Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1992, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1992, Side 9
binda umferðarreglurnar inn og kallað þær skáldskap. Hér er við hæfí að vitna í enska rithöfund- inn Graham Swift og skáldsögu hans Water- land: „Því pabbi minn var ekki bara hjátrú- arfullur maður, hann kunni einnig að segja sögur. Skröksögur og sannar sögur; hug- hreystandi sögur og áminningarsögur; um- vöndunarsögur og markleysusögur, áreiðan- legar sögur og óáreiðanlegar sögur; sögur hvorki með haus né sporði.“ En hvernig snýr málið að börnunum sjálf- um. Hvers konar sögumenn eru þau? Á hvern hátt koma þau inn í sagnahefðina? Hver er frásagnarháttur þeirra? Allir sem hlustað hafa á börn segja sögur vita að þau hafa oft marga þræði í höndunum. Saga þeirra er ekki hrein og bein. Það koma útúrdúrar og ýmsar athugasemdir fylgja með, en meg- inkjarninn kemur ef hinn fullorðni áheyrandi er ekki búinn að grípa frammí og eyðileggja söguna. Það verður því að draga þá ályktun að sögumaðurinn sé hluti af sálarlífi barnsins og að hann eigi að fá að njóta sín í sem fjölbreytilegustum myndum. EINAR MÁR GUÐMUNDSSON Börnin, regn- ið og hafið Þá héldu hörnin að himininn væri úr gleri. Stjörnurnar voru festar við glerið, einnig tunglið og sólin. Oná glerhimninum lágu djúp og mikil vötn. Aðeins þurfti litla sprungu í glerið. Þá fór að rigna. Ef heill gluggi. brotnaði kom flóð. Syndaflóð. Eitt sinn sáu börnin hvargluggi brast. Þau voru að smala fé, ríða á prikum og búin að raða skeljum og völum yfir heilan hól. Þegar þau sögðu fullorðna fólkinu frá brotna glugganum skipaði það þeim að snauta út: Þetta var bara rigning. Seinna fundu önnur börn, kannski afkomendur hinna, græna flösku í fjörusandinum. Á miðanum voru torkennilegir stafir en enginn andi steig upp úr stútnum þegar þau opnuðu hana, ekkert bréf, aðeins græn flaska í sandi. En saltur ilmurinn, sjávarniðurinn á botni hennar og sund hennar yfír höfin, færði þeim kveðju frá öðrum stað og tíma sem líka var þeirra staður og þeirra tími. Þeir lögðu blómsveig að fótstalli þjóðhetjunnar, byggðu átján kirkjur og vitnuðu í gömlu skáldin. Þeir fjölguðu unglingaheimilum og reistu ótal meðferðarstofnanir en ströndina fylltu þeir af vörugeymslum og verksmiðjum, malbikuðu hraðbrautir og ýttu stórgrýti fyrir fjöruna. Þannig var ráðist á blágræn engin, guðina sem ólga í æðum okkar, næra sálir barnanna á tónum úr ölduskala hins volduga hafs. (Úr Klettur í hafi.) Höfundur er rithöfundur. Stundum heyrist að hætta sé á að þjóðlegri menningu sé stefnt í voða ef fullveidið skerðist. Hvers virði er fullveldi? II Aðhald gegn agaleysi og hringlandahætti Hér á landi og víða annars staðar vantar töluvert á að lög og reglur geri ekki upp á milli manna. Fyrir þessu eru sjálfsagt margar ástæður. Ein þeirra er sú, að framkvæmdavaldið er nátengt löggjafanum því ráðherrar þurfa að geta haft áhrif á lagasetningu um rekstur og framkvæmdir á vegum ríkisins. Það er því orðinn vani að þeir geti nánast pantað lög eins og þeim hentar. Eftir ATLA HARÐARSON 6. HVAÐ GETUR RÍKIVERIÐ Annað En Fullvalda? Lönd sem eru ekki fullvalda geta verið hluti af stærra ríki, eins og Skotland er hluti af Bretlandi, og jafnrétthá öðrum hlutum þess eða ósjálfstæð og lotið stjórn annars ríkis, eins og Hong Kong lýtur stjórn Bretlands. í svona tilvikum er landið partur af eða viðhengi við fullvalda ríki. í flestum löndum hefur sama löggjafar- vald lögsögu yfir öllum málaflokkum. Sé þetta vald endanlegt þá er landið íullvalda, a.m.k. inn á við. Sé það ekki endanlegt þá