Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1992, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1992, Blaðsíða 9
„Það er sama hvar borið er niður meðal íslendinga, harmsagan er á næsta leiti. Hver kannast ekki við frásagnir af dauða Jóns Arasonar, eða heilsufari Hallgríms Péturssonar er hann orti Passíusálmana, tár Áma lögmanns á Kópavogsfundi, frásagnir af ástum Ragnheiðar biskupsdóttur og Daða, harmsögu handritasafnarans Áma Magnússonar, sem fórnar ást- inni fyrir bækur og skjöl, sem fuðra svo upp fyrir sjónum hans. Eða hversu tiðrætt hefur löndum okkar ekki orðið um hörmungardauða þjóðhetjanna Baldvins Einarssonar, Jóns Eiríkssonar, Jónasar Hallgrímssonar, Kristjáns Fjallaskálds?“ Mynd eftir Árna Elfar: Hinn harmsögulegi dauði Jóns Arasonar. frá hinni römmu sagnahefð yfir í hrollvekj- una, las og þýddi hryllingssagnahöfundinn Edgar Allan Poe, hafnaði skipulagi sem í sjálfu sér hafnar mannlífi, hinu tragíska átakaefni, og innleiddi í skrif sín fáranleik- ann sem réttmæta tilfinningu fyrir því hlut- skipti. Þórbergur braut niður skilrúmið milli einkalífs og höfundarhlutverks, hann hafði ekki skaplyndi fyrir hið hefðbunda hlutverk íslensks höfundar að gerast holdtekja þjóð- arharmsins. Neitaði að teygja vit sitt út fyrir þau mörk sem það þolir í leit að réttlæt- ingu fyrir hlutskipti sem sögur hafa lengi sýnt að verður ekki réttlætt þótt hægt sé að koma sér upp hetjumynd frammi fyrir því. í stað þess að hreykja upp hugtakapír- amíta í nafni krafts og karlmennsku þótt örvænt sé um árangur, eins og Gunnar Gunnarsson gerði með siðfræði sinni, gerði Þórbergur sér lítið fyrir og gaf harmsagna- hefðinni langt nef. í staðinn sneri Þórbergur sér að íslenskri þjóðsagnahefð og gerðist þó í bland maður upplýsingarinnar. Sama hafði hinn lítt kunni frumkvöðull íslenskrar skáldsagnagerðar, Eiríkur Laxdal, gert undir lok 18. aldar með tveimur tilraunum sínum til skáld- sagnagerðar. Svipað má segja um Benedikt Gröndal yngra. Með frumlegum tilþrifum í stíl og formi tókst þessum þremur mönnum að gera af tveimur ólíkum menningarhátt- um, þjóðsagnahefð og upplýsingu, einn vefnað, og þar með bijótast út úr hinni harmsögulegu hefð. Og eru þá taldir hinir helstu íslenskra höfunda sem brotist hafa undan þeirri hefð fram á síðustu áratugi. En það er eins og íslendinga hafi lengi grun- að að sú brimsmalaskotta sem leggur íslend- inga í einelti, þunglyndið, verði helst sigruð með tækni. Það sýna vinsældir sagnanna af Sæmundi fróða og skiptum hans við kölska. Breytt Hugarfar Harmsagan er dauð. Við það var átt á sjötta og sjöunda áratugnum þegar talað var stóryrt meðal bókmenntamanna um dauða skáldsögunnar. Á því er enginn vafi heldur hinu hveijar orsakir eru fyrir stór- mælunum. Nærtækt er að ætla að það sé fyrir lítilmennsku sem fylgi nútímanum, þá að vilja ekki takast á við voldugan andstæð- ing, en sú skýring er röng, orsakimar em breytt viðhorf til þeirra forsendna sem harmsögur byggjast á. Nútíma-Íslendingar sjá jafnlangt fyrirrennurum sínum. Og lífs- skoðanir hafa tekið litlum breytingum með þjóðinni þrátt fyrir upplýsingatíð. En hin harmsögulega hetja verður í nútímanum ekki hjúpuð sömu alvöru og löngum fyrr og ef alvaran er ekki alger þegar að henni kemur þá er hún engin. Ég bendi þessum orðum mínum til áréttingar