Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1992, Qupperneq 7
11 þúsund ára líf-
verur bregða á leik
Horft yfir Álftafjörð, þar sem Ingibjörg Ólafsdóttir drukknaði. Kambsnesið ber
við Snæfjallaströnd.
Ljjósm.: S.Bj.
finnast, eftir guðs góðri þóknan og þar með
í Jesú nafni stigum vér af bryggjunni á vorn
bát og margir af oss grátandi, en sumir með
danslátum og hljóðfæraslætti hlæjandi“.
En ekki eru þeir komnir nema viku sjávar
frá borginni þegar á þá hleypur „stríðasta
norðvestanveður, sem vér kölluðum vestan-
útnyrðing“. Jón sgir að skip þeirra „Kristjáns-
höfn“ hafi verið hið ágætasta gangskip.
Á þetta skip var hann skráður og kallaður
„Joen Oelsen Issefjord". Á það trúlega að
merkja „Frá ísafirði“.
Nefnir Jón nöfn margra skipsmanna „Kapt-
uginn Christophor Boye og skipherrann heitir
Pétur Andrésson. Einnig nefnir hann stýri-
menn. Presturinn er herra Christion, einn
ungur mætur og ágætur maður, mér jafnan
frábær og eftirlátur" Ekki má heldur gleynma
kokknum Andreas Hansson eða fjórum timb-
urmönnum „af hverjum einn dó í Afríku á
vorri útreisu."
Jón lýsir vendilega matar- og vínbirgðum
sem virðist vel fyrir séð.
Um siglingar til Indlands á þessum tíma
skal þess getið að Danir sendu fyrst leiðang-
ur þangað árið 1618 og fylgdu þar með í
kjölfar Portúgala, Hollendinga og Englend-
inga. Sóttust Evrópumenn einkum eftir að
kaupa þar margskonar krydd og baðmull.
Jón frá Svarthamri var þátttakandi í öðrum
leiðangri Dana. Lýsir hann ferðinni til Ind-
lands og því sem fyrir augu ber af miklum
áhuga. Honum er boðið „að læra upp á stýri-
mannsskap og taka sólarinnar hæð, en ég
hafði forlofað mig þremur mönnum að kenna
þeim á bók hvað ég fullkomnaði með guð-
legri tilhjálp". En þeir höfðu heitið honum
peningum fyrir kennsluna, „en ég fékk ekk-
ert þar af“. „Allir þessir menn burtu sofnuðu
í Indíum.“
Þegar þeir sigla fyrir Miðjarðarlínu „var
þar frábær hiti svo að sá sjór, er fyrir nauð-
synja sakir var uppdreginn var svo bráðheitur
að menn gátu varla hendi í haldið nær fýrst
upp komst“. Á leiðinni til Indlands kemur
skip Jóns við í Afríku og á Madagaskar.
Heldur svo áfram til Indlands og dvelur í
Dansborgarkastala nálægt Trankebar, þar til
í september 1624. Heldur þá heimleiðis til
Danmerku.r árið 1625 með viðkomu í írlandi
eftir mikla hrakninga á leiðinni. Árið 1626
ákveður hann að halda heim til íslands þótt
honum hafi verið boðin kennarastaða í Dan-
mörku. Heimahagarnir í Álftafirði voru ávallt
efst í huga hans.
Hann kemur fýrst heim til Skutulsfjarðar
úr hinni miklu reisu sinni. Vafalaust eru það
slysfarir hans í Indlandi sem eiga mestan
þátt í því að hann ákveður að standa þar svo
stutt við. Af þeim ástæðum vill hann heldur
ekki staðfestast í Danmörku, þó honum hefðu
verið boðnir þar góðir kostir. Danakonungur
hefur líka viljað gera vel við þennan þegn
sinn sem slasast hafði í hans þjónustu. Þegar
hann er kominn heim til íslands þykist kon-
ungur einnig vera honum skuldbundinn. Þar
fær hann umboð þriggja konungsjarða norður
í Skagafirði í bótaskyni. En hann afsalar sér
því umboði eftir tvö ár. Þá er honum sam-
kvæmt ósk hans fengin konungsjörðin Eyrar-
dalur í Álftafirði sem hann situr til dauða-
dags. Er sú jörð í nágrenni Svarthamars en
er nú í útjaðri Súðavíkur kauptúns.^ Fær hann
jörðina afgjaldslaust frá 1654. Áður hafði
hann búið nokkur ár að Uppsölum í Seyðis-
firði, sem er næsti fjörður við Álftafjörð.
