Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1993, Blaðsíða 9
um? spurði hann vondaufur: — Ég hef siglt
um höfín sjö í sautján ár og aldrei misst
mann nema einn kokksræfíl frá Pilippseyj-
um. Samt hef ég aldrei heyrt annað eins
röfl...!
— Þú hringdir í hana Melódíu þína í
Arabíu og hvað svo ...? spurði írinn og
lagði frá sér ginglasið.
Norðmaðurinn riðaði nú við barborðið
og barðist við grátinn frekar en kvöldmat-
inn. — Ég var búinn að tala við hana í
heilar fimm mínútur á næturtaxta um feg-
urð norsku fjarðanna á vorin og ilminn
af grösugri sveit í Þrændalögum, sagði
hann snöktandi. Þá spurði hún allt í einu
og upp úr þurru: — Ert þetta þú Achmed?
Eyjarskeggjana setti hljóða við þessi
grimmu örlög Norðmannsins og Vítas veit-
ingaþjónn signdi sig aftur framan við íkon-
inn. Meira að segja Búss forseti var hníp-
inn á skjánum og Klintonn virtist ekki
standa á sama. Péró lék hins vegar við
hvern sinn fingur og þá birtist vestræni
hermálafulltrúinn í salnum. Hann snarað-
ist úr frakkanum og tók sér stöðu við hlið-
ina á örmagna Norðmanninum sem grét
beisklega.
— Er Péró orðinn forseti? spurði her-
málafulltrúinn og neri saman höndum af
eftirvæntingu: — Hann einn er með not-
hæfan varaforseta, bætti hann við og
heimtaði vodka: — Það vantar allan aga
í þennan galskap!
— Tekur Vestrið í taumana ef Rússar
marsera aftur yfir Eystrasaltið? spurði
íslendingurinn vongóður um að halda
umræðunni á meginlandinu áður en síð-
ustu atkvæðin yrðu talin vestur í Ameríku
og þjóðgarðurinn ísafold hyrfi í djúpið.
— Ertu galinn, maður? sagði hermálafull-
trúinn og leit af meðaumkvun á þennan
einfalda Islending sem þekkti hvorki sverð
né blóð og dreypti á koníaki frá Grúsíu
eins og um eðalvín væri að ræða: — Það
er auðheyrt að þið Skandinavar hafíð eng-
in stríð unnið nema þorskastríð í ellefu
hundruð ár! bætti hann við og ýtti kjökr-
andi Norðmanninum út á enda barborðs-
ins.
— Grunaði ekki Gvend! sagði íslending-
urinn og bað Vítas á bamum um meiri
Grúsíueld: — Þið kærið ykkur kollótta um
ekkjur og munaðarlaus böm í öðrum lönd-
um og emð fljótir að leiða ykkar eigin
böm til slátrunar fyrir olíutuma!
Hermálafulltrúinn lyfti glasinu upp að
hægra brjósti og sneri sér að Islendingnum
með nokkurri óþolinmæði eins og landinn
væri að teQa hann frá að ræða pólitík við
fullorðna:
— Engum leiðtoga í Vestrinu dettur í
hug að storka Rússum vegna Eystrasalts-
ins, sagði hann og bað þjóninn um eitt-
hvað að éta: — Ekki einu sinni Búss þama
á skjánum mundi nenna því á síðustu
metrunum í slaginn við Péró. Rússar mega
mín vegna þramma yfír sjó og land þang-
að til þeir koma að olíulindum. Þá tökum
við að sjálfsögðu í taumana og bjóðum
svokallaða efnahagsaðstoð, sagði hermála-
fulltrúinn og bætti við: — Hafðu það ka-
víar rósa, Vítas!
— Klintonn er kominn með annan fótinn
yfír Pótómakkfljótið, sagði írinn og drakk
í sig nýjar tölur á skjánum: — En Búss
stendur fastur í miðri ánni og aðeins nef-
broddurinn nær upp á yfírborðið, hélt hann
áfram: — Péró er enn á bólakafí!
Hermálafulltrúa Vestursins var ekki
skemmt við þessar fréttir: — Hitt er svo
annað mál! sagði hann og var þungt fyrir
hjartarótum: — Fyrr en síðar verða bæði
Vesturlönd og austurblokkin að standa
saman gegn múslímum!
