Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1992, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1992, Blaðsíða 5
Hún segir: „Ef þú ert að leita að menningar- legri reynslu sem þú vilt muna eftir, þá skaltu fara á disktótek í Reykjavík um helgi“ (bls. 44). Diskótekin koma þarna á eftir Mývatnssveit, þjóðgörðum, Látrabjarg og helstu fossum landsins. í þriðja sinn er di- skótekið getið í kaflanum um Reykjavík. Þar er rætt um verðlag, klæðaburð og „fijálslynd viðhorf sem koma upp á yfirborð- ið eftir örfá glös“ (bls. 96). Ég ætla þess vegna að skeyta engu við- bárum þeirra sem ætíð eru að reyna að draga mörk milli þess hvað er ekta og hvað er óekta eða flokka fyrirbrigði í umhverfinu eftir því hversu náttúruleg eða tilbúin þau eru eða skipta menningu í sanna menningu og síbylju auglýsinga. ítalski bókmennta- fræðingurinn og rithöfundurinn Umberto Eco hefur skrifað um teygjanleika mark- anna milli raunveruleika og óraunveruleika. M.a. ræðir Eco um tilhneigingu Bandaríkja- manna af evrópskum uppruna (hvíta manns- ins) til þess að reyna að endurskapa evr- ópska menningu til að bæta sér upp tengsla- leysi sitt við sögu lands síns. Hann spyr hvort eftirlíkingarnar af evrópskri list og sögu, sem hvarvetna er að fínna, séu raun- verulegri en Los Angeles, Flórída, hrað- brautirnar, MacDonalds og fleira sem er óaðskiljanlegur hluti bandarískrar nútíma- menningar? Meginatriðið hér er að það er óljóst hvað er í rauninni ekta. Gildir einu hvort um er að ræða náttúru, sögulegan stað eða menningu. HYAÐ ER EKTA OG HVAÐ ER Óekta? Hugmyndum nútímabókmenntafræðinga og rithöfunda um það hversu óglögg skilin eru milli þess sem er raunverulegt og óraun- verulegt má beita á íslenskan veruleika. Þeim má beita til að gaumgæfa þau við- teknu viðhorf sem búa að baki því að flest- um fínnast Dimmuborgir, Höfði, Snorri Sturluson og Gullfoss á einhvern hátt „sann- ari“ — náttúrulegri eða íslenskari — en Eden, Bláa lónið, Sykurmolarnir og reykvísk diskótek. Eden, Bláa lónið, Sykurmolarnir og reyk- vísk diskótek eru raunveruleg fyrirbrigði íslenskrar nútímamenningar á nákvæmlega sama hátt ogDisneyland, Disneyveröld, „the real thing“ kók, MacDonalds og hraðbrautir eru raunveruleg fyrirbrigði bandarískrar nútímamenningar. Sumir segja að það sem sé upprunalega gert fyrir ferðalanga sé „óekta“. Þessi skil- greining á við um flesta skemmtigarða, e.t.v. einnig um Bláa lónið og Eden. Þetta er ágæt skilgreining, svo langt sem hún nær. Hún gengur að því leyti í berhögg við hug- myndir um óspillta náttúru og sanna Sögu- eyjarmenningu að diskótekin eru með í myndmni því að ekki urðu þau til vegna ferðafólks. Lítum betur á þessi „feik“, þ.e. það sem flestir álíta vera eitthvað „gervi“, gert fyrir ferðafólk, gert fyrir þá sem skilja ekki muninn á því hvað er upprunalegt og hvað er eftirlíking. Er eitthvað rangt við eftirlík- ingar? Deilurnar um Sögualdarbæinn í Þjórsárdal þættu fráleitar í Bandaríkjunum þar sem reistar eru nákvæmar eftirlíkingar af forsetaskrifstofum í bókasöfnum fyrrver- andi forseta. Umberto Eco heimsótti Lyndon B. Johnson safnið í Austin, Texas; ég heim- sótti Jimmy Carter safnið í Atlanta í Georg- íufylki — og sá reyndar forsetann sjálfan í eigin persónu innan við þijá metra frá mér þar sem hann talaði við kennaranema frá Emoryháskóla. Það að sjá og heyra Carter var merkileg upplifun, m.a. af því að stund hans með kennaranemunum var ekki sett upp fyrir ferðalanga og raunar var þetta reynsla ófáanleg „venjulegum" ferðalöng- um. Safnvörður, sem um leið var góður umhverfístúlkandi, hefur eflaust bætt Eco þetta upp með áhrifaríkri sögu af persónu- leika Johnsons. E.t.v. var það safnvörður sem þekkti Johnson persónulega. En er ekki móðgandi við íslenska menn- ingu að bera hana saman við „sögulaus" Bandaríkin? Skiptingin milli söguríks „garnla" heimsins og sögulausra Bandaríkj- anna riðlast gersamlega þegar litið er á þjóðgarða, hið mest