Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1992, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1992, Blaðsíða 2
BAKARAYEGURINN OG JÓN KIS-KIS Um miðja 19. öld voru íslendingar svo frum- stæðir að þeir höfðu tæpast uppgötvað hjólið. Engin vél var til á landinu og ekki vegir til að aka einu einasta farartæki eft- ir, ekki einu sinni handvagni. Enda voru engir vagnar til. Það átti líka við um Reykjavík. Allt var borið, annað hvort á hestbaki eða mannsbaki. Árið 1834 reisti voldugasti danski kaupmaðurinn í Reykja- vík, Knudtzon að nafni, bökunarhús í brekkunni fyrir austan Læk og réði þang- að til starfa danskan bakara sem hét Daní- el Tönnes Bemhöft. Hann eignaðist síðar bakaríið sem enn stendur á svokallaðri Bernhöftstorfu ásamt íbúðarhúsi bakar- ans. Þetta var fyrsta bakaríið, sem nokkuð kvað að í Reykjavík, og þurfti til þess mikinn mó því að steinkol til eldsneytis voru þá ekki farin að flytjast til landsins. Mór Bemhöfts bakara var tekinn úr aust- anverðri Vatnsmýri og var enginn leikur að flytja hann til brauðgerðarhússins yfir grýtt Skólavörðuholtið. Daníél Bemhöft greip því til þess ráðs að leggja veg þvert yfir holtið ásamt sérkennilegum vinnu- manni sínum, sem kallaður var Jón kis- kis, og það sem meira var, hann tók í notkun vagn til þess að flytja móinn. Þetta var á árunum 1858 til 1860 og er vagn Bemhöfts talinn fyrsti vagninn í Reykja- vík. Daníel Bemhöft var ættfaðir Bemhöfts- ættarinnar á íslandi. Hann var dugnaðar- karl og kom meðal annars upp myndarleg- um skrautgarði fyrir framan hús sitt og lét grafa sérstakan brunn, Bakarabrunn- inn, í Bakarabrekkunni (Bankastræti) sem varð einn af helstu brunnum bæjarins. í bakaríinu voru aðallega bökuð rúgbrauð framan af og var það ekki síst handa ver- mönnum sem sóttu sjóinn víðs vegar af Suðumesjum og einnig Innnesjum. Með- fram Skólastræti voru reist löng geymslu- hús sem ætluð voru sem mógeymslur. Þaú brunnu árið 1977. Eins og áður sagði vora mógrafír Bern- höfts í austanverðri Vatnsmýrinni fyrir neðan Landspítalann sem nú er. Hétu þar Bakaragrafír en út í mýrina lá svokölluð Bakarabrú. Hún var þannig gerð að lagð- ur var um tveggja metra breiður hryggur úr torfí þannig að hægt væri að komast þurram fótum út í mitt mýrlendið. Karl- menn unnu við að stinga móinn og köst- uðu síðan hnausunum upp upp á grafar- bakkann, en kvenfólk hlóð hnausunum í kesti. Þegar sígið hafði nægijega úr món- um var hann breiddur út og og unnu venju- lega að því konur og krakkar, og sömuleið- is að þurrkun hans og hreykingu. Mótekj- eftir Guðjón Friðriksson an fór aðallega fram á tímabilinu 20. maí til Jónsmessu en á haustin var honum komið inn til bæjarins og ýmist settur í hús, ef þau voru til, eða hlaðið í hrauka heima við húsin. Þar sem Bernhöft bakari þurfti á gríðar- miklum mó að halda mun hann fljótlega hafa séð hversu óhentugt það var að láta bera hann allan í hús, ýmist á mannsbaki eða hestbaki, og sótti því um það til bæjar- stjórnar að fá að gera akfæran veg á eig- in kostnað yfír Arnarhólsholt (nú Skóla- vörðuholt) austur í Vatnsmýrina þar sem Bakaragrafímar voru. Honum var það fúslega veitt og fékk hann sjálfur að ráða vegarstæðinu. Það er sögn manna að Daní- el Bernhöft hafi síðan lagt veginn einn ásamt vinnumanni sínum, Jóni Gissurar- syni sem kallaður var kis-kis. Sá var hálf- viti, sem hafður var að háði og spotti í bænum, en var trúr og tryggur húsbónda sínum á hveiju sem gekk. Jón kis-kis var Reykvíkingur í húð og hár. Faðir hans var Gissur Magnússon vaktari eða næturvörður og bróðir hans Guðmundur Gissurarson, einnig vaktari eftir föður sinn. Vora þeir af svokallaðri Örfíriseyjarætt. Jón hafði fengið viður- nefni sitt af því að hann var eitt sinn feng- inn til að lóga ketti en datt ekki annað ráð í hug en að ætla að hengja skepnuna. Það fór illa sem von var því að kötturinn slapp úr snöranni. Þetta varð auðvitað frægt um allan hinn litla höfuðstað og eftir það var Jón aldrei kallaður annað en kis-kis. Götustrákamir hentu þetta á lofti og hvar sem Jón gekk mjálmuðu þeir og kölluð kis-kis. Við þetta bjó Jón daglega langa æfí en aldrei gat hann þó vanist þessu og brást hann hinn reiðasti við í hvert sinn sem hann heyrði þetta og hentist þá til og frá til að handsama strákana sem auð- vitað aldrei tókst. Jón kis-kis var drykkfelldur eins og margir af hans ætt og vandi því komur sínar í búðirnar til þess að sníkja sér brennivínsstaup. En þar tók ekki betra við því að óðar en hann sást var mjálmað bæði fyrir utan og innan