Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1992, Blaðsíða 3
H @ H [o] @ [m] [b] B ® @ [g Q] 0 [s]
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór-
ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn-
arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gisli Sigurðs-
son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100.
Gylfi Þ.
Gíslason var eins og flestum er kunnugt,
menntamála- og viðskiptaráðherra í viðreisnar-
stjórninni á sjöunda áratugnum. Einmittþá var
kalda stríðið hvað kaldast, en þrátt fyrir það
áttu íslendingar jákvæð samskipti við sovézka
stjórnmálamenn. Hér skrifar Gylfi um kynni
sín af Sovétríkjunum sálugu og segir frá eftir-
minnilegu fólki eins og Míkojan varaforsætis-
ráðherra og Fúrtsevu, menntamálaráðherra.
Forsídan
Myndin er af glerlistaverki eftir Sigríði Ásgeirsdótt-
ur, sem nýbúið er að setja upp í barnaskólanum á
Húsavík og afhjúpað verður 10. þ.m.. Tvær myndir
eru látnar skarast og sést í gegnum báðar. Hug-
myndin er sótt í loftmyndir af landinu báðum meg-
in við Skjálfanda; annarrs vegar landnámi Náttfara
þræls og hinsvegar dvalarstað Garðar Svavarsson-
ar, víkings. Þessir tveir hlutar verksins heita enda
„Garðar" og „Náttfari". Það er hluti myndverksins,
sem hér sést, en í heild er það 4.20m. á hæð og
2.20m. á breidd. í dag opnar Sigríður svo glerlistar-
sýningu í Listmunahúsinu í Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu í Reykjavík og stendur hún til 20. sept.
Vinnubrögð
í hinu horfna, íslenzka bændaþjóðfélagi eru nú flest-
um ókunn nema af bókum. Þó eru þeir enn á með-
al okkar, sem vel muna eftir þessu öllu. Þar á með-
al er Björn Egilsson frá Sveinsstöðum í Lýtingsstaða-
hreppi, sem rifjar hér upp veru sina og störf hjá
Birni bónda á Stóru Seylu í Skagafirði.
ÞORGEIR SVEINBJARNARSON
Gengið
hjá garði
Hátíð í dalnum.
í holtinu sunnan við ána
er einhver á ferð.
Það er gleðin.
Það getur ei verið nein önnur,
svo léttstíg er hún.
í læknum er dillandi hlátur
og bros yfir bænum.
Bara hún komi nú heim.
Nei, hún fer
fyrir neðan tún.
Þorgeir Sveinbjarnarson, 1805-1971, gaf út fyrstu Ijóðabók sina, Vis-
ur Bergþóru, þegar hann stóð á fimmtugu og ekki komu nema tvær
bækur til viðbotar, en hann vakti engu að síður athygli fyrir fágun
og snjallar myndhverfingar. Þorgeir var um árabil forstjóri Sundhallar
Reykjavíkur.
RJ ® E B
ÁHYGGJURNAR
AF AMERÍKU
Menn greinir á um það,
hvort telja beri ís-
lendinga alfarið til
Evrópumanna. Sum-
ir nota jarðfræðileg
rök og benda á
sprungurnar, sem
gleggst sjást á Þing-
völlum og kljúfa ísland í tvennt milli amer-
ísku jarðhellunnar og hinnar evrópsku. Sé
þetta nothæf röksemd ættum við, sem búum
vestan Atlantshafssprungunnar, að vera
amerískir, en hinir evrópskir. Aðrir líta á
gróðurfar og fuglalíf á landinu okkar, sem
er bæði evrópskt og amerískt, milli tveggja
heima. Er þá mannfólkið eins? Minnt er á,
að ísland sé nær Ameríku en Evrópu, því
að enginn dragi í efa, að Grænland sé í
Vesturálfu. Þá eru sagnfræðileg rök tínd
til. Sumir minna á, að forfeður okkar hafi
komið austan um haf og því hafi þeir verið
Evrópumenn. Afkomendur þeirra hljóti að
vera það líka. Aðrir segja, að við séum ein-
mitt fyrstu Ameríkanarnir, forfeðurnir hafi
verið hinir fyrstu, sem flýðu gömlu álfuna
ógæfusömu til þess að setjast að í Nýja
heiminum langt í vestri. Mörgum öldum síð-
ar hafi aðrir Evrópumenn gerzt landnemar
í Norður-Ameríku, þegar þeir voru á flótta
undan fátækt, harðstjórn, kúgun, eilífum
stytjöldum, trúarbragðaofsóknum og hálfu
og heilu svelti heima fyrir. Engum detti
samt í hug að kalla afkomendur þeirra
Evrópumenn. (Spánskir og portúgalskir
landnemar fóru til Suður-Ameríku af öðrum
ástæðum. Þeir ætluðu að verða ríkir og það
fljótt; þeir eru enn að reyna). Þá kemur
lokatrompið: Menning okkar er evrópsk;
a.m.k. er hún frá Norðurálfu ættuð. Hinir
svara: Sjálfsagt var það rétt, en er svo að
öllu leyti enn? Svo mikið víxlverkandi menn-
ingarflæði sé í báðar áttir yfir Atlantshafíð
nú um mundir, að eðlilegra væri að kalla
Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku einn
„menningarheim".