En ýmislegt annað hefur viðborið í lífi
hans eftir að hann kemur heim úr Indlands-
reisunni. Um Jónsmessu árið 1627 er hann
kominn til Bessastaða í erindum Ara Magn-
ússonar sýslumanns í Ogri í þann mund sem
Tyrkir koma þar með tveimur skipum. Er
hann sendur á Skansinn til þess að skjóta á
Tyrkjann. Segir ekki af miklum atburðum
þar en Tyrkir komust þaðan óskaddaðir.
Árið 1639 til 1640 er Jón í Vestmannaeyj-
um og starfar þar sem byssuskytta á Skans-
inum og liðþjálfi fyrir heimavarnarliði sem
starfaði þar um skeið eftir Tyrkjaránið. Má
af þessu marka að töluvert traust hefur verið
sett á hann og reynslu hans sem byssu-
skytta. Jón fluttist svo aftur vestur í Álfta-
fjörð árið 1640.
Jón Ólafsson var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Ingibjörg Ólafsdóttir, dóttir séra
Ólafs Sveinssonar að Stað í Súgandafirði.
Hafði hún verið til vistar að Eyri í Seyðis-
firði. Þar stóð brúðkaup þeirra. Reistu þau
bú að Tröð í Álftafirði. Áttu þau ekki börn
en Jón átti einn son í lausaleik, hlaut hann
fýrir það afbrot þunga sekt. En vinir hans
greiddu hana fyrir hann og firrtu hann þar
með miklum vandræðum.
Ingibjörg drukknaði á Álftafirði eftir stutta
sambúð þeirra. Hafði hún fengið far hjá Árna
Jónssyni hvalaskutlara, er þá bjó í Hattard-
al. Var hann á leið til róðra í Vigur. Tók
hann Ingibjörgu um borð í bát sinn á Dverga-
steini. Bað hún um flutning yfir undir Kambs-
nes, „því hún ætlaði til Eyrar í Seyðisfirði.
Sigldi hann svo hægan byr allt framundan
Tröð hjá Súðavík þá kom garður í seglið og
sló skipinu um koll, svo hvolfdi".
Ámi og hásetar hans komust á kjöl og var
bjargað frá landi. „En konan Ingibjörg náðist
látin og hafði brennivínsflösku í belti innan-
undir hempunni er hún ætlaði að gefa þeim
hjónum á Eyri“. Hafði Ingibjörgu verið spáð
því í Vestmannaeyjum að hún mundi í sjó
drukkna.
Jón Ólafsson var nú einmana ekkjumaður.
Launsonur hans Christofer Bogi andaðist svo
hálfum mánuði eftir jól sama ár.
Seinni kona Jóns var Þorbjörg Einarsdótt-
ir. Áttu þau einn son Ólaf er bjó á Kambsnesi
í Álftafirði. Er margt manna af þeim komið.
Hefur Ólafur Þ. Kristjánsson ritað um niðja
Jóns Indíafara í „Frá ystu nesjum“ sem Gils
Guðmundsson gaf út.
Um Jón Indíafara hefur þetta verið sagt í
viðauka í einu handrita hans: „Var hann
maður skemmtinn og glaður og kunni mörg
tíðindi að segja. Hann var skraddari sæmileg-
ur og vissi líka skyn á lækningum, hagmælsk-
ur og vel greindur á marga hluti, en átti bágt
í búi jafnan".
Sigfús Blöndal segir í formála sínum um
ævisögu hans: „í þriðja parti ævisögunnar
er ekki minnst einu orði á aðallífsstarf Jóns,
ritsmíðar hans, sem gera hann að merkis-
manni í íslenskum bókmenntum seinni tíma“.
Önnur útgáfa af Reisubókinni kemur út
árið 1946 í tveimur bindum. Stóð Guðbrandur
Jónsson að þeirri útgáfu.
