Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1992, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1992, Qupperneq 8
Er maðurinn góður eða illur í eðli sínu, eða hvorugt? í myndlist liðinna alda má víða sjá átök milli þess sem menn álitu vera það góða (eða göfga) í manninum, og hinsvegar þess illa. A þessari 15. aldar altaristöflu frá Þýzkalandi er Kristur á píslargöngu sinni persónugervingur hins góða, en þeir sem sem húðstrýkja hann eru þá fulltrúar hins illa. í ótal myndum af heilögum Georg að drepa drekann, eru átökin milli góðs og ills sýnd á táknrænan hátt og eins og myndinni, sem hér fylgir með úr fom-grískri höggmyndalist og sýnir hinn göfga Perseus afhausa skrýmslið Medusa. GOÐSOGN HINS GEFNA M ér er engin launung á að viðurkenna að ég er siðferðilegur tvíveldissinni, þ.e. trúi á baráttu ljóss og myrkurs í heiminum. Eins og ég hef útskýrt á öðrum stað þá álít ég að maðurinn sé hvorki fæddur góður né ill- Kafli úr nýju íslensku heimspekiriti, sem heitir ÞROSKAKOSTIR og út kemur á vegum Rannsóknastofnunar í siðfræði við Háskóla íslands. Eftir KRISTJÁN KRISTJÁNSSON ur. Hann er vera gædd vilja til að taka fijálsar ákvarðanir: til að velja leið gæsku eða fólsku í breytni sinni gagnvart öðrum. Brýnasta eðlishvöt hans er sjálfsbjargarvið- leitnin sem ekki er illgjörn í eðli sínu - heldur fremur hluttekningarlaus gagnvart öðrum en honum sjálfum og hans nánustu. Þegar maðurinn hefur svo náð þvi stigi að allir kraftar hans fara ekki lengur í að tryggja næsta málsverð með kjafti og klóm þá skapast rúm fyrir siðferðislíf: spurningar um hátternisreglur og sambúðarhætti innan stærri hóps en þess sem rúmar eigin fjöl- skyldu eða ættflokk. Þá lýkst upp fyrir flest- um að það séu hyggindi sem í hag koma að tryggja gagnkvæmt öryggi, gagnkvæma farsæld, með reglum er takmarka frelsi okkar til að breyta að eigin geðþótta. Það sem meira er: stór hluti fólks uppgötvar að það skapar meiri og varanlegri ánægju að hygla öðrum en að gera á hluta þeirra. Og þegar þar er komið sögu getur farið svo að eigingimi fólks sé orðin að ráðgátu: að siðferðislegum bölsvanda. Tilhneigingin verður sú að afneita djúpstæðum þáttum manneðlisins, neita að horfast í augu við hinar myrku hliðar þess, firra sig ábyrgð á öllu öðru en því sem gott er. Ég vil kalla hina áleitnu fashugmynd um frumaií og forgang hins góða í mannssál- inni goðsögn hins gefna.i) og skal nefna um hana þrjú dæmi. Hið fyrsta er úr riti eftir franska heimspekinginn Paul Ricoeur sem velt hefur fyrir sér ýmsum spumingum um böl og bölsvanda á glöggdæminn hátt. Samt bryddir mjög á þeirri hugmynd hjá Ricoeur að uppmni hins illa sé á einhvem hátt torskýrðari og torræðari en hið „eðli- lega“ ástand mannsins, sakleysið. Og „eðli- legur“ er þá ekki aðeins í merkingunni „eft- irsóknarverður" heldur „náttúrulegur" eða „frumlægur". Ricoeur fjallar nokkuð um „þversögn hins þýlynda vilja“: hvemig maður geti í senn verið fijáls (saklaus og góðfús) og lagt á sig fjötra vonskunnar. Hann lýsir syndafalls- kenningum réttilega sem tilraun til að ráða fram úr þessum vanda. Skoðun Ricoeurs sjálfs er hins vegar að hið illa verði ævin- lega ráðgáta; hversu