Islendingar, Færeyingar og Bretar tala
um „að fara til Evrópu". Þessi málvenja
sýnir e.t.v. óvissu hinna atlantísku eyþjóða
um stað sinn í veröldinni. En af hverju þessi
staðsetningarkomplex og flokkunarárátta?
Má ekki einu gilda, hvar við erum númerað-
ir í landafræðinni, meðan íslendingar búa
á íslandi? Fólki í Evrópu og Ameríku er
nákvæmlega sama, hvorum megin Atlants-
hafshryggjar við viljum liggja. Staðsetning
gæti þó skipt íbúa landsins máli, vegna
æskilegasta fyrirkomulags öryggis- og
varnarmála þjóðar, sem vill vera sjálfstæð
og óhult. Óvissa hefur lengi verið um stað
íslands í heiminum: Ég á franskt landabréf
af norðurhveli jarðar frá 18. öld, endurprent-
að í þýzkri kortabók frá sama tíma, þar sem
ísland er talið til Ameríku.
Að einu leyti erum við þó hreinræktaðir
Evrópubúar. Við höfum óskaplegar áhyggj-
ur af Ameríkönum, einkum Bandaríkja-
mönnum. Ekki eru svo haldnar kosningar
í Bandaríkjunum, að allur heimurinn fylgist
ekki með og vilji ráð til leggja. (Ég skal
ekki segja um það hvernig slíkri ráðgjöf að
utan yrði tekið í kosningum hér.) Einn laug-
ardagsmorgun hlustaði ég á umræðuþátt í
Ríkisútvarpinu. Þátttakendur urðu mjög
heilagir þegar talið barst að kosningabarátt-
unni nú vestra, sem þeir töldu „lágkúru-
lega“ og „á lágu plani“. Það er einhver
munur en hér og annars staðar eða svo
skyldi ófróður ætla. Þessi furðulegi hroki í
garð Bandaríkjamanna er gamall í öfund-
sjúkri Evrópu, en hér fór hans ekki að
gæta fyrr en upp úr 1950. Fegnir urðu ís-
lendingar þegar Bandaríkjamenn tóku við
landvörnum hér af Bretum sumarið 1941
og ekki þurfti lengur að óttast innrás þýzku
nazistanna. Annað dæmi: Ríkisfréttamaður
hjá RÚV var að segja frá stofnun Fríverzl-
unarbandalags Mexíkó, Bandaríkjanna og
Kanada í endurteknum fréttaþætti að utan,
íslenzkri alþýðu til upplýsingar. Hann sá í
gegnum allt húmbúkkið og svindlið, að
hætti fornmarxista: Þegar grannt er skoð-
að, sagði hann, eru það Bandaríkin, sem
„græða“ á þessu, en Mexíkó, sem „tapar“,
af því að í síðarnefnda landinu dragast ríkis-
tekjur af tollum og sköttum saman, auk
þess sem afnema verður ýmsar innflutnings-
hömlur. Honum fannst sem sagt óhugs-
andi, að allir myndu „græða“ - einhver
hlyti að „tapa“. Fyrir nú utan það, að sér-
kennilegt er að hlýða á svona fomeskjuleg-
an sósíalistaboðskap í Ríkisútvarpi „allra
landsmanna" í ágúst 1992 sýnir þetta
tvennt: Óvild í garð Bandaríkjamanna, (sem
eru að svindla á vanþróuðu fávitunum fyrir
sunnan sig), og fyrirlitningu í garð Mexíkó-
manna, sem láta blekkja sig.
