Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1992, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1992, Qupperneq 9
og einnig með hempuna. Séra Bjöm predik- aði oft blaðalaust og þótti halda góðar ræð- ur. Faðir Bjöms var séra Þorlákur Loftsson á Móum og Esjubergi, en langafi hans var hinsvegar séra Jón Steingrímsson, eldprest- ur. Kollugerðisfólk þótti duglegt og aftmrða söngfólk. Jón faðir minn var mjög listfengur og hagur, svo fólk sendi til hans allskonar hluti sem höfðu bilað og vandi var að gera við; þar á meðal bfotið leirtau. Hann var líka afbragðs vefari. Hann var fæddur á Stöpum og bjó þar allan sinn búskap, utan eitt ár, sem hann bjó í Hvammkoti í Tungusveit. Faðir minn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ingibjörg Jóhannsdóttir, ættuð austan af landi. Þau eignuðust tvo syni, en hún dó af barnsfömm, þegar hún átti þann seinni; henni blæddi út og ekkert var hægt að gera til að bjarga henni. Barnið var skýrt Eyvindur, en dó skömmu síðar. Nærri fjómm árum seinna kvæntist Jón móður minni, Guðrúnu Björnsdóttur, sem fædd var 1858. Hún var eins og áður segir úr Húnavatnssýslunni, en var þá komin austur í Tungusveit og hafði verið vinnu- kona á Lýtingsstöðum og víðar. Hún kom til hans sem ráðskona í fyrstu. Foreldrar mínir eignuðust 5 börn; ég er næstyngst og við erum tvö sem eftir lifum. Sá atburður, sem lengi verður í minnum hafður í fjölskyldunni, átti sér stað fyrir 101 ári, þegar Guðmundur Hannesson, prófess- or, tók fót af föður mínum, nokkm fyrir ofan hné. Aðgerðina varð að framkvæma strax á staðnum; það var ekki talið ráðrúm til að flytja föður minn langar leiðir, því drep var komið í fótinn. Skurðaðgerðina framkvæmdi Guðmundur án þess að svæfa sjúklinginn eða deyfa og skurðarborðið var hesthúshurð, sem sett var upp í baðstof- unni. Svo vildi til að hafði þá móðir mín nýlega fætt barn og þótti ekki fært að hún væri í baðstofunni á sama tíma og þessi þjáningarfulla aðgerð fór fram. Þessvegna vom hún og barnið borin út, suður fyrir bæinn, enda ekki um aðrar vistarverur að ræða en baðstofuna. Sigríður fór að mála með olíulitum eftir sjötugt, en ekki liggja margar myndir eftir hana. Hún er nævur málari, sem merkir að hún hefur þann sjaldgæfa hæfi- leika að hafa haldið myndhugsun barnsins. Þetta málverk er af æskuheimili Sig- ríðar, Stöpum í Tungusveit, Handan Héraðsvatna sést bæfinn í Bólu í Blöndu- hlíð og Bólugil, þar sem fjórir fossar falla í röð. í litla húsinu með bláa þakinu, í næsta býr Sigríður frá Stöpum. Þetta var í júnímánuði 1891 og um það eru til heimildir vegna þess að löngu síðar hélt Guðmundur Hannesson erindi í ríkisút- varpið, þá orðinn aldraður maður, og rakti minningar frá liðnum tímum; þar á meðal talaði hann um skurðaaðgerðina á Stöpum. Um þetta leyti var Guðmundur að ljúka prófum í læknisfræði og sagðist honum svo frá í útvarpinu: SÓTTHREIN S AÐUR DÝJA- MOSI „Ég var kominn heim að Eiðsstöðum til foreldra minna og ætlaði að vera heima um sumarið, en langaði til að skreppa í skennnti- ferð austur í Skagafjörð, til þess að heim- sækja frændkonu mína, Elínu á Brúnastöð- um, konu Jóhanns Péturs hreppstjóra, og vera hjá þeim í viku, sem ég og gerði, A meðan ég var á Brúnastöðum, fór ég til kirkju að Mælifelli og var við messu hjá Jóni presti Magnússyni. Þegar komið var úr kirkju var mér boðið til stofu ásamt öðru fólki. Presturinn fór þá að tala við mig um bágar aðstæður á einu heimili í sveitinni. Konan lægi á sæng, en bóndinn fársjúkur af hnémeini og það væri komin svo mikil ígerð í lærið, að hann væri hættur að hafa