hrópandi, tælandi og máttugt sem það sé fái það aldrei grandað mennsku mannsins, gmndvallareðli hans.2) Ricoeur er handgenginn túlkunarfræðum og telur að með því að leitast við að ráða í táknmál fólks, einkum í bókmenntum og listum, kunni okkur að auðnast að skilja eðli þeirra fjötra sem hið illa hefur reyrt okkur í. Að hans dómi mun okkur þá verða enn ljósara en áður að „vonskan er ekki neitt sem útrýmir gæsku mannsins; hún er saurgun, myrkvun, afskræming sakleysis- ins.“3) Ég fæ ekki betur séð en að Rieoeur geri sig hér sekan um bæði sögulega og röklega villu. „Hversu upprunalegt sem hið illa kann að vera þá er hið góða upprunalegraV) segir hann á einum stað. En þetta er einfald- lega ekki rétt lýsing á manneðlinu! Eftir því sem fólk (samfélag eða einstaklingar) er vanþroskaðra, eftir því virðist það and- varalausara gagnvart hagsmunum annarra: afskiptalausára, kaldlyndara. ímynd hinna frumstæðu þjóða sem ekkert illt þekktu, og við höfum spillt með siðspeki okkar, er grát- legt, söguleg blekking: eitthvað sem við vilj- um trúa á en er ekki satt. ímynd hins nátt- úrlega góðlyndis barnsins er önnur grillan: Án siðferðilegs taumhalds geta börn verið ótrúlega grimm hvert við annað, sbr. nýlega umræðu um einelti. Miklu nær virðist því að segja að þótt hluttekningarleysið, ef ekki illskan, sé upphaflegra í manneðlinu þá geti hið góða smám saman sótt í sig veðrið - en aðeins með auknum þroska. » Annað dæmið sem ég tek er úr grein eftir Matthías Johannessen skáld þar sem hann er að ræða um gildi frelsis í samfélag- inu. Matthías vitnar í því samhengi með velþóknun í lýsingu tékkneska rithöfundar- ins Kundera á eigin ófrelsi mannsins, hvem- ig hann sé hlekkjaður við „ófrelsi sinnar eigin freistingar... við hvatir sínar“.5) j>eir Kundera og Matthías bregða þama fyrir sig líkingamáli, dregnu af frelsishugtakinu, um það hvernig breyskleiki mannsins og dýrs- legar hvatir varni því að hið raunverulega ég — hið fijálsa sjálf — fái notið sín. Og sé raunin þessi, liggur í orðum Matthíasar, hvað vinnst þá með öllu pólitíska frelsishjal- inu? Hér bólar sem fyrr á hugmyndinni um litla góða, sæta og vitra engilinn innst í okkur öllum sem hin myrku öfl hafi kverka- tak á. Að þessu sinni er hún tengd hugsjón mannsins um eigið frelsi. En mér liggur við að spyija Matthías og Kundera: A hvern hátt er frelsi nauðsynlega tengt gæðum og á hvern hátt em gæði tengd hvataleysi? Hvernig geta þeir með öðmm orðum vitað að menn séu ekki einmitt frjálsir þegar „hvatirnar“ fá að leika sem lausustum hala en ófrjálsir ella? Þriðja dæmið er úr viðtali sem ég hlust- aði nýlega á við þekktan fjölmiðlamann. Þar lýsti hann lífi sínu á meðan hann var enn í „fjötrum freistinganna". Hann drakk og duflaði en samt var líf hans tómlegt og gleði- snautt. Síðan sá hann sig um hönd og breytti um lifnaðarhætti og nú var hann búinn að finna hamingjuna. Var ástæðan sú að áður hefði hann verið vanþroskaður og vitlaus en síðan komist til manns? Nei, að sjálf- sögðu ekki! Hann hafði aðeins „blekkt sjálf- an sig“ lengi vel. „Innst inni“ vissi hann alltaf hvað var honum fyrir bestu, hvað hann raunvemlega vildi. Það var hins vegar ekki fyrr