Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1992, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1992, Blaðsíða 8
„Enginn vafi liggur á uppruna annarra." (Bls: 5). „Hugleiðingar um íslenzk mannanöfn af gefnu tilefni“. Svo er vitn- að til heitis ritgerðar Halldórs Halldórsson- ar prófessors á bls. 15 og aftur í heimilda- skrá á bls. 611, en í ritgerð Halldórs stend; ur að sjálfsögðu „að gefnu tilefni- „í fombréfum og fomum skjölum virðast engin dæmi um að karlar eða konur hafi borið tvö nöfn nema ef frá era skilin klaustranöfn eins og Þórunn Agnes." (Bls. 44). Forabréf og fora slgöl eru eitt og hið sama. Klaustranöfn mætti ætla, að merkti ’nöfn klaustra’, en orðið er hér notað í merkingunni ’nöfn klaustrafólks’. - „Engin lát eru á tvínefnum ...“ (bls. 46). - „Nafnið (Dalla) á sennilega rætur að rekja til sömu róta og Dellingur ...“ (bls. 178). - „Það (þ. e. kvenmannsnafnið Hróðný) kemur einnig fyrir sem ör- nefni, Hróðnýjarstaðir í Laxárdal." (Bls. 312). - „Frægir menn með þessu nafni voru þeir frændur Sturla Sighvatsson... og Sturla Þórðarson skáld, sagnaritari og goðorðsmaður, auk þess að vera um tíma lögsögumaður ..." (bls. 514). (Feitletr- un hér). Niðurstaða Dómur minn um bókina Nöfn íslendinga í heild verður því miður að vera sá, að kostir bókarinnar, efnismagnið, falli alger- lega í skugga fyrir göllunum. Einstaka villur og yfirsjónir í stóru fræðiriti eru auðvitað afsakanlegar, en hér er um miklu alvarlegra mál að ræða. Dæmin, sem hér hafa verið tilfærð, sýna ljóslega alvöru málsins, en þau eru aðeins sýnishom, því að íjölmargt fleira mætti nefna. Bókin er svo hroðvirknislega unnin, að til mikils vansa er fyrir höfunda hennar. Heimildir (eins og nafnatal séra Odds) eru notaðar af ótrúlegu kæruleysi og dómgreindar- leysi. Allt of víða blasir við, að höfunda skortir tilfinnanlega þekkingu á viðfangs- efninu. Engu er líkara en efnisatriði bókar- innar hafi aldrei verið gátuð, þ. e. borin saman við heimildir, því að bókin er mor- andi af villum og ranghermi, sem ættu að hafa komið í ljós við slíkan samanburð. Þessi vinnubrögð eru móðgun við lesendur og áfall fyrir íslenzk fræði. Alveg sérstak- lega er ámælisvert, hve herfilega illa höf- undar hafa notað rit Svíans E. H. Linds um norsk-íslenzk mannanöfn að fomu, en með því mikla eljuverki var lagður gmnn- ur að íslenzkri mannanafnabók, ef fræði- menn hafa vit, nenningu og getu til að færa sér brautiyðjandastarf hans í nyt. Það sýnir bezt vinnuaðferðir höfunda, að þeir hafa haft rit Linds undir höndum og gluggað í það endrum og eins, en að mestu leyti látið það ónotað með hörmulegum afleiðingum. Bókina Nöfn Islendinga gefur bókaút- gáfan Heimskringla út og hefur nú í fyrsta sinn bætt við forlagsnafnið undirheitinu Háskólaforlag Máls og menningar. Ég spurði einn aðstandenda útgáfunnar, hvort forlagið væri nú nefnt Háskólaforlag vegna tengsla við einhvem eða einhveija háskóla eða sökum þess, að útgáfan hygð- ist eingöngu gefa út kennslubækur fyrir háskóla. Hann kvað svo ekki vera, heldur væri átt við, að um .akademískt