Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1992, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1992, Blaðsíða 11
Danni blakk, Skari plöntufótur, Pétur kirkju- mús, Jói keisari, Andrés opinberi, Daddi brasi, Siffí rabarbari og ýmsir aðrir smáglæp- onar, sem flestir eru nú horfnir úr þessari byggð. Hommaklíkan á Laugavegi 11 var sveipuð þeirri dulúð, sem vanþekking og fordómar einir fá skapt í litlu, hálf móðursjúku um- hverfi. En þessi litla klíka dró samt að staðn- um fjölmarga forvitna góðborgara, sem komu eingöngu í þeim tilgangi að líta augum það sem á þessum árum var kallað kynvillingar. Þórður Sigtryggsson organisti var einn í þessum hópi. Hann kom þó mjög sjaldan, enda var hann orðinn fullorðinn maður og hélt til í ellinni á heilsuhæli að Reykjalundi. Þórður Sig- tryggsson var sannkallaður sjentilmaður. En hann var ákaflega opinn og hreinskiptinn í öllu fari. Hann hafði um áratuga skeið kennt orgel- leik í Reykjavík, fádæma kúltíveraður mað- ur, um það leyti orðinn hvítur fyrir hærum og nokkuð þybbinn. Það var almælt, að hann væri organisti í Atómstöð Kiljans á móti Erlendi í Unuhúsi. Hann var góðkunningi nóbelskáldsins, hafði skrifast mikið á við hann fyrr á árum og hafði sitthvað útá hann að setja. Hann var mikill vinur Ragnars í Smára, sem á þessum árum var helsti styrkt- armaður margra þeirra, sem sóttu kaffihúsið að Laugavegi 11. Elías Mar skáld hafði sett Á góðri stund í næsta nágrenni við veitingastaðinn Laugaveg 11: Jóhann Hjálmarsson, Flóki og Flosi Óla fsson. saman þátt um Þórð organista, sem hann var venjulega nefndur, og Ragnar í Smára gaf hann út í örlitlu upplagi. Elías hafði einn- ig skrifað margt niður eftir Þórði, minningar hans um samtíðarmenn, en flest af því var of mergjað til að koma fyrir almenningssjón- ir. Þórður Sigtryggsson var víðlesinn heims- borgari, sem vitnaði í franskar bókmenntir og hló hvellum, ísmeygilegum hlátri, sem vakti alltaf athygli á staðnum. Ungir menn voru honum ánægjuleg sam- vera, hann talaði til þeirra tvíræðum orðum og horfði á þá stingandi augnaráði þannig að ókunnugir komust í hreinustu vandræði. Elías Mar var á þessum árum meðal þekkt- ustu íslenskra rithöfunda. Eftir hann lágu nokkrar skáldsögur, sem vakið höfðu miklar væntingar, sumar verið þýddar á erlend mál. Hann var tíður gestur á kaffihúsinu. Elías var mjög hávaxinn og tágrannur, rauð- birkinn og gekk í salinn fáskiptinn á svip og sjálfum sér nægur. Hann þótti á þessum árum með aldularfyllstu fyrirbrigðum í menn- ingarlífínu. Þeir sem höfðu upplifað þá sælu að komast í partí til Eliasar Mar voru á þess- um árum í hávegum hafðir — og jafnan spurðir spjörunum úr um öll þau firn og fá- dæmi sm sögð voru gerast í þeim samkvæm- um. Þeim, sem þekktu til ef eigin raun, var Elías Mar ákaflega elskulegur og kurteis gestgjafí. Hann hafði á þessum árum mikinn áhuga á starfsemi frímúrara á íslandi og kynnti sér þetta efni eftir föngum. Hann var vel lesinn í erlendum bókmennt- um, hafði mikinn áhuga á stjórnmálum og glögga þekkingu á mannlegu eðli. Hann var mjög ákjósanlegur félagsskapur ungra manna og kvenna, enda löðuðust að honum á þessum árum ýmsir þeirra, sem síðar hafa látið til sín taka í íslenskri menningu, rithöf- undar, gagnrýnendur, málarar, tónlist- armenn og var Elías öllum þessum aðiljum ráðhollur og góður félagi, sem studdi þá til góðra verka. Elías Mar var á þessum árum eitt helsta fórnarlamb kjaftagangsins og bæjarslúðurs- ins í Reykjavík. Hann var, að sögn, alveg stórhættulegur maður og agalega dónalegur. Fyrir þetta varð hann ennþá meira spenn- andi hjá ævintýraþyrstum ungmennum sem kynntust honum að einum saman drengskap og eðallyndi. Elísa Mar fékk mjög neikvæða dóma hjá einum gagnrýnanda fyrir skáldverk sitt, Sóleyjarsögu, sem út kom á þessum árum í tveimur bindum. Hanntók þetta svo nærri