Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1993, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1993, Page 7
aglegt yfir að líta á sólbjörtum útmán- igt með tilliti til þess að rokið og skaf- að fólk þyrfti torfærubíla vegna þess að hann hefur ekki komizt hjá því að sjá mikið af óbyggðum inni í borginni. Ég hefði viljað sjá Reykjavík þróast fremur sem Evrópuborg en amerískt út- hverfi. Upphafleg merking orðsins borg mun vera virki; staður þar fólk býr þétt. Þannig eru hinar elztu borgir, til að mynda í kringum Miðjarðarhafið. Þar er gatan íverustaður, torgið er einskonar stofa þar sem fólk hittist og á daglegt samneyti. Þá hugmynd var að vísu ekki hægt að flytja óbreytta til íslands, fremur en marga aðra byggingarhætti frá suðlægari slóðum. íslendingar vilja helzt vera töluvert út af fyrir sig; garður er granna sættir, segir gamalt máltæki. Og það var eðlilegt að framan af byggðist Reykjavík upp af stök- um smáhúsum, klæddum reisifjöl og síðar bárujámi. Byggingartæknin bauð ekki uppá annað. Með tilkomu steinsteypualdar hefði þurft að fæðast ný hugsun, þar sem mið væri tekið af hnattstöðunni og veðrátt- unni. í stað þess að byggja gjár fyrir veðr- ið til að hamast í, þurfti að byggja yfir götur; byggja húsin miklu meira sem klasa. Skipuleggja og byggja til þess að skapa Kringlan: Yfirbyggð verzlunargata á tveimur hæðum. Hér var í fyrsta sinn gert frávik frá þeirri vanahugsun, sem mótað hefur skipulag Reykjavíkur í áratugi. Skipulag fyrr og nú í Reykjavík: í nánd við gamla miðbæinn er miklu þéttari byggð eins og sést á efri myndinni. Síðan er tekið að skipuleggja amerískan úthverfabæ og geysileg flæmi fara undir bersvæði og umferðarmannvirki. logn. Byggja götur á tveimur hæðum með þaki yfir eins og um síðir var gert í Kringl- unni. Hafa innangengt langar leiðir um miðbæinn eins og gert hefur verið í borg norðarlega í Kanada og sýnt var í sjónvarp- inu. IV Þetta sérstaka mannlíf á torgum, sem maður sér á Ítalíu, verður aldrei með sama hætti hér. Þrátt fyrir einstaklingshyggju viljum við þó endilega sjá og umgangast fólk og blanda geði við náungann; maður er manns gaman. Aðstæður til að setjast niður í makindum, þó ekki væri nema smástund, þurfa að vera fyrir hendi. Lítum á miðbæinn að þessu leyti. Oftast blæs þar harður vindur úr einhverri átt og veg- farendur setja undir sig hausinn, þegar þeir skjótast úr bíl og inní hús. Aðeins á fáeinum góðviðrisdögum yfir hásumarið fær Austurstræti á sig suðrænni blæ, þeg- ar varningur er seldur úti á götu og fólk staldrar við til að njóta uinhverfisins og lífsins. Þau skilyrði skapast svo sjaldan, að það verða sérstakir hátíðisdagar, líkt og hjá kúnum þegar þeim er hleypt út á vorin. Við slettum úr klaufum, setjum upp rass- inn, veifum halanum og segjum hvert við- annað: Sjáðu bara, þetta er hægt á íslandi! En því miður; þetta er nánast ekki hægt á Islandi. Nema undir þaki. En við erum rétt að byija að uppgötva það. Ein- hverra hluta vegna hefur íslendingum ævinlega gengið aðlögun erfiðlega að þeim sérstöku veðurfarsaðstæðum, sem hér ríkja. Við kunnum varla að byggja hús sem halda vatni. Og við erum ennþá að ein- angra steinhús að innanverðu. Svipað má segja um fatnaðinn. Forfeður okkar lærðu ekki að búa sér til úlpur úr bezta hráefni í heimi, sauðargærunni. í útsynningi og éljagangi sjáum við fólk tipla hér á gang- stéttunum, blátt af kulda og klætt eins og það væri á Spáni. Sjáið bara hvað er- lendir ferðamenn eru oft miklu skynsam- legar