búðarborðin. Vegna þess, hvernig götustrákarnir létu við Jón, hætti hann sér yfirleitt ekki út fyrr en komið var rökkur, en þá lá leið hans beint ofan í búðirnar í þeirri von að honum mundi áskotnast einhver drykkjar- föng. Jóni gekk dável að afla sér í staup- inu og mátti hann þakka það kunnáttu- leysi sínu á tölur. Hann kunni ekki að telja nema upp á fímm en úr því ruglaðist talningin. Það var því almenn skemmtun búðarmanna að láta Jón telja kaffibaunir og fékk hann að launum kvartpela af brennivini. Það er af móveginum að segja að hann var lagður út frá Skólavörðustíg þar sem bærinn Holt var (Skólavörðustígur 22) og þaðan beina leið suður í Bakaragrafír. Þetta var einkavegur bakarans og mátti enginn nota hann annar. Ekki sér þessa vegs nein merki lengur en -þó er ekki ólík- legt að núverandi Lokastígur hafí fyrst tekið að myndast með honum því að hann liggur nokkurn veginn á sama stað fyrst eftir að hann beygði út frá Skólavörðu- stígnum. Vegur Bernhöfts bakara gekk ýmist undir nafninu Móvegurinn eða Bak- arayegurinn. Á áranum 1879 til 1880 var Bjöm Guðmundsson múrari einn af þeim sem hjuggu gijót í væntanlegt Alþingishús og var það í námunda við Bakaraveginn. En nú rakst hann á þröskuld. Hann skrifaði bæjarstjóm eftirfarandi bréf: „Með því að herra bakari, D. Bernhöft, hefír stranglega bannað mér að aka gijóti eftir hinum svokallaða „bakaravegi", er gengur suður yfír holtið frá Skólavörðu- stíg neðanverðum og kallar sig eiga þenn- an veg, en ég hefí gran um að þetta bann herra bakarans sé eigi á gildum rökum byggt, þá leyfi ég mér hér með virðingar- fýllst að beiðast þess að hin háttvirta bæjarstjórn leyfí mér, ef ekkert er því til fyrirstöðu að aká eftir þessum vegi gijóti því, er ég hefi Iátið höggva í nánd við hann og sem á að fara í hina nýju þinghús- byggingu, með því að það væri miklum erfiðleikum bundið fyrir mig að bera það þaðan yfír á Skólavörðustíginn og aka því svo til bæjarins." Bæjarstjórn varð auðvitað að skerast í málið og vildi nú Bernhöft bakari selja henni veginn, en þá var komið að við- kvæmu máli. Bæjarstjórn var afskaplega aðhaldssöm og meinilla við að eyða fjár- munum í veg sem þegar hafði verið gerð- ur. Gekk hvorki né rak í samningum. Að lokum leiddist Bernhöft bakara þófíð og sýndi nú hversu stór hann gat verið í snið- um. Hann sendi eftirfarandi bréf til bæjar- stjómar 4. febrúar 1880: „Þar eð bæjarstjórn Reykjavíkur - sam- kvæmt bréfi herra bæjarfógetans frá 21. janúar þ.á - ekki hefir fundið nægilega ástæðu til að veita mér endurgjald úr bæjarsjóði fyrir veg þann er ég eitt sinn lét gjöra yfír Arnarhólsholt þá læt ég hér með bæjarstjórnina vita að ég afhendi henni hér með án alls endurgjalds nefndan veg yfir Arnarhólsholt frá Skólavörðu- stígnum til Grænuborgar til allra umráða og notkunar upp frá þessum degi.“ Þess má að lokum geta að líklega hefur Bernhöft bakari verið farinn að brenna kolum eingöngu þegar hér var komið sögu og þurfti því ekki lengur á Móveginum að halda. Þetta sama ár lést Jón kis-kis og sex árum síðar húsbóndi hans. PÁLMI EYJÓLFSSON Síðsumar Dimmblár himinn döggvot jörðin, daufur er fljótsins niður. Andvarinn ljúfur ilmur úr hlöðu, angurvær þagnarfriður. Hægt rölta kýrnar heim að bænum, hökta í hveiju spori. Slöngva tungum um gegnblautt grasið, gáskinn horfinn frá vori. Hin fullkomna ró, eftir fegurð dagsins, sem fuglar í söngvum lofa, er rökkrið faðmar fölnandi gróður, en íjöllin í norðri sofa. Skærustu logar sköpunarverksins skörtuðu í vestri, en dvína. Hljóð kemur nóttin, én.nýja liti næstu dagar þér sýna. Höfundur býr á Hvolsvelli. GUÐRÚN JÓNÍNA MAGNÚSDÓTTIR IMú lengjast rökkur- skuggar Nú lengjast rökkurskuggar nú læðist kvöldið nær. Og hugi dapra huggar ’inn höfgi aftanblær. En sólarlagsins logar þeir leiftri rauðu slá, svo Ijóma ver og vogar og vötnin fagurblá. Sig döggin dúnmjúkt breiðir á dalsins gróðurreit. Og leyndar þræðir leiðir um lautir æskan heit. Þar vangi mætir vanga þar vaknar ástin skjótt, og byggir ævi langa á bjartri sumarnótt. Svo heilsar haust í dalinn og húmið sígur á í fagran ijallasalinn ég finn mig dregur þrá. Við laufsins logaglóðir æ lifnar andi minn og hér við heimaslóðir ég hvíldir jafnan finn. Höfundur býr á Akureyri, er húsmóöir og vinnur á skrifstofu. Starf Jóns kis kis var að flytja mó vestur yfir Skólavörðuholtið, eftir einkavegi bakarans og á fyrsta hestvagninum, sem fluttur var til landsins. íslendingar höfðu uppgötvað hjólið. Mynd: Arni Elfar. 2.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.