forlag’ væri að ræða. Það táknar væntanlega, að útgáfubókunum sé ætlað að vera fræðibækur, sem standast akademískar kröfur um vísindaleg vinnubrögð og vand- virkni. Með útgáfu Nafna íslendinga hefur svo slysalega tekizt til, að hið nýja háskóla- forlag hefur riðið á vaðið með bók, sem er Qarri því að standast lágmarkskröfur, er gera verður til bóka, sem .akademískt forlag’ gefur út. Forlagið stendur því hér frammi fyrir hörðum kosti, en óumflýjan- legum, ef það viU ekki kafna undir nafni: að innkalla bókina og sjá til þess, að verk- 1 ið verði endurunnið frá grunni. Fyrir síðustu jól var bókin Nöfn íslend- inga, þá nýútkomin, tilnefnd til íslenzku bókmenntaverðlaunanna, sem bókaútgef- endur standa að. Eins og kunnugt er, fer tilnefningin fram í miklum skyndi í tæka . tíð fyrir jólabókavertíðina, augljóslega í því skyni að örva sölu bókanna. Tilnefning Nafna íslendinga sýnir, út á hve hálan ís aðstandendur bókmenntaverðlaunanna eru komnir, og ætti að verða áminning um, að nauðsynlegt er að endurskoða þessar verðlaunaveitingar. Höfundur er prófessor við Háskóla Islands og forstöðumaöur Ömefnastofnunar Þjóðminja- safns. íslenskskáldsagnagerð 1970-1980— j f - DAUÐIHARM- SÖGUNNAR lyllingssögur eftir íslenska höfunda eru ekki margar til útgefnar en harmsagan er einkar íslenskt fyrirbrigði og í milli hennar og hryll- ingssögunnar er aðeins eitt skref. Munurinn er þessi að ofurefli sem gengur fram af sögu- Nútímaskáldsagan er tilraun til að halda áfram sögugerð eftir að hetjuskapur úreltist. Hatrömm átök urðu milli þjóðlegrar frásagnarhefðar og þessarar sögugerðar þegar reynt var að koma henni að hérlendis. Ekki bætti úr kvittur sem barst til landsins að skáldsagan væri dauð, þegar menn tóku að hafa þessa klisju hver eftir öðrum. Eftir ÞORSTEIN ANTONSSON hetjum harmsagna er skilgreint í þeirri sagnagerð; það fer ekki milli mála hvað það er sem kemur harmsögulegri hetju á kné. Og þá ekki heldur að við slíkt ofurefli var að etja samkvæmt slíkri sögu að barátta vekur samúð eða a.m.k. virðingu. Einkum ef í ljós kemur að andstæðingurinn er einn- ijg andstæðingur lesandans. Hinar helstu Islendingasagna eru harmsögur í þessum skilningi og þær koma við kviku; Njáll var brenndur inni ásamt fólki sínu og þar lýkur Brennu-Njáls sögu frekar en á reyfara- kenndum eftirmálanum um hefnd Kára. Víg Gísla Súrssonar var rökbundin niðurstaða af hetjuverkum sem frá er greint í sögu hans. Elli kerling sigraði Egil sem aldrei fyrr hafði látið andstæðing knésetja sig. Ög örlög þeirra sem helst koma við sögu í Laxdælu eru ill. Grettir er klofinn persónu- leiki og sjálfs sín versti óvinur; Grettla er sálfræðileg örlagasaga. Ágimd og einstakl- ingshyggja verður hetjum fomsagnanna jafnan til ófarsældar, þessir veikleikar hins sterka. Það hefur ekki verið nægilega útlistað að íslendingasögur, þessi stórvirki fomrar sögugerðar, em harmleikir í klassískum skilningi. Umflöllunarefnið er þegar á allt er litið endalok heiðins siðar, menningarinn- ar og mannfólksins. Siðar sem bar með sér óskina að deyja hetjudauða. íslendingasögur