hlýtur einhver annar löggjafí að vera yfír það settur og hafa endanlegt vald og þau lönd sem hann hefur lögsögu yfir hljóta þá að mynda fullvalda ríkisheild. Eða er það ekki? Er hugsanlegt að land sé hvorki fullvalda né hluti af eða viðhengi við full- valda ríki? Já. Þegar kirkjuvaldsstefnan náði hvað lengst fram að ganga á dögum Innocentíus- ar 3., sem var páfí frá 1198 til 1216, náði rómverska kirkjan undir sig æðsta löggjaf- ar-, framkvæmda- og dómsvaldi í eigin málum. Þetta þýddi að löggjafarvald þjóð- höfðingja og ríkisstjórna var verulega skert og ríki þeirra því engan veginn fullvalda. Þau voru samt ekki partur af stærra ríki því kirkjan hafði aðeins endanlegt lög- gjafarvald í sumum málum og myndaði því ekki fullvalda ríki. Svipaða sögu má segja um ■ Evrópu- bandalagið. Með Rómarsamningnum 1957 seldu aðildarríkin hluta af löggjafarvaldi sínu í hendur bandalaginu. í þessum lönd- um verða landslög stundum að víkja fyrir ákvæðum Rómarsamningsins eða reglu- gerðum og tilskipunum frá stofnunum bandalagsins. Þau búa því við skert full- veldi. En þau eru ekki heldur partar af stærri fullvalda ríkisheild því Evrópubanda- lagið hefur ekki endanlegt löggjafarvald nema á þeim sviðum sem tiltekin eru í Rómarsamningnum og getur því ekki talist fullvalda ríki. Af framansögðu er ljóst að ríki getur verið ósjálfstætt á nokkra vegu: Með því að vera hluti af stærra ríki eða viðhengi við það og með því að afhenda alþjóðastofn- un eða ríkjabandalagi hluta af fullveldi sínu. Síðastnefndi möguleikinn er áhuga- verðastur fyrir íslendinga því það kemur víst hvorki til greina að sameina landið öðrum ríkjum né að fela öðru ríki yfirráð yfír því. Sá möguleiki að láta hluta löggjaf- arvaldsins í hendur ríkjabandalagi eða al- þjóðastofnun er hins vegar ekkert fjar- stæðukenndur. Á þeim síðum sem eftir eru ætla ég að velta þessum möguleika fýrir mér. 7. HvaðErVarið í Fullveldi? Þeir sem telja það gild rök gegn aðild að Evrópubandalaginu, eða öðrum alþjóða- 'stofnunum, að hún skerði fullveldi ríkisins hljóta að líta svo á að landsmenn hafi eitt- hvert gagn af fullveldinu. En hvaða gagn? Mér virðist að minnsta kosti þrennt koma til álita. í fyrsta lagi má vera að fullveldið tryggi landsmönnum möguleika á að hafa áhrif á örlög sín og afkomu, vera eigin gæfu smið- ir. í öðru lagi er hugsanlegt að þjóðlegri menningu sé stefnt í voða ef fullveldið skerðist. í þriðja lagi er hætt við að yfírþjóðlegt löggjafarvald verði þungt í vöfum, sein- virkt og ófært um að taka tillit til ís- lenskra aðstæðna þannig að skert fullveldi yrði til þess að við byggjum við lakari lög- gjöf en nú er. Við skulum líta aðeins nánar á hvert þessara þriggja atriða. Það kann að virð- ast augljóst að íslendingar hafi meiri mögu- leika á að vera sinnar eigin gæfu smiðir ef ríkið heldur áfram að vera fullvalda en ef fullveldi þess er skert. Þetta er þó ekki einhlítt. Ég minntist áðan á þann mögu- leika að ríkið gæti ef til vill haft meiri áhrif á örlög fiskistofnanna við landið ef alþjóðlegum stofnunum yrði falið æðsta vald í umhverfismálum. Þetta veltur auðvit- að mikið á því hvernig þessar stofnanir störfuðu, en alltént er ekki hægt að útiloka það fyrirfram að skert fullveldi þýði í sum- um tilvikum aukin áhrif þjóðarinnar á eig- in afkomu og örlög. Það er nauðsynlegt fyrir sjálfsvirðingu manns og þroska að vera sinnar eigin gæfu smiður, taka sjálfur ákvarðanir um eigin mál og bera ábyrgð á þeim. Þetta á LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31.0KTÓBER 1992 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.