— Gegn múslímum, áfram gakk, fram
og allir í röð! Norskur frændi Islendingsins
í foðurætt raknaði úr rotinu við þessar
upplýsingar og hlykkjaðist fram á gólfíð
með steyttan hnefann: — Látið mig um
múslímana, hélt hann áfram, látið mig um
helvítið hann Achmed!
Hermálafulltrúanum var illa brugðið við
þennan nýja liðsauka við frelsið á Vestur-
löndum. Hann hörfaði eitt skref aftur á
bak undan Norðmanninum sem var kominn
á skeið eftir bargólfínu með báðar hendur
á lofti: — Ég kom hingað til að drekka
vodkað mitt og borða rauð styijuhrogn á
meðan ég skála fyrir Péró forseta, sagði
hermálafulltrúinn, og ég frábið mér ein-
dregið að taka þátt í norrænni helgiathöfn!
— Það er aðeins ein leið fær! sagði ís-
lendingurinn.
— Fyrir múslímana? spurði hermálafull-
trúinn ákafur.
— Fyrir rauða kavíarinn! sagði íslend-
ingurinn: — Það er aðeins hægt að borða
rauðan kavíar sitjandi nakinn í baðkari
og skófla honum upp í sig á meðan taum-
amir leka niður bæði munnvikin og langt
ofan í maga.
Hermálafulltrúinn leit þungur á brún á
íslendinginn og mátti ekki á milli sjá hvor
Skandinavinn hafði brugðist málstaðnum
verr í þessu alvarlega hættuástandi. Hann
sagði: — Fyrst hvelfíst yfír mig drukkinn
Norðmaður af sjó og síðan bilaður þjóð-
garðsvörður frá eyju sem tók á móti kristni
undir hrosshúð. Hefur ekki háð stríð í ell-
efu aldir og ekki einu sinni slegist almenni-
lega um trúarbrögð heima hjá sér.
— Loks er stundin runnin upp! greip
írski ráðgjafínn fram í fyrir Hermálafull-
trúanum.
— Fyrir múslímana? spurði hermálafull-
trúinn vongóður og sneri sér að þessum
nýja bandamanni frá eyju þar sem ennþá
var barist út af kristindómi.
— Fyrir Klintonn! svaraði írinn og frá
skjánum barst lúðrasöngur og lófatak.
Við þau fagnaðarlæti setti hermálafull-
trúa Vestursins hljóðan og honum virtist
öllum lokið um stund. Hann hélt þéttings-
fast um glasið og tuggði kavíarinn. Loks
sneri hann sér að keltnesku eyjarskeggjun-
um og sagði:
— Þið getið ýmist hrópað húrra í nótt
eða drekkt sorgum ykkar en á morgun
tekur veruleikinn við. Eða haldið þið að
Rússar hafí gleymt Kína í kalda stríðinu?
Ónei! Þeir stilltu upp fleiri þúsund flug-
skeytum eftir öllum landamærunum. Ekki
bara í Síberíu heídur líka um þver og endi-
löng múslímaríkin í suðri.
Nú var komið að frændunum tveim í
móðurætt að leggja við hlustir. Norð-
maðurinn var hins vegar farinn burt að
leita að Achmed. Vítas var byijaður að
tína saman tómu glösin og hermálafulltrú-
inn hélt áfram:
— Sovétríkin eru að riðlast í tíu kjam-
orkuríki og hvert þeirra er öflugra en
Bretar og Frakkar samanlagðir. Helming-
ur þjóðanna er íslamtrúar og þar lesa
menn Kóraninn upphátt á hveijum morgni
og dreymir um þúsund og eina nótt allan
daginn. í þeim veruleika hefur enginn
maður heyrt talað um Albert Einstein og
hvað þá Élvis Presley!
Eyjarskeggjamir sátu áfram hljóðir
undir þessum þunga lestri hermálafulltrú-
ans frá vesturhveli jarðar og hann hélt
áfram:
— Atómbombur ganga brátt kaupum
og sölum eins og holar babúskur á rússn-
esku markaðstorgi. Allar fmmstæðar þjóð-
ir geta keypt sér sprengjur í áskrift eftir
því hve hratt múslímum tekst að grafa
flugskeytin úr jörðu! Hermálafulltrúinn
þagnaði um stund en sagði svo þungur á
brún: — Að maður tali nú ekki um hinn
kostinn!
— Hinn kostinn? hváðu Keltamir báðir
í kór.