em líklega uppgjör manna af hinum nýja sið, kristninni, sem skoða fortíðina sann- færðir um að mannlíf fái fremur þrifist við sín skilyrði. Eins og menn vita hafa íslendingasögur mótað smekk fólksins í landinu á hvað sögu- legt geti talist allt frá ritunartíð þeirra til okkar daga. Svo rótgróin er sannfæring íslendings að „ekta“ saga sé harmsöguleg, að flestar okkar helstu skáldsögur, ef ekki allar, skipa þann flokkinn. Gleðin er í öðra sæti. Frásagnarlist teljum við einkum fólgna í að gera skemmtun úr hörmungarhlut- skipti helstu sögupersóna. Og úrræðið að hlæja undir gálgatrénu. Við metum það við höfund ef hann ber það með sér að geta skemmt föngum nóttina fyrir aftöku þeirra. í einu ljóða sinna segir Steinn Steinarr lífið vera á móti sér og tekur þar upp stef sem er þjóðlegra bókmennta okkar. Islendingar hafa lengst af metið við skáld ef þau hafa lifað samkvæmt þessari kenningu. Og ef þau gera það ekki þá hafa skáldin verið minnt á dramatíkina með áþreifanlegum hætti. Enginn grætur íslending. Að gömlum skilningi er harmsaga að vera íslendingur. Það er nýlunda og útlendur siður í landinu að úrskurða menn geðveika fyrir þunglynd- ið eitt. Á íslandi hafa menn alltaf haldið virðingu náungans þrátt fyrir slík skap- lyndiseinkenni, hömlulausa athafnasemi sem á endanum verður til þess að maðurinn missir allt úr höndum sér. Þetta er að breyt- ast en til skamms tíma hélt maður virðingu sinni þrátt fyrirhyggjulítinn jarðvöðulshátt og glórulaust þunglyndissukk inn í milli, á drykkjutúmm, við rúmlegur eða sinnuleysi í annarri mynd. Þær sögur sem lifað hafa með þjóðinni hrærðu við þessari vissu, að halda bæri út þrátt fyrir gengdarlaust mis- kunnarleysi manna og máttarvalda. Þær sögur hrærðu streng í íslensku bijósti sem dulinn var hversdagslega og það jafnvel svo að menn náðu ekki til hans sjálfir hið innra með sér. Rótin er dulin en greinamar seilast víða, enn þann dag í dag. Vissan um harmsögu- legt hlutskiptið birtist í dagfari íslendinga með óbeinum hætti. Aulafyndni og glóm- lausri fjárplógsstarfsemi. Stundum era það örlög sem lagt hafa manninn í bönd fyrir lífstíð að hyggju sjálfs hans og annarra. í hinum helstu Islendingasagna em það sið- venjur sem engin leið er að rísa gegn öðra vísi en glata sjálfum sér, né heldur fram- fylgja nema á veg eyðileggingar og útlegð- ardóms þar sem þeir reika um enn, Gísli, Grettir, Eyvindur, Loftur. Persóna sem_ á við voldugan andstæðing að etja verður ís- lendingi harmsöguleg hetja þrátt fyrir ósig- ur ef þeim manni tekst að halda lífsstfl sín- um órofnum þrátt fyrir mótlætið. Slíkur íslendingur verður ódauðlegur á bók með þjóð sinni. Það er sama hvar borið er niður meðal íslendinga, harmsagan er á næsta leiti. Hver kannast ekki við frásagnir af dauða Jóns Arasonar, eða við heilsufar Hallgríms Péturssonar er hann orti Passíusálmana, tár Áma lögmanns á Kópavogsfundi, frásagnir af ástum Ragnheiðar biskupsdóttur_ og Daða, harmsögu handritasafnarans Áma Magnússonar sem fómar ástinni fyrir bæk- ur og skjöl sem svo fuðra upp fyrir sjónum hans? Hversu