Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1992, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1992, Side 6
Aslóðum hnúfubaksins Eftir ARNA ALFREÐSSON að er farið að kula enda sól lágt á lofti. Við höfum fylgt gisnum rekísnum í suður allan daginn og því lítið komist út á dýpri slóð eins og til hafði staðið. Vestfirðimir sjást sólbaðað- ir í kvöldsólinni langt í austri. Augun stara á sjóndeildarhringinn. Það er verið að horfa eftir hval. Það er mjög sérstök tilfinning og stemmning að standa og renna athugulum augum fram og til baka eftir haffletinum í þeirri von að sjá eitthvað koma upp. Hugur- inn reikar um heima og geima. Það er mikil ró yfir þessu. Af og til er kjaftað og hlegið en athyglin aldrei dregin af haffletinum. Það kann að virðast undariegt starf að standa og góna á sjóinn allan daginn. Verða menn ekki sturlaðir á þessu? Er þetta ekki hroðalega leiðigjamt? Þeir einir sem hafa staðið á út- kikki (horft eftir hval) um langan tíma vita hvað það er. Það er hvorttveggja í senn róm- antískt og spennandi. Litbrigði og hegðun hafsins eru síbreytileg og gefa ímyndunarafl- inu lausan tauminn. I kvöldsólinni verka lit- brigðin sefandi og gefa rómantískum hugleið- ingum byr undir báða vængi. Hér gefst næg- ur tími til að hugsa um lífíð og tilveruna og láta sig dreyma. En hvers vegna að vera að horfa eftir hval? Eru hvalveiðar loksins hafnar á ný? Nei í þetta skiptið erum við ekki á veiðum. Við emm í rannsóknaleiðangri á einu skipa Haf- rannsóknastofnunnar, Dröfninni. Tilgangur ferðarinnar er að ná ljósmyndum af sporði og bakugga hnúfubaks og síðast en ekki síst spennandi, að ná húð- og spiksýni úr hvaln- um. Þetta er tveggja ára samstarfsverkefni marga þjóða við norðanvert Atlantshaf sem nefnist „Ar hnúfubaksins í Norður-Atlants- hafí“ (Years of the North Atlantic Humpback: YONAH). Þar sem sporðar hnúfubaka em töluvert ólíkir má með sporðmyndunum þekkja með nokkurri nákvæmni einstaklinginn auk þess sem mynd af bakugganum getur hjálpað þar til. Þannig má þekkja viðkomandi hval aftur og fá upplýsingar um göngur hans ásamt fleira. Vefjasýnið (húð og spik) getur gagn- ast á nokkuð marga vegu, t.a.m. staðfest hvort um sama sporð og þar með hval er að ræða. Einnig má nota það til að greina milli kynja en slíkt er ekki hægt með þvi horfa eingöngu ofan á hvalinn. Vefjasýnin hafa þó hingað til aðallega verið notuð til að greina milli mismunandi hvalastofna. Það sem gerir svona rannsókn, sem byggir að miklu leyti á ljósmyndum, mögulega er hin sérstaka hegð- un hnúfubaksins að lyfta oft einkennagóðum sporðinum auk þess að halda sig meira á yfírborðinu og vera gæfari en fiestir aðrir stórhvalir. Þess vegna er þessi rannsókna- tækni mjög erfíð í framkvæmd hvað varðar flestar aðrar tegundir stórhvala sem bæði hafa minni einstaklingseinkenni og erfítt er Hnúfubakurinn er forvitinn hvalur og kemur stundum að skipinu sé það kyrrstætt. Þá tekur hann sig stundum til og reisir höfuðið og búkinn langt uppúr sjónum eins og hann sé á „útkikki“, jafnvel að hann líti inn fyrir rekkverkið. Hnúfubakur á „útkikki“. Ljósm.:Atli Konráðsson. að ljósmynda. Stórhvalimir sjást oftast af blæstri en það þarf mikla æfíngu til að greina blástur. Sum- ir kunna að spyija hvort ekki sé til nútíma- legri tækni við að leita að hval en að láta hóp af gónandi mönnum standa undir bem lofti í efri brúnni og í tunnu í alls kyns veðri. Svarið er í stuttu máli „nei“. Þjálfað manns- auga hefur svo ótrúlega greiningarhæfni að engin tæki koma enn í stað þess við svona Ieit. Þar að auki er ekki nóg að finna bara eitthvert dýr, það verður að tegundagreina það. Ekkert tæki getur greint tegundina á þeim stutta tíma sem mannsaugað og heilinn gera í sameiningu. Það era því litlar breyting- ar að sjá varðandi framkvæmd hvalleitar í náinni framtíð. Kannski sem betur fer. Það er kominn dágóður tími síðan við skild- um við síðustu hvali. Spennan er því farin að aukast og augun skima betur. Skyndilega kippist hjartað til. Var þetta ekki blástur? Augun era límd við staðinn og hjartað slær örar. A engu er látið bera strax. Maður verð- ur að vera viss. Það vill enginn gera sig að fífli með þvi að verða á mistök í þessum bransa og eyða tíma í að sigla á hval sem ekki er til. Aftur kippist hjartað við. Nú er það greini- legur blástur. „Blástur á bak, fjöratíu gráð- ur.