Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1992, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1992, Blaðsíða 9
hennar þess efnis að hún kæmi ekki aftur. Það var aldrei skýrt frá því, af hvaða ástæð- um hún tók þessa ákvörðun, en orðrómur komst á kreik um samband Byrone og Agústu. Um sama leyti og hjónin slitu samvist- um, birti blað nokkurt Heimaljóð eftir Byr- on og lét þess getið um leið, að eini til- gangurinn væri að sýna lesendum siðferði lávarðarins, sem væri svipað og stjórnmála- skoðanir hans. Þessi árás gerði Byron að föðurlandssvikara í augum almennings. Hin skírlífa, þögla eiginkona hans var tákn allra breskra dyggða. Þetta skáld, þessi lauslæt- isseggur og frjálslyndispostuli hafði aldrei verið „sannur Englendingur". Almenning- sálit miðstéttarinnar reis gegn honum eins og holskefla. Tveim dögum eftir að skilnaðarúrskurð- urinn var undirritaður, fór Byron af landi burt, alfarinn. Hann dvaldi á ýmsum stöð- um á Ítalíu og Ölpunum, þar sem hann orti sorgarleikinn Manfreð. Með vörum Manfreðs bar Byron fram kveinstafi sinna eigin þjáninga. En sorgin varð hins vitra fræði — fóstra. Öll sorg er nám, og þeir, sem þekkja fiest, þá bítur sárast beiskja sannleikans, því skilningstréð er ekki lífsins eik. (Þýð. Matthías Jochumson.) Á liðnum dögum hafði Byron harmað áþján Grikklands, og 13. júlí 1823 steig hann á skipsjj'öl og hélt þangað til þess að taka þátt í frelsisstríðinu, sem Grikkir háðu gegn Tyrkjum. Byron veitti fé til-uppreisnar- innar. Órlæti hans var takmarkalaust. Borgin Missolonghi stendur á ströndinni við grunnt hóp. Eyjaklasi skilur hópið og hafið. Morguninn 5. janúar lét Byron róa með sig yfir hópið til borgarinnar. Var hann þá klæddur skaratsrauðum einkennisbún- ingi. Honum var heilsað með fallbyssuskot- um og hornablæstri. „Ég er ekki kominn hingað til þess að leita ævintýra," mælti hann „heldur til þess að stuðla að endurfæðingu þjóðar, sem er svo bágstödd, að það er hverjum manni sæmd að vera vinur hennar.“ I hverri hernaðaraðgerð bað Byron jafnan að yera settur, þar sem hættan var mest. Á afmælisdaginn sinn 1824 kom hann inn í herbergi, þar sem nokkrir vinir hans sátu saman. „Þið voruð að kvarta yfir því, að ég yrki aldrei nú orðið,“ sagði hann brosandi. „Ég á afmæli í dag, og ég var einmitt að ljúka við dálítið, sem ég held, að sé betra en það, sem ég yrki venjulega.“ Hann las erindin, sem hann nefndi: „í dag fylli ég þtjátíu og sex ár.“ Mál er, að hugur hætti að kveinka sér, fyrst horfin er mér gleði og yndisfró, en þó að framar enginn unni mér, ég elska þó. Leita — og fínn þitt hinsta, æðsta hrós, þá hermannsgröf, sem útvöldum er léð. Svo horfstu um og hvílustað þér kjós og hníg á beð. Þennan dag komst Byron á þrítugasta og sjöunda árið, sem samkvæmt spádómn- um skyldi verða hans síðasta. Þetta sama ár tók Byron banasótt sína. „Tilraunir til þess að bjarga lífi mínu verða árangurslausar," sagði hann við Jækn- inn sinn. „Ég hlýt að deyja. Ég finn það. Ég harma ekki dauða minn, því að ég fór til Grikklands til þess að binda enda á þreyt- andi líf mitt. Ég helgaði auðæfi mín og hæfileika málstað Grikklands. Jæja, hérna er líka líf mitt handa því ...“ Byron andaðist 19. apríl 1824. Nokkrum augnablikum áður en hann skildi við, skall yfir Missolonghi ægilegt fárviðri með þrum- um og eldingum. Dánarfregnin hafði ekki enn borist.grísku hermönnunum og fjárhirð- unum, sem leituðu skjóls innan dyra. En eins og forfeður þeirra trúa þeir því, að dauði afreksmanna væri boðaður með nátt- úruviðburðum. Og meðan þeir hlustuðu á hamfarir þrumuveðursins, sögðu þeir hver við annan í hálfum hljóðum: „Byron er dáinn.“ I Missolonghi hafa Grikkir komið upp lystigarði helguðum hetjunni. Þar stendur súla með nafni Byrons. Fiskimennirnir í þessari kynlegu borg vatna og sjávarseltu þekkja ekki skáldskap Byrons, en ef þeir eru spurðir um hann, svara þeir: „Hann var hetja — og hann kom til þess að deyja fyr- ir Grikkland, af því að hann elskaði frelsið.