Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1992, Blaðsíða 8
'I i tvír iv tií<f ..rygorUAj ífirrflBni !: !
PIRAMERD
Stjörnurnar og ég
Jón frá Pálmholti þýddi
Fjarlægu stjörnurnar sem kastið geislum útí nóttina
þreyttar einsog ég: án hvílu, án svefns.
Samúð okkar er gagnkvæm. Við þekkjum andvökuna,
svo lengi höfum við starað hvíldarlaust útí myrkrið.
í gær, í birtingu, grétuð þið yfir öriögum mínum:
Þið sáuð mig yfirgefmn af vinum sem óvinum.
Aldrei hef ég notið slíkrar umhyggju.
Enginn hefur grátið yfir örlögum mínum líktog þið.
Fögur voru tár stjarnanna
Og ég sem héit það væri döggin ...
Ég hef beðið vindinn segja mér af þreytu ykkar.
Þið eruð ekki í mínum sporum, svo nærri hásæti Guðs.
Sendiboði ykkar skráði á grasið með hjálp daggarinnar:
Kvöl Kúrdanna hefur borist með Ijósvakanum til himins.
Hróp þeirra hafa fundið sér stað í himninum
og stunur þeirra fengið tár ykkar tilað renna.
Piramerd (1867-1950) er helsti tengiliður kúrdískra nútímabókmennta við menningararf fortíð-
ar. Fyrirrennari Gorans. Hann var lærður embættjsmaður og málfræðingur er lagði grundvöll
að „kúrdiseringu" móðurmálsins. Piramerd er skáldanafn og merkir Sá gamli. Rétt nafn hans
var Tafwik Mahmud. Hann var einnig blaðamaður, útgefandi og leikritaskáld.
ÓLÍNA PÉTURSDÓTTIR
Þankabrot gamallar konu
Hvílir ySr heimi
heilög þögn
læðast hugsanir létt á tánum
huga minn um
og hjartað Gnnur
frið og fögnuð
í fögrum minningum.
(Óskar Magnússon frá Tungunesi.)
Fyrir nokkru lagði þáttur í rík-
isútvarpinu spumingu fyrir
hlustendur: „Hvað er róman-
tík?“ Ég vildi svara á þessa
leið. Rómantík er viss hughrif.
Næmleiki fyrir því sem fagurt er. Hugs-
um okkur stjömubjart tunglskinskvöld,
fagurt sólarlag, döggvott blómabeð,
nýútspmngna rós, lítið bam sem horfir
tindrandi augum á kertaljósin á jólat-
rénu. Er þetta ekki rómantískt? Sam-
fara rómantík er þráin eftir því fagra
og ljúfa. Skáldið sem skrifar eftirfar-
andi ljóðlínur hefir áreiðanlega verið á
valdi rómantíkur.
Fegurðin kallar allt sem vér unnum,
allt sem vér þráum fram í sál.
(Hannes Hafstein.)
Gamla konan situr í litlu þægilegu
stofunni sinni. Það er rökkur og það
logar og snarkar í eldinum í kolaofnin-
um. Hún horfír dreymin inn í glóðina
sem slær töfraljóma á allt i stofunni.
Hún hverfur á vit minninganna.
Litla stúlkan tekur skautana sína.
Hún ætlar upp á tjöm. Það er draumfag-
urt tunglskinskvöld, stjömubjartur him-
inn og slær mæmm geislum á lygnan
hafflötinn. Hún sest á tjamarbakkann
og fer að tjasla á sig skautunum. Hún
sér draumaprinsinn skauta framhjá.
„Ætlar hann ekki að tala við mig?“
hugsar hún. Jú, hann hefur sannarlega
tekið eftir henni, stoppar hjá henni og
segir: „Ég skal hjálpa þér að festa á
þig skautana. Eigum við að koma í
takt?“ segir hann. Svo skauta þau af
stað hönd í hönd. Mikið em þau sæl
og hamingjusöm. Þau em tvö í heimin-
um. Ef til vill hefír prakkarinn hann
Amor setið á tjamarbakkanum með
bogann sinn og örvar. Þau njóta stund-
arinnar í friðsælum vökudraumi. En
allt tekur enda. Tjömin fyllist af glöðum
unglingum, sumir skauta í takt, aðrir
em einstaklingar sem njóta þess að
sýna listir sínmar á skautunum. Þau tvö
hverfa í hópinn. Draumurinn er búinn,
þau hverfa hvort til síns heima — en
minningin lifír.
Gamla konan rís upp úr sæti sínu og
segir við sjálfa sig: „Hvflík stund, eða
var mig kannski að dreyma. Getur þessi
ljúfa áratuga minning lifað í huga mín-
um til hinstu stundar?“ Hún hallar sér
aftur og raular fyrir munni sér:
Tíminn vinnur aldrei á
elstu kynningunni.
Ellin Gnnur ylinn frá
æskuminningunni.