klæddir. Sem sagt; við viljum endilega lemja hausnum við steininn og viðurkennum ekki staðreyndir: Að við búum norður undir heimskautsbaut og þar að auki á einhveiju alversta veðurfarssvæði á jörð- inni. Aðeins í nánd við Suðurskautslandið er unnt að finna svæði, sem er svipað eða verra. Hvernig á að skipuleggja og byggja borg og bæi við slíkar aðstæður - og fyrir fólk sem býr við hitaveitu og nennir helzt ekki að fara í utanyfir sig, þegar farið er út úr húsi, hvað þá að setja upp höfuðfat? Tvær lausnir virðast vera á því. Annars- vegar sú lausn, sem orðið hefur ofaná hér; ameríska aðferðin, sem byggir á að geta farið í bílinn, helzt inni í bílskúmum og ekið og ekið og ekið, helzt upp að dyr- um, þar sem erindi þarf að gegna. Þessi lausn byggir á því að eyða óhemjulegum aukafjármunum í allskonar leiðslur og lagnir, fyrir heitt og kalt vatn, fyrir raf- magn, síma og frárennsli að ekki sé nú talað um gatnakerfi og að sjálfsögðu nýja skóla og hús fyrir allskonar þjónustu. Grundvöllurinn að þessari stefnu var lagður með gríðarlégum doðranti, sem bæjarstjórn Reykjavíkur gaf út árið 1962 og hét Aðalskipulag Reykjavíkur. Það var gert í samvinnu við danska skipulagshöf- unda, sem menn trúðu á þá, og hefði átt að heita á dönsku „Det glade vanvid“. Meðal annars var þarna lagður grundvöll- ur að hnignun miðbæjarins með því að boða evangelíum smærri miðbæjarkjama út um hvippinn og hvappinn. í Kringlu- mýri, þar sem Kringlan er nú, átti einn slíkur kjami að vera og lengi vel var ævin- lega talað um „nýja miðbæinn" þar. Eftir að fjöldi manns reis upp á afturlappirnar til varnar hinum eina, sanna miðbæ Reykjavíkur, hefur þessi merkimiði lagst af. Hin lausnin, sem hefði verið margfalt ódýrari, var að byggja borg, sem stæði kannski aðeins á þriðjungi eða fjórðungi þess svæðis, sem Reykjavík teygir sig yf- ir. Samt væri það gisin byggð, ef borið væri saman við ýmsar borgir í nágranna- löndunum, Amsterdam og París til dæmis. Slík borg yrði að vera hugsuð sem meira og minna samhangandi flæði mishárra húsa. Hún yrði að vera byggð sem klasi, eða kannski öllu heldur úr samtengdum klösum; við getum til hægðarauka kallað hana klasaborg. Þar gæti fólk verið óháð bílaeign ef það kysi svo. Þar gætu verið yfirbyggðar götur og torg með suðrænum gróðri og yfirbyggðar göngugötur. Það er hin móderníska lausn tæknialdar fyrir borg á norðurhjara veraldar, þar sem tæknin er notuð til að veija íbúana fyrir snjóþyngslum, hálku og illviðrum, - á sama hátt og heita vatnið sér okkur fyrir suð- rænum hita innanhúss. Þetta virðist vera útópía, framtíðarland, vegna þess að vanahugsunin ræður svo til öllum okkar athöfnum og vanahugsunin sér varla út um framrúðuna, hvað þá lengra. Hugmyndin er samt ekki fram- andi; við höfum kynnst henni í örlitlum mæli í Kringlunni. Og smávegis vísir að þesskonar framtíðarbæ mun á næstunni rísa í Garðabæ. Þar verður byggt ráðhús, reyndar eitthvað svipmeira en Ráðhús Reykjavíkur eftir því sem séð verður af teikningum. Áfast við það verða aðrar byggingar, sem hýsa munu verzlanir, þjón- ustufyrirtæki og íbúðir verða þar einnig. Innan þessa kjarna eða klasa verður yfir- byggt torg og þarna mun gefa að líta í hnotskurn þá hugmynd um einingu eða klasa, sem margir saman mynduðu bæ eða borg. Það væri sú borg norður undir heim- skautsbaug, sem mér finnst að skynsam- legt vit mæli með. GÍSLI SIGURÐSSON. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 30. JANÚAR 1993 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.