Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1992, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1992, Qupperneq 3
BJÖRN HALLDÓRSSON 1-ggPáHf H @ (11111M H B [*] di 1] [H us Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías iohannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Glsli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Ný kynslóð rithöfunda kemur fram á svo sem 10-20 ára fresti. Allstór hópur ungra rithöfunda kvaddi sér hljóðs með nýjum skáldsögum eftir 1970, en undarlega margir þeirra hafa lagt frá sér pennann eftir 2-3 bækur. Þorsteinn Antonsson veltir þessu fyrir sér í grein, sem hann nefnir: Hvað varð um millikynslóð- ina? Aðhald gegn agaleysi og hringlandahætti, er fyrirsögn á síðari grein Atla Harðarsonar, heimspekings um þá spurningu, hvers virði fullveldi sé einni þjóð. Atli telur, að með smávegis eftirgjöf á fullveldinu, getum við hugsanlega haft meiri áhrif á sumt sem að okk- ur snýr. Myndin er af dönsurum úr íslenzka dansflokknum í sýningu, sem heitir Uppreisn og var frumsýning - 25. okt. Sýningar verða áfram í Þjóðleikhúsinu í Nóvember. Þetta eru þrjú aðskilin dansverk eftir þtjá bandaríska danshöfunda og er þar byggt á klass- ískri tækni. Ljósm.Lesbók/Árni Sæberg. Hnúfubakur er forvitinn og teygir sigstundum hátt tii að sjá skipið, sé það kyrrstætt, segirÁrni Alfreðsson, sem hefur unnið við hvalarannsóknir hjá Hafrannsóknar- stofnun. Grein hans heitir „Á slóðum hnúfubaksins" og lýsir vel spenningnum um borð, þegar beðið er færis að skjóta örsmárri sýnatökupílu í hvalinn. Ævitíminn eyðist Ævitíminn eyðist, unnið skyldi langtum meir. Sízt þeim lífið leiðist, sem lýist, þar til út af deyr. Þá er betra þreyttur fara að sofa, nær vaxið hefur herrans pund, en heimsins stund líði í leti og dofa. Eg skal þarfur þrífa þetta gestaherbergi, eljan hvergi hlífa sem heimsins góður borgari. Einhver kemur eftir mig, sem hlýtur. Bið eg honum blessunar, þá bústaðar minn nár í moldu nýtur. Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, f. 1724, d. 1794, var fæddurað Vogsós- um í Selvogi, en ólst upp á Stað í Steingrímsfirði. Brautskráður úr Skál- holtsskóla 1745 og síðan prestur I Sauðlauksdal og á Setbergi við Grund- arfjörð. Lærdómsmaður, höfundur íslensk-latneskrar orðabókar og braut- ryðjandi í landbúnaði og ræktaði fyrstur manna kartöflur á íslandi. Einu sinni var... egar ég var á barnsaldri hafði fólk ennþá tíma og vilja til að segja börnum sögur og stundum var líka lesið fyrir þau. Það voru dýrlegar stundir þegar við hófumst upp yfir hversdagsleikann og lifðum í heimi ævintýranna, þar sem dýrin töluðu, galdranornir leyndust úti í skógi, kóngar misstu drottningar sínar og giftust aftur hinum verstu forynjum sem höfðu brugðið sér í drottningarhami og reyndu síðan að tortíma börnum kóngsins af fyrra hjónabandi. Eða þá ráðgjafí konungs, sem oft hét Rauður, hvernig hann reyndi að koma illu til leiðar með blekkingum oggöldr- um. En öll enduðu þessi ævintýri með því að hið góða sigraði, kóngsbörnin urðu frjáls á ný og illvættirnar voru bundnar aftan í ólma hesta sem tættu þær í sundur, hrundið í eld eða látnar dansa á rauðglóandi jám- skóm þangað til þær drápust. Eg man enn- þá hina unaðslegu tilfinningu sem hríslaðist um mig þegar forynjurnar voru drepnar. Þetta voru hinar hroðalegustu aðfarir en hryllingurinn snerti mig ekki. Þama fengu illvirkjar makleg málagjöld, það var aðalat- riðið. Það borgaði sig ekki að vera vondur. Svo komu aðrir tímar. Spekingar fundu það út að svona ljótar sögur væru óhollar fyrir böm og fóm að búa til hundleiðinlegar sögur eða eyðileggja þær gömlu. Ég man hvað það gekk fram af mér þegar ég var að lesa fyrir einhver af bömum mínum sög- una af Rauðhettu í Gagni og gamni eða einhverri hliðstærri bamabók. Þar gleypti úlfurinn ekki ömmuna heldur lokaði hana inni í skáp!!! Auðvitað sagði ég börnunum þennan kafla eins og hann átti að vera en las ekki þessa vitleysu fyrir þau því það var ekkert ótrúlegra að úlfurinn hefði gleypt ömmuna með húð og hári en að hvalurinn hefði gleypt Jónas, og í báðum tilvikum hefðu fórnarlömbin sloppið lifandi