Þrátt fýrir alla gagnrýnina á Bandaríkj-
unum, sem látlaust dynur yfír í fjölmiðlum
og stafar oftast af uppblásnum minnimátt-
arhroka, merkilegheitum, öfundsýki, mis-
skilningi og sósíalísku ergelsi, er það samt
staðreynd, að í huga flestra jarðarbúa er
Ameríka enn framtíðarlandið, jafnvel fyrir-
heitna landið. Þangað vilja flestir komast.
Ekkert land fær annan eins skammt af inn-
flytjendum á ári hverju, löglegum sem ólög-
legum, og enn fleiri vilja komast þangað.
Þar eru tækifærin, þar er auðurinn, og þar
er frelsið. Þar er líka friður. A.m.k. hefur
þetta verið dómur þeirra, sem flúið hafa
hvers kyns kúgun og ófrið í heimalandi sínu.
Enn mæna tugir milljóna manna, sem
eiga sér von um betra líf sér og börnum
sínum til handa, á frelsisstyttuna í höfninni
í New York. Hún er þeim sígilt tákn, sbr.
frelsisgyðjustyttuna, sem stúdentar í Peking
reistu á Torgi hins himneska friðar, áður
en kínverska kommúnistastjórnin lét „al-
þýðuherinn" sinn aka skriðdrekum og
eídspúandi fallbyssuvögnum yfír þá og hana,
til þess að veita þeim sína sósíalísku tegund
af himneskum friði.
Það er staðfesting á því, hve bandarískt
lýðræði hefur dugað vel, að enn skuli þessi
gífurlega ásókn vera í að flytjast þangað.
Hvern hefði grunað þegar verið var að
móta og lögbinda hina bandarísku tegund
lýðræðis seint á 18. öld, að hún ætti eftir
að endast svona vel? Stjórnarhættirnir og
frelsistryggingarnar voru gerðar handa fá-
mennu og blönduðu landnemafólki, sem var
að hefja líf sitt sem ein þjóð og halda út í
óvissu í stóru og einangruðu landi. Til marks
um óvissuna er það, að ekki munaði nema
einu atkvæði á þingfundi, að þýzka yrði
opinbert mál í Bandaríkjunum. Állar kring-
umstæður þá voru gerólíkar þeim, sem nú
eru. Samt dugar þetta lýðræði enn og lætur
ekki á sjá. Það vekur lýðræðissinnum bjart-
sýni, að næstum því 300 milljóna manna
þjóð, steypt saman úr öllum kynþáttum jarð-
ar, skuli geta haldið uppi lýðræðisríki á tím-
um mikilla og örra breytinga. Það er nán-
ast eins og kraftaverk, þegar mannkynssög-
unni er flett. Bandaríkin eru hin mikla und-
antekning; hressingarlyf handa bölsýnis-
mönnum.
Menn mega ekki mikla fyrir sér þá erfið-
leika, sem Bandaríkjamenn, eins og aðrar
þjóðir, þurfa að glíma við. Einn galdurinn
við velgengni þeirra er líklega sá, að þeir
takast á við alla erfiðleika undir eins, af
krafti og fyrir opnum tjöldum. Hvaðan koma
nýjar hugmyndir nú á dögum? Hverjir stóðu
fastast gegn útbreiðslu nazisma og komm-
únisma? Hvar væri heimurinn nú og hvern-
ig í laginu, hefðum við ekki haft hina stað-
föstu Vesturálfumenn? Hvernig væri gamla
Evrópa hefðu Bandaríkjamenn ekki farið
tvisvar yfir hafíð á þessari öld?
Magnús Þórðarson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. SEPTEMBER 1992 3