Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1993, Blaðsíða 9
RANNSOKN I R
I S L A N D I
Umsjón: Sigurður H. Richter
1000
aoo
600
400
200
Mo&alþyngd f g
% lcynþroska flskar
t.loBaiþynnd
Kynþroclcahlutfall
0I_1
100
80
60
40
20
Meðalþyngd bleikju og kynþroskahlutfall í lok tilraunar í júní, eftir 300 daga í
tilraun.
KYNÞROSKIGERIR
USLA í BLEIKJUELDI
u
ndanfarin ár hefur áhugi á bleikjueldi vaxið
og nokkrar eldisstöðvar hafa snúið sér að
hluta eða alfarið að eldi á bleikju. Hugmynd-
ir um möguleika á eldi þessarar tegundar
hafa að stórum hluta ýmist verið bundnar við
Kynþroski hefur meiri
áhrif á vöxt bleikju en
hitastigið sem hún er alin
við.
Eftir ÞURIÐI
PÉTURSDÓTTUR
og EMMU
EYÞÓRSDÓTTUR
nýtingu á lindarvatni sem er 4-6 stiga
heitt árið um kring; yfirborðsvatni þar sem
hitastig sveiflast með lofthita eða blöndu
af þessu tvennu. Auk þess er hugsanlegt
að nota volgrur þar sem þær eru fyrir
hendi. Tilraunin, sem lýst er hér á eftir,
var gerð í þeim tilgangi að rannsaka hversu
lengi bleikja er að vaxa upp í markaðs-
stærð við mismunandi hitastig og hvaða
áhrif eldishiti hefur á kynþroska. Eldishiti
var valinn með það í huga að hægt yrði
að meta hagkvæmni mismunandi eldisað-
stæðna víðs vegar um land.
EF'JI OgAðferðir
í lok júlí 1991 var 600 u.þ.b. 170 g fisk-
um skipt tilviljanakennt niður í 12 eins
rúmmetra ker, 50 í hverju keri. Fiskarnir
voru einstaklingsmerktir. Fylgst var með
vexti og kynþroska hjá hveijum fiski.
Rennsli var miðað við 0,5 l/mín./kg fisk
og miðað við að súrefni í frárennsli væri
7 mg/1. Þéttni var um 22 kg/m3 í upp-
hafi. Fiskurinn var vigtaður og lengdar-
Hlutfallsleg stærðardreifing fiska sem
náðu holdlitareinkunn 1 eða
meira.
mældur u.þ.b. einu sinni í mánuði. Þá var
einnig athujgað hvort úr honum rynnu svil
eða hrogn. I lok tilraunarinnar var fiskinum
slátrað, hann kyngreindur, kynkirtlar vigt-
aðir, lengd og þyngd mæld og gefin ein-
kunn fyrir útlit. Auk þess var sláturþyngd
og holdlitur skráður. Reynt var að gefa
einkunn fyrir holdfestu, en það var ekki
gerlegt. í þessari grein verður aðallega
fjallað um niðurstöður af athugunum á
þungabreytingum og kynþroska bleikjunn-
ar.
NIÐURSTÖÐUR
Vöxtur.
Niðurstöður tilraunarinnar leiddu í ljós
Mikill munur er á
kynþroska fiski (sá
efri) og ókyn-
þroska (sá neðri)
bæði hvað varðar
lit og holdafar.
að eftir tíu mánuði (300 daga) hafði bleikj-
an ekki náð þeirri sláturþyngd sem miðað
var við, það er að segja eins kg þyngd.
Litlu skipti hvort bleikjan var alin við 8,
10 eða 12 stig, hún óx jafn vel (1. mynd).
Við 6 stiga hita var fiskurinn nokkurn tíma
að ná sér af stað en óx síðan mjög vel.
Rennslistruflanir urðu í 4 og 6 stiga hita
í febrúar og þá dró úr vexti en eftir það
óx bleikjan vel (6°) og þokkalega (4°).
Athygli vekur að við 14 stiga hita dró
mjög fljótt úr vexti og fiskurinn óx ekki
neitt mestan hluta tilraunatímans. Reyndar
stöðvaðist vöxtur einnig við 12 stiga hita
eftir 200 daga og eftir 250 daga við 10
stiga hita.
Vaxtarstöðvun.
Hvers vegna hætti fískurinn að vaxa?
Við krufningu kom í ljós að sumir fiskar
voru fullir af sviljum eða hrognum. Kyn-
þroski var metinn eftir því hversu þung
hrognin og svilin voru í hlutfalli við þyngd
fisksins. Kynþroski var algengastur við
hæsta hitann (14°C) en minnstur við
lægsta hitann (4°C, sjá 2. mynd). Fiskur,
sem er að verða kynþroska, hættir venju-
lega að vaxa og leggur alla orku fæðunnar
í uppbyggingu kynkirtla.
Sölumöguleikar.
Auk þess sem kynþroskinn veldur
vaxtarstöðvun dregur hann úr holdgæðum
fisksins, rauði liturinn hverfur og holdið
verður slepjulegt. Við slátrun var holdlitur
mældur og á 3. mynd sést hvernig fiskur
við hvert hitastig skiptist í stærðarflokka
eftir að hent hefur verið burtu ósöluhæfum
fiski. Hæstu tekjumar fengjust af fiski úr
6 og 8°C eldishita. Við 4 stiga hita eru
of margir smáfiskar (200-600 g) og við
10, 12 og 14 stig er of lítill hluti físksins
söluhæfur.
Niðurstöður tilraunarinnar benda til
þess að kjörhiti bleikju af stærðinni 170-
1.000 g sé 8-12°C, og að ekki sé veruleg-
ur munur á vexti á þessu hitastigsbili.
Kynþroski hefur þó afgerandi áhrif á gæði
framleiðslunnar og hærri hiti eykur kyn-
þroska. Með tilliti til vaxtar og kynþroska
virðast því 6-8°C vera heppilegasti eldis-
hitinn, þar til leiðir finnast til að draga
úr eða stöðva kynþroska hjá bleikju í eldi.
Rannsókn þessi var styrkt af Framleiðni-
sjóði landbúnaðarins.
Höfundar eru líffræðingur og kynbótafræðingur
og starfa á Rannsóknastofnun landbúnaðarins
á Keldnaholti.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5.JÚNÍ1993 9