Höfundur er 85 ára og býr nú á Kópaskeri,
en bjó áður á Daöastööum.
með dýjamosa
og gæruhníf
Afí minn og amma í föðurætt hétu Helga Jónsdót-
ir og Þorvaldur Kristjánsson. Þau bjuggu í
Litla-Dal í Tungusveit og áttu jörðina. Þau
fiuttust búferlum að Stöpum í Tungusveit og
þótti mörgum sem það væru ekki góð um-
Sigríður frá Stöpum í
Tungusveit, sem nú er
95 ára, segir frá sínu fólki
fyrir norðan og þeim
atburði þegar
Guðmundur Hannesson
læknir kom eins og
kallaður á elleftu stundu
til að saga annan fótinn
af föður hennar, Jóni
bónda á Stöpum, sem
hafði fengið mjög
alvarlegt fótarmein..
skipti, því Litli-Dalur er grasgefin jörð, en
víða er grýtt jörð á Stöpum. En þaðan var
mun víðsýnna.
Af hærri stapanum, rétt við tónfótinn,
sést vel í björtu veðri vestur á Vatnsdals-
fjall, langt norður í haf og austur á Hraun-
tungu í Öxnadal. Einnig sést suður á Hofs-
jökul og af þessum stað má sjá nærri tug
kirkna. Líklega hafa þau afí og amma verið
sæmilega vel stæð að þeirrar tíðar hætti
og er til marks um það, að þau létu smíða
handa sonum sínum matskeiðar og teskeið-
ar úr silfurspesíum og var á hverri skeið
fangamark eigandans.
Afí og amma áttu saman tíu syni; þar
af misstu þau sex. Þeir dóu úr barnaveiki,
en þeir sem lifðu voru Hannes, Guðmund-
ur, Kristján og Jón faðir minn; allir urðu
þeir bændur í Lýtingsstaðahreppi. Auk þess
eignaðist afí einn son framhjá ömmu; hann
hét Halldór og varð bóndi í Merkigarði.
Stapabræður voru eftirsóttir við allar
byggingar, sem vanda þurfti til. Þeir voru
allir smiðir og snilldar vegghleðslumenn; þar
að auki áreiðanlegir. Ef Stapabræður gáfu
samþykki sitt, var álitið að þeirri byggingu
væri borgið, enda hafði móðir þeirra sagt
við þá: „Ef þið gefíð einhveijum loforð,
hvort sem það er karl eða kona, á maður
að standa við það, svo maður geti mætt
hveijum sem er kinnroðalaust, hvar og hve-
nær sem er.“
Helga var fædd á Bergsstöðum í Svart-
árdal. En langamma mín, Ingibjörg Hrólfs-
dóttir var frá Stóru-Ökrum í Blönduhlíð;
komin af Hrólfungum, sem svo voru nefnd-
ir og voru annálaðir kraftamenn. Af þess-
ari langömmu minni lærði amma mín mat-
reiðslu með þeim árangri, að hún þótti frá-
bær matreiðslu- og brauðgerðarkona, oft
fengin til að sjá um brúðkaupsveizlur, þar
sem mikið var í borið. Ein slík veizla var
haldin í Gilhaga. Hún stóð í þijá daga og
fékk amma mikið lof fyrir sitt starf þar.
.Brúðhjónin hétu Oddný og Stefán og fóru
að búa í Uppsölum í Blönduhlíð. Afí var
alltaf með ömmu undir svona kringumstæð-
um og hjálpaði henni með það erfiðasta og
gætti þess að óviðkomandi færu ekki inn í
búr eða eldhús.
Amma hafði fleiru að sinna því konurnar
í sveitinni sendu oft eftir henni þegar þær
tóku léttasótt. Hún fór þá svo framarlega
sem hún lá ekki sjálf á sæng, eins og það
var kallað þegar konur lágu eftir bams-
burð. Það var algengt að hjón eignuðust
mörg böm og bændumir áttu stundum börn
framhjá. Þar á meðal var langafí minn, fað-
ir Helgu á Stöpum, sem nefndur var Stein-
ár-Jón. Hann átti þijár eiginkonur og eitt-
hvað yfir 30 böm. Jón þessi var sagður
myndarmaður, stórvel gefínn; hann átti
Steiná og fleiri jarðir í Svartárdal. Ættin
býr þar ennþá. Faðir minn var látinn heita
eftir Steinár-Jóni og hefur ömmu litizt þann-
ig á drenginn að hann mundi ekki kikna
undir nafni.
HESTHÚ SHURÐ FYRIR
SKURÐARBORÐ
Móðuramma mín, Guðrún Guðmunds-
dóttir, var frá Kollugerði, næsta bæ við
prestsetrið Höskuldsstaði á Skaga. Hún
eignaðist þessa dóttur með sóknarprestin-
um, séra Birni á Höskuldsstöðum, sem var
auk þess mikill sjósóknari og aflamaður.
Oft hafði hann komið að landi með bát sinn
drekkhlaðinn á sunnudögum, þegar messu-
fólkið var að koma til kirkju. Var þá venju-
lega stúlka með þvottavatn í bæjardymm
8