Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1992, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1992, Page 7
Skutullinn þeytist í hvalinn og skoppar strax út aftur. Línan er dregin inn og það er sýni í skutlinum. Sýnið er tekið niður undir þiljur og skipt niður í glös með mismunandi efna- lausnum og síðan sett í frysti. Þar með er enn einn hnúfubakurinn áfgreiddur og leit að þeim næsta hefst. Þó búið sé að ná bæði myndum og sýni er aðeins grunnvinnunni lokið. Rannsóknin er rétt að byija og það er langur og dýr vegur framundan fyrir sýni og myndir áður en einhver niðurstaða fæst. Það hefur verið leiðindaveður undanfama daga og í mikilli brælu er tækifærið notað og siglt inn til Reykjavíkur til að sækja vatn og vistir. Þar fer Atli frá borði en hann er á leið norður í Barentshaf til vísindaveiða Norð- manna á hrefnu. í stað hans kemur Inga Fanney sem unnið hefur við hvalrannsóknir í tæpt ár. Hún er þó alls ekki óvön sjó- mennsku enda búin að vera stýrimaður í mörg ár. Nú er stefnan tekin suður fyrir Reykjanes. Veðrið hefur gengið niður og allt er krökkt af hval. Aðallega eru það steypireyðar, lan- greyðar, hnúfubakar og hnýðingar (höfrung- ar). Hnúfubakurinn hér er mun rólegri enda í meiri átu. Miklu meira ber á „ungakerling- um“ en svo nefnist móðir með kálf. Hvalirnir ganga oftast tveir eða fleiri saman. Gaman er að fylgjast með hnúfubaknum smala sam- an átunni en það gerir hann með því að synda í hringi og blása frá sér lofti þannig að loftból- ur stíga upp á yfírborðið. Þegar ljósátan (lít- ur út eins og lítil rækja) er orðinn nógu þétt rennir hvalurinn sér í gegnum átuflekkinn með galopinn skoltinn og fyllir hann af sjó og átu. Þetta er vægast sagt stórfengleg sjón. Ljósátan hleypur oft á yfirborðinu til að forða sér en endar þó oftast ævina í maga hvalsins. Hvalurinn utan við Vestfirði virtist í minna æti auk þess sem þeir flekkir sem hvalurinn var í þar líktust ekki ljósátuflekkjum. Sú til- gáta kom upp að þar væri hnúfubakurinn í loðnu eins og hann er hér í á vetuma. Því miður er ekki hægt að fullyrða neitt um það en til þess þyrfti að veiða dýrin og kryfja. Vefjasýnin og ljósmyndimar veita okkur því miður ekki svör um fæðu og fleiri mikilvægum spumingum varðandi líffræði hvalanna. Þetta er þó alltaf möguleg leið ef skoða á hvali sem ekki þykir ástæða til að veiða. Það er alltaf betra að vita eitthvað en ekkert. Reyndar er lítið vitað um líffræði hnúfu- baksins hér og annars staðar. Hann hefur verið friðaður hér við land frá 1955 en þá sást hann varla á hvalamiðunum. Ifyrir þann tíma vom hér engar vísindalegar athuganir á hvölum í gangi og því engin sýni til. Því má heldur ekki gleyma að sýni sem orðin em yfir þijátíu ára gömul segja okkur lítið um hvemig ástand dýranna er í dag. Samkvæmt útreikningum tölfræðinga hefur hnúfubak fjölgað um meira en 10% á ári að meðaltali síðastliðin 20 ár á miðunum vestur af land- inu. Nú er svo komið að hnúfubak má finna alls staðar kringum landið, aðallega á þéttu belti út að þúsund metra dýpi. Það var ekki skortur á hval sem hamlaði okkar vinnu held- ur veðrið sem leikur stórt hlutverk í hvalrann- sóknum úti á reginhafí. Sem dæmi um erfíð- leikana vegna veðurs fengum við átta þokka- lega daga til að sinna verkinu i þessum þriggja vikna túr um hásumarið. Þoka eða vindur yfir sjö vindsig gerir leit að hval illmögulega. En núna er það ekki veðrið sem hamlar för. Sjórinn er eins og spegill en á móti kem- ur að blásturskyggni er lélegt vegna glamp- ans. Helsti möguleikinn til að sjá stórhval við þessi skilyrði er að sjá skrokkinn á honum. Við rekumst á tvo knöllara sem ganga sam- an. Við setjum út gúmbátinn og tökum