Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1992, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1992, Blaðsíða 8
Áslóðum Byrons Byron lávarður var orðinn allkunnur og dáður hér á landi sem skáld um aldamótin síðustu. Kynni sín af þessum stórbrotna anda eiga íslendingar einkum að þakka Matthíasi Jochumssyni, sem þýddi sorgarleikinn Manfreð eftir hann. Byron í albönskum þjóðbúningi í málverki Thomas Philips. í Missolonghi hafa Grikkir komið upp lystigarði helguðum hetjunni. Þar stendur súla með nafni Byrons. Fiskimennirnir þekkja ekki skáldskap hans, en svara, ef þeir eru spurðir: Hann var hetja. Eftir SIGURLAUGU BJÖRNSDÓTTUR Vorið 1946 dvaldi ég í Englandi. Blíðviðr- isdag einn lagði ég leið mína til Newstead Abbey, ættaróðals Byrons. Áætlunarbíllinn nam staðar við hliðið á landsetrinu, og eft- ir stutta göngu opnaðist útsýn yfir yndis- legt dalverpi með stöðuvatni, uppsprettu- lind, grasflötum og skógi vöxnum hæðum. Hjá vatninu stendur höll, og þar getur einn- ig að líta rústir af klaustri með gotneskum gluggum og hvelfingum. Hér er margt, sem minnir á Byron skáld. Tréð, sem hann gróðursetti tíu ára gamall, er að vísu dáið, en visinn stofninn stendur enn. í svefnherberginu stendur hvíla Byr- ons uppbúin á miðju gólfí, og í hallarsölun- um vitna málverk og myndir um hinn róm- aða glæsileik hans. Við hliðina á altarinu í hinni hrundu kapellu munkanna stendur minnisvarðinn, sem Byron Iét reisa yfir hundinn sinn. Á framhlið hans er letrað. / nánd við þennan stað hvílir duft hans, sem átti fegurð án hégómagirni, afl án ofstopa, hugrekki án grimmdar og allar dyggðir manns án lasta hans. Þetta lof, sem væri meiningarlaust smjaður, ef það væri letrað yfir ösku mannlegs líkama, er aðeins réttmæt viðurkenning í minningu Boatsweins, hunds, sem fæddist í Newfoundlandi ímaí 1803 og dó að Newsteadklaustri 18. nóvem- her 1808. George Gordon Byron fæddist í London 22. janúar 1788. Fjórum árum áður hafði John Byron faðir hans eignast dóttur með konu annars manns, sem hann bjó með þá. Hálfsystkinin ólust ekki upp saman. John Byron dó, þegar sonur hans var þriggja ára. Þegar George komst á legg, kom í ljós, að hann var haltur, og olli heltin honum bæði andlegum og líkamlegum þjáningum, en þrátt fyrir líkamsmein sitt fékk hann þegar í skóla orð fyrir að vera framúrskar- andi íþróttamaður. Þegar hann var tíu ára gamall, kom dag nokkurn fregn um, að Byron lávarður í Newstead væri látinn. George litli var erf- ingi hans og fór með móður sinni til þess að taka við arfleifðinni. Þessi fyrstu kynni tengdu Byron innilegum böndum við New- stead, eins og kemur fram í ljóði hans. Newstead! Ó, myrka hrömun hárra ranna þíns helgidóms, þú konungsslotið fríða! En vofur kappa, kvenna og helgra manna sem kynjahjörð um rústir þínar líða. Eitt sinn fór móðir hans til spákonu, sem sagði henni, að hún ætti haltan son, og yrðu tuttugasta og sjöunda og þrítugasta og sjöunda árið honum hættulegt. Drengur- inn heyrði þennan spádóm, sem hafði mik- il áhrif á hann. 22. janúar 1809 hélt Byron lávarður af Newstead mikla veislu í tilefni af því, að hann varð fullveðja. Nokkrum vikum síðar kom út háðkvæðið „Ensk skáld og skoskir ritdómar," sem þótti með afbrigðum snjallt. Kverið var nafnlaust, en bókmenntamenn eignuðu Byroni það. Byron fór í tveggja ára ferðalag til Suður-Evrópu og Austurlanda. Hann kom við í Grikklandi og varð snortinn, eins og þetta ljóð vitnar um. Gríkkland' Þú vagga guða, gleymt og smáð, göfugt og dýrðlegt, þótt þú berir tötra. Hver knýja mun þín börn á betra ráð og brjóta þína aldalöngu fjötra? Þegar