sér, að hann sneri frá ritstörfum um langa hríð og vann eftir það við prófarkalest- ur á Þjóðviljanum. Helstu félagar Elíasar á kaffihúsinu voru þeir Sturla Tryggvason fíðluleikari og Ásgeir Beinteinsson píanóleikari. Sturla Tryggvason var sonur Tryggva Magnússonar listmálara, sem um áratugaskeið teiknaði í skopblaðið Spegilinn. Hann spilaði í Sinfóníuhljómsveit- inni og vann líka við bókband. Hann var á þessum árum glaðsinna og uppáfínningasam- ur grallari, sem gerði sér far um að gera sem mest úr því hommerísorði, sem af honum fór. Það var ekki síst vegna framgöngu Sturlu, ef hann var undir áhrifum, að forvitn- ir góðborgarar fengu nokkuð fyrir sinn snúð á kaffistofunni. Ásgeir Beinteinsson hafði brillerað í píanó námi hjá frægum erlendum kennurum. Hann gerðist kennari við Tónlistarskólann og lék einleik með Sinfóníunni. Hann var af merkum ættum tónlistarmanna, en séra Bjarni Þor- steinsson í Siglufírði var afi hans. Það fór lítið fyrir Ásgeiri, en ef hann var kenndur varð hann dálítið skemmtilega tilgerðarlegur og ýtti undir það orð, sem fór af þeim félög- urrij Sturlu og honum. Ásgeir, Sturla og Elías komu gjarna sam- an um helgar og gægðust í glas og voru þær gleðir með eftirsóknarverðari samkomum þessa tíma. I raun voru þetta menningarleg- ar uppákomur, þar sem flutt var góð tónlist og háleitar umræður fóru fram um lífíð og listina. Adriani greifí var á þessum árum tíður gestur á Laugavegi 11. Greifinn var land- flótta ungverskur aðalsmaður, sem flúið hafði frá landi sínu eftir valdatöku kommúnista pg haldið til Vínarborgar. Þar kynntist hann íslendingum og það varð úr að hann fluttist til Islands. Adriani greifi var frekar lágvax- inn, mjög fínlegur, brúnhærður á hár og skegg, laglegur og sveipaður dul hins fjarra. Fálátur en yfirmáta elskulegur sjentilmaður, sem hélt' sig mest í félagsskap Jóns magist- ers Eiríkssonar, Hannesar Péturssonar og þeirrar kynslóðar gesta á 11. Hann talaði aldrei um sjálfan sig, enginn vissi sosum nein deili á honum né um hagi hans eða ætlan, en hann bjó um sig í litlu herbergi við Ránargötuna og bauð stundum til sín fólki uppá göfug vín og létt. Honum varð það gott til kvenna, að hann náði m.a.s. til sín um hríð kærustu Dags skálds Sigurðar- sonar, en var þó Dagur á þessum árum ein- hver mesti kvennaljómi bæjarins og margar góðborgaradætur gerðust unnustur hans tímabundið. Og allt í einu var Adrian greifi burt flog- inn af landinu. Fréttir hermdu, að hann hefði gerst ritstjóri hjá þekktu amerísku tímariti. Og nýlega bárust um það fregir til kunn- ingja hans hérlendis, að hann væri á ný kom- inn til Ungveijalands, þar sem auður fjöl- skyldu hans væri nú kominn úr klóm fyrri valdhafa. Gamall maðurinn sat oft einn í bási á Laugavegi 11. Gekk inn hægum skrefum, klæddur ullargráum, skósíðum frakka sumar sem vetur. Á höfðinu skáldaður slitinn hattkúfur, sérkennilegur í brotum. Hann tal- aði aldrei við nokkurn mann, sat aleinn og sötraði kaffi sitt, oft klukkustundum saman, líkt og úti á þekju. Yfirgaf svo staðinn jafn utanviðsig og fálátur. Enginn þekkti þennan mann. Hann var alltaf einn, á kaffíhúsinu og á götum úti. Hér var kominn Haraldur Hamar Thor- steinsson, sonur Steingríms skálds Thor- steinssonar. Steingrímur skáld og rektor dó árið 1913. Haraldur var því gamall maður. Haraldur Hamar bjó einn í örlitlu kvisther- bergi á Hverfísgötu 32. Innanstokksmunir hans voru dívangarmur, einn stóll og ónýtt borð og nokkrir náttpottar. í næsta herbergi bjó annar kynlegur kvistur, Eggert Gilfer, tónlistarmaður og skákséní, en móðir hans var Þuríður Þórarinsdóttir, systir Árna próf- asts og átti hún fyrrum þetta stóra hús og rak þar greiðasölu og gistingu með meiru. Haraldur Hamar skáld átti að baki mjög óvenjulegan feril. Ungur maður hélt hann útí hinn stóra heim og menntaðist í háskólum í Englandi