Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1993, Side 2
Nýtrúarhreyfingar
og nýöld á íslandi
aunvísindin og hið tæknivædda velferðarkerfi
hafa sínar góðu hliðar og geta fullnægt marg-
víslegum þörfum mannsins en ekki öllum. Eg
nefni þetta hér í upphafi vegna þess að þetta
er að koma betur og betur í ljos og er einmitt
þessara hreyfinga. Ný trúarafþrigði aust-
rænna ætta fóru að hasla sér völl hér á
Við getum talað um tvo
meginstrauma í þessu
sambandi. Annars vegar
hina svokölluðu
náðargjafavakningu sem
skaut upp kollinum á
áttunda áratugnum
innan hinna ýmsu
trúfélaga og samtaka og
hins vegar nýjar og
ferskar áherslur innan
þess sem ég leyfi mér að
kalla dultrúarhreyfíngu.
Eftir
PÉTUR PÉTURSSON
þungamiðjan í nýtrúarhreyfingum og nýöld
á íslandi.
Þegar trúarbragðafræðingar tala um ný-
trúarhreyfíngar í dag er átt við trúarlegar
hreyfingar og strauma sem komið hafa fram
á Vesturlöndum eftir seinni heimsstyijöld.
Allar eiga þessar hreyfingar sér rætur í
eldri hreyfingum og hugmyndafræði, en það
sem nýtt er, er að þær hafa lagað sig að
nýjum aðstæðum og oft má líta á þessar
hreyfingar sem tjáningarform nútíma að-
stæðna. Þessar hreyfingar höfða á sérstakan
hátt til einstaklingsins og sjálfsvitundar
hans, en um leið hafa þær einnig áhrif á
félagslegt umhverfi hans, lífsviðhorf og
heimsmynd.
Forsendur þeirra eru nokkuð annars eðlis
en fýrri nýtrúarhreyfinga í sögu Vcstrænnar
menningar einmitt vegna þess hve trúin
hefur orðið mikið einkamál og vegna þess
að opinberir aðilar reyna sem minnst að
halda uppi lögum og reglum á forsendum
trúarstofnana. Nýtrúarhreyfingar hafa því
meira svigrúm nú en_ áður, og þær hafa
mjög mikið svigrúm á íslandi. Það má e.t.v.
telja merkilegt að þessi þjóð sem alls ekki
fór fram á trúfrelsi skuli nú fara jafn frjáls-
lega með trúmál og raun ber vitni.
Trúarlegt Uppeldi
Samanburðarkannanir sýna að fáar þjóð-
ir hins vestræna heims telja sig eins trúaða
og íslendingar. Yfir 80% segjast trúa á guð
og einn af hveijum þremur biður daglega
til guðs. Þó svo að kirkjulegar hefðir, sér-
staklega guðsþjónustan, skipti minna máli
en áður, hefur það ekki leitt til þess að al-
menningur hafi tekið afstöðu gegn kirkju
og kristindómi. 70% Islendinga segjast bera
mikið traust til kirkju sinnar. I grófum drátt-
um má segja að um 35% íslendinga segi
sig játa kristna trú, önnur 35% hafi mótast
verulega af kristinni trú einkum hvað varð-
ar siðferðishugmyndir og að um 20% séu
óvissir eða skeytingarlitlir um trúmál þó
ekki séu þeir beinir andstæðingar kristinnar
trúar eða kirkju.
Flestir íslendingar hafa hlotið trúarlegt
uppeldi í bernsku. Fólk tengir almennt
kristna trú við umhyggju og kærleika sem
börn verði að fá að finna til þess að þau
geti öðlast tilfinningalegt öryggi. Þó svo að
húslestrar hafi lagst niður um 1930 þá hélst
almenn guðrækni á heimilum fram um miðja
þessa öld sem birtist í reglulegu bænahaldi
við rúm barnanna áður en þau fóru að sofa.
Kannanir Guðfræðistofnunar Háskóla ís-
lands benda til þess að um 90% barna hafi
fram á miðja þessa öld lært bænir og beðið
reglulega með foreldrum sínum á kvöldin
(sjá Trúarlíf íslendinga, ritröð Guðfræði-
stofnunar 1990). Hins vegar bendir ný könn-
un meðal fermingarbarna sem gerð var á
vegum sömu stofnunar til þess að þessum
sið fari mjög aftur. Könnun meðal ferming-
arbarna vorið 1993 sýnir að 37% fermingar-
barnanna höfðu aldrei beðið bænir með for-
eldrum sínum (handrit til birtingar haustið
1993).
samfélags.
