Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1993, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1993, Qupperneq 3
LESBOK @ @ ® [a] u H @ B [Al @ 11IH [1S1 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, StyrmirGunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Kringlunni 1,. Sími691100. Veðurhorfur á næstu öld, heitir grein, sem birtist í tveimur hlutum eftirTrausta Jónsson, veðurfræðing, og Tómas Jóhannesson, jöklafræðing. Þeir fjalla um hugsanlega hlýnun af völdum gróðurhúsaáhrifa og djúpsjávarmyndun, sem er forsenda þess að fá Golfstrauminn. Þeir leggja áherzlu á óvissuna um gróðurhúsaáhrifin, svo og „náttúrulegar“ breytingar sem kunna að valda óvissu með niður- stöðurnar. Bleikjan er einn af þeim fiskum sem vonir eru bundnar við í sambandi við fiskeldi. I greinaröð um rannsókn- ir á íslandi, benda þær Þuríður Pétursdóttir og Emma Eyþórsdóttir á þann usla, sem kynþroski bleikjunnar gerir. Forsíðan Dettifoss þykir kannski ekki beint fagur, en þeim mun áhrifameiri. Fossinn var vinsælt yrkisefni um og fyrir síðustu aldamót, þegar þrjú þjóðskáld ortu um hann löng kvæði svo sem þá tíðkaðist: Matthías Jochumsson, Kristján Fjallaskáld og Einar Bene- diktsson. Þetta urðu fleyg kvæði og mikið vitnað til þeirra í ræðum og ritum fyrr á öldinni, en minna í seinni tíð. Galdrar í Eglu eða: Axarskaft Blóðaxar, er heiti á grein eftir Þorgeir Sigurðsson, þar sem bent er á sögu af öxi, sem erfitt er að skýra hversvegna er í sög- unni. Eiríkur konungur gaf hana Skallagrími og. hann hjó með henni tvo yxn samtímis, en skaut henni síðan uppá hurðása og sýndist ekki hafa mætur á henni. BERTOLD BRECHT Púntila bóndi og Matti vinnumaður Formáli Þorgeir Þorgeirson þýddi Heiðruðu leikhúsgestir! Við lifum nú erfiða tíma þótt ljómi af nýjum degi sé víða tekinn að skíma. Án hláturs er maður á háskastund fákænn og veikur og hér er nú þessvegna viðhafður skemmtanaleikur en vegið og mælt er hér grínið út, góðir hálsar grófar en smáskammtasalanir tíðka og frjálsar í kílóum líkt og fisksalar fara að, oft er flatningasveðjunni einnegin brugðið á loft. Kyndugt hér í kvöld til okkar snýr hið kostulega ævaforna dýr estatium possessor, á íslensku gósseigandi yfirtak gráðug skepna og nytjalaus fjandi en þarsem hún staðbundið þverskallast enn við að deyja þykir hún argasta plága að fróðir menn segja. Við sjáum þessa skepnu hér í frökku og frjálsu standi ferðast í því undurfagra vötnum prýdda landi en skorti þessa landkosti í leiksins steindu tjöld er líka ráð að hlýða á textann hér í kvöld þar mjólkurbrúsar klingja í finnskum furusölum firðblá sumarnótt eflir vatnanið í dölum roða slær á þorpin meðan haninn himinkeikur hreykir sér en uppaf hverju þaki stígur reykur. Kærast væri okkur ef það kæmist allt til skila í kvöld meðan við sýnum ykkur bóndann á Púntila. Bertold Brecht, f. 1898, d. 1956, var þýzkt skáld og leikstjóri. Starfaði sem leiklistarráðunautur hjá Max Reinhardt í Berlin 1924-26, í útlegð á Norðurlöndum, Sviss og Bandaríkjunum 1933-49, unz hann settist að í' Austur-Þýzkalandi og var leikhússtjóri Berliner Ensemble til æviloka. LEIÐRÉTTING „Ljúflingsdilla" sem birt var hér í síðustu Lesbók og eignuð Jóni biskupi Arasyni, er ekki eftir hann, heldur er þetta kvæði eftir óþekktan höfund. Ástaeða þess að Jón var talinn höfundur er sú, að í safnriti fyrir íslenzk Ijóð fyrri alda er þetta og fleiri kvæði birt í beinu framhaldi af kvæðum Jóns biskups án fyrirsagnar eða skýringa. Var þetta indælt kalt stríð? Kalda stríðinu er lokið, á því fæst hver staðfest- ingin á fætur annarri. Sú nýjasta er að leið- beiningarnar um hvernig leita skuli skjóls í kjöllurum eða gluggalausum her- bergjum í steinhúsum, sé hætta á mikilli geislun, eru horfnar úr símaskránni. Al- mannavarnir ríkisins eru augljóslega búnar að afskrifa hættuna á kjarnorkustyijöld. Þótt óttinn við kjarnorkustríð hafi aldr- ei verið jafnnálægur hér á íslandi og til dæmis á meginlandi Evrópu eða í Banda- ríkjunum (íslendingar eru vanir að hugsa ósjálfrátt sem svo að alþjóðleg fyrirbæri nái seint og illa til þeirra) ætti okkur öllum að vera létt þegar kalda stríðið er á enda runnið og sprengjan hangir ekki lengur yfir höfðum okkar. Eða hvað? Er ekki frið- vænlegra í heiminum eftir að togstreita risaveldanna er úr sögunni? Margt bendir því miður til hins gagn- stæða. í rauninni var kalda stríðið og ógn- aijafnvægið, sem einkenndi