myndavél og lásbogann með. Eyþór er á mótomum enda þrælvanur að eltast við há- hyminginn fyrir austan á hveiju hausti, en ljósmyndir eru einnig notaðar við greiningu á þeirri hvalategund. Hvalimir eru sallaróleg- ir, enda í æti, og virðast ekkert taka eftir okkur. Annar hvalanna hefur mjög króklaga horn og fær gælunafnið Krókur til að auð- velda okkur að tala saman um þá. Hinn hef- ur miklu stærra og kubblaga hom en hann köllum við Kubb. Það er oft erfitt að greina sundur hvalina sérstaklega ef homið á þeim er líkt. Þá getur verið erfitt að segja til um hvor hvalurinn á hvaða sporð en á því má enginn vafí leika. Hér er ekkert ef og kannski. Að fullyrða um eitthvað sem ekki er öruggt er harðbannað. Sporðamir geta einnig verið mjög líkir svo oft reynir á skarpskyggni og æfingu. Eftir dálitla stund höfum við náð mjög góðum myndum af sporði og horni og erum alveg vissir um hvor er hvað. En nú kemur babb í bátinn. Skyndilega em hvalirn- ir orðnir fjórir. Þetta kemur stundum fyrir. Hvalimir ganga sundur og saman, þeir hitt- ast og spjalla eitthvað saman og hverfa svo á braut. Þessir tveir líkjast bæði Krók og Kubbi. Við náum samt smám saman að átta okkur á muninum á hornunum. Hvomgur gestanna reisir þó sporðinn þannig að mynd- ir af homum þeirra em látnar duga. Stundum þurfum við að bíða eftir að þeir komi upp. Við stoppum bátinn og á meðan er lásboginn hlaðinn. Ljósmyndun er lokið og nú má fara m hverfur í djúpið. Litmyndirnar tók Gísli Víkingsson. velt að nálgast þá. Aðrir em á fullri ferð sí- fellt að breyta um stefnu. Ef hvalurinn er hins vegar í æti sem liggur ofarlega í sjónum þá er hann sallarólegur og heldur sig mikið á yfirborðinu. Þessi misjafna hegðun dýranna gerir það að verkum að mjög miserfítt er að nálgast dýrin. Þó auðvelt sé að komast að sumum dýmm þá lyfta þau sjaldan sporði meðan önnur dýr „sporða“ sig stöðugt en em það stygg að illmögulegt er að komast í skot- færi. Oftast er byijað á myndatöku og skipið heldur sig í töluverðri íjarlægð frá hvalnum enda myndavélarnar búnar öflugum aðdrátt- arlinsum. Venjulega eru tvær myndavélar á lofti í einu og filmurnar hvergi sparaðar. Það er dýrt að spara í slíku þar sem skipaúthald- ið er langstærsti kostnaðurinn, eða nokkur hundmð þúsund krónur á dag. Ekkert tæki- færi má fara til spillis. Ef hann sýnir sporð- inn og góð mynd næst er bakugginn myndað- ur ef það hefur ekki þegar verið gert. Þá hefst aðalfjörið en það er að ná veljasýni úr hvalnum. Þetta líkist því nokkuð venjulegum hvalveiðum. Til að komast í skotfæri má íjar- lægðin ekki vera meira en 25-30 metrar. Ekki veitir af tveimur skyttum því eftir mis- lukkað skot, svonefnt „búmm“ á máli hval- fangara, tekur nokkurn tíma að draga skutul- inn inn og hlaða á ný. A meðan er hinn skytt- an tilbúin. Vefjasýnið sem tekið er verður sjaldnast stærra en hálf sígaretta að stærð. Hvalurinn léttist því lítið við þessar rannsókn- ir. Aðalsýnatökutækið var sérsmíðuð japönsk loftbyssa. Hún var hlaðin með þrýstikút, oft- ast með 100 kg þrýstingi, en slík byssa býð- ur upp á að skjóta með mismiklum krafti, allt eftir því hve langt er í hvalinn. Skutullinn var einstaklega vel hannaður og ef hann á annað borð snerti hvalinn var nær öruggt að hann næði góðu sýni. Hin byssan var gömul púðurbyssa, útbúin sérsmíðuðum skutlum. Byssuna þekktum við vel af vondu en helsti galli hennar var að nota þurfti hjálm með plastskyggni því mikið loft og púður gekk aftur úr skutlinum þegar hleypt var af. Þriðja vopnið var lásbogi með örvum búnum sérsmíð- uðum haus til sýnatöku. Veiðihjól var neðan á boganum og í örina og hún þannig hífð hratt inn aftur. Lásboginn virkar vel í hæg- viðri og mjög