en hann „fann sjálfan sig“ sem hann ákvað að snúa við blaðinu. Hversu töm er ekki þessi skýring nútíma- fólki. Nú finna menn ekki sjálfa sig í þeim skilningi að þeir taki út þroska: breyti sér, skapi sjálfa sig, heldur í hinum að þeir snúi afturtW hins upphaflega eðlis sem þeir sjálf- ir eða aðrir hafi lagt í fjötra. Öld okkar er ekki öld kröfuhörku við sjálf okkur — al- vöm, undanbragðaleysis — heldur öld sjálfs- gyllingar og sjálfsafbötunar. Við eram öll hlekkjaðir englar. Það fer líka svo miklu betur í munni að segja: „í gær blekkti ég sjálfan mig“ heldur en: „Ég vildi í dag að ég hefði viljað í gær“ — svo sársaukaminna að segja: „I gær var ég í ijötrum freisting- anna en: „í gær breytti ég rangt“. Stephan G. yrkir á einum stað: En hver er heill að hugsa ið dimma bjart? Það hamlar kveiking Ijóssins, sem menn þyrftu. Mér virðist sælla að vita myrkrið svart, það vekur hjá mér löngun eftir birtu. Við menn erum að mörgu leyti undarleg- ar skepnur: oftast nær ljóssæknir og myrk- fælnir en líka á stundum myrksæknir og ljósfælnir. Jafnvel í hinu hreinlyndasta hjarta getur örlað á þrá eftir óhugnaði, aðdáun á úrkynjun og skepnuskap. Vinsæld- ir drauga- og hryllingssagna em til dæmis engin hending. Eðlislæg forvitni mannsins leiðir hann jafnt í hæstu hæðir sem lægstu djúp. Mannkynið tekur þó sífellt út meiri og meiri félagslegan þroska, stefnir sífellt fram á við í siðferðisefnum. Að neita slíku er kjánaskapur: andhælisleg volæðisdýrkun og þátíðarþrá. Mannúð fer vaxandi í heiminum vegna þess að fleiri og fleiri átta sig á því að fátt vekur langvinnari gleði í sálinni en að hjálpa öðrum, breyta rétt. En þroski manns og samfélags getur ekki byggst á því að af- neita tilvist hins illa, „hugsa ið dimma bjart“. Hann getur ekki byggst á goðsögn hins gefna um manneðlið. Við þurfum, eins og Sigurður Nordal sagði, „alvarlegri og kröfu- harðari skoðun á mannlífinu og tilvemnni yfirleitt“.6) ;iAð vita myrkrið svart", skilja og viðurkenna að hið illa sé til, er forsenda ábyrgrar heimsskoðunar og framstígra lífs- hátta. Samfara því skilst okkur einnig að ljósið er bjart, að við lifum í heimi meðal góðs og ills þar sem að mestu er undir okk- ur sjálfum komið á hvora sveifina við leggj- umst. Hið siðferðilega böl er ekki vitund tor- skildara en gæðin. Því er hinn siðferðilegi bölsvandi í raun markleysa, goðsögn. En vandi er vissulega til staðar. Hann felst í að rata réttu leiðirnar, að greiða veg hins góða: gera mennina réttsýnni, samlífið áfallaminna, heiminn betri. 0g skyldi það ekki vera hinn eini raunvemlegi bölsvandi? 1) Orðasambandið er fengið úr bók Rortys, R., PhiJo- sophy and the Mirror of Nature (Oxford, 1980) en merkir þar alit aðra goðsögn: þá að það sem upphaf- lega er gefið í mannlegri reynslu séu svokaliaðar „skynrcyndir". 2) Sbr. bók Ricoeurs, The Symbolism of Evil (Bost- on, 1967), bls. 156. 3) Sama rit, bls. 156 (lausl. þýð. K.K.). 4) Ricoeur, P., Fallible Man (Chicago, 1965), bls. 222 (lausl. þýð. K.K.). 5) „Fijálshyggja og velferðarþjóðfélag", Frelsið, 2. hefti (1985), bls. 101. 6) Skiptar skoðanir, (Rcykjavík, 1960), bls. 27. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.