úr raun- inni. En hvers vegna voru þessi ævintýri góð lesning fyrir böm, meira að segja einhverjar bestu sögurnar sem hægt var að segja þeim? Þau voru það af því að þau innrættu börnun- um rétta hugsun, réttan „móral“. Að það væri illt að vera vondur og að þeir vondu fengju makleg málagjöld. Meðfædd réttlæt- iskennd bamanna skynjaði muninn á góðu og illu og sögumar styrktu siðgæði þeirra. Börn em ekki eins vitlaus og sumir virðast halda og þau em ekki orðin gömul þegar þau átta sig á réttu og röngu, þótt sá skiln- ingur eigi eftir að skýrast með aldrinum. C.S. Lewis sagði eitt sinn að besta sönnun- in fyrir því að „algerlega rétt og algerlega rangt“ væri til, væri sú að maðurinn ætti þessi hugtök til. Ef ekkert væri rétt og ekkert rangt, hefðu þau aldrei myndast, frekar en fískurinn veit að vatnið sem hann syndir í er blautt af því að hann þekkir ekki hið þurra, það er ekki til í hans vitund. Vingulslegar hugleiðingar um að böm hafi illt af því að heyra sagt frá föntum sem komast að því keyptu, eru úr lausi lofti gripnar. Þau vita vel að heimurinn er fullur af illmennsku og ofbeldi og þau bíða eftir því full eftirvæntingar að illmennin upp- skeri laun illmennsku smnar. Þau taka ekk- ert nærri sér þótt glæpamaður týni lífí því þau vita að eftir það gerir hann ekki meira illt af sér. Böm vita að þau og öll önnur böm þarfnast verndar og þau fá því aðeins að njóta friðar og hamingju að óþokkamir nái ekki til þeirra. Menn kunna að segja að það eigi að kenna börnunum að elska náungann en ekki hata hann. Jú, það er alveg rétt en það á bara að kenna þeim að elska réttan náunga, þann náunga sem meiddur er og ofsóttur, þótt okkur virðist fulloft að lög og reglur séu miðuð við hags- muni glæpamannsins en þess sem glæpurinn bitnar á. Lítum á linkind þá sem barnaníð- ingum er sýnd. Menn tala um að ekki megi sverta þá í augum almennings, konur þeirra og böm muni taka það svo nærri sér. Það er rétt, þau hlytu að taka það nærri sér ef nafn slíks brotamanns væri birt, en sökin er hans, það er hann sem leitt hefur þessa smán yfir fjölskyldu sína. Aðalatriðið í slík- um málum ætti að vera að vemda böm fyrir slíkum óþokka, kannske bömin hans sjálfs, og því ætti að beita við hann þeirri aðgerð sem mundi gera hann skaðlausan í framtíðinni. Sama má segja um eiturlyfjasmyglara. Þá á tvímælalaust að meðhöndla sem morð- ingja og ekki sýna þeim neina miskunn, því þeir eitra líf saklauss fólks, sér til hagnað- ar, án þess að skeyta um að þeir leiða það út í eymd og ótímabæran dauða. Hvað haldið þið að bam mundi segja ef við sýndum því úttaugaðan eiturlyfjasjúkl- ing og um leið mynd af honum sem elsku- legu bami, og spyrðum það hvað ætti að gera við þann sem fór svona með bamið? Eg er viss um að dómur barnsins yrði ekki mjög vægur, það tæki ekki nærri sér þótt því væri sagt að það ætti að binda endi á líf hans. Maður sagði mér um daginn að eftir sam- ræður sínar við munka hefði það orðið niður- staða þeirra að syndin, dauðasyndin, væri að notfæra sér aðra manneskju í hagnaðar- eða þægindaskyni, að „manípúlera" með mannlegt líf í staðinn fyrir að hlú að þvi og styðja það til þroska. Ég held að það sé rétt. Það er auðvitað rangt og glæpsam- legt að stela, svindla, eyðileggja eignir eða spilla þeim, en veraldlegar eigur má bæta sér upp. En sé mannlegt líf svívirt og niður- lægt, er ekki víst að hægt sé að lækna það á ný eða reisa það við. Þótt glæpamanninum væri refsað í tíu þúsund ár, yrði tjónið ekki bætt fyrir það. Því er ekki um annað að ræða en gera illvirkjann óskaðlegan. Hefnd er til einskis gagnleg en ef illvirkinn er gerður óskaðlegur, er þar með komið í veg fyrir að hann vinni öðrum tjón. Barnið skilur þetta réttlæti betur en margur lögkrókamaðurinn. Það vill láta vemda önnur böm og annað fólk fyrir ill- virkjum því það hefur meðfæddan skilning á því að hið góða eigi að sigra, hið illa eigi að þurrkast út og öll böm eigi heimtingu á vernd.. Þann skilning glæða góðu, gömlu ævintýrin, þar sem hið illa fékk makleg málagjöld. TORFI ÓLAFSSON LESBÚK MORGUNBLAÐSINS 31. OKTÓBER1992 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.