Helgi Þorláksson ritar góða grein um Jón
í ársrit Sögufélags ísfirðinga 1987. Einnig
hefur Reisubókin verið prentuð bæði á ensku
og dönsku. Hún er jafnan talin hið merkasta
rit. Þegar ég heimsótti sl. sumar fæðingar-
stað hans að Svarthamri og bústað hans í
Eyrardal þar sem hann bjó í 30 ár rifjaðist
upp saga þessa sérkennilega íslendings, sem
í elli sinni skráir ævintýr æsku sinnar um
fjarlæg lönd. En fær hvergi unað nema und-
ir háfjöllum átthaga sinna við Djúp.
Enda þótt frásögn Jóns Ólafssonar sé víða
ýkjukennd og ótrúleg verður sú staðreynd
ekki sniðgengin að hugur hans er fijór og
mál hans litríkt. Eins og margir íslendingar
á öllum öldum elskar hann að segja frá og
draga upp sterkar myndir af því sem fyrir
augu hans ber. En hann skrifar margt annað
en Reisubók sína, orti vísur, sálma og hafði
áhuga á tónlist, eins og sr. Bjarni Þorsteins-
son minnist á.
Jón Indíafari var því ekki aðeins skemmti-
legur ævintýrafugl heldur fjölhæfur greind-
armaður, sem unni landi sinu og reyndi að
veija sóma þess, hvar sem á hann var hallað.
Höfundur er fyrrverandi alþingismaður, sendi-
herra og ritstjóri Morgunblaðsins.
egar starfsmenn lands-
lagsarkitekta voru í
jarðraski á fjórtándu
holunni á golfvellinum
Burning Tree í Newark,
Ohio, rákust þeir á ein-
hveija fyrirstöðu; gífur-
lega stóra kúpu af
frumfíl í fimm feta djúpum mýrajarðvegi.
Brátt fylltist golfvöllurinn af stein-
gervingafræðingum sem grófu þarna upp
heila beinagrind. Þar fundu þeir innan rifja
frumfíls-beinagrindarinnar það sem var
öllu merkilegra en beinagrindin sjálf, en
það voru leifarnar af síðustu máltíð skepn-
uflnar. Og í þessum leyfum sem virtust
hálfmeltar töldu þeir sig fínna 11.000 ára
gamla gerla. Þetta var tilkynnt af þeim
sem rannsökuðu leifarnar síðastliðið vor.
Þessir gerlar eru langelstu lifandi lífver-
ur, sem fundist hafa, og jafnframt eru þær
hinar fyrstu sem fundist hafa í útdauðri
dýrategund. Svo virðist sem mýrajarðveg-
urinn, þéttur og súrefnissnauður, hafí vald-
ið því að gerlarnir héldu sér í einhvers
konar doða og þegar þeir urðu fyrir áhrif-
um lofts og ljóss lifnuðu þeir við. í undan-
farin 11.000 ár höfðu þeir hafist. við í
gamaleyfum nálægt rifjum frumfílsins.
Þessi samvafningur hafði varðveist í mýra-
feninu, súrefnislausu, og þefurinn var slík-
ur að steingervingafræðingarnir álitu að
hér væri hluti innyfla fílsins. Enginn þeirra
áleit þó eða kom í hug, að gerlar leyndust
í þessum magahluta.
Af hreinni tilviljun var Gerald Goldstein
örverufræðingi boðið að athuga þær leifar
sem komu upp. Goldstein: „Þegar ég heyrði
sagt frá innyflunum óskaði ég eftir því
að líta á þau, jafnframt því sem ég óskaði
eftir að fá tækifæri til þess að setja lífræn
efni í ræktun. Ég fékk nokkra smápoka
af því sem þeir höfðu fundið innan rifja
skepnunnar. Ég setti þetta í ræktun. Og
það furðulega gerðist, kviknun hófst, ár-
angurinn varð ótrúlegur." Gerlarnir sem
Goldstein ræktaði reyndust vera „ent-
erobacter cloacae“, tegund örvera sem
fínnst oft í innyflum spendýra. Þegar Gold-
stein opinberaði rannsóknir sínar og ár-
angurinn í maímánuði sl. urðu ýmsir ör-
verufræðingar tortryggnir. Þeir spurðu
hvort hann gæti sannað að þessar örverur
eða gerlar hefðu ekki getað komist í sýnis-
homin og úr öðrum og yngri innyflaleyfum
sem hefðu verið til staðar í jarðveginum
nálægt frumfílsgrindinni. Goldstein tók
sýnishorn úr jarðveginum næst beinagrind
frumfílsins. „Ég reyndi að rækta úr þess-
um sýnum, en úr 12 sýnum sem ég tók,
skilaði ekkert árangri.