— Afarkostinn! svaraði hermálafulltrú-
inn af þunga og fann að nú hafði hann
tögl og hagldir í samkvæminu. Hann tók
sér góða málhvfld og dró seiminn þegar
hann loks hélt áfram:
— Fyrr en seinna dettur múslímunum
í hug að beina skeytunum vestur á bóg-
inn...!
Lengra komst hermálafulltrúinn ekki
að þessu sinni því skært brothljóðið ómaði
um salinn og ákall á æðri máttarvöld.
Vítas veitingaþjónn rogaðist með hlaðinn
bakka að barborðinu þegar hann heyrði
hermálafulltrúann búa eyjarskeggjana tvo
undir afarkostinn að austan. Þá mundi
barþjónninn eftir gömlum fræðsluþætti um
spádóma Nostradamusar sem birtis ótext-
aður í rússneska sjónvarpinu á sínum tíma:
— Jesús María! hrópaði hann og sleppti
bakkanum umsvifalaust á gólfíð: — Ó, þú
lifandi Nostradamus spámaður allra tíma:
Hann er fundinn, bedúíninn að austan sem
fer brátt vestur með eldi og slöngvar log-
um yfír lifandi og dauða! Annó dómíni
1996 eða 1997, að mig minnir, eða jafn-
vel 1998?
Síðan kraup Vítas veitingaþjónn á fjóra
fætur innan um brotið gler á gólfínu og
furðu lostna viðskiptamenn á bamum. Dró
krossmark í glerbrotin með vísifíngri og
stundi:
— Allt er þegar þrennt er! Nýjasti And-
kristurinn er borinn á sömu breiddargráðu
og sjálf heilög Guðsmóðir. Ert þetta þú
Achmed?
Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. JANÚAR 1993 9
Jeff Koons:
„String of
Puppies“ frá
1988. Verkið
erífullri lík-
amsstærð.
Frummyndin:
Boðskort Art
Rogers.
Koons féll á prófinu
ndirréttur og áfrýj-
unarréttur í Banda-
ríkjunum dæma
listamanninum Jeff
Koon fyrir stuld á
höfundarrétti, þar
sem eftirlíking hans
hafi skort nýtt inni-
hald er talist geti til gagnrýni eða list-
ræns gildis.
Bandaríski listamaðurinn Jeff Koon,
sem notið hefur heimsfrægðar fyrir litaða
raunsæisskúlptúra af ástarleikjum sínum
við eiginkonuna, klámdrottninguna og
þingkonuna Ilone Staller, hefur í undir-
rétti verið dæmdur fyrir stuld á höfundar-
rétti og til að greiða ljósmyndaranum Art
Rogers miskabætur og láta honum til
eignar eina af fjórum eintökum högg-
myndarinnar „String of Puppies" frá
1988. Höggmyndin er eftirlíking á ljós-
mynd Rogers af manni og konu með 8
hvolpa, sem prentað var sem boðskort. í
málssókn sinni krafðist Rogers miskabóta,
þar sem um þjófnað á höfundarrétti væri
að ræða.
Koons og umboðsaðili hans, Sonna-
bend-galleríið í New York, kröfðust sýknu
á þeim forsendum að notkun ljósmyndar-
innar hefði verið lögmæt þar sem um
skopstælingu hefði verið að ræða og að
höggmyndin fæli í sér ákveðna þjóðfélags-
gagnrýni, en hvort tveggja nýtur vemdar
höfundarréttar samkvæmt bandarískum
lögum. Réttarhöldin voru áhugaverð, þar
sem úrslitin ultu á því hvort listamannin-
um og lögfræðingi hans tækist að sanna
fyrir réttinum að eftirlíkingin hefði til að
bera eitthvað nýtt innihald sem ógilti höf-
undarrétt Ijósmyndarans. Jafnframt hafði
dómsúrskurðurinn fordæmisgildi, þar sem
mjög algengt er að listamenn notist við
þekktar fyrirmyndir úr myndflæði fjöl-
miðla og setji þær í nýtt samhengi til
þess að koma á framfæri gagnrýni á sam-
félagið og fjölmiðlaheiminn.
í stuttu máli þá tókst lögfræðingi Ko-
ons og Sonnabend ekki að sannfæra dóm-
arana um þá þjóðfélagsrýni, sem verkið
„String of Puppies" átti að sýna.