Byron kom heim, lauk hann við kvæðabálkinn Childe Harold, sem gerði hann frægan á svipstundu. „Ég vaknaði einn morgun og komst að raun um, að ég var orðinn frægur,“ ritaði hann. Kvöldið áður hafði hann ekki þekkt London öðruvísi en sem einstæðingur, er átti tvo eða þijá kunningja. Daginn eftir var hún orðin eins og ævintýraborg, sem lauk upp hallardyrum sínum fyrir hinu glæsilega skáldi. Stundum ber það við eftir mikinn bók- menntasigur, að sjálfur höfundurinn verður vonbrigði. En að þessu sinni var höfundur- inn verki sínu samboðinn. Hann var hátig- inn maður af gamalli ætt, og samkvæmis- heimurinn var honum þakklátur fyrir að varpa ljóma snillinnar á stétt, sem var oft ráðist á. Hann var ungur og fríður með gráblá augun tindrandi af tilfinningu undir löngum bráhárum og fölleitt hörund, sem var svo skært, að það sýndist næstum sjálf- lýsandi. Jafnvel heltin varð til þess að auka áhuga fólks fyrir honum. Hertogafrúin af Devonshire skrifaði: „Aðalumræðuefnið um þessar mundir er hvorki Spánn né Portúgal, hermenn eða föðurlandsvinir, heldur Byron lávarður... Ljóðmæli hans eru á hveiju náttborði, og hann er skjallaður, tilbeðinn og dýrkaður, hvar sem hann birtist." í september 1812 seldi Byron Newstead vegna skulda. Ári síðar skrifaði Ágústa systir hans honum að hún yrði að flýja af heimili sínu vegna fjárhagsvandræða manns síns og ætlaði að koma og búa hjá honum í London. Byron hafði ekki séð Ágústu, síðan hann kom til Englands. Maður hennar, Leigh ofursti, var taumlaus munaðarseggUr, sem eyddi ævi sinni í veðmál og fjárhættuspil, sfanaði botnlausum skuldum og var á þön- um eftir vinnukonum. Ágústa hafði orð fyrir að vera honum trú. Byron tók á móti henni í íbúð sinni síð- degis 27. júní. Hann var mjög hrifínn af henni. Hún dvaldi í London allan fyrri hluta júlímánaðar. Hún átti þijú börn og var þrúguð af fjárhagsörðugleikum. Ágústa bjó ekki hjá Byroni, en fór með honum á dans- leiki og í leikhús, og hún heimsótti hann á hveijum degi. Hér lagðist allt á eitt að leiða Byron afvega. Það var ekkert því til fyrirstöðu, að þessi unga kona, sem honum gast svo forkunnar vel að, gæti heimsótt hann, hve- nær sem var. Þau voru ekki varin fyrir ástinni á sama hátt og venjuleg systkini í gegnum vináttu og árekstra daglegra sam- vista. Þau höfðu ekki vaxið saman upp úr sakleysi æskunnar. Þau höfðu sjaldan hist. Þau áttu ekki sömu móður né sömu ætt- ingja. Byron sagði við lafði Melbourne vinkonu sína. „Ég sver við þann guð, sem hefur skap- að mig til minna eigin hörmunga og harla lítið til blessunar öðrum, að það var ekki henni að kenna. Hún átti ekki þúsundasta hlutann af sökinni á móts við mig.“ Lafði Melboume bað hann í guðs bænum að slíta sambandinu, en hann hafði ekki þrek til þess. Ágústa var með honum allan ágústmánuð, og þegar þau skildu, var hún með barni. Byron orti til hennar nokkrar sexhend- ur, sem voru ef til vill hið fegusta, sem hann hafði ort til þessa. Ég mæli ei nafn þitt, ég anda það ei. Það er ógn í þess hljómi og sök, Ijúfa mey. En tárið, sem blikar á brá mérmun kvarta um brunann, sem ólgar í dul þessa hjarta. Árið 1814 keypti Byron Newstead aftur, því að hinn nýi eigandi neyddist til að selja það. 2. janúar 1815 gekk Byron að eiga Anne ísabellu Milbanke, frænku lafði Mel- bourne. 10. desember ól Anne ísabella manni sínum dóttur, en 15. janúar fór hún heim til foreldra sinna með bamið. Hálfum mánuði síðar fékk Byron bréf frá föður „Þú vagga guða, gleymd og smáð“ orti Byron um Grikkland, þar sem minjar glæstrar fomaldar heiliuðu skáldið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.