ekta af öllu sem ekta er í ferðamennsku. Þau eiga nefnilega hug- myndina um þjóðgarða. Hugmyndir um þá og náttúru- og umhverfistúlkun voru þróað- ar í Bandaríkjunum fyrir um það bil öld og bárust þaðan til Evrópu. Margir Bandaríkjamenn eru heillaðir af rómantík um nauðsyn þess að komast burt úr heimi glers og stáls — að flýja upp í fjöll, að flýja í einveruna, að flýja fólk. Þetta er enn hægt á afskekktum svæðum innan þjóð- garðanna sem kölluð eru „wildemess areas" (gæti útlagst á íslensku sem „ónumdar víð- áttur") sem eru svæði þar sem ekkert má þróa og engin mannvirki byggja nálægt. Mið-Evrópubúar flykkjast til íslands í þess- um sama tilgangi, og við íslendingar kepp- umst við að skapa landi okkar sérstöðu sem ferðamannaland. Baráttan um Ódáðahraun er í margra augum fyrst og fremst baráttan um að það sé meira upp úr því að hafa línu- lausu en úr línunni sem Landsvirkjun vill pota þar niður. Þjóðgarðar og háfjallasvæði eru þó ein- göngu ekta ef við notum viðtekin viðmið um hvað sé ekta og hvað sé óspillt, viðmið sem þrátt fyrir þessar vangaveltur eru hluti af sjálfum mér. Þjóðgarðar, að bandarískri fyrirmynd, eru nefnilega „óekta“ ef ég nota viðmiðin um að ekki megi setja fyrirbrigði upp í þeim tilgangi að ferðalangar heim- sæki þau. Þjóðgarðarnir voru nefnilega frið- aðir til að fólk gæti notið náttúru án af- skiptasemi síns eigin kynstofns. Þeir voru friðaðir sem helg vé en einnig í vísindalegum tilgangi til þess að til væru svæði sem hægt væri að láta þróast á „náttúrulegan hátt“ án annarra afskipta mannskepnunnar en þeirra að vakta þá með vísindalegum rannsóknum á landmótun og dýra- og jurta- lífi. Þessar hugmyndir allar eru hins vegar mannaverk. Og þar með er flett ofan þeirri goðsögn að þjóðgarðarnir séu hið raunveru- leg af öllu raunverulegu. Þeir eru tilbúnir — þeir og hugsjónin um þá er sköpuð. Sl. sumar sótti ég ráðstefnu vestur í Utah í Bandaríkjunum. Ráðstefnan var um um- ræðuna um umhverfisvernd („The Discourse on Environmental Advocacy"). Þar ræddi einn málshefjenda, Bruce Weaver, prófessor í ræðulist við háskólann í Michiganfylki, um það hvernig pólitíkusar í Tennessee réðu vísindamenn og áróðursmenn („lobbyista") til að vinna fylgi þeirri hugmynd að friðlýsa Svartur sandur, eitt af undrum veraldar. Nú er jafnvel farið að tala um svarta náttúruvernd. Á diskóteki í Reykjavík: „Ef þú ert að leita að menningarlegri reynslu sem þú vilt muna eftir, þá skaltu fara á diskótek í Reykjavík um helgi.“ (Úr ferðamanna- leiðbeiningu) Stóru-Reykjafjöll (The Great Smoky Moun- tains) í sunnanverðum Appalachiafjöllum sem þjóðgarð. Þá, upp úr 1920, var enginn stór þjóðgarður austan Klettafjalla í Banda- ríkjunum, ef ég hefi tekið rétt eftir. Vísinda- menn rannsökuðu jarðfræði, gróðurfar og dýralíf Stóru-Reykjafjalla og fundu út að allt þetta var meira og minna einstakt í sinni röð og uppfyllti þannig skilyrði þess að friðlýsa svæðið sem þjóðgarð. Aðrir sáu um að sannfæra stjómvöld og almenning um að leggja fram fé til að kaupa landið og hrekja íbúana í burtu — þannig var ann- að skilyrði um að landið væri „þjóðareign" uppfyllt. M.a. þurfti að fá fjársterka aðila til að ferðast um fjöllin og upplifa hið ein- staka útsýni. Ýmsum þótti lítið til koma um friðlýsingu Stóru-Reykjafjalla og að það væri með því slegið af ströngustu kröfum til þjóðgarða til að austanmenn gætu feng- ið þjóðgarð. Skiptu þá vísindarannsóknirnar miklu af því með þeim voru leidd rök að því að Stóru-Reykjafjöll og lífríki þeirra væru einstök í sinni röð. Núna heimsækja árlega um átta milljónir manna Stóru-Reykj afj511. Flestir aka ein- göngu krókóttan malbikaðan veg í gegnum fy'öllin, eins og ég gerði, og heimsækja svo skemmtigarðinn Dollywood í bænum Pigeon Fork (þaðan er skemmtikrafturinn Dolly Parton), nokkrar mílur Tenneseemegin við mörk garðsins, eða Guinnes-safnið í Gatling- burg sem er fast við þjóðgarðinn. Því miður var Dollywood lokað þegar ég var