fótaferð. Hann hefði ekki viljað leita lækn- nágrenni við Slökkistöðina og Perluna, is, haldið að þetta lagaðist af sjálfu sér. Presturinn spurði mig hvort ég væri ekki fáanlegur til að koma með sér að Stöpum og líta á manninn og skera í lærið ef ég héldi að það gæti hjálpað. Ég var undireins til í þetta og fór nú að hugleiða með sjálfum mér, hvað mig vantaði helzt af öllu og komst að þeirri niðurstöðu, að það væru sáraum- búðir. Mér var boðið að vera á Mælifelli um nóttina og þar sem ég bjóst ekki við því að sofa mikið, fór ég strax um kvöldið að fá mér dýjamosa uppi í fjalli. Fór ég með hann heim í bæ, skolaði Jlann vel og vand- lega þar til öll mold var farin úr honum og sótthreinsaði hann svo vel sem ég gat. Morgunninn eftir fórum við séra Jón í blíðskaparveðri og glaðasólskini yfir að Stöpum. Strax og ég sá Jón bónda Þorvalds- son, varð mér ljóst að hann var miklu veik- ari en ég hafði gert mér í hugarlund. Það var komin mikil ígerð upp í lærið og sár út frá því og drep komið í allt saman. Hætta á blóðeitrun var mikil og þá ómögu- legt að bjarga lífi mannsins. Því varð að hafa hraðann á, hver mínúta var dýrmæt. Það var líka komin skemmd í beinið. Konan og nýfætt barnið voru borin suður fyrir bæinn. Hesthúshurðin var valin fyrir skurðarborð og úr ljánum hans Jóns gerði ég sög. A allri minni læknistíð kynntist ég aldrei öðrum eins hetjuskap, annarri eins Œoký&Pm - / . Sigríður frá Stöpum vildi sem minnst tala um sjálfa sig, en langaði til að koma á framfæri því, sem hún hafði skráð um sitt fólk fyrir norðan og eink- um þó föður sinn, Jón bónda á Stöpum í Tungusveit, sem hún dáir mjög. Sig- ríður er mjög skýr og hress þrátt fyrir 95 árin að baki, en verður að nota göngugrind til að komast um húsið. Ljósm.Lesbók/GS. karlmennsku og æðruleysi og hjá þessum manni. Það heyrðist aldrei í honum stuna á meðan ég tók af honum fótinn. Það leið yfir hann rétt sem snöggvast á meðan ég sagaði í sundur á honum lærlegginn. Þessa aðgerð hefði ég aldrei getað gert, ef verk- færin hans Jóns hefðu ekki verið svo vel gerð og vel hirt. Hann hafði þau undir sperru í baðstofunni.“ Þannig hljóðaði frásögn Guðmundar Hannessonar í útvarpinu. Við hana er því að bæta, að Guðmundur hafði að sjálfsögðu ekki með sér þá sá sérstöku hnífa, sem notaðir eru við uppskurði á sjúkrahúsum. Þess í stað varð hann að notast við gæru- hníf föður rníns; það var stór hnífur, notað- ur til að flá sauðfé þegar slátrað var. Þarna mættust tveir menn, sem áttu margt sameigiolegt. Báðir höfðu óbilandi kjark, báðir skjótir til úrræða, ef vanda bar að höndum og glöggir á hvað gera þurfti, enda voru þeir skyldir. Þeir voru vinir eftir þetta og faðir minn heimsótti Guðmund margoft á Akureyri, þar sem hann var lækn- ir. Seinna fékk Guðmundur bróðir minn útvortis berkla og þá var enn leitað til Guð- mundar Hannessonar, sem tókst að lækna bróður minn á ellefu árum. Faðir minn fór allra sinna ferða þótt hann væri á öðrum fætinum. Hann var eng- inn ládeyðumaður, öðru nær. Mér er hann minnisstæður frá því ég var bam; þá kom hann með kassa með bankabiggi, sem svo var nefnt og setti á kvarnarsteinana og söng um leið og hann malaði. Mjölið gusað- ist út í kvarnarstokkinn, mjúkt eins og hveiti. Þegar hann brosti, þá birti yfir öllu andlitinu og bláminn í augunum varð skær- ari og það var ekki hægt annað en brosa með. Ég man vel brosið hans og fallegu söngröddina. DAUÐASLYS Á STÖPUM Önnur æskuminning stendur mér skýr fyrir hugskotssjónum, en er ekki ánægjuleg. Ég var þá fimm ára. Þá voru sjö til heimilis á Stöpum, foreldrar mínir og ég, og hjónin