og eitthvað á meginlandinu. Eftir það flutti hann til London og bjó þar um áratuga skeið. Hann skrifaði skáldsögur og leikrit, umgekkst mikið af þekktum rithöf- undum og málurum. Hinn frægi málari Graham Sutherland gerði af honum portrett. En öll verk hans og portrettið glötuðust. Hvemig það gerðist var erfitt að komast að, því á þessum ámm var Haraldur Hamar nær mállaus, talaði mjög óskýrt og hægt og oft var erfítt að henda reiður á því sem hann var að segja. Þó var það ljóst, að mikill harmur bjó í bijósti hans, harmur sem þó á einhvem hátt gerði honum ekki erfitt fyrir nema í óljósri endur- minningu. Nokkm síðar fluttist Haraldur á Elliheim- ilið Gmnd. Þar bjó hann einn í herbergi sínu og talaði varla við nokkurt kvikindi. Dag einn, þegar hann gekk sínum hægu settlegu skrefum yfír Hringbrautina með hattkúf sinn, kom bíll og varð honum að bana. Þar lauk ævi sonar skáldsins, sem sjálfur hafði átt dularfulla skáldaævi í útlöndum. Einn atkvæðamesti gestur á Laugavegi 11 var Ásgeir Magnússon. Ásgeir var um þessar mundir starfsmaður Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Hann sat langtímum saman á dularfullu hljóðskrafi við Guðmund Arngrímsson, áður rannsóknarlögreglumann og yfirmann Security Guard á Vellinum. Þetta voru afar heimulegar samræður og báðir gættu þess vandlega að talast við í hálfum hljóðum. En þegar þeir sátu ekki að skrafi félagarnir, var Ásgeir mjög á ferð um húsnæðið, talaði við kunningja sína og skóla- bræður. Ásgeir Magnússon hafði numið íslensk fræði við Háskólann og lokið fyrrihlutaprófi í þeirri grein. Um það leyti lenti hann í veik- indabasli, sem torveldaði honum framhald námsins. Hann fór þá að starfa á Keflavíkur- flugvelli og vann þar með hvíldum í mörg ár. Ásgeir var sonur Magnúsar ritstjóra Storms, sem var þekkt pólitiskt ádeilublað um langa hríð. Ásgeir Magnússon var upphaflega mjög vel gerður maður til líkama og sálar. Hann var fim fróður um sögu og bókmenntir, með ólíkindum vel að sér um persónur í nútíman- um og fylgdist vel með öllum tíðinum, enda forvitinn með afbrigðum um hagi náungans. En hann hafði orðið fyrir andlegu heilsutjóni og þess vegna varð dómgreindin stundum utanveltu í hinu hversdagslega kífi. Ásgeir var mjög stríðinn og gat verið meinlegur, einkum stríddi hann Elíasi Mai; og félögum hans. Hann var slíkur safnari um þetta leyti, að hann safnaði nánast öllu sem hönd á festi. Eignaðist hann því margvfslegt og mikið bókasafn og hverskyns gripi. Var það mikið ævintýri að koma á heimili hans á Fálkagöt- unni, þar sem staflað var í hólf og gólf bók- um og munum af öllu mögulegu og ómögu- legu tagi. Mörgum árum síðar gerðist það, að Þjóð- viljinn kom upp um það sem blaðið kallaði njósnir bandaríska sendiráðsins um ísland og íslendinga og birti margar myndir af skrif- uðum textum um íslenska menn, æviferil þeirra, pólitískar skoðanir og tengsl þeirra við menn í vinstriflokkum á_ íslandi. í ljós kom, að þessi skrif voru eftir Ásgeir Magnús- son. Kærði hann Þjóðviljann fyrir stuld á „einkaskjölum sínum, sem skrifuð hefðu ver- ið til dundurs og minnis", en Þjóðviljinn hélt fast við að skjölin hefðu komið frá starfs- mönnum bandaríska sendiráðsins. Hið sanna í þessu máli upplýstist aldrei. En Ásgeir varð þetta upphlaup til lítillar gæfu. Hann tók þetta nærri sér. Heilsu hans hrakaði. Á árunum fyrir 1960 var Jón magister Eiríksson fyrirferðarmikill á Laugavegi 11. Hann var fæddur í Hákoti við Fischersund í Reykjavík árið 1927, en uppfóstraður hjá afa sínum og ömmu að Hrafntóftum í Rang- árvallasýslu. Hann gekk menntaveginn og útskrifaðist úr Menntaskólanum með Stein- grími Hermannssyni og Clausen-bræðrum. Hann sigldi síðan til Noregs og lauk prófum við Óslóarháskóla í ensku, þýsku og uppeld- isfræðum. Hann hélt síðan til Kiel í Þýska- landi og lauk þar framhaldsnámi. Hann varð