þar á ferð um páskaleytið 1989. En ég gat fest kaup á tævönskum eða hongkongskum minjagripum í minjagripaverslun Cherokee- ættbálksins á verndarsvæði hans, Norður- Karólínumegin við þjóðgarðinn. Málið er þó að staður er bara ekki hótinu lakari fyrir þá sök að vera „óekta“. Gagn- rýni mína má ekki skilja svo að ég telji við- mið um vísindalegar eða mannlegar forsend- ur fyrir stofnun þjóðgarðs vera húmbúkk eitt. En það er rétt að sjá í gegnum eigin trú ekki síður en moðreyk annarra. Við gætum orðið fyrir svo miklum vonbrigðum þegar við áttum okkur á því hver blekking- in er. En vissulega er ímyndin af Ódáða- hrauni sem öðlast hefði viðurkenningu sem „stærsta óbyggða svæði í Evrópu" allnokkru geðþekkara en „langstærsti draumurinn" um ísland sem eina stóra hálendisvirkjun. SVÖRT NÁTTÚRUUNDUR EÐA Lúpínublá Náttúru- SPJÖLL? í rauninni er flest blekking þegar grannt er skoðað. Hér er skilsmunur en ekki eðlis á ferðinni. Vissulega er almenn samstaða um að Snorri Sturluson, Gullfoss og Þing- vellir séu raunverulega dæmi um sanna Sögueyjarmenningu eða óspillta náttúru — og þá samstöðu ætla ég mér ekki að ijúfa. Það þarf hins vegar átak til að skapa Ódáða- hrauni þessa stöðu — ekki síst nú þegar gróðurvemdarfólk og skógræktarpostular, sem ekki skilja að náttúran kemur í fleiri litum en þeim túngræna, eru farin að gagn- rýna „svarta náttúruvernd". Græni liturinn er oft ónáttúrulegur, bæði í lit og lögun, í íslenskri náttúru. Svörtu sandamir hafa aftur á móti komist á blað sem eitt af undr- um veraldar. Sandar annarra landa era yfír- leitt gulir eða ljósgráir og jafnvel hvítir. Það er reyndar ekki alveg rétt hermt að skóg- ræktargengið sé eingöngu hrifíð af tún- grænum lit furutijánna (þeirra fáu sem lifa af í íslenskum hraunum) því nú skal sá lúp- ínu í stóran sand norðan heiða. En í raun er lúpínublái liturinn hvergi „ekta“ nema á höfði pönkarans! Annars er ég hrifínn af þessu hugtaki „svört náttúrvernd". Það er eins með það og þingeyska montið sem Eyfírðingar og Sunnlendingar reyndu að klína á okkur Þingeyinga fyrir rétt rúmri öld — við eram stolt af okkar þingeyska monti og fínnst það vera ekta! Þannig viljum við sem aðhyll- umst „svarta náttúruvernd" skapa okkur, okkar hugmyndum, okkar víðsýni, okkar alþjóðahyggju — sérstöðu. (Með alþjóða- hyggju á ég við eigum ekki Mývatn eða Ódáðahraun ein, fremur en Brasilíumenn regnskógana.) I rauninni er ég þakklátur þeim sem fann upp hugtakið svört náttúruvernd — þótt það væri mér og mínum til háðungar — því að það undirstrikar þá sérstöðu sem ég tel að sé fyrir hendi — einmitt núna þegar allir, meira að segja plast- og sápuframleiðendur, era „umhverfísvænir", „visthollir" eða ég veit ekki hvað. Og það skapar. okkur hug- myndum um náttúravernd sérstöðu miðað við hugmyndir um að sá lúpínu til að „hjálpa" náttúrunni. Þegar Eftirlíkingin Er „SANNARI“ EN HIÐ „UPP- RUNALEGA“ Ég hef rætt um nokkra af þeim kvörðum sem við notum þegar við ákveðum hvort við eram að upplifa óspillta náttúra eða sanna Sögueyjarmenningu án þess að skil- greina þá nákvæmlega. Einn er viðtekin viðmið um hvað sé náttúra, gjama eitthvað grænt, sem lítur fallega út í sólskini. Annar er kvarði landvarða sem vinna störf sín í ýmsu veðri og hafa lært á litbrigði og líf- ríki sanda og hrauns. Þriðji er vísindalegur kvarði sem notaður er til að ákvarða sér- stöðu svæðis út frá jarðfræðilegum eða vist- fræðilegum forsendum. Fjórði kvarðinn tek- ur hina menningarlegu og sögulegu vídd inn í dæmið. Sá kvarði sem ég hef þó gagnrýnt mest hér er sá sem leggur áherslu á hvað sé ekta og hvað sé óekta í upplifun ferðalangs- ins. Þar er gjama talað um „raunsanna reynslu". Gjama er miðað við að fyrirbrigð- in séu ekki beinlínis sett upp fyrir ferða- fólk. Reykvísk diskótek eru því raunsönn, eins og Swaney lýsir svo skemmtilega. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20.JÚNÍ 1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.