Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1992, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1992, Blaðsíða 4
Gísli Þórólfsson og Jeanette Castione í Möðruvallakirkju. Tímans tönn vinnur á gömlum listaverkum Hér má sjá málverk á tré, sem farið er að láta á sjá vegna etii og þyrfti lagfær- ingar við. Þama þyrfti að stöðva þróun- ina, þar sem liturinn er smátt og smátt að detta úr vegna vöntunar á sínu bindi- efni. Síðan þarf að laga þau svæði þar sem liturinn er horfinn, með því að mála í þau aftur. Myndlistararfur okkar frá fyrri öldum er bund- inn við lýsingar í handritum, útskurð og myndvefnað, en einnig eru til málaðar mynd- ir. Þær eiga það sameiginlegt flestar, að hafa verið unnar sem kirkiugripir og þá Kirkjan á MöðruvöIIum í Eyjafirði. Stutt spjall við GÍSLA ÞÓROLFSSON sem útskrifaður er frá Flórens í viðgerðum á gömlum málverkum á striga og við. hafa þær einnig verið varðveittar í kirkjum. Þar var engin upphitun; saggi og fúi eyði- lagði margar þessar mynda með tímanum. Þetta gerðist jafnvel í höfuðkirkjunum á Hólum og í Skálholti. Brautryðjandi mál- aðra mannamynda á íslandi, séra Hjalti í Vatnsfírði, málaði til dæmis portret af Jóni biskupi Vídalín, og var það haft uppi í Skál- holtskirkju í um það bil öld. Eftir það fara engar sögur af því og allar líkur benda til þess, að það hafí eyðilagst af fúa. Á Þjóðminjasafninu hefur verið unnið mjög gott starf í viðgerðum á gamalli ís- lenzkri myndlist, oftast kirkjulist. Og nú hefur það gerst, að við höfum eignast sér- fræðing í þessari grein. Hann heitir Gísli Þórólfsson og er frá ísafirði. Hann lauk stúdentsprófí á náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum á ísafírði og fór síðan í þetta óvenjulega nám til Ítalíu og útskrifað- ist 24 ára gamall. Gísli kom heim með ít- alskt konuefni og fór strax í leiðangur um landið til þess að líta á kirkjur. Undirritaður hitti þau frá Veróna í Möðruvallakirkju. „Við höfum áhuga á að setja upp verk- stæði í Reykjavík", sagði Gísli, „ og auk þess að fara um landið og bjóða þjónustu okkar þar sem þörf er á og þá aðallega í því að gera við málverk í kirkjum og á söfn- um. Á næsta ári ætlum við að fara í viðbót- amám og læra viðgerðir á trélistaverkum, en það er þó ekki endanlega ákveðið. Eg hef mikinn áhuga á listum almennt og þá sérstaklega á viðgerðum. Þegar ég fór að kynna mér viðgerðir á málverkum, sá ég framá skárri atvinnumöguleika í því fagi en með því að fara í eitthvert listnám. Það var svo haustið 1989 að ég fór í skóla í Flórens á Ítalíu. Þetta er einkaskóli, sem heitir Instittutto pro l'arte e restauro og þar er kennd myndlist, viðgerðir á málverk- um, keramik, allskonar skjöldum og fleiru. Og þama kynntist ég sambýliskonu minni, sem var á öðm ári í sömu grein; hún lauk námi vorið 1991.“ Heim kominn til íslands var Gísli fyrst á ísafírði, þar sem hann gerði við rnálverk fyrir Norðurtangann og Listasafn ísafjarð- ar. Um það sagði hann: „Ástand málverkanna var eins og við mátti búast; þau láta á sjá. Það slaknar .á Innan úr Möðruvallakirkju. Eins og margar timburkirkjur er hún afar falleg. blindrömmunum, litir fara að detta af mynd- fletinum og ýmsar skemmdir að koma fram. Það borgar sig að koma í veg fyrir frekari skemmdir áður en þær ná alvarlegu stigi. Hafí málverk misst liti og þeir flagnað frá, þá er hægt að endurfesta málningu. Það er ákveðinn tæknilegur ferill, en síðan er skemmdin löguð með gifs-kalki og endur- málað í bletti, ef vantar. Maður verður að gæta þess að mála ekki þar sem uppruna- legt málverk er eftir, heldur einungis blett- inn sem bilað hefur. Viðgerðin verður að vera aðskilin frá listaverkinu. Annars eru til tvær aðferðir: Önnur er að mála í skemmdina með þeim hætti að hún sjáist ekki og verkið verði eins og nýtt. Hin aðferð- in byggist á þannig viðgerð, að skemmdin verði alltaf sýnileg; hún er þá orðin hluti af verkinu og verkinu er þá haldið eins og það er þegar orðið. Ástandið á málverkum í kirkjum hér á landi, sem ég hef heimsótt, er misgott. En það er þörf að taka til hendinni. í sumum kirkjum hefur þegar verið lagfært og komið í veg fyrir frekari skemmdir af völdum elli; það er aldurinn sem setur strik í reikning- inn. Það þarf að hjálpa listaverkum að stand- ast tímans tönn með því að gefa þeim „nær- ingu“, sem tapast hefur í áranna rás. Það þarf að endurgefa grunni og málningu sín bindiefni og styrkja strigann með ákveðnum hætti, þegar hann er farinn að fúna“, sagði Gísli Þórólfsson að lokum. PÁLMI GUÐMUNDSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.