Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1993, Qupperneq 3
I i
T-ggBtTg
H @ Sl @1«! 5*] ® B H B ® m ® H
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór-
ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn-
arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs-
son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100.
Kambsránið
vakti óhugnað á síðustu öld og hefur Brynjólfur frá
Minna Núpi lýst því ísögunni af Þurðíði formanni
og Kambránsmönnum. Ásgeir Ásgeirsson hefur tek-
ið saman pistil um Sigurð Gottsvinsson, sem var
höfuðpaurinn í ráninu. Hann var afburðamaður að
líkamlegu atgervi, en ógæfumaðaur og hálshöggvinn
eftir að hafa stungið fangavörð á Brimarhólmi.
Valútubarinn
ísland er prentvilla í alþjóðlegri hagfræði, sagði írski
efnahagsráðgjafinn við sögumann, Ásgeir Hannes
Eiríksson. Þeir sátu að sumbli á valútubarnum í
Vilnu í Lithaugalandi og horfðu með öðru auganu
á Klinton forsetaefni í sjónvarpinu. Grein sína nefn-
ir höfundurinn: „Ert þetta þú Achmed?".
Forsíðan
Þessi tignarlega vetrarmynd er af Staðarstað á
Snæfellsnesi og Snæfellsnesfjallgarðinum að baki.
Þetta fræga prestsetur var áður nefnt Staður á
Ölduhrygg. Þar er talið að Ari Þorgilsson hinn fróði
hafí setið á 13. öld og margir merkisklerkar hafa
búið þar og ekki færri en fjórir þeirra hafa síðan
orðið biskupar.
Ljósm. Rafn Hafnfjörð.
Reykjavík
er talin í útliti og að skipulagi mun amerískari borg
en evrópsk. Miðað er við að allir séu á bíl og út-
hverfum dreift með slitróttri byggð um borgarland-
ið. Á þetta var minnst í erlendu tímariti um arkitekt-
úr og af því tilefni eru hugleiðingar um skipulag
borga eftir umsjónarmann Lesbókar.
SKÁLD-SVEINN
Heimsósómi
Hvað mun veröldin vilja?
Hún veltist um svo fast,
að hennar hjólið snýst.
Skepnan tekr að skilja,
að skapleg setning hrast,
og gamlan farveg flýr.
Hamingjan vendir hjóli niðr til jarðar,
háfur eru til einskis vansa sparðar,
leggst í spenning lönd og gull og garðar,
en gætt er síður hins, er meira varðar.
Þung er þessi plága,
er þýtur út í lönd
og sárt er að segja frá.
MiIIum frænda og mága
magnast stríð og klönd.
Klagar hver, mest er má.
Á vorum dögum er veröld í hörðu reiki.
Varla er undur, þó að skepnan skeiki.
Sturlan, heims er eigi létt í leiki.
Lögmál bindr, en leysir peningrinn bleiki.
Svara með stinna stáli
stoltarmenn fyrir krjár,
en vernda lítt með letr.
Þann hefr meira úr máli,
manna styrkinn fár
og búkinn brynjar betr.
Panzari, hjálmur, pláta, skjöldr og skjómi
skrúfa lögin og réttinn burt úr dómi.
Að slá og stinga þykir nú fremd og frómi.
Féð er bótin, friður, sátt og sómi.
Hvert skal lýðrinn lúta?
Lögin kann enginn fá,
nema baugum býti til.
Tekst inn tollr og múta.
Taka þeir klausu þá,
sem hinum er helzt í vil.
Vesöl og snauð er veröld af þessu klandi.
Völdin efla flokkadrátt i landi.
Harkamálin hyljast mold og sandi.
Hamingjan banni, að þetta óhóf standi. ..
Skáld-Sveinn var uppi á 15. öld, en um hann er ekkert vitað og
ekki eru önnur kvæði varöveitt eftir hann en Heimsósómi.
Talaðí 129tíma
Fyrir nokkrum mánuðum,
þegar umræður voru að
hefjast á Alþingi um EES-
frumvarpið, ritaði ég hug-
leiðingu í þennan dálk um
tímasóun. Varpaði ég því
meðal annars fram, að
gera þyrfti úttekt á því, hvernig Alþingi
Islendinga hagaði meðferð sinni á málinu,
og bera hana síðan saman við afgreiðslu á
því í þjóðþingum annars staðar í EFTA-
ríkjunum. Með slíkum samanburði yrði unnt
að átta sig á því, hvort fullyrðingar um
tímasóun í störfum Aiþingis ættu við rök
að styðjast.
Alþingismenn greiddu atkvæði um EES-
samninginn hinn 12. janúar síðastliðinn. Var
hann samþykktur með 33 atkvæðum gegn
23. Segja má, að í meðförum þingsins hafí
afgreiðsla málsins skipst í þtjá höfuðþætti.
Stjómarandstaðan flutti tillögu til þings-
ályktunar um að EES-samningurinn yrði
borinn undir þjóðaratkvæði. Hún var felld
með 31 atkvæði gegn 28 hinn 5. nóvember
1992. Þá fluttu stjórnarandstæðingar tvö
frumvörp um breytingu á stjómarskránni
og tengdu þau EES-málinu. Þessum frum-
vörpum var vísað til ríkisstjórnarinnar með
32 atkvæðum gegn 24 hinn 3. desember
1992.
Ég hef hér fyrir framan mig yfírlit yfír
það, hve langar umræðumar um þessi þijú
frumvörp vom á Alþingi, og er þá ekki tek-
ið mið af umræðum í nefndum. Samkvæmt
þessu yfírliti stóðu umræðumar samtals í
129 klukkustundir, 43 mínútur og 13 sek-
úndur. Þessi klukkustundafjöldi skiptist
þannig á þingflokka: Alþýðuflokkur (10
þingmenn): 11 klst. 17 mín; Alþýðubandalag
(9 þingmenn): 46 klst. 39 mín; Framsóknar-
flokkur (13 þingmenn): 34 klst. 39 mín;
Sjálfstæðisflokkur (26 þingmenn): 16 klst.