Guðfinna og Jónas ásamt tveimur börnum sínum, Þórunni og Guðlaugi, sem þá var 17 ára. Þetta var rétt fyrir jólin 1902. Guð- laugur hafði viljað fara með föður sínum út á Krók, en hann átti að vera heima og sinna gegningum. Faðir minn var nýkominn heim frá Steinsstöðúm og búinn að láta reiðhest- inn sinn, hann Fálka, í hús. Allar kindur hjá okkur voru á húsi, en fé Guðfmnu og Jónasar var úti. Guðfinna fór að hafa orð á því við son sinn, að nú væri líklega bezt að fara að smala saman kindunum og koma þeim í hús. Nokkrar þeirra voru komnar vestur fyrir vatnið. Guðlaugur tók þessu fálega og kvað ekkert liggja á; hann færi beint yfir vatnið. Ég man, að þá svaraði faðir minn nokkuð snögglega, að í því væri ekkert vit, ísinn bara tveggja nátta. Guð- laugur ansaði engu, en ég hafði á tilfinning- unni að hann ætlaði að óhlíðnast föður mín- um. Litlu síðar, þegar hann snarast út úr baðstofunni, stendur faðir minn upp og fer á eftir honum og eltir hann. Þegar við kom- um fram í bæjardyrnar, sást að Guðlaugur var kominn spottakorn framá vatnið og gekk hratt. Að skammri stund liðinni var hann komin langleiðina yfir vatnið og þá kallaði faðir minn á eftir honum: „Varaðu þig, þama er hann veikastur!“ Ekki sáust þess nein merki að Guðlaugur heyrði þetta og áfram hélt hann með sama hraða og áður. Mér finnst að hann hafi bara átt eftir þijú skref að bakkanum hand- an vatnsins, þegar ísinn brotnaði og piltur- inn skall í vökina. Við heyrðum, að hann kallaði á hjálp og sáum að hann tók sundtök. Faðir minn stóð á hlaðinu ásamt móður piltsins. Hann kallaði til okkar: „Komið með reipi ofan að vatni og leysið þau í sundur“. Svo hentist hann suður túnið, inn í hesthús og kom út með langa broddstafinn sinn. Broddinn á honum hafði hann sjálfur hert í eldi og margsinnis notað hann við ísinn á Héraðsvötnunum. Úr hesthúsinu kom faðir minn með borð, sem hann hefur kippt úr stalli með höndunum einum saman og síðan fór hann í loftköstum niður að vatni. Guð- laugur var enn á sundi í vökinni og kallaði látlaust á hjálp. Hann var enn með vettlinga á höndunum og skellti þeim hvað eftir ann- að uppá skörina, en hún brotnaði jafnharðan undan þunganum. Faðir minn var seztur á stallborðið og stjakaði sér með broddstafnum út á ísinn. Hann hafði látið binda reipi um sig og bilið á milli hans og Guðlaugs styttist óðum. Ég var búin að sjá Guðlaug sökkva tvisvar á kaf í vatnið, en hafði engan skilning því, hvað það boðaði. Á bakkanum stóðu móðir piltsins og Guðmundur bróðir minn og höm- uðust við að gefa reipið framá ísinn. Enn var Guðlaugur á sundi; síðasta hróp hans nísti í gegnum merg og bein. Síðan skellti hann höndunum einu sinni enn á skörina. Þar urðu vettlingarnir eftir og frusu fastir um leið og hann sökk. Þessu tafli var lokið; dauðinn hafði sigrað. Á eftir fór ég að hugsa um draum sem mig hafði dreymt nokkru áður. Ég hafði sofið lengur en venjulega og Guðfinna kom að rúminu mínu. Þá sagðí ég við hana: „Mig dreymdi að ég sá hann Lauja fara á bak honum Litla-Grána og svo fóru þeir út á vatnið. En hann Litli-Gráni blotnaði ekki neitt í fætuma, því hann gekk bara ofaná vatninu. En þegar þeir voru nærri komnir alla leið yfir vatnið, þá sukku þeir og komu ekki upp aftur“. Guðfinna fölnaði og sneri til dyra og ég sá eftir því að hafa sagt henni drauminn. Ég flýtti mér að kalla á eftir henni eins hátt og ég gat: -Mig dreymdi þetta bara.- Gisli Sigurðsson tók saman eftir minn- ingum Sigríðar Jónsdóttur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13.JÚNÍ 1992 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.