Fundur þessara örvera getur orðið til
þess að opna vísindamönnum ýmiss konar
leyndarmál og gert þeim fært að svara
ýmsum spumingum sem snerta þróun
gerla og einnig líffræðilega þróun manns-
ins. Goldstein vinnur nú að því að bera
saman kjamasýru genanna í þessum
11.000 ára örverum og örverum skyldum
þeim nú á dögum. Þessi samanburður
ætti að leiða í ljós hraða þróunarinnar í
örvem heiminum.
„Örverur tímgast á u.þ.b. tuttugu mín-
útum,“ segir Goldstein, „sem þýðir að ör-
verum fjölgar um helming á þessum tíma.
Mennskur kynslóðatími, þ.e. sá tími sem
líður frá frumskiptingu einnar kynslóðar
fruma þangað til næsta kynslóð skiptir
sér, er 20 ár í mönnum. Ellefu þúsund ár
í heimi örveranna samsvarar því milljörð-
um ára í mannheimi. Ef hægt er að stað-
festa stökkbreytingarhraðann í örverum,
þ.e. arfgengar breytingar genanna, má
vera að gjörlegt sé að komast að breyting-
um á mennskum genum og þar með ferli
mennskrar lífeðlisþróunar.“ Goldstein
vinnur nú að því að bera saman gen „nú-
tíma“ gerla og gerlanna frá golfvellinum
og vonast til að birta niðurstöður næstkom-
andi sumar.
Það eru ekki aðeins örverufræðingar
sem hafa rannsakað gerlana, plöntustein-
gervingafræðingar hafa einnig sýnt mik-
inn áhuga, þeir vonast til þess að plöntu-
maukið geti veitt þeim einhveijar upplýs-
ingar um jurtaríkið frá dögum frumfílsins
og jafnframt hvort það hafi orðið þessum
einstaka frumfíl að aldurtila.
Plöntusteingervingafræðingar telja að
aðalfæða frumfílsins hafí verið kvistir og
barr af sígrænum tijám, af þessari fæðu
var gnægð í skógunum, þar sem skepnum-
ar höfðust við. Þegar veðráttan hlýnaði í
lok ísaldar fyrir um 10.000 árum varð
mikil breyting á plönturíkinu og þar með
þeirri fæðu sem frumfílamir höfðu nærst
á og þar með lífsmöguleikum fílanna.
Kenningamar em: Með minnkandi
skóglendi tóku fmmfílarnir að deyja út.
Síðasta máltíð þessa frumfíls var ekki
samsett af greinum eða kvistum þótt stað-
urinn þar sem hann dó hafí verið skógi
vaxinn, þar sem óx mikið af sígrænum
tijám fyrir 11.000 ámm. í stað greina og
barrs af sígrænum tijám samanstóð síð-
asta máltíð frumfílsins af sefí, vatnaliljum
og nykru (vatnaplöntuætt). DeeAnne Wy-
mer, sem starfar við Bloomsburg State,
hefur rannsakað innyflaleifar fmmfílsins
segir að „enginn hafí hingað til álitið að
þessar grastegundir hefðu verið étnar af
stórum grasætum“.
Wymer efast ekki um að breytingar á
veðráttu hafi valdið útrýmingu fmmfíl-
anna, en jafnframt hafi þomun mýrlendis
og auknir þurrkar og þurrlendi haft úrslita-
þýðingu fyrir það hvernig fór. Wymer er
varkár í ályktunum. „Það þarf frekari
heimildir, en þær sem fengust á golfvellin-
um Burning Tree og fleiri frumfílaleifar."
Tim Folger - Discover
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. SEPTEMBER 1992 7