það og byggt var á eyðingarmætti kjarnorkuvopnanna, mjög fyrirsjáanlegt og kerfisbundið ástand. Það má færa rök fyrir því að ein- mitt vegna þess hvað kjarnorkustyijöld yrði ægileg, brytist hún út á annað borð, hafi aldrei verið nein sérstök hætta á að hún yrði að veruleika. Bæði Bandaríkja- menn og Sovétmenn héldu vel utan um eldflaugarnar sínar og sagan sýnir að yfir- leitt mátu báðir ástandið á mjög svipaðan hátt, ef spenna jókst í alþjóðamálum, og tókst að vinda ofan af „hættutímaástand- inu“ svokallaða, til dæmis í Kúbudeilunni. En sá möguleiki að kjarnorkustríð gæti brotizt út, var í raun líka hemill á átök annars staðar í heiminum. Veröldinni var skipt upp í áhrifasvæði risaveldanna, en þau pössuðu yfirleitt vel upp á að dragast ekki bæði inn í bein hernaðarátök banda- manna sinna. Vanalega héldu þau aftur af skjólstæðingum sínum, til þess að ekki skapaðist hætta á að svæðisbundin átök einhverra fremur lítilvægra ríkja, sem hvorugur var tilbúinn að fórna sér fyrir, stigmögnuðust upp í kjarnorkustríð. Dæmi um þetta má til dæmis þekkja úr deilum í Miðausturlöndum, þar sem Sovétmenn bremsuðu Sýrlendinga af og Bandaríkja- menn héldu gyðingum á mottunni. Það lá nokkuð ljóst fyrir hveijir voru vinir og hveijir óvinir og alþjóðakerfið var einfalt og gamalkunnugt í tvískiptingu sinni. Svo hrundi heimskommúnisminn, al- menningur í gömlu kommúnistaríkjunum losnaði undan áratuga skoðanakúgun og efnahagslegri áþján og um leið var önnur vogarskál ógnaijafnvægisins dottin af. I fyrstu leizt mönnum vel á þetta og töluðu um nýja heimsskipan, þar sem auðvelt yrði að hafa stjórn á öllu og friðsælt yrði um að litast. En málið varð ekki svo ein- falt. Endalok kalda stríðsins og Sovétríkj- anna sem risaveldis flæktu þvert á móti heimsmyndina. Nú má segja að menn sjái hættur í hveiju horni, í stað þess að hafa skiljanlega og heimilislega ógn í austri. Þjóðernisátök, landamæradeilur, borgara- stríð af öllum mögulegum og ómögulegum orsökum — allt ógnar þetta friði og stöðug- leika í heiminum. Fyrstu tvær hættumar eru komnar í ljós. Sú fyrri, Persaflóastríðið, var deila um landamæri og olíulindir. Sennilega hefði hún ekki brotizt út á tímum kalda stríðsins. Sovétmenn — vopnasalar og ráð- gjafar Saddams Hussein — hefðu talið áhættuna af innrás í Kúveit of mikla og sett honum stólinn fyrir dyrnar til þess að lenda ekki í beinni andstöðu við Banda- ríkjamenn, sem töldu hagsmunum sínum gróflega ógnað. Seinni deilan, í fyrrver- andi Júgóslavíu, er sömuleiðis stríð um landamæri og þjóðerni að auki. Allar þjóð- ernisdeilur í gömlu kommúnistaríkjunum voru frystar á tímum ógnarstjórnarinnar, en nú blossa þær upp af krafti og alls konar óleyst mál frá tímum Habsborgara- eða Tyrkjaveldis skjóta upp kollinum á ný. Enginn veit hvar næst sýður upp úr. Það gæti orðið sunnar á Balkanskaganum, í Kákasus, í Norður-Afríku eða Miðaustur- löndum. Kannski verður einhver einræðis- herrann búinn að kaupa sér kjarnorku- flaugar á útsölu í Úkraínu. Enginn veit heldur hvernig á að bregðast við slíkum deilum. Persaflóadeilan leystist vegna þess að Bandaríkin, eina herveldið sem eitthvað kveður að ennþá, áttu svo mikilla hags- muna að gæta að þau jöfnuðu um Saddam Hussein í snatri. En Bandaríkjunum kemur minna við þótt menn vegi hver annan á Balkanskaga. Evrópubandalagsríkjunum tókst fyrir löngu að setja niður aldagamlar deilur sín á milli, en þeim hefur misheppn- azt gersamlega að móta trúverðuga stefnu gagnvart stríðandi fylkingum í lýðveldun- um, sem áður hétu Júgóslavía. Sameinuðu þjóðirnar, sem sumir héldu að væru loks- ins farnar að virka eins og þær ættu að virka í Persaflóastríðinu og þegar ákveðið var að skakka leikinn í borgarastríðinu í Sómalíu, virka bara alls ekki í deilunum á Balkanskaga. Nýja heimsskipanin er í rugli. Sennilega dettur engum í hug að sakna kalda stríðsins. Hrun kommúnismans, með allri þeirri kúgun og mannvonzku, sem honum fylgdi, gefur vissulega vonir um að heimurinn sé á réttri leið. En sé horft raunsætt á málin hafa endalok ógnaijafn- vægisins sennilega í för með sér að færri verða kúgaðir og kvaldir í gúlaginu, en fleiri felldir á vígvellinum. Heimurinn er í ójafnvægi. Vonandi finnur hann sér nýtt jafnvægi, sem verður ekki kennt við ógn eða kulda. ólafurþ. stephensen LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. JÚNÍ1993 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.