NÝR Trúarlegur Lífsstíll
Viss andstæða eða spenna ríkir óhjá-
kvæmilega milli nýtrúarhreyfinga og eldri
félaga og stofnana samfélagsins svo sem
þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga sem
fest hafa sig í sessi frá seinustu aldamótum,
en einnig við hið opinbera heilbrigðiskerfi
og læknavísindin. Ungt fólk var opið fyrir
nýjum sannleika, eða gömlum sannleika í
nýrri framsetningu og í nýjum umbúðum,
og þá skipti ekki máli hvort hann kom úr
Bibíunni, Eddukvæðum eða nýjum afbrigð-
um austrænnar heimspeki.
Aukin ferðalög ungmenna, auðveldari tjá-
skipti og bylting í fjölmiðlun brutu niður
hefðbundin mörk og mið og unga kynslóðin
heillaðist af hugmyndum um sammannlega
samstöðu og sannleika í margbreytileikan-
um.
Við getum talað um tvo meginstrauma í
þessu sambandi. Annars vegar hina svoköll-
uðu náðargjafarvakningu sem skaut upp
kollinum á áttunda áratugnum innan hinna
ýmsu trúfélaga og samtaka og hins vegar
nýjar og ferskar áherslur innan þess sem
ég leyfi mér að kalla dultrúarhreyfingu.
Oft er náðargjafarvakningin hér á landi
rakin til áhrifa frá Svíþjóð í upphafi áttunda
áratugarins en hún átti sér þó fyrirrennara
bæði innan kristilegra félaga innan þjóð-
kirkjunnar og innan Hvítasunnuhreyfingar-
innar. Þessi vakning lagð áherslu á skírn í
heilögum anda, tungutal samkvæmt
Postulasögunni, bænalækningar og fijálsan
vitnisburð og hún takmarkaðist ekki eins
og fyrri vakningar við lægri stéttir þjóðfé-
lagsins. Til þessarar vakningar má rekja
nýjar hreyfingar og söfnuði eins og UFMH,
Krossinn, Veginn og Orð lífsins. Sameigin-
legt einkenni á þessum hreyfingum hefur
verið áherslan á persónulegt trúarafturhvarf
einstaklingsins og vakningakristindómur
sem stundum birtist í beinni andstöðu við
skilning þjóðkirkjunnar á hinu kirkjulega
embætti og sakramentunum. Innan þeirra
greina sem haslað hafa sér völl utan þjóð-
kirkjunnar er fremur um að ræða kalvínsk-
ar en lútherskar áherslur á embættið, sakra-
mentið og Biblíuna.
Dultrúarhreyfingin á íslandi á sér rætur
í kenningum Swedenborgs sem hér voru
boðaðar fyrir aldamót og í spíritismanum
og guðspekinni sem brátt náðu fótfestu
meðal Islendinga og höfðu áhrif á trúarleg
viðhorf fólks af öllum stéttum. Félög á
grundvelli þessara kenninga störfuðu og
starfa enn í ákveðnum farvegi og í forsvari
fyrir þeim mátti fram og eftir miðja þessa
öld finna framámenn á ýmsum sviðum þjóð-
lífsins. í tímans rás hafa þessi félög fundið
sér viðurkenndan farveg innan íslenskrar
borgarastéttar án þess að ógna grundvallar-
stofnunum þjóðfélagsins og hefðbundnu sið-
gæði. Innan þessara hreyfinga voru þeir sem
heldu fast við hina kristnu hefð og meðal
þeirra voru prestar í þjóðkirkjunni sem voru
á varðbergi gegn því að þessar hreyfingar
þróuðust upp í sérstök trúfélög.
Trúin á Endurholdgun
A sjöunda og áttunda áratugnum fer að
verða vart við róttækari hugmyndir innan
landi. Sumar greinar þessara nýju strauma
hafa tekið á sig skipulagt félagsform og er
skemmst að minnast stofnunar Nýaldarsam-
takanna fyrir tæpum þremur árum. Einnig
starfa margskonar félög, stofnanir og fyrir-
tæki, þótt með minna sniði sé, sem bjóða
fræðslu og þjálfun í dulspeki, jóga, heilun
og samband við verur úr öðrum heimum.
Kennir þar margra grasa og vart hægt að
setja allt undir sama hattinn. Þó má oftast
finna þar endurholdgúnarkenningu sem á
sér rætur í austrænum trúarbrögðum þó svo
að hún birtist í ýmsum tilbrigðum og hafi
óhjákvæmilega breyst á leið sinni úr hindú-
isma til íslenskrar alþýðutrúar. Guðshug-
myndir íslendinga eru margvíslegar og þar
má finna hugmyndir sem benda til algyðis-
trúar.
