gegn
Freud og sálgreiningunni á sér raunar fleiri
og dýpri rætur. Á því er lítill vafí, svo eitt-
hvað sé nefnt, að kenningin um ómeðvitað
sálarlíf og ómeðvitaðar ástæður fyrir mörgu
í breytni manna og fari var - og er kannski
enn - alvarleg ógnun við hinn „löggróna
vana“, sjálfsímynd og heimsmynd sem menn
vilja ekki láta raska. Minna þarf nú til að
setja allt í bál og brand.
b) Þá má minna á það hversu gagngerri
Hjörleifur Sigurðsson við vinnuborðið heima hjá sér á Hjarðarhaganum.
Að upplifa
samtímann
sem þjáningu
M
eðal þess sem er á boðstólum af myndlist á
þeirri listahátíð, sem nú stendur yfir, eru
tvær sýningar á verkum Hjörleifs Sigurðs-
sonar, sem Félag íslenzkra Myndlistarmanna
og Norræna Húsið gangast fyrir. Önnur
Rætt við Hjörleif
Sigurðsson, listmálara, í
tilefni þess að FÍM og
Norræna Húsið gangast
nú á listahátíð fyrir
tveimur sýningum á
verkum hans.
þeirra er í sýningarsal félagsins við Garða-
stræti, en hin í Norræna Húsinu. FÍM vildi
á þennan hátt heiðra einn af eldri félögun-
um; listamann, sem búinn er að vera virkur
frá því um miðja öldina. Hann var þá einn
af þeirri framvarðasveit, sem hélt á lofti
merki róttækrar nýlistar; svo róttækrar í
augum hinna íhaldssamari listunnanda, að
þeir sáu í þessari nýju stefnu ekkert annað
en endalok þess sem þeir vildu kalla mynd-
list.
Menn voru því vanastir að samasemmerki
væri á milli olíumálverks og landslagsmynd-
ar. Málarar áttu að lofsyngja landið eins
og Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur, Kjarv-
al og fleiri. Svo rótgróið varð þetta viðhorf,
að enn á vorum dögum sjáum við í sjónvarp-
inu, þegar rætt er við allskonar opinbera
embættismenn, að myndin sem hangir á
veggnum á bak við þá, er frá Þingvöllum,
úr Svínahrauni eða frá Húsafelli.
Engir framúrstefnumenn, hvorki Súmm-
arar né Konseptmenn, hafa mætt annari
eins hneykslun og andstöðu og sá hópur,
sem flutti með sér hugmyndafræði franska
skólans um og eftir 1950. Einn af þeim var
Hjörleifur Sigurðsson, fæddur 1925 í
Reykjavík og er því 66 ára. Hann varð stúd-
ent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1945
og hélt árið eftir utan til Stokkhólms, þar
sem hann lagði stund á listsögu og málaral-
ist við Stockholms Högskola og Grúnewalds
málarskola. Það var frekar óvenjulegt, að
breytingu AA hefur stuðlað að á afstöðu
manna til alkóhólisma. í kjölfar árangurs-
ríkra úrræða hefur raunhæfur skilningur
aukist meðal almennings, viðbrögðin orðið
markvissari og gömlu fordómarnir góðu
heilli rénað mikið. En gamla bölið á sér víða
hauka í homi, og aðalatriðin geta hæglega
horfið í athyglisverðum skoðanaágreiningi,
bæði, svo eitthvað sé nefnt, um sjúkdóms-
hugtakið og ýmsa þætti í gildismati og
meðferðarmarkmiðum samkvæmt því.
c) Alkunna er einnig að framfarir í lyfja-
fræði hafa stórbætt heilsu og horfur geð-
sjúkra og þar með vakið nýjar vonir, dregið'
úr ótta og fordómum. Hér er þó einnig sú
hætta að slíkar uppgötvanir valdi oftrú og
einstefnu, og hefur vissulega mátt greina
það allvíða.
Eins og áður segir má oft merkja meting
og stundum gjá á milli fulltrúa mismunandi
fræðilegra áhugasviða og aðferða innan
einnar og sömu mennta- eða starfsgreinar.
Þetta gildir raunar jafnt um flestar fram-
leiðslu- og þjónustugreinar atvinnulifsins —
auk vísinda og fræða — en er mismunandi
illvígt. Menn bera þá auðvitað fyrir sig fag-
leg rök og ástæður oft með lærðu vísinda-
legu yfírbragði og skírskotun til rannsókna
— Roma lobuta... En hvað sem líður fag-
legum rökum á ytra borði eru innri og dýpri
ástæður slíks rígs og reiptogs án efa alltof
oft — leynt og ljóst — persónulegs og tilfinn-
ingalegs eðlis í raun; dulbúin hagsmunaátök
um ijármagn og frama, áhrif og yfírráð,
aðstöðu, bitlinga og gróða.