á skáldsögu Þórarins Eldjáms, Kyrr kjör, frá 1988. Sag- an íjallar um hinn bæklaða Guðmund Berg- þórsson rímnasmið, sem var uppi á 17. öld, en frásöguhátturinn ber ekki með sér harm yfir bágum kjörum fjölhæfs manns; sagan er jafn ósnortin af efninu og væri hún teikni-. myndasería. Svo tigin sem harmsagan er jafnvel þegar vel er að verki verið þá hefur hún fleiri ágalla í ljósi nútímalifnaðarhátta en kröfuna um algeran hreinleika, hún dyl- ur mismunun manna í milli; fjallar um yfir- burðamennsku og undirmálsfólk, réttlætir oflæti, og hin síðari ár hefur oflæti rasað út í flestum eða öllum myndum. Þvermóðska af því tagi sem harmsagan hampar nýtur engrar virðingar núorðið. Hið tiginmannlega viðhorf karlmennskunnar, hið klassíska, að taka mótlæti af reisn, he§a stríð við andstæðing eftir að hafa skilgreint hann fyrir sér, með stuttorða yfirlýsingu eða lengri útlistun, glíma við hann með orði eða egg. Hetja harmsögunnar er sér vitandi að enginn sigur er lokasigur og ekkert helg- ar baráttu hennar annað en stoltið að falla með reisn. Þetta klassíska viðhorf að mót- sagnir verði ekki sættar en baráttan, sjálf athöfnin, hafí þó gildi meðan baráttan varir og þótt fáránleiki þeirrar baráttu sé næsta augljós. Drekabaninn Bjólfur sem fyrr eða síðar mun falla fyrir eitur- eða eldspúandi hvofti forynjunnar er of einfaldur til að geta verið fyrirmynd í nútímanum þótt hann sé aðdáunarverður í því samhengi sem var hans og harmsaga hans, Bjólfskviða, grein- ir frá. íslenska nútímaskáldsagan kom og fór eins og skuggi sem fellur á glugga. Allt frá Don Kíkóta var helsta frásagnarefnið skáld- sagna hvarvetna hetjuátök í einhverri mynd. Nútímaskáldsagan er tilraun til að halda áfram sögugerð eftir að hetjuskapur úrelt- ist. Hatrömm átök urðu milli þjóðlegrar frá- sagnarhefðar og þessarar sögugerðar þegar reynt var að koma henni að hérlendis. Ekki bætti úr kvittur sem barst til landsins að skáldsagan væri dauð, þegar menn tóku að hafa þessa klisju hver eftir öðrum. Ummerk- in eru vansögur og ómyndir frá þessu tíma- bili, sjöunda og áttunda áratugnum, fóstur að nútímasögum sem náðu aldrei að verða annað. Og höfundaflök sem fyrir tilstilli hinnar sterku hefðar, íhaldssams almenn- ingsálits, urðu harmsögulegar hetjur í ein- angrun án þess að vilja það. Menn njóta fyllra fijálsræðis til að mæta mótsögnum í lífi sínu núorðið, af lágkúru- skap ef ekki vill betur. Rithöfundar hafa allstaðar og alltaf verið manna fúsastir til að koma sér upp dramatísku tilliti á mann- lífið og því næst bætt sér upp, ef ekki geng- ur saman með þeim og heiminum, með því að lifa a.m.k. að hálfu í bókmenntum. En strangleiki þeirra bókmennta og höfund- anna sjálfra hefur víðast hvar erlendis ekki verið meiri en svo að draumar höfunda sem annarra manna hafa hlotið fyllingu sína í þeim heimi; bókmenntirnar hafa bætt mönn- um upp það sem á vantar um lífsskilyrðin í hversdagsleikanum og þótt ekki sé nema í heimi óska og ímyndunar. íslendingum hefur aftur á móti verið öðru vísi farið í þessum efnum en flestum mönnum af öðru þjóðerni; íslenska þjóðin hefur um aldur vilj- að hafa það svo að þegar dýrast sé kveðið fái hvorki vonin sé óskin aðgang. Þar af hin öfluga harmsagnahefð. Það sem svo hefur gerst erlendis þar sem menning er skyldust okkar er þetta, að ekki