Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1993, Síða 2
„Reykjavík var á þessum tíma sóðalegur lítill bær og allt sem gert var til prýðis í bænum var talið eftir. Bæjarsljórn
fannst það hinn mesti óþarfi og eyðsla.
Verkstæðið eins langt
og Vesturgatan
SÓLVEIG KR.
EINARSDÓTTIR
Sorg
Aldagömul
standa cyprustrén
meðfram þjóðveginum
fórna höndum
hvítgult Ijósið
baðar stofnana
kaldri haustbirtu
Sorgin
hefur hreiðrað um sig
í húsinu á horninu
sem drúpir höfði
blá blómin
bærast í andvaranum
hann sem bjó hér
er horfinn
í skjóli við dyrnar
vefur orbin vef sinn
fiðlutónar haustsins
berast um opinn glugga
vetur Vivaldis
birtan orðin bleik
blaktandi ljós
í grænu glasi
Fuglarnir flögra burt
á fagurrauðum vængjum
tíminn virðist horfinn
með honum
í morgun
við sóiarupprás
vöktu hláturfuglarnir
húsið sem rétt hafði blundað
í hlýjum örmum næturinnar
kötturinn
hafði beðið árangurslaust
eftir honum
vill nú hvergi sitja
nema á hljómborðinu
Tíminn er týndur
dagatölin sýna
bæði maí og mars
gagnsætt tómið
hefur sest að
í arni hússins
hjá aldagömlu trjánum
Þegar kuldinn kemur
og kveiktur verður eldur á arni
mun þá húsið á horninu
hlýna á ný?
Orðaleikur
Orð sem áður
uxu úr grasi
skiptu mig sköpum:
„Gersemin mín,
gullið mitt.“
Reyndust staðlausir stafir
standa í hvítri auðn
steindauður kaktus
stinga þó enn.
Nú tala ég
aðra tungu
önnur orð blómstra
orð sem standa.
Höfundur býr í Ástralíu.
Arið 1897 má telja að
vélaöld hefjist á ís-
landi. Þá komu fyrstu
steinolíumótorarnir til
Reykjavíkur og var
annar notaður til að
knýja áfram vélar í ísa-
foldarprentsmiðju, en
hinn rennibekk í jám-
smiðju Gísla Finnssonar á Vesturgötu 53.
Þá vora íslendingar enn svo framstæðir
að ekki var til eitt einasta véiknúið skip í
eigu þeirra. Má það furðu gegna því að
Danir, herraþjóð okkur, vora þá í fremstu
röð meðal iðnvæddra þjóða, ekki síst í
smíði stórra vélskipa. En hjálenda þeirra
úti í miðju Atlantshafi var enn vanþróað,
afskekkt bændaþjóðfélag þar sem landbún-
aður var á miðaldastigi. Þetta fór ekki fram
hjá framsæknum íslendingum sem sáu
undur iðnvæðingarinnar hvarvetna er þeir
sigldu til nágrannalanda. Óþol þeirra var
mikið eftir að eitthvað svipað gerðist á
Islandi, en það vantaði fyrst og fremst fjár-
magn til að hrinda því í framkvæmd. Fyrr-
nefndur Gísli Finnsson jámsmiður sigldi
til Kaupmannahafnar sumarið 1897 og
dvaldi þar í sex vikur. Hann fór til að
kynna sér tækninýjungar í grein sinni og
heim kom hann með steinolíumótorinn sem
markaði upphaf vélvæðingar í íslenskri
jámsmíði. Það var smátt skref en mikil-
vægt. Varðveist hefur dagbók Gísla frá
þessari ferð og lýsir hún vel bamslegri
hrifningu hans á þeim tækniundram sem
hann sá og varð honum driffjöður til af-
reka fyrir þjóð sína. Verða hér teknir
nokkrir kaflar úr henni og eru þeir vitnis-
burður um upphaf iðnvæðingar á íslandi.
Gísli Finnsson járnsmiður: Kaupmanna-
hafnarferð hans 1897 markaði tímamót.
eftir Guðjón Friðriksson
Gísli kom til Kaupmannahafnar 22. júlí
og segir síðan:
„Ég fór fyrst út í Borsegade ... einn
eftir kortinu. Þar býr Oddur Björnsson
bókbindari. Það er mjög alúðlegur maður.