“ Heimildir: Byron eftir André Murois í þýðingu Sigurðar Einarssonar. Manfreð eftir Byron í þýðingu Matthísar Joehumssonar. Höfundur er kennari á eftirlaunum og býr í Hafnarfirði. Ljóðin hefur Sigurður Einarsson þýtt, nema Ijóðlínur úr Manfreð, sem Matthías Joohumsson þýddi. Ógiftar mæður fyrr á tímum Islensk lög um. siðferðisbrot gerðu ekki greinarmun á körlum og konum. Refsingin var sú sama. Stóridóm- ur frá árinu 1564 skipaði sektir fyrir hvert bameign- arbrot ógifts fólks, svonefnt frillulífi, og hækkaði upphæðin eftir því sem brotunum fjölgaði. Sektin Hórdómsbrot vom saknæm til ársins 1870. Samkvæmt Stóradómi var reglan sú að sama sekt var fyrir karla og konur, talsvert hærri en fyrir bameignarbrot ógiftra. Oftast vom það þó kariar sem héldu framhjá. Eftir MÁ JÓNSSON var sú sama fyrir karla og konur. Það gilti þangað til sektir fyrir frillulífi voru afnumd- ar með lögum árið 1816. Jafnframt varð fólk að standa opinbera aflausn í sóknar- kirkju sinni, hlýða á prestinn tala um synd þess og hafa eftir honum loforð um betrun. Sú athöfn var leidd úr lögum um 1770. Hórdómsbrot voru aftur á móti saknæm til ársins 1870. Samkvæmt Stóradómi var regl- an sú að sama sekt var fyrir karla og kon- ur, talsvert hærri en fyrir bameignarbrot ógiftra. Oftast voru það þó karlar sem héldu framhjá, en ógiftar bamsmæður þeirra borguðu sömu upphæð. Það var margfalt hærri upphæð en þær hefðu greitt hefði barnsfaðirinn verið einhleypur. Misræmi var í lögum að þessu leyti, en þess ber að geta að þetta var leiðrétt í lok 18. aldar og eftir það borguðu ógiftar konur aðeins frillulífis- sekt þótt þær eignuðust barn með kvæntum karli. í grundvallaratriðum var fyrirkomu- lag því þannig að bæði kyn hlutu sömu refsingu af hálfu hins opinbera. Af þeim sökum hefur Inga Huld Hákonardóttir nefnt Stóradóm fyrstu jafnréttislöggjöfina á ís- landi. I Danmörku og Noregi greiddu konur ávallt helmingi minna er karlar, fyrst og fremst vegna þess að laun þeirra vom lægri. Utan Hjónabands Þrátt fyrir jafnrétti kynjanna í siðferðis- löggjöf stóðu konur seiyi eignuðust böm utan hjónabands verr að vígi en barnsfeður þeirra í kaldranalegu þjóðfélagi fyrri tíðar. Jafnréttið átti sér ekki samsvöran í raunver- uleikanum, svo sem ekki frekar en nú til dags. Til að byija með áttu karlar ekki í miklum vandræðum með að sveija af sér böm sem konur kenndu þeim. Væra þeir ókvæntir nægði það þeim að útvega tvo karla með sér til að vinna þann eið að ekki gætu þeir átt bamið. Væra þeir kvæntir þurfti fimm. Konur sem lentu í þessu vora yfírheyrðar ár eftir ár og hýddar ef þær nefndu ekki annan mann. Fyrir miðja 18. öld varð þetta enn auðveldara fyrir karla, því þá voru leidd í lög ákvæði norskra laga um að karlar mættu sveija um þessa hluti einir. Til mótvægis var hætt að hýða konur fyrir að geta ekki feðrað börn. Annað og mun erfíðara fyrir ógiftar mæður var að ekki var ætlast til þess af hálfu presta og sýslumanna að fólk sem eignaðist barn í lausaleik fengi að vera sam- vistum öllu lengur, hvorki á sama bæ né í sömu sókn. Langflest pör sem eignuðust börn utan hjónabands vora í vinnumennsku í sömu sveit. Eftir fæðinguna varð annað þeirra að víkja og vegna þess að yfirleitt töldust karlar verðmætari vinnukraftur fóru þær. Þar að auki era konur gjarnan mátt- farnar eftir fæðingu, þannig að búast mátti við minni afköstum fyrstu mánuðina. Jafn- vel eru þess dæmi frá fyrstu áratugum 19. aldar að konur væru reknar úr vist um leið og uppvíst varð um óléttu. Vikið var frá þessum aðskilnaði legorðssekra ef ætlun hinna nýbökuðu foreldra hafði verið að ganga í hjónaband, en tími ekki unnist til vegna anna eða fátækt hamlað. Þá var þeim leyft að eigast og högum þeirra í engu raskað. Athuganir hafa leitt í ljós að þann- ig var í pottinn búið í um það bil þriðjungi tilvika. Slíkar bameignir voru afbrigði þess að iðulega fæddust böm innan átta mánaða frá giftingu. Það nefndust ofbráðar barn- eignir og ekki var amast við þeim. Þegar lyktir mála urðu ekki með svo farsælum hætti, ef svo má að orði komast, fylgdi barnið yfirleitt móður sinni, en ósjaldan föður sínum. Þess ber að geta að þriðja hvert barn náði ekki eins árs aldri, en af þeim sem eftir lifðu fylgdu langflest annað- hvort föður sínum eða móður. Væri barnið hjá móður var ætlast til þess að faðir þess borgaði meðlag, en ekki fer sögum af því að konur hafi borgað meðlag færi bamið með föðurnum. Fá óskilgetin börn fóru bein- línis á sveit, en oft voru þau þá hjá ættingj- um sínum sem þá fengu greitt með þeim. Of mikið hefur verið gert úr því að börn lentu í illri vist hjá vandalausum og verður líklega að kenna bókmenntum um það, að ógleymdum einstökum frásögnum sem gerðar eru að algildum eða almennum sann- indum. Þess verður heldur ekki vart að það eitt að eiga barn hafí komið í veg fyrir að kon- ur giftust síðar meir, nema helst meðal höfðingja. Algengt var að ógiftar mæður giftust innan fárra ára. Harðsnúnir fordóm- ar, líkt og tíðkuðust í ófáum héruðum í LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20.JÚNÍ 1992 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.