bara sérlega næmir og gáfaðir menn voga sér að hafna veruleikanum fyrir það að veruleikinn er öðru vísi en þeir sjálfír, heldur er það samdóma álit flestra manna í nútímasamfélagi að veruleikinn sé með réttlæti sínu, guði og gíligjöfum ekki til annars fallinn en smíða eitthvað úr honum og ef hæfileikinn til smíða er ekki fyrir hendi þá braska með hann. Röksamhengið milli manns og umheims sem einu sinni var og réttlætti dramatísk tilþrif er orðið að markleysu. Núorðið eru allir í velmegunar- þjóðfélagi á sama báti og rithöfundar voru fyrr á tímum og enginn gerir hag sinn betri með því að réttlæta fyrir sjálfum sér eða öðrum veruleikahöfnun sína. Mönnum er skítsama um veruleikann. Heimurinn er á móti okkur báðum, orti Steinn Steinarr til hundsins. Nóbelshafarnir Samuel Beckett, Albert Camus og ámóta karlar mega teljast síðast- ir í röðinni á löngum ferli evrópskrar drama- tíkur í skáldsagnagerð. Sögur þeirra eru um efni og meðferð þess utangarðs í tilvist- inni, verk sem upphefja sjálf sig með mál- rófi. Yfirlæti Don Kíkóta einkennir þessa höfunda. Riddarinn berst við vindmyllur með lensu því hann trúir ekki öðru en þar séu risar á ferð. Ef Kóti fengist til að viður- kenna hverju hann stendur frammi fyrir væri hann betur í stakk búinn til að sigra andstæðinginn. Vindmillur falla ekki fyrir lensu en fyrir neista. Rimsírams Á sjöunda áratug aldarinnar, undir það að harmsagan dó hérlendis, náði bull um bókmenntir hámarki með íslensku þjóðinni. Þau árin gerðust sögur, að sögn mennta- manna, í forminu, formbylting var þó í gangi, eftir því sem sömu menn sögðu, menn skrifuðu að sögn sérfræðinga óhefð- bundið, sem ekki er hægt, sumir höfundar töldust hafa bannað sér að vera skáldlegir í skrifum og jafnvel hafnað að skrifa skáld- sögu meðan þeir voru að því heldur töldust dokumenterir eða skrifuðu andsögur. Ein- hver uppgötvaði nýraunsæi í öllu ruglinu. Gagnrýnandi sagði nútímann vitfírrtan og því yrði listin líka að vera_ vitfirrt til að saman næði list og mannlíf. Ýmsir höfundar í fjörbrotum sem skildu ekki sjálfír hvað þeir voru að gera voru sagðir aðhyllast nýskáldsöguna frönsku og áttu þá allir að skilja. Á sjötta og sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda var haldið að íslenskum höfundum frá öllum hliðum að þeir gerðust dramatískar persónur, örvæntu um eitthvað, helst að þeir dræpu sig eða gengju að minnsta kosti í björg. Og hvað var að gerast? Þjóðin var að reyna að rífa sig upp úr þunglyndi sem hafði verið lifnaðarháttur hennar um aldir. Rithöfundar voru að reyna að fá hana til að notast við bókmenntir sem ekki væru sprottnar af sannfæringunni um að allt væri ómögulegt, nútímabókmenntir, en þá voru þeir menn sagðir bijóta gegn hefð og ekki á þá hlustað. Svo komum við af milli- kynslóðinni og lentum í miðri vitleysunni sem af þessum stríðandi mótsögnum leiddi. Öll spjót stóðu á höfundum sjálfum, en eng- inn hafði áhuga á verkum þeirra. Höfundar af ’68-kynslóðinni gerðust venjulegt fólk þegar kom fram á níunda áratuginn. Og hafði lærst að varast vítin. Tóku upp fylgd með múg og kerfi. Rithöf- undasambandinu hafði þá tekist að sann- færa almenning um að við hæfi væri að meta ritstörf til íjár. f>að breytti miklu. Upp úr því tók ný kynslóð að skrifa fyrir mark- að, fyrir venjulegt fólk, stunda