gott að hitta á stuttu færi, t.d. úr gúmbát. Hnúfubakurinn sem við höfum hitt er stak- ur. Þegar hann kemur úr kafinu er hann stutt undan og um leið og hann fer í djúpkaf veif- ar hann sporðinum meðan syngur í myndavél- unum eins og vélbyssum. Nú má byija ,jag- ið“ þ.e.a.s. elta hvalinn til að ná úr honum sýni. Fyrstu skiptin kemur hvalurinn upp langt frá skipinu. Eftir allmörg djúpköf og hátt í klukkustundar viðureign kemur hann upp skammt frá skipinu. Taugarnar eru spenntar og hjartslátturinn eykst. Skyldi þetta lukkast? Eftir að hvalurinn hefur blásið tvisvar kemur hann upp í þriðja skiptið. Fær- ið er ennþá of langt. „Fór hann nokkuð nið- ur,“ (í djúpkaf) er öskrað. „Ég held ekki,“ er öskrað á móti. Spennan er í hámarki. Skyndilega heyrist þungur hvinur. Hvalurinn blæs og er nú í færi á bakborða. Eyþór mið- ar með loftbyssunni og lætur síðan vaða. Hárprúður greinarhöfundur með lás- bogann. Hvalir hafa þá sérstöðu meðal spendýra að vera hárlausir. Eyþór og Þorsteinn hafa verið á hvalveiðum í mörg ár, Eyþór hátt í tvo áratugi en Steini sex vertíðar. Það er nauðsynlegt að hafa mjög vana menn svo árangur leiðangursins verði sem bestur. Við hinir, leiðangursstjórinn Gísli, Atli og greinarhöfundur, erum búnir að vera við hvalrannsóknir á vegum Hafrann- sóknastofnunnar og verið að þvælast bæði með hvalbátunum og í talningum um sex ára skeið. Við þykjumst því nokkuð sjóaðir í bransanum. Við erum því fimm að tölu sem sjáum um leitina, mynda- og sýnatöku. Fimm manna áhöfn sér um að halda dallinum gang- andi auk biytans sem sér um að fóðra allan mannskapinn og hafa heitt á könnunni svo allir haldist nú uppistandandi því oft geta vökumar verið miklar. Það er keyrt rólega og í sömu stefnu og hvalurinn þegar komið er á staðinn þar sem hann „fór niður“ (í djúpkaf). Þegar tími ei kominn til að hann komi úr kafinu em augun pírð og heyrnin skerpt. Aðalspennan liggur 1 því hversu langt hvalurinn er undan þegai hann kemur úr djúpkafinu. Listin við hvalveið- ar og að komast að hvalnum liggur í því af reyna að sjá fyrir hvert hann fer í djúpkaf- inu, eða eins og einhver orðaði það „að reyna að hugsa eins og hvalurinn“. Það er mjög misjafnt hvernig hnúfubak- urinn hegðar sér í djúpkafinu. Sumir halda sömu stefnu og hraða og þá er oftast auð- að safna vefjasýnum. Skyndilega stekkur áta rétt við bátinn. Við sitjum frosnir í bátnum og sú hugsun þýtur gegnum hugann að eiga eftir að lenda í maga hvalsins eins og Jónas forðum daga. Okkur er ekki til setunnar boð- ið og færum okkur hið snarasta. Þó enginn komi skolturinn upp í þetta skiptið og erfitt sé að komast ofan í hlýjan magann þá er það lítið grín að lenda milli risavaxinna kjálkanna. Eins og áður sagði tekur það hvalinn að_- eins augnablik að koma upp til að anda. Á þessu augnabliki verður að sjá um hvaða ein- stakling er að ræða og síðan að miða og skjóta. Það þarf því að hugsa hratt og skýrt. Það verður að vera alveg „á hreinu“ úr hvaða hval sýnið er. Þetta er hægara sagt en gert sökum æsings og oft sér skyttan ekki hvaða hval hann skýtur á. Öll einbeitni fer í að hitta. Hinir verða því að fylgjast vel með á hvaða hval er skotið. Við öll skot um borð í Dröfninni eru tekn- ar ljósmyndir um leið og skotið er og atburð- urinn einnig tekinn upp á myndband. Síðan má setjast niður og horfa á myndbandið til að skera úr um vafaatriði, skoða hvað fer úrskeiðis, hvað gengur vel og hvað má bæta. Það er auðvelt að hitta hvalina úr gúmbátnum enda getum við nánast klappað þeim. Samt er hættulegt að vera of nærri því þeir eiga það til að beija sporðinum niður með miklum þunga ef örin fer í sjóinn, helst ef hún lendir undir búknum. Hins vegar sýna þeir oftast lítil sem engin viðbrögð þegar örin hittir þá sjálfa, enda sýnið sáralítið miðað við stærð dýrsins. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að ná sýnum úr öllum fjórum dýrunum. Skyndilega eru hvalimir orðnir tveir aftur. Gestimir hafa laumað sér burt án þess að að veifa sporði í kveðjuskyni. Krókur og Kubbur em ennþá sallarólegir og virðast ekkert taka eftir gúmbátnum. Nú velta þeir sér á bakið, liggja kyrrir og byija að beija bægslunum. Þessi bægslagangur er eitt af einkennum hnúfubaksins og sýnir hversu mikill leikur er í honum. Það er stór- kostleg sjón að sjá þessa risa svona nærri . Bægslið er miklu lengra en gúmbáturinn og höggin sem dynja á sjónum eru þung. Eitt slíkt á bátinn væri nóg til að senda áhöfnina til nýrra heimkynna. Við emm svo óskapiega litlir í samanburði við þessa félaga okkar. Við sitjum dolfallnir yfir þessu í dágóðan tíma. Svona sýning gleymist aldrei. Hnúfubakurinn tekur oft á tíðum syrpu af stökkum þar sem hann stekkur beint upp úr sjónum og skellur síðan niður með miklum gusugangi enda tug- ir tonna þar á ferð. Hvers vegna hann gerir þetta er ekki nákvæmlega vitað en ein tilgát- an er að hann sé að iosa sig við sníkjudýr. Gámngamir um borð höfðu þá kenningu að hnúfubakurinn sé að þróast í risaflugu. Með bægslaganginum sé hann að styrkja bægslin til flugs og þegar hann stekkur sé hann að gera tilraun til þess að komast endanlega á loft. Skiptar skoðanir vom hins vegar um það hvenær muni heppnast. Reyndar má geta þess að fræðiheiti hnúfubaks er megaptera novaeangtíae, en megaptera merkir einmitt risavængja. Ef þessi þróunartilgáta reynist rétt gætu komið upp vandræði í sambandi við flugumferð í framtíðinni. Hnúfubakurinn er forvitinn hvalur og kem- ur stundum að skipinu sé það kyrrstætt. Þá tekur hann sig stundum til og reisir höfuðið og búkinn langt upp úr sjónum eins og hann sé á „útkikki", jafnvel að hann líti inn fyrir rekkverkið. Að standa undir slíkum haus er vægast sagt hálfógnvænlegt. Það er ekki ósennilegt að svona háttalag hnúfubaks yfir smábát í gamla daga hafi valdið skelfingu og komið af stað sögum af skrímslum enda dýrið ekki beint andlitsfrítt. Við kveðjum Krók og Kubb því tveir blástr- ar hafa sést í norðurátt. Við emm staddir rétt sunnan við Surtsey, einu náttúmundrinu enn. Eyjafjallajökull blasir við hvítur í norðr- inu. Það er ekki hægt að segja að landslagið spilli fyrir. Þegar komið er nær sést að hér em tvær steypireyðar (bláhvalir) á ferð, stærstu dýr jarðar fyrr og síðar. Við keymrn upp að þeirri sem er nær. Fyrst heyrist þung- ur blástur og síðan kemur bakið upp og renn- ur eftir yfirborðinu. Það tekur langan tíma fyrir þennan heljarskrokk að skila sér upp úr vatninu svo auðvelt sé að hitta með lásbog- anum og fyrra sýnið er komið. Ákveðið er að taka annað sýni úr sama hval. Skyndilega kemur sami hvalur að við höldum upp aftur alveg við bakborðshlið bátsins. En eitthvað höfum við misreiknað okkur því í sömu andrá heyrist þungur hvinur stjómborðsmegin. Við sitjum sljarfir og getum ekki annað en horft á þessa risa líða fram hjá. Það er eins og heil eilífð líði. Það er ekki fyrr en maður situr á lítilli gúmmítuðra nánast skorðaður milli mörg hundruð tonna af lifandi kjöti og beini að maður gerir sér almennilega grein fyrir afstæðri stærð þessara dýra. Það tekur okkur smá tíma að ná áttum áður en við æðum af stað og náum sýni úr síðari hvalnum. Síðan er snúið við til skips með dýrmætan feng. Höfundur hefur verið aðstoðarmaður við hval- rannsóknir hjá Hafrannsóknastofnun um árabil. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. OKTÓBER 1992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.