“ Það er visst kappsmál að sjá blástur fyrstur. „Hvað er langt í hann,“ er spurt. „Ja, svona tvær og hálf rníla." Strax og skip- ið beygir er skeiðklukkan sett í gang. Þannig er fylgst með því hvað hvalurinn kafar lengi en oftast er hann í kafí svipaðan tíma. Einn- ig segir klukkan til um hversu langt skipið hefur farið. Þessi hvalur kemur upp á sex til sjö mínútna fresti og blæs u.þ.b. þrisvar til fjóram sinnum í hvert skipti. Í hvert sinn sem hvalurinn kemur upp er tekinn upp kíkir og reynt að sjá um hvaða tegund er að ræða. Þar þarf mikla reynslu til að greina rétt. Lagið og stærðin á „finnan- um“ eða „horninu" eins hvalfangarar nefna bakuggann, litur dýrsins, hvernig búkurinn sveigist, blásturinn og hvort hann reisir sporð- inn er það helsta sem stuðst er við. Maður er oft stoltur yfír því að geta verið fyrstur til að greina rétt, sérstaklega þegar skiptar skoðanir era um tegundina. Stóra skíðishval- imir eru mjög líkir á bakið og koma lítið upp úr sjónum. Því þarf oft að sigla mjög nærri þeim til að sjá af hvaða sauðahúsi hvalurinn er. Hnúfubakurinn er feitlaginn skíðishvalur. Helsta einkenni hans er homið og hversu mikið hann kryppir sig ásamt hinum hvítu gríðarstóra bægslum sem geta orðið um þriðj- ungur af lengd hvalsins, eða um fímm metra löng. Þegar hvalurinn fer í djúpkaf reisir hann gjaman sporðinn upp úr sjó og þá má ná mynd af neðra borði „blöðkunnar" (sporðs- ins). Til að útskýra nánar köfunarhegðunina þá kallast það djúpkaf þegar dýrið fer langt undir yfírborðið og er lengi í kafí, í þessu tilviki u.þ.b. sex mínútur. Þegar dýrið kemur upp til að anda kemur búkurinn upp og um leið blæs hvalurinn frá sér og dregur and- ann. Þetta tekur hvalinn oftast ekki nema tvær til þijár sekúndur. Um leið hverfur hann aftur frekar grannt undir yfírborðið. Hnúfu- bakur sést stundum í grannkafínu þegar glitt- ir í hvit bægslin. Eftir dálítinn tíma, u.þ.b. 15 sekúndur, kemur hann aftur upp á yfír- borðið og blæs og hverfur aftur grannt undir yfirborðið. Svona gengur þetta í þijú til fjög- ur skipti en þá hverfur hann aftur í djúpkaf. Það er því sáralítill tími sem dýrið er ofansjáv- ar, eða aðeins í nokkrar sekúndur milli djúpk- afa. Þetta gerir veiðar og rannsóknir mjög erfíðar. Fólk er gjaman haldið þeim misskiln- ingi að hvalir séu nánast alltaf fljótandi í yfírborðinu. Það er sennilega af þeirri ein- földu ástæðu að allar myndir sem birtast af hvölum era teknar ofansjávar þegar hvalimir koma upp til að blása. Nú hefur skipið siglt í fjórtán mínútur, þ.e.a.s. tvær sjómílur, og beðið er um hæg- ustu ferð. Það eru sex mínútur síðan hvalur- inn fór niður síðast. Nú byija allir að snúast í hringi og skima hraðar kringum skipið. Nú er þögn. Skyndilega er kallað: „Þvert á bak, Hnúfubakur veifar sporðinum um leið og hai Eyþór „búmmar" ekki í þetta skiptið. Hnúfubakur hefur sig á loft. Hægra bægslið er komið í flugstellingu. Gusugangurinn í lendingunni er mikill. fulla ferð.“ Hvalurinn er skammt undan og nú er enginn í vafa um tegundina. „Það er knöllari." Mál hvalfangaranna er að miklu leyti ættað úr norsku, enda kenndu Norð- menn íslendingum til verka í þessum bransa. Hnúfubakur heitir á norsku knölhval. Sumar tegundir era kallaðar mörgum nöfnum. Þau íslensku era sjaldnast notuð. Við rannsókna- mennimir erum löngu orðnir smitaðir af þessu málfari, enda ekki ómaklegt að tala eins og ekta hvalfangari sem hefur verið á veiðum í marga áratugi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.