ritstörf sín við kjör sem fólki eru yfirleitt búin, og gera ámóta kröfur og almenningur um starfsskil- yrði. Hinn óbærilegi léttleiki tók við. Hin káta angist. Listin að fleyta kerlingar. Dramað var dautt. Nútíminn tekur öðru vísi á stóru málunum en gert var á blómaskeiði skáldsagnaritun- ar. I stað eilífðarmála halda menn sig við hið stundlega, í stað samhljóms aldanna niðar popp í eyrum, í stað aristókratískra lifnaðarhátta listamanna ríkir hagsýni. -Skiptunum fylgir frjálsræði hugarins fyrir allan almenning þrátt fyrir vandamál. Hug- myndakreppur eru markleysur í ljósi breytts aldarfars, menn vænta ekki framhalds þeg- ar hugmyndir hætta að ganga upp hver fyrir annarri heldur hætta nútímamenn ein- faldlega að hirða um hugmyndir sem að kreppa og láta sem ekkert sé. Og megi flækj- umar ekki að fullu missa sín láta menn nytsemisgildi ráða um viðhald og merkingu hugmynda, hitt sem talið er gagnslaust er einfaldlega skorið frá og fleygt. En það er skammt milii drama og hrolls. Hin dramatíska persóna skáldskaparheims- ins getur orðið að hryðjuverkamanni og hæfir heitið þótt ekki sé nema á vettvangi bókmenntanna. Og þá fyrir það að mótlæti er talið stafa af óviðráðanlegum ruglanda í lífsskilyrðunum, en ekki af rökstuddum ástæðum upp á klassískan máta. Camus sýnir fram á þetta með leikriti sínu um róm- verska keisarann Calligula. Skrefið frá drama til hryllings steig Guðbergur á sjö- unda áratugnum þegar hann fjarlægðist aðferðir fyrstu skáldsögu sinnar og smá- sagna. Úr því hættu sögur hans að ganga upp, urðu einskonar óhefðbundnar hryllings- sögur, sögur öðru hvoru megin við mörk hrolls og farsa, fram að skáldsögunni. Hjart- að býr enn í helli sínum þar sem dramað smeygir sér inn í sögugerð Guðbergs að nýju. Hlutskipti skáldsögunnar hætti að vera dramatískt þegar saman náðu fjármálaöfl þjóðfélags og rithöfundar. Núorðið fer hvorki lesandi né höfundur þess dulinn að skáldsaga er orðaspuni, sprottinn af skáld- legri rót og helst með að augnamiði að verða að skáldskap. Hið sögulega er ekki átök núorðið sem tekin verði alvarlega heldur er textinn atburður í sjálfum sér; skáldskapur- inn tekst á við þjóðfélagsveruleika um eigin- veru sína. Um rétt sinn til ósanninda. Um rétt skáldsögunnar til að vera lygisaga. Því getur vel farið svo að úrslitin ráðist ekki fyrr en á skjánum, milli höfundar og viðmæl- enda hans. Augljóslega er það kostur útaf fyrir sig ef ekki er lengur lögð sérstök rækt við þung- lyndispúkann í íslendingum. Næsta stig er að þjóðin hætti að vera dramatísk fyrir eig- ið frumkvæði. Það er vænlegra til sjálfs- bjargar ef hún vill lifa I nánu samlífi við aðrar þjóðir. Á hinn bóginn verður að telja miður að íslenska þjóðin býr ekki lengur yfir skilyrðum til að gera list úr lundarlagi sem svo lengi hefur einkennt íslendinga. Auk þess er vitað mál að þetta skaplyndis- einkenni, þunglyndið, getur leitt til hinna verstu félagslegu afbrigða illa ræktaðs manns ef svigrúmið er ekkert. íslendingar eru listrænt, þungsinnað fólk sem um aldir fjötraði skáld sín og rithöfunda við ’slíkt lundarlag. Þann hlekk hafa markaðsöflin rofið - þótt ekki sé fyrir alla. Höfundur er rithöfundur og býr á ísafirði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. NÓVEMBER 1992 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.