Hjá honum er Guðmundur Gamalíelsson
bókbindari. Hann kom með mér út um
bæinn og bar svo margt fyrir augu mér
að ég varð hálfraglaður í því fyrst; rafur-
magnsvagnar, sporvagnar, omnibus, dross-
íur og fólksfjöldi svo mikill í sumum götum
að maður komst varlá áfram.“
Þremur dögum síðar fór Gísli í Tívolí
og hreifst mjög af tækjum og vélbúnaði
sem hann sá:
„Þann 25. fór ég út í Tívolí. Þar sá ég
svo margt og mikið að um það mætti skrifa
stóra bók ... í einum stað var hjól upp á
kant, á að giska 10 álnir í þvermál. Svo
vora utan á kantinum loftballónar og körf-
ur neðan í og fólkið var að kaupa að fara
í körfumar. Svo var hjólið sett af stað með
maskínu og snerist en körfurnar snera allt-
af niður en ballónamir upp, en svo fóra
körfumar yfir hjólið.“
Já, dýrð Kaupmannahafnar var mikil og
Gísli fann sárt til þess hve Reykjavík var
fátækleg:
„Sumar kirkjur hringja sjálfar á vissum
tímum. Holmens kirkja klukkan sjö í nokkr-
ar mínútur. Frúarkirkja hringir klukkan
átta á kvöldin margraddað. Þáð er mjög
fallegt. Það er svo mikill hljómur að maður
heyrir ekki hver til annars á næstu götum
og var ég að hugsa um klukkuna í Reykja-
víkurdómkirkju, [að] eina klukkan í öllum
bænum skuli ekki slá. Hér er allt gert sem
allra skemmtilegast og hefur það víst mjög
mikla þýðingu fyrir framför bæjarins. Ég
held að sum hús kosti hér eins mikið og
öll Reykjavík. Sumar eldri götur eru þröng-
ar, alls staðar samt fyrir fólk utan með
og vagna í miðjunni. Víða eru stór torg og
í öllum einhverjir prýðigarðar með tijám
og blómum og myndastyttum og spring-
vatni sums staðar. Víða eru torg og götur
upplýstar með rafurmagnsljósum á kvöldin
og er helmingur slökktur á næturna. Við
hverja götu era skreytingar og víða dýrt
og sums staðar er músík.“
Reykjavík var á þessum tíma sóðalegur
lítill bær og allt, sem gert var til prýðis
bænum, var talið eftir. Bæjarstjórn fannst
það hinn mesti óþarfi og eyðsla. En Gísli
Finnsson komst að annarri niðurstöðu í
ferð sinni: „Hvað sem maður sér í Dan-
mörku er aílt gert til þess að það sé sem
allra skemmtilegast og hvergi til sparað
enda sýnist það borga sig því það er svo
aðlaðandi að íjöldinn sem kemur frá öðrum
löndum, borgar mjög mikla peninga inn í
landið og var þann tíma sem ég var í Kaup-
mannahöfn fjöldi af þýskum og svenskum
og Norðmönnum og víðar að. Og aldrei
heyrir maður að þetta sé óþarfi en bara
að það sé vel gert og gott.“
Éitt kvöldið fór Gísli til Fischers kaup-
manns (sem Fischersund í Reykjavík er
kennt við) og var þar til klukkan eitt um
nóttina: „Þá telifóneraði hann eftir drossíu
heim til mín. Það var búið að loka þegar
ég [kom] að hótelinu. Það er kopartyppi á
veggnum úti sem maður á að taka í og
hringir þá inni.“
Það sem okkur finnst svo sjálfsagt nú
til dags, svo sem dyrabjöllur, vora opinber-
un fyrir hinn reykvíska járnsmið. Og hann
fór gagngert að kynna sér ýmislegt sem
hann ætlaði að notfæra sér þegar heim var
komið: „Þann 30. fór ég á Cukklaverk-
stæði (reiðhjólaverkstæði) og var þar í tvo
tíma og voru þar góðir menn og sýndu
mér allt þar að lútandi..."
Öðra hvora hélt Gísli til á vélsmiðjum
en 4. ágúst fór hann í heimsókn til Bur-
mester og Wein: „Þar var verið að byggja
gufuskip úr járni, um 5.000 tonn. Ég er
viss um að allt verkstæðið hefur verið eins
langt og öll Vesturgatan í Reykjavík með
alls slags verkfærum; bormaskínum,
lokkmaskínum, rennibekkjum og damp-
hömrum. Tvo valsara sá ég tíu álna langa
og 20 þumlunga [í] þvermál til að beygja
með dampkatla og eftir því var allt stór-
kostlegt.“
Greinilega hefur Gísli fest kaup á vél-
knúnum rennibekk hjá fyrirtæki í Kaup-
mannahöfn því að á einum stað í dagbók-
inni segir hann:
„Þann 6. ágúst fór ég til Nielsen og
Winther og hef ég séð þar flestar maskín-
ur á einum stað. Winther sýndi mér allt
saman sjálfur. Ég bað hann að smíða patr-
ónu á rennibekkinn minn sem kostaði 53
krónur."
Eins og fyrr sagði keypti Gísli Finnsson
töluvert af vélum í þessari ferð og gerðist
síðan brautryðjandi heima á Islandi. Gekk
Dan-mótorinn sem hann keypti ótt og títt
í smiðju hans við Vesturgötu og þótti harla
nýstárlegur. Nágrannar sögðu drýginda-
lega, er hann fór í gang, að nú væri Gísli
farinn að púa. Hann varð fremsti járnsmið-
ur bæjarins og fyrsti íslendingurinn sem
lærði að leggja pípur og átti áhöld til þess.
Verkstæði Gísla var fyrst á Vesturgötu
53 en síðar flutti hann sig á Vesturgötu
38. Hang stofnaði ásamt Knud Zimsen
verkfræðingi fyrstu járnvöruverslun á land-
inu 1902 og árið 1907 færði hann enn út
kvíarnar og byggði mikla jámsmiðju á
Norðurstíg 7 sem varð sú stærsta á land-
inu. Ásamt bróður sínum, Sigurgeiri Finns-
syni, var hann einnig aðalhvatamaður að
stofnun Járnsteypu Reykjavíkur 1905.
Þessi tvö fyrirtæki runnu síðar saman og
urðu að Vélsmiðjunni Hamri en með henni
má segja að nútíminn hafr gengið í garð
í málmsmíði á íslandi. Gísli Finnsson hafði
með för sinni til Kaupmannahafnar 1897
ýtt af stað langri atburðarás. En þar áttu
reyndar fleiri hlut að máli.
Höfundur er sagnfræðingur.