III. LOKAORÐ
Fordómar eru illa eða órökstuddir dómar
og skoðanir sem oftast birtast sem öfgafull-
ar alhæfingar, vafasöm afstaða með eða á
móti tilteknum mönnum eða málefnum sem
menn taka gagnrýnislaust upp hver eftir
öðrum. Þeir koma iðulega í veg fyrir að
fólk horfist í augu við lífsvandamál sín af
heilindum og fullri ábyrgð.
Fordómar beinast meira að geðsjúkdóm-
um en öðrum veikindum. Það er í beinum
tengslum við óttann við hið óþekkta og er
að nokkru leyti skiljanlegt vegna þess hve
geðlæknisfræðin er ung fræðigrein og hve
stutt er síðan menn komu sér saman um
helstu hugtök hennar og einnig hve lítil
fræðsla hefur verið um þessi mál miðað við
margt annað. Afar brýnt er að vinna gegn
fordómum á þessu sviði sem öðrum. Geðræn
sjúkdómseinkenni valda nægri þjáningu sem
slík þó ekki sé aukið á hana með heimskuleg-
um viðhorfum, viðhorfum sem stuðla að
höfnun sem eykur á einangrun, einsemd og
ógæfu sjúklinganna.
Eðlilegasta og mikilvægasta leiðin til að
vinna gegn fordómum á þessu sviði er að
auka fræðslu um andlegar og tilfínningaleg-
ar þarfír, jafnt ungbarna sem fólks á öllum
aldri. Þetta er vanrækt svið í skólakerfínu.
Á öllum skólastigum þarf að gera fræðunum
um hið mannlega hærra undir höfði en gert
hefur verið. Og sífellt þarf að vera á varð-
bergi gegn vísindahroka og þröngsýni.
Markmið menntunar á að vera að þroska
hæfíleika fólks til gagnrýni og til að vinna
markvisst gegn blekkingum og bábiljum.
Menntun á að vinna gegn andlegum glund-
roða. Los og stjómleysi eru gróðrastía for-
dóma og geðrænna erfíðleika. Fólk með
sæmilega heilsteyptan innri mann, sjálfs-
ímynd og virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum
þarf síður að styðjast við fordóma. Það
gerir sér líka ljóst að algjört fordómaleysi
er ekki til og að sú skoðun að maður geti
losað sig við alla fordóma sína í eitt skipti
fyrir öll er blekking og kannski einn versti
fordómur okkar tíma. Raunveruleg efling
umburðarlyndis og mannúðar í heiminum
er háð því skilyrði að þeim fordómi verði
útrýmt. Hann er nátengdur oflæti og hroka
sem stendur mönnum alvarlega fyrir þrifum.
Nú á tímum yfírgnæfir umræðan um
stjórnmál, efnahagsmál og ytri þægindi í
anda tæknihyggjunnar allt annað. Við
þörfnumst nú mannverndar sem ekki ein-
asta þarf að beinast gegn fjölmörgum ógn-
völdum í umhverfínu, heldur einnig að stuðla
að því að maðurinn fái verndað sjálfan sig
fyrir sjálfum sér — og fetað sig upp úr því
dómgreindarleysi og þeim óheilindum sem
eru jarðvegur fordómanna. Þó að í barátt-
unni gegn fordómunum sé ekki að fínna
neinn stórasannleik né endanleg svör er er
nauðsynlegt að stefna að því marki að gera
sér þá sem ljósasta, afhjúpa þá og vera á
verði gagnvart þeirri hættu að nýir fordóm-
ar leysi þá gömlu af hólmi. Viðurkenna ber
að fordómar tengjast djúpstæðum þáttum
í eðli mannsins og geta — þegar allt kemur
til alls — sjálfír reynst órækt einkenni um
býsna alvarlegt geðrænt vandamál.
Höfundur er geðlæknir og starfar á Geðdeild
Landsspítalans.
ungir menn í þá daga færu ekki frekar til
Kaupmannahafnar, en hið endanlega mark-
mið og hápunktur á námsferli, var Parísar-
dvöl í lengri eða skemmri tíma. Þangað
hélt Hjörleifur og var þar árin 1948-50. Á
seinna árinu í París sýndi hann í La Gall-
erie Saint Placide ásamt þeim Herði Ágústs-
syni, Valtý Péturssyni, Gerði Helgadóttur
og Guðmundi Elíassyni.
Fyrstu einkasýningu sína á íslandi hélt
Hjöleifur í Listvinasalnum við Freyjugötu
(nú Ásmundarsal) og sýndi þar verk sín frá
Parísarárunum. Og um haustið var hann
þátttakandi í Septembersýningunni með
þrjár fyrstu abstraktmyndir sínar.