kennari við Verzlunarskólann haustið 1953. Nemendumir tóku Jóni tveim höndum og léku hann mjög grátt. Magistern- um var mjög ósýnt að halda uppi aga, nem- endur steyptu úr ruslakörfum yfír hann, komu á vélhjólum inní kennslustundir, og lögðu hendur á hann með ýmsum hætti. Samt var hann alls ekki óvinsæll eða illa þokkaður kennari. En skringilegt látæði hans, skræk og kyndug framsögn og fleiri framgönguhættir hvöttu hina lífsglöðu nem- endur bekkja hans til ótrúlegustu uppátækja. Um vorið var hann fenginn til að vera farar- stjóri í ferð nemenda norður í Skagaíjörð og varð það eitt samfellt fyllerí og kynrugl hjá nemendum, mörgum hveijum, þótt farar- stjórinn beitti sér gegn afhæfínu af öllum mætti. Kennsla Jóns varð ekki öllu lengri. Hann gafst upp á miðjum öðrum vetri sínum við skólann — með sprunginn maga — og þótti feginn að sleppa. Eftir það stundaði Jón ýmis störf, hann var einkakennari ýmissa nemenda undir skóla, starfaði við verðgæslu og skatteftirlit, hann þýddi nokkrar sögur m.a. eftir Kafka fyrir tímaritið Birting og þótti Ieysa það mjög vel af hendi. Jón Eiríksson var tiður gestur á Lauga- vegi 11. Þar var hann nokkurs metinn fyrir gáfur og þekkingu. Þó spauguðu margir með magisterinn, eins og ungum mönnum er títt, þegar sérkennilegir menn eiga í hlut. Meðal félaga Jóns magisters á kaffistof- unni var hinn ungi rithöfundur Jökull Jakobs- son. Hann hafði kornungur vakið mikla at- hygli fyrir skáldsögu sína „Tæmdur bikar“. Jökull var á þessum árum efnilegur höfund- ur, stundaði blaðamennsku og ritstörf jöfnum höndum og allt lék í höndum hans. Hann hafði um nokkurra ára skeið verið við dular- fullt nám í útlöndum og sagði af því námi hinar furðulegustu sögur. Við Jökull kynntumst 1955 og fórum sam- an í marga rannsóknarleiðangra um undir- heima Reykjavíkur, sem síðar urðu honum efni til skáldverka. Jökull lét ekki sitt eftir liggja að spauga með magister Jón. Hann var öllum mönnum stríðnari, ef sá gállinn var á honum, og gerði oft meistaralegt grín að Jóni, oft svo tvírætt, að magisterinn lenti í hreinustu vandræðum. Jökull var meistari tvíræðninnar í samræðu og mannlegum sam- skiptum. Annar kumpán Jóns Eiríkssonar var hinn hámenntaði Geir skáld Kristjánsson. Geir var Þingeyingur, fáskiptinn og dulur og hafði um skeið verið við nám í útlöndum. Á þessum árum var hann oft við skál, en hélt alltaf reisn sinni og virðingu. Hann var af mörgum talinn einhver efnilegasti rithöf- undurinn, en afköstin fíma smá. Þegar loks- ins kom út eftir hann bók, smásagnasafnið Stofnunin, varð samt mörgum ljóst, að af- köst eru ekki rétti mælikvarði á skáldgáfu. Geir bjó um þessar mundir í þakherbergi við Tjarnargötu. Þegar magisterinn og aðrir kumpánar hans hugðust heimsækja hann á kvöldin, eftir að húsinu hafði verið læst, var það samkomulag við Geir, að þeir skyldu kalla uppí gluggann: Nikulás — Nikulás — og hraðaði Geir sér þá niður til að opna húsið, svo húsráðendur skyldi ekki gruna, að hann ætti í hlut. Herbergiskompa Geirs var á þessum árum oft samkomustaður skálda og skringimenna, þar voru dýrar gleð- ir framdar, oft lengi nætur. í hópi lærisveina magisters Jóns var á þessum árum einnig Hannes Pétursson skáld. Hannes hafði orðið þjóðskáld á einni nóttu með fyrstu ljóðabók sinni. Hann var víðför- ull andans maður þessi árin, stundaði ís- lenskunám og lauk því um þetta leyti. Hann var glaðsinna félagi og drengur góður og hélt oft hlífiskildi yfir Jóni, þegar aðrir stríddu honum og hæddu, en hann var jafnan til í margskonar glens og gaman, sem tilefni gafst til. í Vetrargarðinum í ágúst 1961: Tvær blómarósir, greinarhöfundurinn, Vilhjálmur frá Skáholti, Helgi Guðmundsson úrsmiður og Kristján Guðmundsson apótekari. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. NÓVEMBER 1992 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.