37 mín., og Samtök um kvennalista (5 þing-
menn): 20 klst. 29 mín.
Yfírlitið sýnir, að hið sama hefur endur-
tekið sig í umræðunum um EES-málin og
á þinginu 1991-1992, þegar alþýðubanda-
lagsmenn töluðu þingmanna mest. Á því
þingi flutti Steingrímur J. Sigfússon, þing-
maður Alþýðubandalagsins, lengstu ræðum-
ar og hefði þingið staðið í fimm ár, ef allir
þingmenn hefðu talað eins og hann. I um-
ræðunum um EES-málið talaði Hjörleifur
Guttormsson, þingmaður Alþýðubandalags-
ins, lengst eða í 10 klst. 36 mín., Ólafur
Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubanda-
lagsins, kom á hæla Hjörleifí með 10 klst.
6 mín; þriðji í röðinni er Páll Pétursson,
formaður þingflokks framsóknarmanna,
með 8 klst. 40 mín. Ef allir þingmenn hefðu
fetað í fótspor þeirra Hjörleifs og Ólafs,
hefðu umræðurnar um EES-málin staðið í
650 til 700 klukkustundir. Minnumst þess
að Alþingi kom saman 17. ágúst 1992 til
að geta afgreitt málið fyrir áramót.
Af þeirri greinargerð, sem ég hef við að
styðjast, sést ekki, hve oft einstakir þing-
menn hafa tekið til máls í þessum umræð-
um. í því tilliti geta menn bæði nýtt sér að
flytja langar ræður og einnig að gera stutt-
ar athugasemdir við ræður annarra, strax
og þær hafa verið fluttar. Slíkar stuttar
ræður, eða andsvör, eru nýmæli í þingsköp-
um. Samkvæmt almennu reglunni, sem um
þau gildir, getur þingmaður fengið orðið
tvisvar sinnum, í tvær mínútur í hvort skipti,
eftir ræðu sérhvers þingmanns til að svara
einhveiju í ræðunni. Á grundvelli þessa
ákvæðis í þingsköpum hafa sumir þingmenn
fengið orðið mun oftar en aðrir, þótt þeir
hafi talað mun skemur en hinir, sem aldrei
nýta sér réttinn til andsvars.
Þessar tölur eru birtar hér til að vekja
athygli áhugamanna á því, að nú liggja fyr-
ir gögn, sem nauðsynlegt er að hafa við
höndina til að bera saman afgreiðslu Alþing-
is Islendinga og þingmanna annars staðar
í EFTA-löndum á EES-samningnum. Því
hefur verið slegið fram, að 63 þingmenn á
Islandi hafi þurft jafnlangan tíma til að tjá
sig um málið og um 1.500 þingmenn ann-
ars staðar í EFTA-ríkjunum. Þessi fullyrðing
byggist ekki á nákvæmri athugun. Hún
gefur hins vegar hugmynd um muninn á
vinnubrögðum við löggjafarstarf hér og
annars staðar.
Hér er ekki vakið máls á þessum stað-
reyndum um EES-umræðurnar á Alþingi til
að hneykslast á þeim. Nógir eru til þess.
Allir eru sammála um, að það sé nauðsyn-
legt fyrir íslensk fyrirtæki að tileinka sér
samskonar starfshætti og keppinautar eða
samstarfsaðilar í öðrum löndum, ef þau
ætla að halda velli. Það dugar ekki heldur
neinum einstaklingi til langframa að neita
að laga sig að breyttum atvinnuháttum eða
nýjum kröfum um vinnubrögð. Þær stofnan-
ir, sem laga sig ekki að kröfum tímans, falla
í áliti, visna og hætta að skipta máli. Þessi
hætta steðjar að Alþingi, ef þar verða ekki
teknir upp nútímalegri starfshættir.
Allir, sem hafa kynnt sér, efni EES-samn-
ingsins vita, að vald Alþingis íslendinga er
ekki skert með honum. Á hinn bóginn verða
nýjar kröfur gerðar til þingsins og tillögum-
ar, sem bornar eru undir þingmenn til sam-
þykktar eða synjunar, koma úr nýrri átt;
þær verða í ríkara mæli en áður sprottnar
af samstarfí ríkja Evrópubandalagsins og
EFTA-ríkjanna. Á slíkum tillögum verða
þingmenn að taka, meðal annars með það
í huga, að dráttur á ákvörðun þeirra kynni
að spilla stöðu íslenskra fyrirtækja og ein-
staklinga á hinu mikilvæga og stóra mark-
aðssvæði. Löggjafarstarfíð hættir að verða
eins innhverft og það hefur verið, og á ís-
lensku löggjafarvaldi, framkvæmdavaldi og
dórhsvaldi hvíla ríkari alþjóðlegri skyldur
en áður. Svipuð viðhorf og menn hafa til-
einkað sér við rekstur öflugra fyrirtækja í
alþjóðlegri samkeppni verða að ryðja sér til
rúms við stjórn íslenska ríkisins. Ekkert
fyrirtæki, sem vildi standast slíka sam-
keppni, sætti sig við starfsreglur, sem heim-
iluðu eins flókna, tímafreka og oft tilgangs-
lausa leið að markmiðinu og alþingismenn
urðu að fara við töku ákvörðunarinnar um
aðild íslands að EES.
BJÖRN BJARNASON.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. JANÚAR 1993 3