Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1992, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1992, Page 10
Klassísk tilvitnun í byggingarlist: Gaflhlaðsþríhymingurinn sívinsæli var notaður líkt og biluð grammófónsplata. Myndin er af British Museum í London. UM KLASSA OG KLASSÍSKA HLUTI Orðin „Klassi“ og „klassískt“ virðast hafa tekið sér bólfestu í daglegu tungutaki landsmanna og eru þar gjaman notuð jöfnum höndum þegar menn vilja lýsa hrifningu sinni eða sam- þykki á einhveijum hlut, eins og t.d.: „Þessi Eiður Hóratíusarbræðra. Málverk eftir Jacques Louis David. Dæmi um nýklassík í málaralist. Vegna þess að merkingarlegt innihald orðsins virðist hafa sullast eitthvað niður eða jafnvel tæmst er kannski ekki úr vegi að grennslast aðeins fyrir um hina upprunalegu notkun þess og hvert menn voru að fara þegar þeir tóku sér orðið „klassískur“ í munn. Eftir HANNES SIGURÐSSON bíómynd er alveg meiriháttar klassi"; eða: „Skákmaðurinn svaraði leik mótherja síns með klassískri vöm.“ Það er ekki gott að segja hvenær orðið „klassískt“ fór að hreiðra um sig í málinu, en það hljóta að vera nokkuð mörg ár síðan því sjálfur man ég eftir móður minni þegar ég var smáp- atti taka þannig til orða um einhvern kjól, að þetta væri alveg „klassískt snið“. Ég var aldrei með það fullkomlega á hreinu hvað hún átti nákvæmlega við og er það eiginlega ekki enn. Sennilega meinti hún að kjóllinn væri sígildur, í þeirri hagsýnis- merkingu að hann væri hentugur við flest tækifæri og dytti ekki svo auðveldlega úr tísku. Með þessu komst móðir mín mun nær upprunalegri notkun orðsins en þeir sem að í dag tala um slíka fáheyrða hluti sem „klassísk popplög, klassíska megrunarkúra og jafnvel klassa banana“. Einhvern tímann frá því að ég stóð eins og glópur í kjólabúð- inni og hlustaði á móður mína ræða um klassískar dragtir og þar til menn tóku að tala um „klassísk viðbrögð" og „klassa pulsur" virðist merking orðsins hafa brengl- ast alvarlega og orðið að hálfgerðu innan- tómu orðskrípi sem leyfilegt er að nota yfir næstum allt og alla. Eg man jafnvel eftir að hafa heyrt oftar en einu sinni og tvisvar að framkoma eða lífsstíll manna bæri vott um „vissan klassa". Þessi grautar- lega beiting orðsins hefur mest lítið með upphaflegt innihald þess að gera nema hvað það er enn notað sem almennur gæð- astimpill, en klassi virðist vera leitt af orð- inu klassískur sem fengið er að láni úr hinni alþjóðlegu tungu og náskylt er enska orðinu „classical". Vegna þess að merkingarlegt innihald orðsins virðist hafa sullast eitthvað niður eða jafnvel tæmst er kannski ekki úr vegi að grennslast aðeins fyrir um hina uppruna- legu notkun þess og hvert menn voru að fara þegar þeir tóku sér orðið „klassískur“ í munn. Því miður er ekkert einhlítt svar við þeirri spumingu og merkingin er nokk- uð breytileg eftir hvort bókmenntir, málar- alist, byggingarlist eða tónlist á í hlut, en línumar vom engu að síður mun skýrari en þær em í dag. í myndlistinni, sem og bókmenntum, var „klassískur" eða klassík- ismi“ einvörðungu notað til þessað vitna til grískra og rómanskra lista og lifir sú skil- greining ennþá góðu lífí á meðal fræði- manna. Þeir sem em hvað nákvæmastir beita því helst ekki nema í sambandi við gríska list, sem talin er bijóstmóðir vest- rænnar menningar, og náskyldustu af- kvæmi hennar, eða um tímabilið frá pers- nesku stríðunum á ámnum 481-479 og til dauða Alexanders mikla árið 323 fyrir Krist, þegar hellenska skeiðið tekur við. Þar sem Rómveijar öpuðu svo stíft eftir þessum andlegu forverum sínum á Grikk- landi bæði í list og lífemi er „klassískur" oft aðeins notað í afleiddri merkingu um þeirra arfleifð. Var það fyrst brúkað um þá rómversku borgara sem greiddu hæstu skattana og, nokkm síðar, um rithöfunda sem getið höfðu sér góðs orðstírs. Á miðöld- um náði skilgreiningin yfir alla fom-gríska og rómanska rithöfunda, auk sjónlista á þeim tíma, sem litið var til sem hinnar einu sönnu mælistiku á réttmæti og verðleika hlutanna. Þær fjölmörgu klassísku endur- lífgunartilraunir sem átt hafa sér stað gegn- um aldimar hafa þess vegna beinst að því að endurvekja þau listrænu lögmál og skip- an er gilda í byggingar- og höggmyndalist þessara fornþjóða og þann stórfengleika sem talinn var þeim tilheyra. Fyrsta slíka endurvakningin átti sér stað á tímum Karls konungs mikla á áttundu og níundu öld, einhveiju fijóasta nýsköp- unartímabili evrópskrar sögu og menning- ar. Næsti stórkippurinn fór að mestu fram í Flórens og Róm og er hvað sterkustu áhrifin að fínna í verkum arkitektsins Filippo Brunelleschi, sem segja má að hafi hrundið ítalska endurreisnartímabilinu af stað með hvolfþaki sínu yfír dómkirkjuna í Flórens árið 1420 og Munaðarleysingjasp- ítalanum, Ospedale degli Innocenti, frá ár- inu áður. Það var á dögum endurreisnarinn- ar sem menn tóku að þróa ýmsar kenning- ar um klassískan arkitektúr. Þær voru að miklu leyti byggðar á skrifum rómanska arkitektsins Marcus Citgruvius Pollio, betur þekktur einfaldlega sem Vitruvius, er uppi var rétt fyrir Krists burð og uppgötvuð voru árið 1414. Fræðirit Vitruviusar eru mjög ruglandi aflestrar og voru endureisn- armenn óbangnir við að skálda sínar eigin hugmyndir í eyðurnar. Túlkun þeirra á list Grikkja og Rómveija til forna blandaðist saman við þær hugmyndir sem næstu kyn- slóðir gerðu sér um klassíska list og hvað 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.