Það er ekki óalgengt að sóknin í nýtrúar-
hreyfingar sé skilgreind sem flótti frá því
frelsi og sjálfdæmi sem nútíminn ekki bara
býður upp á heldur gengur út frá að allir
geti tileinkað sér. Við sjáum fólk sem kast-
ar eigin dómgreind fyrir róða og trúir tak-
markalaust á opinberanir og útieggingar
leiðtoga sem byggja á eigin köllun og viss-
unni um eigið ágæti. Aðrir leita eftir öðru
lífi eða jafnvel fyrra lífi til þess að þurfa
ekki að takast á við vandmál eigin tilveru
hér og nú. Ef til vill á aukið fylgi ungs
fólks við endurholdgunarhugmyndir að ein-
hveiju leyti rót sína að rekja til vonleysis.
Könnun sem gerð var 1990 sýnir að íslend-
ingar trúa í meira mæli en nágrannaþjóðirn-
ar á endurholdgun. Um 1 af hveijum þrem-
ur segist trúa á endurholdgun. 40% í yngsta
aldurshópnum, þ.e. frá 18-30 ára, segjast
trúa á hana. Þessi trú er ekki afrakstur
markvissrar fræðslu í austrænum trúar-
brögðum heldur er sennilega um að ræða
einhverskonar úrræðaleysi fólks sem misst
hefur trú á framtíðina, og einnig misst eða
aldrei haft trú á það guðsríki sem Kristur
opinberaði með lífi sínu, dauða og upprisu.
Hér getur einnig verið um að ræða tilraun
einstaklinga sem standa framandi gagnvart
tilkalli kirkju og safnaða til kennivalds til
að fá skynsamlegt vit í væntingar um eilíft
líf sem fylgt hefur manninum frá örófi alda.
Boðun um endurfæðingu, upprisu og nýtt
líf í Kristi eru þeim framandi og ef til vill
má segja að kirkjan og prestarnir komi
þessu erindi ekki frá sér á skiljanlegan hátt
fyrir venjulegt fólk. Trúin á möguleika end-
urholdgunarinnar verður því fólki sem vænt-
ir eilífs lífs og skilur ekki kenninguna um
það að einn hafi dáið fyrir alla eins konar
útleið þar sem ábyrgð manns og eilíft líf
geta farið saman. Endurholdgunartrúin
verður því einskonar upprisa fátæka manns-
ins — hins fátæka í anda.
AFSTAÐAN TIL KlRKJU OG
Kristindóms
Meðal þess sem boðið er upp á fijálsum
markaði nýtrúarhreyfinga í dag eru nám-
skeið og einkaviðtöl þar sem viðskiptavinur-
inn er aðstoðaður vð að finna fyrri líf. Þetta
mun vera kallað að „fara í fýrri líf“. Miðill
sem hefur starfað í 15 ár sagði mér nýlega
að þetta hefði aukist mikið meðal unglinga
og honum þótti þetta miður vænleg þróun.
Trúfrelsið og sjálfdæmi einstaklingsins
hefur gert hinar hefðbundnu aðferðir krist-
inna safnaða að mörgu leyti óvirkar. Vissu-
lega er margt gott í því sem fram hefur
komið innan nýtrúarhreyfinga og nýaldar
og þar er að finna umhyggju fyrir einstakl-
ingnum og háleit siðfræðikerfi sem geta
styrkt manninn og gert hann færari um að
verða sjálfum sér og öðrum til gagns.
En margir þeir sem leita á eigin vegum
geta óafvitandi hafnað utan þess ramma
sem hin sígilda kenning kristninnar setur
lífinu og tilverunni. Ég held að það sé sér-
stök hætta á þessu einmitt hér á íslandi
þar sem fólk er almennt jákvætt í garð kirkju
og kristindóms.
Trúin er ekkert föndur, hefur vitur maður
sagt, og hana er ekki hægt að afgreiða
með því að ætla henni tómstundir ein-
göngu. Fjölbreytileikinn gerir matið vanda-
samara og kallar á markvissari fræðslu og
betri aðgang að upplýsingum. Trú sem ein-
göngu er barnatrú og einskorðuð við tilfínn-
ingalífið, en nær ekki að móta hina vitrænu
þætti hugarstarfs fullorðinna, getur verið
varasöm í nútíma þjóðfélagi.
Það er því brýnt að skólar sinni þessum
málaflokki betur en verið hefur og ekki síst
Háskólinn sem hefur margþætt langtíma-
áhrif út í þjóðfélagið. Á þessu sviði — eins
og öðrum — verða leiðbeiningar að byggj-
ast á þekkingu.
Höfundur er dósent við Háskóla Islands.