Það sem Koons gerir í umræddu tilviki
er að taka venjulega svarthvíta ljósmynd
og færa myndefnið yfír í þrívítt form í
náttúrulegri stærð og lita það. Sjálft hand-
verkið er reyndar ekki unnið af listamann-
inum sjálfum nema að litlu leyti^ því Ko-
ons lét handverksmenn sína á Italíu út-
færa verkið. Við þessa ummyndun sjáum
við „fyrirmyndina" í nýju ljósi, bæði hvað
varðar efni og stærð og einnig hvað varð-
ar merkingarlegt samhengi eftir að verkið
hefur verið sýnt í listasal undir höfundar-
nafni Koons.
Spumingin er þá, hvort hinn nýi búning-
ur verksins bæti einhveiju því við fmm-
myndina, sem réttlæti höfundarrétt Ko-
ons.
Aðferð eins og þessi er þekkt bragð til
þess að leiða í ljós að skilningur okkar á
fyrirbæmm í umhverfinu er skilyrtur af
hinu félagslega samhengi. Nægir þar að
nefna þekkt dæmi af listamönnum eins
og Andy Warhol, Robert Rauschenberg
o.fl. Fyrri deilur þessara manna við meinta
rétthafa höfundarréttar höfðu ávallt verið
settar niður með samningum, og mál
Koons var því prófmál fyrir bandarískum
dómstól.
Lögfræðingur Koons, John Koegel,
sagði fyrir réttinum að aðferð Kóons væri
í samræmi við „hefð listamanna sem taka
fjöldaframleidda eða algenga hluti upp í
verk sín í því skyni að gagnrýna þessa
hluti sem tákn um úrkynjun nútíma sið-
menningar".
Niðurstaða dómaranna var hins vegar
sú að aðferð Koons við að notfæra sér
ljósmyndina hefði fyrst og fremst haft
efnahagslegan tilgang (höggmyndimar)
voru verðlagðar á 125.000 dollara), og
að ekki væri séð að merkingarlegur eðlis-
munur væri á frummyndinni og eftirlík-
ingunni. Dómarinn viðurkenndi að vísu
að höggmynd Koons keppti ekki á sama
markaði og ljósmyndin, en hins vegar
hefði gerð hennar takmarkað „listræna
notkunarmöguleika" ljósmyndarinnar.
Líkti dómarinn málinu við teiknaða kvik-
mynd upp úr sögu er nyti höfundarréttar.
Slík kvikmynd gæti takmarkað markaðs-
svið bókarinnar. Áfrýjunarréttur tók fylli-
lega undir sjónarmið undirréttar og ítrek-
aði að gagnrýnið innihald í tilvikum eins
og þessum yrði að vera ótvírætt, en þvi
væri ekki til að dreifa. Dómarar vísuðu
frá kröfum Koons um að einungis sérfræð-
ingar á sviði myndlistar væm dómbærir
í málinu og ítrekuðu að það væri á færi
„sæmilega skynsamra leikmanna" og sjá,
að enginn „efnislegur munur“ væri í raun
á ljósmyndinni og höggmyndinni. Því sam-
kvæmt höfundarréttarlögum væri boð-
skapurinn ekki fólginn í miðlinum sjálfum,
þannig að breyttur miðill (í þessu tilfelli
högmyndin) útilokaði ekki réttarbrot.
Niðurstöður réttarins vom þær að Ko-
ons og umboðsmanni hans var bannað að
sýna eða nota umrætt verk og honum var
gert að skila einu styttunni sem óseld var
(af fjórum) til ljósmyndarans. Haft var
eftir Koons, að hann myndi áfrýja þessum
dómsúrskurði alla leið til hæstaréttar
Bandaríkjanna.
Koons á reyndar fleiri málshöfðanir af
þessu tagi yfir höfði sér, meðal annars frá
MGM-kvikmyndaverinu fyrir að hafa not-
að teiknimyndafígúruna „Bleika pardus-
inn“ í einu verka sinna.
Það verður að segjast eins og er að
verkið „String of Puppies" er illa fallið
til þess að veija málstað listarinnar í deil-
um sem þessum. Það er einfaldlega erfítt
að halda því fram að verkið feli í sér
gagnrýni eða nýja merkingu. Engu að
síður getur dómsniðurstaðan orðið til þess
að þrengja rétt listamanna til þess að
notfæra sér myndheim fjölmiðlanna sem
efnivið í listsköpun sinni. Þá væri um leið
illa þrengt að tjáningafrelsinu.
ÓLAFUR GÍSLASON.