tíðrætt hefur löndum okkar ekki orðið um hörmungardauða þjóðhetj- anna Baldvins Einarssonar, Jóns Eiríksson- ar, Jónasar Hallgrímssonar, Kristjáns Jóns- sonar Fjallaskálds? Eða hordauða þeirra Sigurðar málara og nafna hans Breiðfjörðs? Svo samranninn er hörmungin þjóðareðlinu að persónur stíga nánast hjálparlaust úr heimi raunverannar inn í veröld skáldskapar og vesældar; kveða sig jafnvel þangað s.s. Vatnsenda-Rósa, Bólu-Hjálmar, Davíð Stef- ánsson. Helsta átakaefni íslenskra skáld- sagna sem skrifaðar voru um og fyrir alda- mótin síðustu er útlegð sjálfrar ástarinnar. Þær skáldsögur íslenskar sem bijóta af sér hlekki tímans og höfða til allra aldursár- ganga era harmsögur þótt með ýmsu móti sé tekið á efninu. Sælir era einfaldir og Svartfugl Gunnars Gunnarssonar. í báðum þessara sagna takast á ástríður einstaklinga og öfl sem þeim era fjandsamleg og getur ekki farið nema á einn veg. Hvert stórvirki Laxness af öðra hrærir hinn harmsögulega streng í bijósti íslendings. Steinn Elliði fær ekki komið saman eðli sínu og andagift og hafnar eðlinu að fullu og öllu í lok Vefar- ans; vissulega er þetta fyrsta átakaverk Laxness harmsaga. Sama gildir um örlög Sölku Völku sem einmitt fyrir það að hún reynist stöðugri á svellinu en aðrir á sér ekki annars úrkostar í sögulokin en velja milli algerrar einsemdar eða gangast á band höfðuðandstæðingi sínum, Steinþóri. Sagan af Bjarti í Sumarhúsum styrkir enn þessa löngu hefð við val á frásagnarefni og með- ferð þess. Einyrkinn Bjartur er sterkur maður framar öðra en fær ekki þrifist við þau lífsskilyrði sem honum hafa verið búin. Eftir ósigur í lífsbaráttunni í sögulok liggur ekki fyrir Bjarti annað en halda enn lengra fram á kaldranann. Glæta íslandsklukkan hefur beinlínis verið heim- færð til grískra harmleikja. Nýstárlegir era þó fjarstæðutilburðir aðalpersónunnar Jóns Hreggviðssonar frammi fyrir lífskjöram sín- um. Það hefur ekki legið fyrir hinum fyrri íslensku harmsagnahetjum annað en taka örlögum sínum af fullri alvöra. Frá og með íslandsklukkunni fer að bera á nútímalegum andsvöram í íslenskum skáldsögum við hinu harmsögulega hlutskipti, lífsháttum í blóra við hina klassísku. I nútímanum leyfíst manni hvað sem er sé hann viss um að lífið sé á móti sér, að það taki ekki sönsum. Bænir út í þögult tómið, ástaryfirlýsingar, karlmennskubragur á klassíska vísu, þessar aðferir fyrritíðarmanna við að þrauka hafa verið þaulreyndar. Hið nútímalega úrræði við harmrænu hlutskipti útfærði Laxness enn frekar með Gerplu, og brann vonarljós höfundarins lágt er hann ritaði, Laxness þá sjálfur í hlutverki hinnar harmsögulegu hetju eftir að hafa misst sjónar af jafnaðar- stefnunni. Gerpla er uppreisnarrit gegn valdi harmsögunnar yfír hugarfari íslendings. Hinn þriðji helsti sagnamaður íslenskur á þessari öld, auk Gunnars og Laxness, Þórbergur Þórðarson, er jafnframt helstur frumkvöðull nútímalegrar sögugerðar í landinu og þótt fáir hafí farið í slóð hans. Þórbergur steig í upphafi ferils síns skrefið 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.